Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/10 - 4/11 ► HÉRAÐSLÆKNIRINN á Vestfjörðum kveðst óttast um andiega líðan Vestfirð- inga eftir þau þungu áföll sem riðið hafa yfir Flateyri og Súðavík á þessu ári og segir mikiivægt að fólk fái aðstoð við að komast í gegn um þennan vetur. Nefnd á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt til að áfallahjálp verði efld við þá sem búa á snjóflóðahættusvæðum til að draga úr vanlíðan fólks. Ráðherra ætlar að beita sér fyrir að tillögumar verði framkvæmdar. ► FREYR Jóhannesson matsstjóri Viðlagatrygging- ar íslands kveðst telja að eignatjón sem varð vegna snjóflóðsins á Flateyri sé meira en tjónið sem varð í Súðavík. Hann segir raun- hæft að áætla það á milli 200 og 300 milljónir króna. Ætla má að tjón á eignum í aftaka- veðrinu í þarsíðustu viku hafi numið að minnsta kosti 800-900 milljónum króna, en ekki era þó öll kurl kom- in til grafar í því efni. ► RIKISENDURSKOÐUN telur eðlilegt að afnemaall- ar beinar undanþágur frá greiðslu afnotagjalda RÚV og leggur til að sá möguleiki verði kannaður að afnota- gjöld einstaklinga verði bundin við íbúðir og þau inn- heimt með opinberum gjöld- um. Stofnunin telur einnig að sameina beri fréttastofur Útvarps og Sjónvarps, en fréttastjórar þeirra telja það leiða til of mikillar sam- þjöppunar. ► FINNUR Ingólfsson við- skiptaráðherra kveðst te{ja að lánsfjáröflun rikissjóðs hall gengið erfiðlega innan- lands á þessu ári. Fyrir vikið hefur um 60% af lánsfjár- þörf ríkissjóðs verið mætt með erlendum lántökum. Tugir þúsunda minntust Flateyringa Á MILLI 20 og 30 þúsund manns fóru í blysför í gegnum miðbæ Reykjavíkur á mánudagskvöld til að minnast þeirra 20 sem fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri við Önundarfjörð. Gengið var frá Hlemmtorgi niður á Ingólfstorg þar sem efnt var til minningarathafnar. Forseti íslands var einn þeirra sem ávörpuðu göngumenn og bað þá að minnast þeirra sem látist hafa í nátt- úruhamförum á þessu ári með einnar mínútu langri þögn. Gangan var að undirlagi Félags framhaldsskólanema og kom flöldi þátttakenda skipuleggj- endum hennar mjög á óvart. Tæplega 2.000 Akureyringar tóku þátt í blysför í sama tilgangi á þriðju- dagskvöld og rúmlega 1.200 manns sóttu minningarguðsþjónustu á ísafirði á þriðjudag um Flateyringana sem fór- ust. Vel heppnuð söfnun ÞEGAR hætt var að taka við framlög- um í landssöfnuninni Samhugur í verki á þriðjudagskvöld höfðu tæplega 36 þúsund framlög borist upp á alls tæpar 236 milljónir króna. Allt söfnunarféð rennur til þeirra sem eiga um sárt að binda eftir flóðið á Flateyri. í Færeyjum hafa safnast um 17 milljónir króna til sama málefnis, eða alls um 253 milljón- ir króna. Áfram verður tekið við fram- lögum allan nóvembermánuð. Neitar að Jeltsín hafi afsalað sér völdum SERGEJ Medvedev, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, staðhæfði við /nterfax-fréttastofuna í gær, að forsetinn hefði ekki falið nokkrum manni neitt af völdum sínum. Víktor Tsjemomyrdín forsætisráðherra .skýrði frá því á föstudag, að Jeltsín hefði falið sér að hluta yfirstjórn valdamestu ráðuneytanna, þ.e. vam- ar-, öryggis-, utanríkis- og innanríkis- ráðuneytanna. „Forsetinn hefur ekki afsalað sér neinum völdum og ekkert slíkt bar á góma á fundi þeirra Tsjemomyrdíns á föstudag,“ sagði Medvedev. Pavel Gratsjev varnar- málaráðherra sagði í fyrradag, að Jeltsín væri áfram yfirmaður alls rúss- neska heraflans. „Forsetinn hefur sinnt starfi sínu sem æðsti yfirmaður heijanna í veikindum sínum. Það er frá honum sem ég hef þegið fyrir- mæli,“ sagði Gratsjev. Viðræður um Bosníu hafnar í Ohio FRIÐARVIÐRÆÐUR Alija Izet- begovic Bosníuforseta, Slobodans Mi- losevic Serbíuforseta og Franjos Tudj- mans Króatíuforseta hófust á mið- vikudag í Ohio í Bandaríkjunum. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, setti fundinn og hvatti þátttakendur til að breyta blóð- völlum Bosníu í land friðarins. Hann sagði að grundvallaratriði friðarsam- komulags yrðu að vera sjálfstæð og sameinuð Bosnía, eining um sérstaka stöðu höfuðborgarinnar Sarajevo, að mannréttindi yrðu tryggð og þeir sem framið hefðu hryðjuverk yrðu sóttir til saka auk þess sem Króatía yrði að fá aftur yfirráð í Austur-Slavoníu. ►AÐSKILNAÐARSINNAR í Quebec viðurkenndu á þriðjudag ósigur í kosning- unum í fylkinu en kváðust ekki myndu gefast upp. Að- eins munaði um 53.000 at- kvæðum á milli fylkinga að- skilnaðarsinna og sambands- sinna, 49,4% greiddu atkvæði með aðskilnaði en 50,6% á móti. Ógild atkvæði voru um 1,82%, fleiri en þau sem skildu fylkingarnar að. Lýstu leiðtogar aðskilnaðarsinna því þegar yfir að þeir hefðu ekki gefist upp og að þeir myndu halda áfram barátt- unni fyrir sjálfstæði Quebec. ►RUUD Lubbers, fyrrver- andi forsætisráðherra Hol- lands, þykir líklegur til að verða skipaður fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO) Þjóð- verjar, Bretar, Frakkar, ítal- ir og Portúgalir hafa lýst yfir stuðningi við hann. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Dan- merkur, sagði eftir fund með Warren Christopher utanrík- isráðherra Bandarikjanna í Washington á föstudag, að framboð sitt til fram- kvæmdasljóra NATO væri í fullu gildi ► FRANSKA lögreglan góm- aði á fimmtudag fimm meinta vígamenn múslima í aðgerðum i París, Lille og Lyon. Talið er að um sé að ræða forsprakka sprengjutil- ræða í Frakklandi í sumar og haust. Voru þrír þeirra sagðir staðnir að verki við sprengjusmíði. FRETTIR Unglingar sem brjóta reglur um útivistartíma færðir í athvarf og sóttir af foreldrum Minni hætta á vímuefna- neyslu og misnotkun Morgunblaðið/Júlíus SKÚLI Skúlason starfsmaður ÍTR reynir að finna í þjóðskrá heim- ilisfang drukkins unglings sem var færður í athvarfið og reynd- ist ekki í ástandi til að svara spumingum þar að lútandi. ÞEIR sögðust heita Kristinn, Björn, Andrés og Bjarki og vera þrettán ára. Þeir kváðust hins vegar ekki þekkja reglur um úti- vistartíma barna og unglinga. „MEÐ ÞVÍ að framfylgja reglum um útivistartíma barna og'unglinga drögum við úr líkum á að unglingar verði misnotaðir kynferðislega, hefji vímuefnaneyslu of snemma eða fremji afbrot af einhveiju tagi,“ segir Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. Skammt er um liðið síðan borg- arstjóri sendi öllum foreldrum barna og unglinga undir 18 ára aldri bréf þar sem minnt er á reglur um úti- vistartíma þessara aldurshópa og óskað eftir samvinnu um að standa vörð um þær. Lögreglan hefur að undanförnu beint sjónum sínum að hverfum í austurhluta Reykjavíkur og opnað athvarf þar í samvinnu við ÍTR, fyrir þá krakka og ungl- inga sem eru of ungir til að vera úti við eftir klukkan 22. Þetta er framhald átaks sem hófst fyrst 1992 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins litu inn í at- hvarfið í austurbænum skömmu eftir miðnætti voru þar um 10 ungl- ingar, 13 og 14 ára gamlir. Auður, Margeir, Lilja, Jens, Sigrún og Björn sögðust hafa verið á heim- leið, flest að koma úr bíó, ásamt stórum hóp annarra krakka þegar lögregluna bar að til að grennslast fyrir um aldur þeirra. „Pabbi fær flog“ „Við vorum í strætó þegar ein- hver í hópnum stakk upp á að fara út í skóla. Það fóru allir út úr strætó en strákurinn sem átti uppástung- una fór bara heim til sín. Við vorum fimmtán og sex af okkur voru flutt hingað,“ segir Björn. Aðspurð um hver séu líklegustu viðbrögð for- eldra þeirra, segir einn; „pabbi fær flog.“ Þau voru ekki ánægð með afskipti lögreglunnar af útivist þeirra og sögðust aldrei hafa verið færð í athvarfið áður. Þau séu þó oft úti við eftir klukkan 22 og lýstu yfír furðu sinni vegna laga um úti- vistartíma barna og unglinga. „Það virðir enginn þennan útivistartíma. Af hverju vorum við ekki bara keyrð heim?“ spyr Auður. „Við vorum í afmæli hjá vini okkar og fórum eftir það í félags- miðstöðina. En þegar hún lokaði ákváðum við að koma við hjá vini okkar og vorum að koma þaðan á leið heim til mín þegar löggan kom og tók okkur,“ segja þeir Kristinn, Bjöm, Andrés og Bjarki, þrettán ára, sem sátu og biðu foreldra sinna í athvarfinu. Þeir segjast ekki hafa lesið reglur um útivistartíma barna og unglinga og ekki vitað að þeir ættu að fara rakleiðis heim eftir samkomuna. Til stuðnings foreldrum Að sögn Ómars Smára hafa undirtektir foreldra, vegna ábend- inga um nauðsyn þess að fylgja eftir reglum um útivistartíma bama, verið mjög góðar. „Til að styðja þá foreldra sem vilja eða geta einhverra hluta vegna ekki framfylgt ákvæðum um lögbundinn útivistartíma barna- og unglinga, fylgjum við þessum málum eftir í hverfunum. Þeir krakkar sem við finnum úti við síðla kvölds og í byijun nætur eru undantekningarn- ar, langflestir eru heima við öfugt við það sem sumir unglingar segja foreldrum sínum,“ segir Ómar Smári. Hann segir viðbrögð foreldra, þegar í þau er hringt og þeim til- kynnt að böm þeirra hafí verið flutt í athvarfið, yfírleitt vera undrun. „Foreldrar standa oftast í þeirri trú að börn þeirra séu í heimsókn hjá vinum, ætli jafnvel að gistaþar, eða muni koma rakleiðis heim eftir inn- lit í félagsmiðstöðvar eða á skóla- böll, eins og þau eiga að gera,“ segir hann. Fjöldi þeirra unglinga, sem færð- ir em í athvörfin, er mjög mismun- andi. Fyrstu helgi eftir að skólarnir byijuðu vom þeir hátt í eitt hundr- að en næstu helgi aðeins fimm tals- ins. Skúli Skúlason starfsmaður ÍTR segir 10 krakka að meðaltali vera færða í athvarfið um helgar, flesta 14-15 ára. Áberandi ölvun sé sjaldgæf. Hann segir flesta ungl- inga bregðast skynsamlega við að vera færð í athvarfið, þeim þyki það þó oftast óþægilegt um margt, en samskipti við foreldra séu undan- tekningarlaust góð. Þeir séu ánægðir með að þurfa ekki að sækja bömin á lögreglustöð og yfirhöfuð ánægðir með þessa þjónustu lög- reglu. Oft viti þau ekki nákvæmlega hvar börnin er að finna, eða þau fínnist annars staðar en foreldrar töldu. Ein regla fyrir alla Ómar Smári segir menn hafa reiknað með í upphafi að þetta starf tæki dijúgan tíma, enda þurfi bæði að efla vitund foreldra og sannfæra krakkana um réttmæti þess að virða útivistartímann. „Við þurfum að ná til allra foreldra, því að þegar ein regla gildir fyrir alla, sætta krakk- arnir sig betur við hana.“ TVÆR mæður sem Morgun- blaðið ræddi við þegar þær komu að sækja börn sín í at- hvarfið, lýstu yfir ánægju sinni með þessa þjónustu lögreglu og borgaryfirvalda. „Mér finnst þetta mjög gott framtak," segir önnur þeirra. „Ég átti von á stráknum fyrir klukkutíma, og hef aldrei lent í þessu fyrr. Hann hefur yfir- leitt farið eftir þeim reglum sem ég hef sett um útivist hans, en mér finnst þetta vera þörf áminning fyrir hann,“ segir önnur móðirin en kvaðst þó telja fullhart að leyfa honum ekki að halda heim til sín, fyrst hann „ÞÖrf áminning“ var ekki drukkinn eða að bijóta af sér. Hún sagði að sér hefði brugðið þegar haft var sam- band við hana og henni tilkynnt um dvalarstað sonarins. Reynir að herða reglur Hin móðirin segir þetta einn- ig vera í fyrsta skipti sem barn hennar sé fært í athvarfið og notar tækifærið til að minna afkvæmið á að „það má ekkert skreppa eftir bíó, þú veist að þú átt að koma beint heim“. Hún kveðst telja erfitt að brýna fyrir barni sínu að virða réttan útivistartíma, því að það segi sér að flestir unglingar fái að vera úti lengur sem selji þrýsting á foreldra. Hún reikni þó með að reyna að herða regl- urnar eftir þennan atburð, en te\ji þó enga lausn að loka börn inni því að sú aðferð leiði ti{ baktjaldamakks. „Mér finnst mjög gott að smala krökkunum svona saman, þeir læra vonandi af reynslunni," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.