Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 30
3K) SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR ÞORSTEINSSON OG ÞORSTEINN SIG URÐSSON -I- Sigurður Þorsteins- ' son fæddist 18. jan- úar 1956. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október. Foreldrar Sig- urðar eru Þorsteinn Gíslason, sjómaður og kokkur á Flateyri, og Borgrún Alda Sigurðar- dóttir, húsmóðir I Kefla- vík. Systkini Sigurðar eru Ingimar, búsettur í '**Reykjavík, Steinar, bú- settur í Reykjavík, Krist- ín búsett í Noregi, og íris, búsett í Keflavík. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar og móðir Þorsteins er Sigrún Magnúsdóttir, f. 11.12 1958. Önnur böm Sig- urðar og Sigrúnar em Berg- lind Ósk, f. 21.11. 1979, nemi við Menntaskólann á Akur- eyri, Atli Már, f. 21.1. 1981, nemi, og Borgrún Alda, f. 23.3. 1992. Sigurður var verkstjóri hjá Vestfirskum skelfiski hf. og formaður verkalýðsfélags- ins Skjaldar á Flateyri. - Þorsteinn Sigurðsson fædd- ist í Reykjavík 11. ágúst 1977. Hann var nemi við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Útför Sigurðar og Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík á morgun, mánu- daginn 6. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15. ÞANN 26. október féll snjóflóð á Flateyri og var Þorsteinn Sigurðs- ^son, kærkominn vinur minn, stadd- ur þar og Ienti í hörmungunum. Þetta er sú mesta sorg sem ég hef þurft að upplifa og vil minnast hans með örfáum orðum. Ég man fyrst þegar ég hitti Þorstein, þá var hann eins og ég hafði ímyndað mér svokallaðan „sveitalubba“ eða í lopapeysu og gallabuxum. Samt sem áður kynntumst við mjög vel og urðum góðir vinir. Þorsteinn hugsaði alltaf mikið um útlitið. Ég man í eitt skipti þegar við vorum á leiðinni í sjoppu, þá þurfti ég að bíða eftir honum í hálftíma á meðan hann stóð fyrir framan spegilinn og greiddi sér. -é»ksins þegar hann fékk hárið á sér til að haldast eins og hann vildi hafa það setti hann á sig húfu og sagði: „Jæja, eigum við þá að fara?“ Þorsteinn var yndislegur strákur og jafnvel enn betri vinur. Ég mun sakna hans sárt nú þegar hann hefur kvatt okkur en minningarnar um hann munu alltaf lifa innra með okkur sem urðum svo lukku- leg að kynnast honum. Með þess- um orðum sendi ég öllum sem voru honum nákomnir mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Erla. Tvenn spor í snjónum Gatan er auð og allt er kyrrt og hljótt, og engin stjama lýsir kvöldsins höll. Sem bleikir skuggar risa flarlæg flöÍL Fram undan blundar hafið þungt og mótt. Og mjöllin, mjöllin hnípr hægt og rótt. Og hvert sem augað lítur fellur mjöll. Og hvítum svefni sefur borgin ðll. í svefni genpr tíminn hjá í nótt. En eins og hvíta, mjúka mjöllin vefur moldina frá í júní, þannig sefur í draumum tveggja hjartna horfið vor. En langt að baki liggja tveggja spor. Svo langt, svo langtl Og bráðum hyljast sjónum tvenn spor, sem liggja langt að baki í snjónum. Atburðir hafa orðið sem okkur er ófært að skilja. Nálægðin við þá hörmulegu atburði byrgir okkur sýn svo erfitt reynist að átta sig á þeim áföllum sem dunið hafa yfír byggðir Vestfjarða á þessu ári. Við systkinin viljum með örfáum orðum minnast tveggja ungra frænda okkar, Sigurðar Þorsteins- sonar, og sonar hans, Þorsteins. Engin orð geta lýst sorg okkar vegna þessa hörmulega fráfalls tveggja ungra manna. Þó við höf- um ekki þekkt þá feðga mjög-mik- ið þá höfðum við ýmis samskipti á liðnum árum og ætlunin var að rækta frændsemina með bættum samgöngum en ekki að kveðja þá hinstu kveðju. Við stöndum van- máttug eftir og getum aðeins reynt að leggja þeim lið sem sárast syrgja eiginmann, son, föður, bróð- ur, barnabam og allt er þeir voru sínu fólki. Með mikilli hryggð send- um við eiginkonu, börnum, foreldr- um og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að tíminn græði mestu sár- in. Einnig viljum við votta dætrum Geirþrúðar og Gunnlaugs og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð svo og öllum sem syrgja. Guðný og Pétur Hafsteinn Isleifsbörn og fjölskyldur. Þegar fréttir berast af hinum miklu náttúruhamförum á Flat- eyri, gerum við okkur enn einu sini grein fyrir því hversu vanmátt- ug við erum gagnvart náttúruöfl- unum. Þegar ég frétti af þessu snjóflóði á Flateyri hvarflaði ekki »»»»»»»»»»» 'A & A A 'A ^Daíia s A A A A * Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 % að mér að æskufélagi minn, Siggi, eða fjölskylda hans gæti verið í hættu, því mér fannst húsið hans vera svo langt frá fjalls- hlíðinni, en þetta snjóflóð var miklu stærra og meira en nokkur maður gat ímyndað sér. Þegar ég heyrði nöfn þeirra sem fór- ust brá mér illilega að heyra nafn æskufélaga míns, Sigurðar Þorsteins- sonar, sem þar lést ásamt syni sínum, Þorsteini. Á slíkri stundu koma upp í hugann ýmsar æsku- minningar. Þær koma upp í hug- ann mjög skýrar hver af annarri. Sögusviðið er umhverfi æsku- stöðva okkar, Siggi bjó ásamt fjöl- skyldu sinni á Njálsgötu 73 og ég á Barónsstíg 43 í Reykjavík. Þegar við Siggi sem mjög ungir drengir ásamt Ingimar bróður hans byrjuð- um að bera út Morgunblaðið á Njálsgötunni einn veturinn í kol- svarta myrkri og kulda og það tók í lítil og mjó bök að rogast með blöðin, var gleðin og ánægjan því meiri þegar þeir bræður keyptu sér sín fyrstu reiðhjól fyrir útburðar- launin. Eða hvað við höfðum gam- an af því að koma á verkstæðið í kjallaranum hjá Sigga og fá að skoða öll módelin sem Kristján yngri nágranni hans hafði smíðað þar og málað, þvílíkur listasmiður, hugsuðum við með okkur. Er ég lít til baka til æskuáranna þá er margs að minnast, en það er ein minning sem stendur upp úr, það er þegar Þorsteinn faðir Sigga tók okkur Sigga og Ingimar bróður hans sem aðstoðarmenn í eldhús á togaranum Narfa RE 13. Við Siggi vorum tólf ára og Ingi- mar 11 ára og þvílík reynsla fyrir okkur, unga piltana, að fara til sjós á alvöru togara. Þorsteinn kenndi okkur þar eitt og annað, meðal annars að flaka steinbít til þes_s að herða. Ég er Þorsteini mjög þakklátur fyrir það að hafa gefið okkur þetta tækifæri og að hann hafi haft trú á því að við gætum staðið okkur í þessari vinnu þetta ungir piltar. Einnig á ég alltaf góðar minn- ingar frá þessum árum sem dreng- ur að koma inn á heimili Sigga og fjölskyldu hans, Alda móðir hans var ætíð tilbúin með eitthvað gott að borða þegar ungir, fjörmiklir drengir komu heim svangir, einnig stakk hún stundum að okkur er- lendu sælgæti sem Þorsteinn pabbi Sigga kom með heim úr siglingum, en slíkur varningur var sjaldséður á hveiju heimili eins og nú til dags, en ég man hvað það var gaman að koma heim til Sigga og fá að horfa á sjónvarpið. Öll þessi mynd- brot úr æsku okkar eru ennþá ljós- lifandi fyrir mér. Síðan skilur leiðir okkar Sigga árið 1969, ég flyt vestur í bæ og tækifæri til þess að hittast urðu færri, en öðru hveiju fékk ég þó fréttir af Sigga og hafði vitað það um nokkurt skeið að hann væri búsettur á Flateyri. Alltaf öðru hveiju var ég að hugsa um að hringja í hann vestur, en lét þó aldrei verða af því. Svo var það ákveðið síðastliðið sumar að ég og fjölskylda mín ætluðum að ferðast um Vestfirði og var ég búinn að ákveða að koma við á Flateyri og heilsa upp á æskufélaga minn, Sigga, og fjölskyldu hans. Eg kom á Flateyri um miðjan júlí í mjög faliegu veðri, hafði upp á húsinu hans en enginn var þar heima. Það var eins og örlögin hefðu ekki ætlað okkur að hittast aftur hérna megin, en mikið hefði það verið gaman að hitta hann og rifja upp gamla tíma, en minningin um Sigga æskufélaga minn lifir skýr í huga mér. Á þessari miklu sorgarstund langar mig til að senda eiginkonu hans, Sigrúnu Magnúsdóttur, bömum hans, foreldrum, ásamt systkinum hans mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Páll Ásmundsson, æskuvinur. Það er oft sagt að við Vestfírð- ina búi fólk sem mótast af háum fjöllum í kring. Það gerði Steini. Hann var íjall á miðri eyrinni, sannur og traustur, hógvær og réttlátur, myndarlegur og skiln- ingsríkur, áhyggjulaus og óháður. Hann var gull af manni, drengur góður. Ein af dyggðum hans var líka dugnaðurinn. Hann vann og vann og vann. Þegar hann var yngri vann hann allt og alla á sviði íþrótta. Þetta sumar vann hann daginn út og inn í frystihúsinu og svo í haust fór hann á sjóinn. Dugmikill Vestfirðingur. Hann var líka dugandi námsmaður, stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð en tók sér frí þessa önn til að vinna sér inn peninga til þess að geta leigt sér herbergi eða íbúð eftir jól. Haldið áfram í skól- anum og verið sjálfstæður. Það var hann þó svo að þau jól, þeir endur- fundir verði aldrei nema í huga okkar er við leggjum aftur augun. Svo lengi sem engir tveir eru eins svo lengi mununi við minnast Þorsteins svo lengi sem lífsins klukkur tifa svo lengi sem skáldin munu skrifa svo lengi mun minning hans lifa. Án Steina hefði þetta sumar aldrei orðið einstakt sumar. Ég þakka Steina fyrir minningarnar um hann um leið og ég bið kærleik- ann að fylgja fjölskyldu hans og vinum og styrkja þau því í raðir þeirra hefur nú verið höggvið svo stórt skarð að það verður aldrei fyllt. ... en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Arnaldur Máni Finnsson. Það er erfitt að setjast niður og setja á blað minningargrein um þá sem maður bjóst við að myndu fylgja manni í gegnum lífið. Sigrún mín, hvað oft sagði ég ekki, ég er á leiðinni. Við komum, fljótlega vestur. Minningamar sækja á mann. Þegar ég kom fyrst til ykkar Sigga í Krummahólum 1977. Þú varst nýkomin heim með Þorstein og við Ágústa læddumst inn til að kíkja á hann í vöggunni. Þegar við komum vestur á Flat- eyri til ykkar og hvað það var allt- af fínt og huggulegt hjá ykkur Sigga. Eða núna síðast þegar þið voruð í bænum og við skutumst vestur á Ránargötu til ykkar í kaffísopa og við ákváðum að hittast fljótlega. Siggi var alltaf svo stoltur af fjölskyldu sinni og heimili. Ég dáði hann alltaf fyrir heilindi hans og dugnað. * * LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 - sími 587 1960 Þorsteinn sem var alltaf svo duglegur og kappsamur. Hve oft var hann ekki búinn að vinna til verðlauna í sundi og vera fjölskyldu sinni til sóma. Það er svo sárt að rifja upp þessar minningar og þurfa að horf- ast í augu við það að feðgarnir eru farnir frá okkur og við getum aldr- ei gert allt það sem við ætluðum að gera. Sigrún mín, við Ágústa og böm- in vottum þér, Berglindi, Atla Má, Borgrúnu Óldu og öllum aðstand- endum dýpstu samúð. Megi Guð vaka yfír ykkur alla tíð. Jóhannes, Ágústa, Björn Þór og Elísabet. Það voru þungbærar stundir að morgni 26. október að leita í rústum snjóflóðsins mikla á Flat- eyri sem tók tuttugu mannslíf. Ég vissi strax að æskuvinur minn væri meðal þeirra sem leitað var. Það var orðið nokkuð liðið dags þegar ég fékk þau hræðilegu tíð- indi að meðal þeirra sem létu lífíð í hörmungunum var besti vinur minn, Þorsteinn Sigurðsson. Þor- steinn var með meðvitaðri einstakl- ingum sem ég þekki. Hann hafði áhyggjur af eyðingu regnskóganna ekki síður en velferð vina og vanda- manna og það er sérstaklega minn- isstætt hversu nærgætinn og til- litssamur hann var við foreldra sína og systkini. Yngsta systir hans, Borgrún, naut þessa sérstak- lega en hún var í miklu uppáhaldi hjá Þorsteini. Það er erfitt að koma orðum á blað sem lýsa þessum góða vini mínum. Samviskusemin var einstök og hann var alltaf til hjálpar þegar eitthvað bjátaði á. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa móður minni þegar hún þurfti á einhveiju að halda. Það eru ótal minningar sem hrannast upp frá samverustundum okkar á eyrinni sem nú hefur orð- ið fyrir svo miklu tjóni. Fjaran, bryggjan, Goðahóllinn og hlíðin fyrir ofan staðinn, allt er þetta vettvangur leikja og gleði sem við áttum saman sem óaðskiljanlegir félagar. Nú stendur aðeins leik- myndin eftir. Sigrún mín. Ég votta þér, Berg- lindi, Atla Má og Borgrúnu mína dýpstu samúð og þakka ykkur all- ar góðu stundirnar. Megi tíminn lækna þau djúpu sár sem fylgja brotthvarfi feðganna. Þórir Traustason. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum, þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Það voru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér, elsku Siggi okkar, við biðjum góðan guð að gæta þín og Þorsteins sonar þíns vel. Elsku Sigrún, Berglind, Atli Már og Borgrún Alda, missir ykkar er mikill en minningar um góða drengi hjálpar ykkur í þeirri miklu sorg sem á ykkur er lögð. Guð veri með ykkur. Eyþór Atli, Svanhildur, Guð- laugur Páls og Kolbrún. Lítið þorp vestur á fjörðum er á svipstundu lagt í rúst og stór hluti íbúanna lætur lífið. Hvað myndi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.