Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Sigurðsson er sjáv- arlíffræðingur að mennt og tók hann formlega við starfi framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. við Mývatn 1. maí 1992, en áðúr hafði hann verið fram- kvæmdastjóri Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva frá desem- ber 1986 til júní 1990 og var þá á sama tíma ritstjóri Eldisfrétta. Frá júní 1990 til febrúar 1991 var Frið- rik framkvæmdastjóri fyrir þrotabú íslandslax hf., og frá febrúar 1991 til vorsins 1992 var hann fram- kvæmdastjóri ísnó hf. Friðrik er kvæntur Margréti Eydal félagsráð- gjafa og eiga þau þrjú börn. Fjöl- skylda Friðriks dvaldist á íslandi á meðan hann gegndi starfi sínu í Kína. í október 1994 þegar Friðrik hafði verið framkvæmdastjóri Kísiliðjunn- ar í Mývatnssveit í tvö og hálft ár, var hann ráðinn rekstrarlegur fram- kvæmdastjóri Celite China Corpor- ation í Kína. Celite-samsteypan í Bandaríkjunum, sem á 48,56% í Kís- iliðjunni, er eigandi Celite China Corp, en samsteypan er langstærsti framleiðandi kísilgúrs og perlusteins í heiminum. Fyrir utan verksmiðjuna í Mývatnssveit, sem Celite á með íslenska ríkinu, á samsteypan kísilg- úrverksmiðjur í Bandaríkjunum, Mexíkó, Chile, Spáni og Frakklandi. Menningarlegt áfall „Þar sem markaður í Austur-Asíu hefur verið að stækka, og þá sér- staklega í Kína, ákvað Celite að byggja upp kísilgúriðnaðinn í Kína. Mér var boðið að fara þangað og bera ábyrgð á þessari uppbyggingu, sem fólst í því að endurreisa tvær eldri verksmiðjur og byggja þá þriðju frá grunni," segir Friðrik. Verksmiðjurnar þrjár sem Friðrik Friðrik Sigurðsson kom nýlega heim til Islands eftir að hafa dvalið tæplega eitt ár í Kína við stjórn upp- byggingar þriggja kís- ilgúrverksmiðja Ce- lite-samsteypunnar, sem er meðeigandi Kísiliðjunnar við Mý- vatn. Hallur Þor- steinsson ræddi við Friðrik um dvölina í Kína og þau óvæntu vandamál sem þar komu upp. stjórnaði uppbyggingu á eru á mjög afskekktum stað við Yaiúána, sem er á landamærum Kína og Norður- Kóreu og skipti miklu máli í Kóreu- stríðinu. Friðrik fór víða um þetta landsvæði og segir hann það hafa verið mikil viðbrigði að koma þama í fyrsta skipti og á vissan hátt hafi það verið menningarlegt áfall. „Það var búið að benda mér á að eftir þriggja til fimm mánaða dvöl þarna, þegar menn færu að átta sig á því að þetta væri það sem þeir ætluðu að búa við, þá gætu þeir fengið bakfall. Ég upplifði svona FRIÐRIK ásamt einum af fram- kvæmdastjórum sínum á brúnni yfir Yalúána. tímabil þar sem mjög erfitt var að horfast í augu við að þetta ætti kannski eftir að verða viðvarandi ástand um nokkurra ára skeið. Það er ekkert eitt sem er öðruvísi þarna en það sem maður á að venjast, heldur allt. Þetta er það vanþróað svæði, meðal annars vegna þess að það liggur alveg við landamæri Norður-Kóreu. Við töluðum gjarnan í gríni um það að við værum á hinni myrku hlið mánans. Þetta svæði er ekkert í líkingu við Suður-Kína, þar sem íbúarnir eru orðnir nokkuð van- ir vestrænum hugsunarhætti og rekstri stórra alþjóðlegra fyrirtækja, og þess vegna búnir að átta sig á því að ákveðin vestræn stjórnunar- sjónarmið verða að gilda ef menn ætla að ná tökum á rekstrinum," segir Friðrik. Hann segir húsnæði þarna allt öðruvísi en það sem Vesturlandabú- ar eigi að venjast, og það skársta sem hægt hafi verið að bjóða honum upp á í þeim efnum hafi verið tvö- falt hótelherbergi, sem ekki einu sinni hefði verið boðlegt sem far- fuglaheimili. „Þarna leggja menn allt aðra merkingu en við í það hvað eru al- menn þrif og hreinlæti, og þetta stuðaði mann aðeins í byijun. Það var til dæmis ekki alltaf hægt að ganga að því vísu að hægt væri að fá heitt vatn, en á þessu svæði og sjálfsagt velflestum svæðum í Kína er vatnið hitað upp með kolakynd- ingu sem bæjarfélög reka. Frá því um miðjan maí og þar til um miðjan nóvember er hins vegar ekki hægt að fá heitt vatn vegna skömmtunar á kolum í Kína, en stór alþjóðleg hótel hafa þó heitt vatn allan sólar- hringinn. Það hafði reyndar verið samið við það hótel sem ég dvaldi á að þar yrði hægt að fá heitt vatn, en það var svona upp og ofan að það fengist og þess vegna þurfti ég oft að fara i kalda sturtu á morgn- ana.“ Friðrik segist hafa sloppið alveg við alla sjúkdóma á meðan hann dvaldist í Kína, enda bólusettur í bak og fyrir áður en hann hélt þangað. Þá hafi honum ekki orðið meint af matnum þrátt fyrir að það hafi ekki allt verið mjög áhugavert sem hann þurfti að láta ofan í sig, og hreinlæti í eldhúsi mjög ábótavant miðað við það sem Islendingar eiga að venjast. Fyrst um sinn eftir að Friðrik kom til Kína var hann eini útlendingurinn þar á vegum Celite, en seinna komu til tímabundinna starfa örfáir verk- fræðingar. „Það var ágætt að hafa þá þarna til að ræða við en þeir festu einhvern veginn ekki rætur. Þeir unnu jafnvel í enn meiri skorpum en ég og voru þeim degi fegnastir þegar þeir komust í burtu.“ Markmiðið að skapa atvinnu Eldri kísilgúrverksmiðjurnar tvær sem Celite er að endurreisa í Kína eru hvor um sig með 50-60% af framleiðsiugetu Kísiliðjunnar í Mý- vatnssveit, sem er um 30 þúsund tonn á ári, en þriðja verksmiðjan verður að sögn Friðriks heldur stærri en Kísiliðjan. Meginástæða þess að göyilu verksmiðjurnar voru endur- reistar er einfaldlega sú að þær voru til staðar, en eigendur þeirra voru bæjaryfirvöld á umræddu svæði. „Þetta voru sem sagt pólitískir meðeigendur, en ekki aðilar úr við- skiptalífinu. Þeirra markmið var fyrst og fremst að skapa næga at- vinnu og þess vegna varð úr að end- urreisa tvær eldri verksmiðjur í stað þess að byggja eina stóra og loka hinum. Út frá hreinum rekstrarleg- um forsendum hefði það kannski verið skynsamlegra. í upphafi má leiða að því líkur að þegar ailar þess- ar þrjár verksmiðjur eru komnar í gagnið verði framleiðslugetan rúm 60 þúsund tonn á meðan framleiðslu- getan er um 30 þúsund tonn hjá Kísiliðjunni í Mývatnssveit," segir Friðrik. Kísilgúr er fyrst og fremst notað- ur sem felliefni í bjór- og víngerð, og það er dýrt að fiytja inn til Kína, en toliar á öllum aðföngum þar eru almennt háir. Það skýrir að hluta til alla þá erlendu fjárfestingu sem er i Kína, en þar er að sjálfsögðu gríðarstór markaður því í Kína býr fjórðungur alls mannkyns. Talið er að á milli 800-900 bjórgerðarhús séu í Kína, en Friðrik segir mörg þeirra reyndar vera mjög smá. Velflest stærri fyrirtækin eru þegar komin í samstarf við þekkta erlenda bjór- framleiðendur eins og t.d. Budweis- er, Carlsberg, Tuborg, San Michael og Heineken, en öll þessi fyrirtæki eru að hasla sér völl í Kína. „Það er talið að bjórneyslan í dag per íbúa í Kína sé um 8 lítrar á ári á meðan hún til samanburðar er yfir 100 lítrar í Evrópu og 140-150 lítrar í Þýskalandi. Það eru því taid- ar miklar líkur á því að hægt sé að auka mjög bjórneyslu í Kína og þarna séu því miklir vaxtarmögu- leikar eftir því sem efnahagur og hagir hins almenna borgara batna. Þá eru jafnframt mikiir markaðir bæði í Kóreu, Japan og Víetnam og fleiri löndum í kring. Þetta er kannski meginástæðan fyrir því að farið er út í þessa uppbyggingu kís- ilgúrverksmiðjanna, en Celite sem á 70% í verksmiðjunum er að fjárfesta þarna fyrir rúma þijá milljarða ís- íenskra króna,“ segir Friðrik. Gekk of hratt fyrir sig Friðrik var framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags um verksmiðjurn- ar, en samkvæmt kínverskum lögum má framkvæmdastjóri fyrir eitt er- lent fyrirtæki í Kína ekki gegna þar öðru framkvæmdastjórastarfi. Að nafninu til voru yfirmenn Celite í Bandaríkjunum titlaðir fram- kvæmdastjórar fyrir hvert og eitt þessara þriggja fyrirtækja, en Frið- rik hafði umboð þeirra til að stýra öllum framkvæmdum á staðnum. „Það má því segja að ég hafi far- ið með hagsmuni 'Celite gagnvart þessum þremur sameignarfyrirtækj- um í Kína. Mér tii aðstoðar hafði ég svo kínverskan fjármálastjóra, sölustjóra fyrir Kína, sölumenn og bókara, sem allir voru staðsettirí Peking, en síðan vorum við með sölustjóra fyrir SA-Asíu staðsettan í Hong Kong. Ég var því ekki með neitt „batt- erí“ í kringum mig þarna norðurfrá, og það voru kannski stærstu mistök- in sem við gerðum að hafa ekki aðalstöðvarnar þar sem verksmiðj- urnar eru, þannig að fleiri væru um að draga vagninn upp brattann og koma á vestrænum stjórnunarhátt- um. Yissulega var hægt að ræðast við í síma og senda símbréf, eða að minnsta kosti svona að öllu jöfnu, því símasambandið gat nú verið upp og ofan." Friðrik hætti störfum hjá Celite

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.