Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 27
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrniir Gunnarsson.
LIFSVONIN
ÞAÐ ER mikið á fólk lagt,
sem þarf að setja aleigu
sína að veði, til þess að tryggja,
að langsjúk börn fái notið
þeirrar læknisþjónustu sem
þau þurfa á að halda.
Hér í blaðinu í fyrradag var
frásögn af sex mánaða stúlku-
barni frá Eskifirði, sem þjáist
af sjaldgæfum hjartagalla og
að sögn móður barnsins er eina
lífsvon þess fólgin í hjartaað-
gerð, sem þarf að framkvæma
af færum sérfræðingi í Boston
í Bandaríkjunum.
Eins og gefur að skilja, er
kostnaður við aðgerð sem
þessa ákaflega mikill og þess
alls ekki að vænta að verka-
mannafjölskylda á Eskifirði sé
í stakk búin að mæta slíkum
útgjöldum.
Mál af þessu tagi koma upp
aftur og aftur nú orðið. Yfir-
leitt eru viðbrögðin þau sömu:
fjölmiðlar vekja athygli á mál-
inu, fólk tekur höndum saman
um fjársöfnun til þess að auð-
velda foreldrum eða öðrum
aðstandendum hinna sjúku
barna að greiða kostnað við
læknisaðgerðir sem þessar,
sem er mjög hár, þegar allt er
talið, vinnutap, ferða- og dval-
arkostnaður og kostnaður við
sjálfa læknisaðgerðina.
Nú skal ekki gert lítið úr
því, að almenningur veiti hjálp
með þessum hætti. Hins vegar
getur það verið tilviljunum háð,
hversu vel fjársöfnunin geng-
ur. Það fer m.a. eftir því, hvort
viðkomandi nær athygli fólks.
Stundum geta önnur mál, sem
eru á döfinni, komið í veg fyrir
það, að vandamál efnalítils
fólks með alvarlega veikt barn
nái þeirri athygli, sem vert
væri. En það er ósanngjarnt
að þeir, sem hafa þungar
áhyggjur af alvarlegum veik-
indum barna sinna og bera þær
byrðar, sem þeim fylgja og
þeirri röskun, sem leiðir af erf-
iðum ferðalögum til annarra
landa til að leita læknishjálpar,
þurfi líka að hafa áhyggjur af
fjárhagshlið málsins.
Við Islendingar höfum byggt
upp býsna fullkomið kerfi sam- _
hjálpar. Þetta kerfi virðist hins
vegar ekki ná til nýrra að-
stæðna, sem eru að koma upp
í lífi fólks. Það getur ekki ver-
ið eðlilegt og sjálfsagt, að jafn-
vel á nokkurra mánaða fresti
komi upp mál, sem sýna, að
fólk á í erfiðleikum með að leita
læknishjálpar vegna nauðsyn-
legra aðgerða í öðrum löndum.
Nú þarf að laga tryggingakerf-
ið að breyttum aðstæðum og
sjá til þess, að það hafi laga-
heimildir til að hlaupa undir
bagga í málum sem þessum.
Nefna má mörg dæmi um
að tryggingakerfið sjái um
greiðslur, sem fólk þarf í raun
og veru ekki á að halda. En
svo blasa við þau tilvik, þar
sem réttlætiskennd fólks segir
að tryggingakerfið eigi að
koma við sögu en það getur
það ekki, væntanlega vegna
úreltra laga. Fátt er brýnna
en að Alþingi íslendinga grípi
til þeirra aðgerða, sem tryggi,
að fjölskyldan á Eskifirði verði
sú síðasta, sem þarf að standa
frammi fyrir vanda sem þess-
um.
SAMKEPPNI
LÆKKAR
VERÐ
IGÆR tók nýtt olíufélag til
starfa hér á landi, hið fyrsta
í áratugi. Hér er um að ræða
fyrirtæki, sem heitir Orkan hf.
og er í eigu eignarhaldsfélaga,
sem standa að rekstri Hag-
kaups og Bónuss svo og Skelj-
ungur hf. Hið nýja benzínsölu-
fyrirtæki hefur byggt þijár
benzínstöðvar í námunda við
stórmarkaði á höfuðborgar-
svæðinu og á Akureyri. Við-
skiptavinir benzínstöðvanna
verða að afgreiða sig sjálfir en
á móti kemur, að benzínverðið
er umtalsvert lægra en á þeim
benzínstöðvum, þar sem þjón-
ustu er að fá.
Ganga má út frá því sem
vísu, að þessi nýja samkeppni,
sem Orkan hf. mun veita olíu-
félögunum þremur, sem fyrir
eru, ýti undir lægra benzínverð
eða aukna þjónustu hjá þeim.
Á undanförnum árum hefur
samkeppni í olíu- og benzínvið-
skiptum smám saman verið að
aukast og líklegt má'telja, að
framhald verði á því með til-
komu Orkunnar hf. svo og ef
úr verður að fyrirtæki Irving-
feðga í Kanada hefji hér starf-
semi.
Á næstu vikum tekur ný
sjónvarpsstöð til starfa. Hið
nýja fyrirtæki hefur ekki enn
sem komið er gefið upplýsingar
um, hvert áskriftarverðið verð-
ur en telja verður líklegt að
samkeppnin, sem Stöð 3 kemur
til með að veita RÚV og Stöð
2, verði bæði í verði og í mynd-
efni, sem á boðstólum verður,
og þar með notendum til hags-
bóta.
73.1
HUME SEG-
»ir á einum
stað að allar betri
bókmenntir séu að-
eins myndir af mann-
lífinu sem sýna ýmiss
konar lundarfar og
aðstæður.
Samt er talað um skáldskap(!)
Bækur eru einsog fræ. Bíða tím-
unum saman í jörðinni unz þær
blómstra.
Sagði Carl Sagan.
Hvalveiðiskipið var mér bæði
Yale- og Harvard-háskóli.
Melville
Faðir Jasons í The Class segir
við soninn, Ég hef gefið þér það
bezta af öllu. Pabbi, þú gafst mér
það bezta, svarar sonurinn, en ekki
af öllu.
Brezka skáldkonan Edith Sitwell
lá venjulega í opinni líkkistu um
stund áðuren hún hóf dagleg rit-
störf, að sagt var. Þegar skáldbróð-
ir hennar einn frétti þetta sagði
hann, Ef einhverjum hefði nú dottið
í hug að loka kistunni!
Já, hvað skyldi veröldin oft hafa
hrunið frá því ég var einn með
dagdraumum mínum á Hávalla-
götu? Þá var jafnvel spáð heims-
endi og við kúrðum okkur uppað
húsinu til að lifa af. Biðum. Og
heimsendi var frestað.
Þannig hafa skvjaborgir skáld-
skaparins einnig hrunið.
Og skáldin sjálf, guðumlík - hvað
varð um þau?.
Brugðust einsog annað.
HELGI
spjall
bandið sé í margra
augum einsog tvær
manneskjur komi sér
saman um að horfa á
sömu sjónvarpsdag-
skrána!
Það er alls ekki úr
vegi að leiða hugann að þessum
orðum, svo miskunnarlaust en tíma-
bært umhugsunarefni sem þau eru.
í góðum bókmenntum birtist áleit-
inn veruleiki og kemur til dyranna
einsog hann er klæddur. Og við
getum ekki hlaupið hann af okkur,
ekki frekar en skugga okkar.
75.;
74
í BREATHING LESSONS
• segir Anne Tyler að hjóna-
SKÓGURINN dregur að
• sér myrkrið.
Vonnegut:
Galápagos. Sagan sögð af draugi
sem dó í Málmey eftir að hann
hefur flúið herþjónustu. Hann dó
ungur. Hann hefði hvorteð er ekki
samið Níundu sinfóníuna. Hann
komst hjá því að fara gegnum Btóu
göngin sem skilja líf og dauða. Vill
heldur stjóma draugaskipi og fylgja
eftir fáránlegum og harmsöguleg-
um örlögum mannkynsins í.tengsl-
um við Galápagos-eyjar ogþróunar-
kenningu Darwins. Sagan gerist
1986, eða fyrir milljón árum og
lýsir þessu óguðlega streði okkar á
tragíkómískan hátt.
rr/2 MEINIÐ ER HVAÐ HEILI
I • mannsins hefur stækkað og
þá til hvers? Hann breyttist í lyga-
vél. Ef heilinn hefði orðið tæki sann-
leikans hefði margt orðið með öðr-
um hætti á jörðinni. En draugnum
þykir skemmtilegt að lifa áfram og
læra af reynslunni. Hann getur
komizt að öllu sem áður var hu!ið
og nú flórerar hann í hugsun hvers
einasta manns. Hann þekkir hvers
manns hug og Bláu göngin geta
þá enn beðið, en því meira sem
hann veit um fólk, því hneykslaðri
verður hann. Og niðurstaðan eftir
milljón ár: mannskepnan veit ekki
lengur hún á að deyja(!)
Leiðtogaraiir'óhæfir einsog skip-
stjórinn á þessu undarlega drauga-
skipi, Darwin, og lítil von í augsýn
en það er einsog móðir hans hafði
sagt, það hefur alltaf verið von
hversu dökkt sem útlitið er. Vonin
hefur ávallt fylgt konunni, svo er
enn. Nú halda margir vísindamenn
að kona geti ekki sýkt karlmann
af eyðni. Kannski það geti komið í
veg fyrir ragnarök.
rjfj EINKENNILEGT AÐ
I • *draugurinn í Galápagos
skuli vera sænskur. Það var Glámur
einnig einsog sagt er: frá í Eyr-
byggju og Grettis sögu. Skyldi
Vonnegut hafa íesið Grettis sögu
einsog landi háns Pound, fór ég að
hugsa þegar ég lenti þarna í textan-
. um þarsem draugurinn lýsir dauða
sínum og útför. Munurinn á þessum
tveimur sænsku draugum er sá að
Glámur hefði getað samið Níundu
sinfóníuna í friði fyrir Beethoven
en hann kaus sér annað hlutskipti
og nú er hann einn eftirminnileg-
asti kaflinn í annarri einstæðri og
ódauðlegri sinfóníu.
Bláu göngin. minna á Bláu eyjuna
hjá Þórbergi.
REYKJAVIKLJRBRÉF
wncni FTIR HELGINA MA
búast við, að forystu-
B ■ menn Alþýðusambands
íslands og Vinnuveit-
_ endasambands íslands
M komi saman til fundar
að ósk hinna fyrrnefndu
til þess að ræða viðhorf
í kjaramálum. í samtali við Morgunblaðið
í gær, föstudag, sagði Benedikt Davíðs-
son, forseti ASI, að samþykktir hefðu ver-
ið að berast víða að, m.a. frá þingi Verka-
mannasambandsins, sem stóð fyrir rúmri
viku, þar sem launanefnd ASÍ er hvött til
að segja upp samningum. Formenn lands-
sambanda ÁSÍ komu saman til fundar sl.
fimmtudag, þar sem ákveðið var að leita
eftir viðræðum við vinnuveitendur sem
fyrst, hvort sem kjarasamningum yrði sagt
upp eða ekki. Sambandsstjórn Alþýðusam-
bandsins kemur saman til fundar 25. nóv.
n.k. og segir forseti ASÍ, að árangur af
hugsanlegum viðræðum verði að liggja
fyrir þá. Orðrétt sagði Benedikt Davíðsson
í fyrrnefndu samtali:„Aðalatriðið núna er
að leita eftir leiðréttingu á launakjörunum,
hvort sem samningum verður sagt upp
með lögmætum eða ólögmætum hætti. Það
er ætlun okkar að leita eftir formlegum
viðræðum við gagnaðila og stjómvöld
strax eftir helgi og ætlunin er að ljúka
þessu á starfstíma launanefndarinnar, sem
er fram að næstu mánaðamótum.“
Óþarft er að rifja upp, forsögu þessa
máls. Hana þekkja allir. Urskurður Kjara-
dóms um laun stjórnmálamanna og æðstu
embættismanna svo og ákvarðanir Alþing-
is um skattameðferð á kostnaðargreiðslum
þingmanna leiddu til mikils uppnáms innan
verkalýðshreyfingarinnar og meðal laun-
þega og er sú staða, sem nú er komin upp
í kjaramálum afleiðing af því. Alþingi hef-
ur mætt þeirri gagnrýni, sem að þinginu
snýr með því að falla frá fyrirhugaðri
skattameðferð kostnaðargreiðslna til þing-
manna.
í öllum þeim umræðum, sem fram hafa
farið bm þetta mál á undanförnum vikum,
hefur forystumönnum Alþýðusambands
íslands ekki tekizt að sýna fram á það
með trúverðugum hætti, að þeir geti sagt
kjarasamningum upp með tilvísan til þeirra
forsendna, sem samningurinn sjálfur gerir
ráð fyrir að verði að hafa brostið til að
uppsögn komi til greina. Verkalýðsfélagið
Baldur á ísafírði hefur þegar sagt samn-
ingum upp og hefur VSI kært þá uppsögn
til Félagsdóms. Ganga má út frá því sem
vísu að Baldur tapi málinu.
í þeim ummælum forseta ASÍ, sem vitn-
að var til hér að framan talar hann um
uppsögn samninga, hvort sem hún fari
fram „með lögmætum eða ólögmætum
hætti“.
Það er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir
verkalýðshreyfínguna og eðlileg og heil-
brigð samskipti aðila á vinnumarkaði, áð
forseti ASÍ skuli að því er virðist tala um
það sem sjálfsagt mál, að til uppsagnar
kjarasamninga geti komið með ólögmæt-
um hætti. Ákvæði kjarasamninga um upp-
sögn þeirra eru svo skýr, að það getur
tæpast verið álitamál, hvaða forsendur
þurfa að vera fyrir hendi. Talsmenn verka-
lýðshreyfíngarinnar hafa gripið til þess
ráðs að vísa til yfirlýsinga einstakra ráð-
herra og ríkisstjómar og talið, að það
gæti verið forsenda fyrir uppsögn kjara-
samninganna, að ekki hafí verið staðið við
slíkar yfírlýsingar. Þar sem þeirra yfirlýs-
inga er ekki getið í ákvæðum um uppsögn
kjarasamninga duga þær röksemdir ekki.
Hin almennu rök forystumanna verka-
lýðsfélaganna eru hins vegar þau, að sið-
ferðilegur grunnur kjarasamninganna hafi
brostið, þar sem þeir, þ.e. ráðherrar, þing-
menn og æðstu embættismenn, sem fyrr
á árinu hafi hvatt til hófsamra kjarasamn-
inga, hafi sjálfir fengið mun meiri kaup-
hækkanir með úrskurði Kjaradóms. Þeirra
siðferðilegu röksemda er að vísu heldur
ekki getið í ákvæðum kjarasamninga en
hins vegar er auðvitað ljóst, að þetta er
ástæðan fyrir því að kröfugerð verkalýðs-
hreyfíngarinnar á syo mikinn hljómgrunn
meðal almennra launþega og þýðingar-
laust fyrir þá, sem koma að lausn þessara
mála að loka augunum fyrir því.
í umræðum á Alþingi fyrir skömmu
lagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknarflokksins
til, að efnt yrði til viðræðna á milli stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðar um siðferði-
leg álitamál í sambandi við gerð kjara-
samninga. Þeim hugmyndum ráðherrans
var vel tekið og verður að ganga út frá
því sem vísu, að hann fylgi tilboði sínu
eftjr og efni til slíkra viðræðna.
í þeim viðræðum má gera ráð fyrir, að
forystumenn verkalýðshreyfíngarinnar
standi frammi fyrir spurningum eins og
þeim, með hvaða siðferðilegum rökum
þeir sjálfír geti staðið að samningum fyrir
hönd einstakra launþegahópa innan ÁSÍ,
sem hafi náð verulega hagstæðari samn-
ingum en fjölmennustu hóparnir gerðu í
febrúarmánuði sl. en geri svo kröfu til
uppsagnar samninga á þeim siðferðilegu
forsendum, að einstakir hópar meðal
stjórnmálamanna og embættismanna hafí
fengið meiri launahækkanir en um var
samið í febrúar.
Þegar horft er til hvort sem er efnis-
legra eða siðferðilegra röksemda er þess
vegna ljóst, að forystumenn verkalýðs-
hreyfíngarinnar standa höllum fæti í þeim
rökræðum, sem framundan eru á milli
þeirra og talsmanna VSÍ og stjómvalda.
Hitt er svo annað mál, að stundum skipta
efnislegar og jafnvel siðferðilegar rök-
semdir litlu máli, ef menn telja sér hafa
verið misboðið tilfínningalega. Bersýnilegt
er, að stórir hópar launþega telja að það
hafi verið gert og úr því vígi tala verkalýðs-
foringjarnir, þegar þeir koma til funda á
næstu dögum. Og því miður er það svo,
að verkalýðshreyfíngin á íslandi hefur
ekki sett það fyrir sig að hafa uppi ólög-
mætar aðgerðir, ef henni hefur sýnzt svo,
og má í því sambandi vísa til þess, að ASI
og aðildarfélög þess höfðu að engu lög,
sem sett voru á Alþingi veturinn 1978.
Röksemdir
VSÍ
ÞETTA ER EKKI í
fyrsta- sinn, sem
óánægja sprettur
upp meðal laun-
þega vegna þess,
að einstakir hópar hafi náð meiri kjarabót-
um í kjarasamningum, sem gerðir hafa
verið í kjölfar samninga við stærstu laun-
þegahópana. Þetta hefur gerzt aftur og
aftur áratugum saman. Sú launajöfnunar-
stefna, sem forystumenn verkalýðsfélag-
anna hafa boðað í orði hefur oft strandað
á þeim sjálfum, eins og núverandi forseti
ASÍ veit manna bezt, þar sem hann átti
sjálfur þátt í því á árum áður, sem forystu-
maður í röðum iðnaðarmanna að hafna
samningum, þar sem samið væri um mest-
ar kjarabætur til hinna lægst launuðu inn-
an verkalýðshreyfingarinnar en minna fyr-
ir þá sem betur væru settir innan hreyfing-
arinnar sjálfrar.
í greinargerð frá Vinnuveitendasam-
bandi íslands, sem Morgunblaðið birti í
gær, föstudag, er vikið að því hvaða áhrif
þessi andstæðu sjónarmið innan vébanda
ASÍ höfðu á kjarasamningana í vetur. Þar
segir m.a.:„Við samningagerðina í febrúar
kom fram, að ekki ríkti fullkomin eining
meðal landssambanda ASÍ og einstakra
félaga um að fara hreina krónutöluleið
enda varð niðurstaðan sú, að félögin gátu
valið um það, hvort þau kysu krónutölu-
eða prósentuhækkun, þegar laun skyldu
hækka í ársbyijun 1996. VSÍ lýsti allan
tímann yfir efasemdum um, að full sátt
yrði um krónutöluleiðina meðal þeirra
stéttarfélaga, sem sigldu í kjölfarið, og var
vitnað til reynslunnar frá árinu 1989 en
þá hækkuðu laun um fasta krónutölu ein-
ungis hjá þeim félögum, senV fyrst sömdu.
VSI lýsti því mjög skýrt, að af þess hálfu
væri megináherzlan lögð á þá stefnumörk
un samtakanna, að laun hækkuðu hér með
sambærilegum hætti og meðal samkeppn
isþjóða. Ef unnt væri að hækka laun
lægstu hópanna hlutfallslega meira væri
það ánægjuefni en til þess þyrfti samstaða
Laugardagur 4. nóvember
launþegahreyfíngarinnar að vera mikil.
Afstaða VSI í viðræðum vetrarins var
því sú að samtökin gætu ekki ein tryggt
framgang ætlaðrar launastefnu ASÍ eða
einstakra landssambanda þess í harðvítug-
um kjaradeilum við önnur stéttarfélög, sem
væru henni andsnúin. Var í þessu skyni
m.a. kannað, hvort áhugi væri á því að
ASÍ og landssamböndin gengju í ábyrgð
fyrir tiltekna stefnumótun með því að gera
það að forsendum samninga, að ekki yrði
samið við aðra hópa um frekari hækkanir.
Fordæmi voru fyrir slíku ákvæði í samn-
ingum á árinu 1990. Að þessu sinni reynd-
ist ekki áhugi á slíku ákvæði og e.t.v. að
vonum, þar sem stefnumörkun verkalýðs-
hreyfíngarinnar byggðist á því, að ekki
yrði um einn samning að ræða, heldur
skyldi áherzlan lögð á mismunandi aðstæð-
ur og þarfir einstakra félaga og sam-
banda. Það væri ekki hlutverk verkalýðs-
hreyfíngarinnar að vera „launalöggur",
með ákvæðum, sem skert gætu samnings-
möguleika annarra.
VSI segir síðan í fyrrnefndri greinar-
gerð: „Samningur Rafiðnaðarsambandsins
við fjármálaráðuneytið fyrir hönd félags-
manna sinna í aprílbyijun skapaði mikil-
vægt fordæmi, þar sem horfið var frá
krónutöluleiðinni og samið um prósentu-
hækkun. RSÍ var eitt þeirra landssam-
banda, sem stóðu að febrúarsamningunum
og taldi sig með öllu óbundið af fastri
krónutölu í síðari sainningum. Þessi samn-
ingur markaði farveg samninga við hærra
launaða hópa, sem á eftir fylgdu . . .“
Þessari söguskýringu Vinnuveitenda-
sambandsins mótmælir Guðmundur Gunn-
arsson, formaður Rafiðnaðarsambands ís-
lands, í Morgunblaðinu í dag, laugardag,
er hann segir:„Vegna greinargerðar VSI
ætla ég að leyfa mér að minna fram-
kvæmdastjóra VSÍ á fund, sem hann ásamt
mér átti með fjármálaráðherra kl. 13. 23
marz síðastliðinn. Þar var farið yfir samn-
ing, sem VSÍ var nýlega búið að gera við
starfsfólk í Sementsverksmiðju og einnig
var farið yfir tilboð, sem VSÍ hafði gert
starfsfólki ÍSAL. í báðum þessum tilfellum
var VSÍ búið að útfæra krónutölulauna-
hækkun frá því, sem gert var í febrúar,
yfír í prósentur. í því tilboði, sem VSI
hafði lagt fram í ÍSÁL-deilunni áttu laun
að hækka um tæp 7% og voru færð ýmis
rök fyrir þessari breytingu, þau helztu
voru, að flöt krónutöluhækkun mundi
leggja þessi launakerfi í rúst, því þau
væru stærðfræðileg matrissa. Einnig var
boðið upp á 25 þúsund króna eingreiðslu
væru kjarasamningar undirritaðir á frið-
samlegan hátt. Það samsvaraði um 1%
kauphækkun á ÍSAL-svæðinu.
Á þessum fundi benti ég framkvæmda-
stjóra VSÍ og fjármálaráðherra á, að á
þessum vinnustöðum væru sams konar
launakerfi og við hefðum hjá fjármálaráðu-
neytinu. Það væru starfandi um 50 rafiðn-
aðarmenn í þessum verksmiðjum og þann-
ig mundi ég aldrei fá rafíðnaðarmenn hjá
ríkinu til þess að samþykkja annað en að
farin yrði svipuð leið og VSÍ hafði farið í
verksmiðjunum. Kostnaðarauki Ijármála-
ráðuneytisins var sá hinn sami, þótt þessi
leið væri farin og við værum sáttir við rök
VSÍ. Eftir nokkurra daga umhugsun sam-
þykkti samninganefnd fjármálaráðuneytis-
ins þessi rök okkar, sem vonu reynd ná-
kvæmlega þau, sömu og VSÍ hafði lagt
fram í tillögu sinni til lausnar ÍSAL-deil-
unni.“
Eins og sjá má er það skoðun formanns
Rafíðnaðarsambandsins, að það hafi ekki
verið hans samband eða verkalýðsfélögin,
sem hafi sprengt upp launahækkanir í
kjölfar febrúarsamninganna heldur Vinnu-
veitendasambandið sjálft og verður fróð-
legt að fylgjast með svörum þess við at-
hugasemdum Guðmundar Gunnarssonar.
ÞAÐ FORVITNI
legasta, sem gerzt
hefur í þessum
átökum slðustu
daga er hins vegar
vísbending um, að ASÍ og VSÍ kunni að
Sameiginleg
kröfugerð?
LEIKURIFJÖRUBORÐINU
vera að sameinast um sameiginlega kröfu-
gerð á hendur stjórnvöldum til þess að
leysa þær deilur, sem upp eru komnar. í
samtali við Tímann sl. fímmtudag gaf
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ í skyn, að hann teldi, að lækkun
matvöruverðs gæti verið lykill að lausn
deilunnar.
Þegar Morgunblaðið leitaði álits Bene-
dikts Davíðssonar, forseta ASÍ, á þessum
sjónarmiðum sagði hann hér í blaðinu í
gær, föstudag, að aukinn kaupmáttur
launa væri aðalatriðið en ekki launahækk-
anir í krónum og bætti síðan við:„Þar
mætti m.a. nefna verð á ýmsum nauðsynj-
um, svo sem orku, húsnæði og mat, sem
nýzt gæti til að auka kaupmáttinn án þess
að verðbólga ykist og gæti skipt miklu eða
meira máli en beinar launahækkanir."
í Morgunblaðinu í dag, laugardag, benti
Þórarinn V. Þórarinsson m.a. á, að VSl
hefði strax í haust lýst yfír miklum áhyggj-
um vegna þróunar matvælaverðs og sagði:
„Við lýstum því þar, að við teldum ástæðu
til að ætla að tollígildin, sem ákveðin voru
í tengslum við GATT-lagasetninguna og
raunar sá framkvæmdaferill allur saman,
væri þar nokkur skýring á. Við höfum
kallað eftir endurmati og endurskoðun á
þessum reglum og við kölluðum raunar
eftir því, að samkeppnislögmálin fái þrifizt
í meira mæli á innlendum matvælamark-
aði heldur en gerist í dag. Við erum þeirr-
ar skoðunar, að við skerum okkur kannski
hvað mest frá því, sem gerist með öðrum
þjóðum, í matvælaverði og því séu full
efni til þess að stuðla að breytingum á
þeim reglum, sem lúta bæði að fram-
leiðslu og sölu matvæla og þar með talið
innflutningi, þannig að verðlag hér geti
sveigzt meira til þess, sem gerist í nálæg-
um löndum . . . Um þetta höfum við átt
samstarf við verkalýðshreyfinguna og ég
hygg að áherzlur okkar séu ekki ólíkar í
þessu efni.“
Verði það niðurstaðan í viðræðum for-
ystumanna VSÍ og ASÍ, að stjórnvöld beri
ábyrgð á þeirri stöðu, sem upp er komin
vegna úrskurðar Kjaradóms og upphaf-
legra ákvarðana Alþingis um kostnaðar-
greiðslur til þingmanna og skattameðferð
þeirra, og að þessir aðilar komi sameigin-
lega fram með kröfur á hendur ríkisstjóm-
inni um lækkun t.d. matvöruverðs og hugs-
anlega annarra kostnaðarliða í rekstri
heimila, er auðvitað ljóst, að ríkissjóður
stendur ekki undir þeim kostnaði að
óbreyttu. Þá þarf til að koma á móti niður-
skurður kostnaðar á öðrum vígstöðvum,
hækkun skatta eða aukinn hallarekstur
ríkissjóðs, sem stuðlað getur að vaxta-
hækkunum og kostnaðarauka fyrir at-
vínnulífíð. „ókeypis hádegisverður er ekki
til“, eins og menn muna!
Grundvallaratriði þessa máls er auðvit-
að, að sú launastefna, sem upp var tekin
í febrúar 1990 hefur gefizt launþegum vel
og þjóðarheildinni líka. Enginn gat séð
fyrir á þeim tíma, hversu löng og djúp
kreppan yrði en við siglum nú út úr henni.
Kaupmáttur launa hefur aukizt á nýjan
leik og verðbólgunni er haldið í skefjum.
Það skiptir öllu máli, að þetta jafnvægi
haldist. Þegar Benedikt Davíðsson leggur
áherzlu á aukinn kaupmátt með einhvers
konar aðgerðum en ekki beina launahækk-
un er ljóst, að forseti ASÍ vill stuðla að
því að jafnvægið í rekstri þjóðarbúsins
haldist. Það er allavega vísbending um að
hægt verði að beina þessum deilum í skyn-
samlegan farveg og að ekki þurfí að skap-
ast stríðsástand á vinnumarkaðnum. En
staðan er eldfím.
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
„Það er að sjálf-
sögðu mikið áfall
fyrir verkalýðs-
hreyfinguna og
eðlileg og heil-
brigð samskipti
aðila á vinnu-
markaði, að for-
seti ASI skuli að
því er virðist tala
um það sem sjálf-
sagt mál, að til
uppsagnar kjara-
samninga geti
komið með ólög-
mætum hætti.
Ákvæði kjara-
samninga um
uppsögn þeirra
eru svo skýr, að
þaðgeturtæpast
verið álitamál,
hvaða forsendur
þurfa að vera fyr-
ir hendi.“