Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 52
 SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi AT&T <Q> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SIMI 580 8070 Alllaf skrejl á undan jólabögglana tímanlega til fjarlœgra landa. POSTUR OG S!Ml MORGVNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vill flytja inn hrein- dýrakjöt frá Græn- landi PÉTUR Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs í Austurstræti, vill sækja um leyfi til að flytja inn 3 til 10 tonn af hreindýrakjöti frá Grænlandi. „Veiðikvótinn hér á landi var skorinn svo stórlega niður frá síðasta ári að framboðið dugar ekki. Islenska Iqotið er hreinlega að klárast. Ef ég fæ leyfi til að flytja þetta kjöt inn væri það komið á markað eftir svona þijár vikur. Ef engir sérstakir tollar falla á það, gæti það verið 300 til 400 krónum ódýrara, hvert kíló, en íslenska kjöt- ið,“ sagði Pétur í samtali við Morg- unblaðið. Pétur sagði enn fremur að for- dæmi væri þegar fyrir hendi þar sem leyfður hefur verið innflutning- ur á kjúklingum. Hann væri því hæfílega bjartsýnn á að dýralækn- ir, sem hann hefur þegar leitað umsagnar hjá, og ráðuneytið, í '^þ'essu tilviki viðskiptaráðuneytið, myndu gefa sér grænt ljós þar sem um villibráð er að ræða. Dýrin myndu koma úr hjörðum frá suð- vesturhluta Grænlands. Á haustin eru þau rekin í girðingar og valið úr til slátrunar. Slátrunin sjálf fer fram í húsum þar sem fýllsta hrein- lætis er gætt. „Þannig að frá heil- brigðissjónarmiði sé ég ekkert sem gæti komið í veg fyrir þetta. Ef innflutningur lukkast tel ég að það sé meiri háttar ávinningur fyrir neytendur,“ bætti Pétur við. ■ „Náttúrubarn í Búrinu“/A22 :: ' '. Morgunblaðið/RAX Fimm þúsund tonn af Hekluvikri UM 6.700 rúmmetrar af vikri voru lestaðir í flutningaskip í Þorlákshöfn í vikulokin, eða um 5.000 tonn. Skipið fer til Þýskalands með viðkomu í Rotterdam þar sem farminum verður umskipað í smærri skip, en vikurút- flutningurinn er á vegum Jarðefnaiðnaðar hf. Fyrirtækið hefur flutt út um 100 þúsund tonn af vikri á þessu ári að verðmæti um 300 milljónir króna. Árni Benedikt Árnason framkvæmdastjóri Jarðefnaiðnaðar hf., segir að stærstu kaupendur að vikri séu nú á Þýskalandsmarkaði. Fimm til sex útflytjend- ur starfi nú hérlendis. Erfitt sé að meta heild- arverðmæti útflutnings, en hann sé sennilega einhvers staðar á milli 500 og 900 millj. kr. j- ---------------;--------------- Breytingar nauðsynlegar í Leifsstöð ef Island tengist Schengen-svæðinu Stóraukið álag á toll og útlendingaeftirlit Kynna sér aðstæður í Frankfurt og Lúxemborg TVEIR embættismenn sýslu- mannsembættisins á Keflavíkur- flugvelli munu síðar í vikunni skila skýrslu um þær breytingar, sem nauðsynlegar verða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli ef ísland tengist Scheng- en-svæðinu svokallaða, þar sem vegabréfaskoðun á landamærum hefur verið afnumin. ísland myndi þá í raun gæta ytri landamæra Evrópusambandsins og slíkt hefði í för með sér stóraukið álag á to.llgæzlu og útlendingaeftirlit í Keflavík. Breyta þyrfti innréttingu Leifsstöðvar og hugsanlega ráða nýtt starfsfólk. ísland og Noregur hafa sótzt eftir aukaaðild að Sehengen-sam- komulagi ríkja Evrópusambands- ins til þess að unnt verði að við- halda samningi Norðurlandanna ~um vegabréfafrelsi norrænna ríkisborgara á ferðum milli ríkj- anna fimm. Þar sem þrjú Norður- landanna eru nú í ESB verða ís- lendingar að taka að sér gæzlu ytri landamæra Evrópusambands- ins til þess að af þessu geti orðið. Aðskilin vegabréfaskoðunarhlið Að sögn Ólafs W. Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, myndi aukaaðild að Schengen áreiðanlega hafa breyt- ingar í för með sér í Leifsstöð. Þannig er líklegt að setja yrði upp aðskilin vegabréfaskoðunarhlið líkt og tíðkast á flestum alþjóðleg- um flugvöllum í Evrópusamband- inu, annað fyrir ríkisborgara ríkja Schengen-svæðisins og hitt fyrir aðra. Þá segir Ólafur að með tengingu við Schengen yrðu íslenzk yfirvöld að skoða vegabréf hjá mun fleira fólki en þau gera nú. Það muni einkum eiga við um farþega, sem koma frá Bandaríkjunum, skipta um flugvél í Keflavík og halda för sinni áfram til meginlandsins. „Það verður að gera skipulags- breytingar í flugstöðinni og er verið að skoða það. Svo þarf að líta á hve stór hópur þarf að fara í vegabréfaskoðun og hvað hann kemur á stuttum tíma,“ segir Ólaf- ur. „Af hálfu Flugleiða hefur verið lýst yfir að fjórar.flugvélar með 900 manns geta komið á fimmtán mínútum að morgni dags. Þetta fólk dreifist á Oslóar-, Stokk- hólms- og Kaupmannahafnarflug- vélar og einhveijar fleiri, og þarf að halda áfram innan klukku- stundar. Það tekur tíma að vega- bréfaskoða hvern einstakling.“ Skoðað með arkitektum flugstöðvarinnar Pétur Guðmundsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli, segir að tveir menn frá embætti sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli hafi verið sendir til Lúxemborgar og Frankfurt að kynna sér skipu- lag á flugvöllum og muni þeir skila skýrslu síðar í vikunni. „Flug- stöð Leifs Eiríkssonar yrði hluti af Schengen. Hún hefur til þessa verið venjuleg miliilandaflugstöð. Það er gífurlegur munur þar á,“ segir Pétur. Hann segir að þegar skýrslan liggi fyrir muni hann eiga fund með sýslumanni og arkitekt- um flugstöðvarinnar og skoða hvaða breytingar sé unnt að gera. Ungling- ar færðir í athvarf UNGLINGAR sem bijóta reglur um útivistartíma eru færðir í athvarf á vegum lögreglu og borgaryfirvalda og sóttir þang- að af foreldrum. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlög- regluþjónn segir að með því að framfylgja reglum um útivist geri menn sér vonir um að draga úr líkum á að unglingar verði misnotaðir kynferðislega, hefji vímuefnaneyslu of snemma eða fremji afbrot af einhveiju tagi. Mest hafa um 100 unglingar undir 16 ára aldri verið færðir af lögreglu í athvörf þau sem um ræðir, en að jafnaði eru þeir 10-20 talsins um helgar. Unglingar, sem Morgunblað- ið ræddi við í athvarfi í austur- borginni aðfaranótt laugardags, kváðust ekki þekkja reglur um lögboðinn útivistartíma barna og unglinga, eða virða hann ekki. Tvær mæður, sem Morgun- blaðið ræddi við þegar þær komu að sækja börn sín í at- hvarfið, lýstu yfir ánægju sinni með þessa þjónustu lögreglu og borgaryfirvalda. ■ Minni hætta á/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.