Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 7 ERLENT Svíþjóð Bjart yfir efnahags- lífinu Stokkhólmi. Reuter. HORFURNAR í sænsku efnahags- lífi eru betri en í langan tíma og hagvöxtur verður meiri á árinu en áður var áætlað. Var þessu slegið upp á forsíðu tveggja sænskra dag- blaða í gær og sagt, að ríkisstjórn- in myndi skýra frá þessu á mánu- dag. Að sögn blaðanna er gert ráð fyrir, að hagvöxturinn verði 3,5% á þessu ári og 2,7% á því næsta, en fyrir aðeins fimm mánuðum, þegar sænska ríkisstjórnin greip til að- gerða til að búa sig undir evrópsku mynteininguna, var talið, að hann yrði 2,5% nú í ár og 2,9% á næsta ári. Var því haldið fram í blöðunum, að ríkisstjórnin væri nú svo bjartsýn á framtíðina, að hún teldi ekki þörf á meiri niðurskurði en ónefndur embættismaður sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna, að gripið yrði til þeirra aðgerða, sem þyrfti til að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum 1998. Ríkisstjórnin mun kynna á þingi á mánudag sérstakar hagvaxtarað- gerðir og sagt er, að þá verði til- kynnt, að hún hafi fallist á þá ósk sænska seðlabankans, að verð- bólgumarkmiðin verði bundin með lögum. Hjá seðlabankanum eru þau 2% með 0,1% fráviki. ------♦ ♦ ♦ Dýrmætri fiðlu rænt í New York New York. Daily Telegraph. DÝRMÆTRI Stradivarius-fiðlu hef- ur verið stolið úr íbúð fiðluleikara í New York. Hún var metin á 3,5 milljónir dollara eða jafnvirði 228 milljóna króna. Fiðlunni var stolið úr íbúð Erica Morini við fimmtu götu. Hún lést á miðvikudag á 92. aldursári en ránið uppgötvaði vinkona hennar um ára- tugi nokkrum dögum fyrir lát henn- ar. Stuldinum var haldið leyndum fyrir Morini er hún lá banaleguna þar sem fiðlan var henni svo dýr- mæt að henni fannst ekkert skipta máli í lífínu nema hljóðfærið. Bæði bandaríska alríkislögreglan FBI og lögreglan í New York hafa lýst eftir fiðlunni innan Bandaríkj- anna sem utan. Þá hefur dómari í borginni heitið 100.000 dollurum fyrir upplýsingar sem leitt gætu til þess að hún kæmi í leitirnar. Fiðlan er af gerðinni Davidoff Stradivarius. Hún var smíðuð af Antonio Stradivari árið 1727 og er því 268 ára gömul. Faðir Morini sem var tónlistarkennari keypti fiðluna í París fyrir 70 árum fyrir 10.000 dollara. Brian Skarstad, fiðlusmiður sem höndlar með fágæt hljóðfæri, lýsti fiðlu Ericu Morini í febrúar sl. sem „galdraverki." „Hvað hljómgæði 'hennar áhrærir er þetta besta fiðla sem ég nokkru sinni heyrt, sú lang- besta,“ bætti hann við. Fiðluna geymdi Erica Morini í læstum fataskáp og var lykillinn varðveittur á leynilegum felustað. Ljóst er þó, að sá sem tók fiðluna traustataki vissi vel eftir hverju hann var að leita og hafði lykla bæði að skápnum og íbúð frú Mor- ini. Skildi hann eftir tóma fiðlutösku í skápnum. Af þessum sökum liggja nokkrir einstaklingar undir grun lögreglunnar, sem þó verst allra frétta af rannsókn fiðluhvarfsins. Fiðlan var stórlega vantryggð eða fyrir aðeins 800.000 dollara og sagði Frank Morini, bróðir Erica Morini, að henni hafi þótt iðgjöldin helst til há. Forsetakjör í Alsír FORSETAKOSNIN GAR verða í Alsír 16. þessa mánaðar og er kosningabaráttan komin í fullan gang. Auk núverandi forseta, Liamine Zerouals, sækjast þrír aðrir eftir emb- ættinu og þar á meðal Said Saadi, sem efndi til þessa fund- ar í borginni Tizziouzou í gær. Bókstafstrúaðir múslimar bjóða ekki fram en þeir eiga í blóðugu stríði við stjórnvöld í landinu. A myndarlegu Nóvembertilboði Japis gefst þér einstakt tækifæri á að eignast 28" TATUNG sjónvarp á hreint ótrúlegu verði • 28" Nicam stereo Sjónvarp • FST Black Matrix myndlampi • Textavarp • Allar aðgerðir á skjá • Scarttengi SVHS • Tengi fyrir aukahátalara • Tengi fyrir heymatól • Fjarstýring • Timer Endursöluaðilar TATUNG á landsbyggðinni Keflavík: RAFHÚS Akranes: METRÓ Borgarnes: KAUPFÉLAGIÐ Snæfellsnes: BLÓMSTURVELLIR ísafjörður: PÓLLINN Skagafjörður: SKAGFIRÐINGABÚÐ Akureyri: RADÍÓV.STOFAN og METRÓ Húsavík: ÓMUR Egilsstaðir: RAFEIND Selfoss: KAUPFÉLAGIÐ Vestmanneyjar: BRIMNES JAPIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.