Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 11 Tl f xi »i Eríiðleikar óhjákvæmilegir UPP á síðkastið hafa verið talsverðar umræður hér á landi um hugsanleg viðskipta- tækifæri íslendinga í Kína, og fyrir nokkrum dögum var haldinn stofnfundur íslensk- kinverska viðskiptaráðsins sem tæplega 100 íslensk fyrir- tæki hafa gerst aðilar að. Friðrik Sigurðsson segir ís- lendinga eiga fullt erindi eins og aðra inn á markað í Kina með þær íslensku vörur sem þeir teþ'a að eigi erindi þang- að. Hann segir að kínversk stjórnvöld leggi hins vegar fyrst og fremst áherslu á þá starfsemi sem stuðlar að nýt- ingu náttúruauðlinda, svo sem fiskveiða, skógarhöggs og ná- magröfts, en aukþess leggja stjórnvöld rika áhersiu á allt sem stuðlað getur að bættum hag þegnanna. Má þar nefna bættar samgöngur og bætt hí- býli fólks. Erlendir fjárfestar verði hins vegar að gera sér grein fyrir því að það tekur lengri tíma að komast inn á markaðinn, og að það er bæði dýrara og erfiðara í fram- kvæmd en sumir kunna að halda. Friðrik segir að það fyrsta sem menn verði að hafa í huga áður en þeir leggi út í fjárfest- ingar í Kína sé að hafa sína eigin fulltrúa á staðnum til að gæta hagsmuna sinna. „Menn geta ekki fjárfest og látið síðan Kinvezjunum eftir að ráðstafa fjármununum. Það verða einhvezjir að vera á staðnum allan tímann, og þá meina ég allan timann. Það er hætta á því að fjármunirair séu nýttir til annars en til er ætl- ast, og þess vegna höfðu t.d. Kínvezjarair hjá Celite ekki nokkra heimild til að fara með fé. Það þarf ekkert að vera með stóran hóp á staðnum, en að minnsta kosti 2-3 einstakl- inga þannig að alltaf sé í það minnsta einn á vaktinni. Það er einfaldiega ekki hægt að ætlasttil þess af einum manni að hann geti leyst öll þau vandazziál sem upp kunna að koma, og erlendir starfsmenn í Kína þurfa að komast í frí þaðan með ákveðnu millibili. Þá verða menn að gera sér grein fyrir því að allt er miklu dýrara í Kína en þeir halda. Síðan eru aliskonar lagafiælq- ur sem þarf að fást við, og ég held að rneim verði að hafa góða lögfræðinga með sér eða aðgang að þeim svo það sé allt gulltryggt sem skrifað hefur verið undir. Og þegar menn skrifa undir eitthvað þá verða þeir að vera klárir á því að þeirra skiiningur sé sá sami og skilningur Kfnverjanna. Menn verða þvi að undirbúa sig vel og vera viðbúnir þvf að upp komi ófyrirséð vanda- mál, og þau vandamál geta orðið stórvandamál þótt þau séu það ekki í eðli sínu. Ég er ekki að væna Kinvezja um að reyna að fara á bakvið menn, en þeirra skilningur á sumum hlutum er einfaldlega allt ann- ar en sá skilningur sem við leggjum í hlutina.“ Rússland Vladivostok Þrjár kísilgúr- verksmiðjur í byggingu, tvær í Linjiang, ein í Changbai k KINA ©Beijing Changchun ’________ •-*=! Volkswagen \ verksmiDjur ^nan Nanjing „Í-V* cÝ'- í Shenyang Changbaif Unjiangp ©Dalian Ein helsta hafnarborg Kína Noröur-Kórea • P'yongyang JAPANSHAF © Soul Subur-Kórea Japan GULAHAF Osaka # OShanghai 150 300 450 km fyrir fáum vikum og segir hann helstu ástæðu þess hafa verið þá að hann var einn á staðnum við að reyna að koma þar á vestrænum stjórnunarháttum við uppbyggingu verksmiðjanna. „Það gekk einfaldlega of hratt fyrir sig. Kínverjarnir voru einfald- lega ekki meðtækilegir fyrir svona stórum skammti á svo skömmum tíma. Ekkert erlent sameignarfyrir- tæki hefur áður komið inn á þetta svæði, og þarna hafði aldrei áður sést hvítur maður til að setjast að fyrr en ég kom. Að vísu voru Banda- ríkjamenn frá Celite búnir að koma þarna áður til að kynna sér aðstæð- ur og semja um uppbygginguna, en það var svona í mýflugumynd. Þetta magnaðist svona upp smátt og smátt, en í byrjun reyndi ég auð- vitað að setja mig inn í hugsun- arhátt og skilja sjónarmið Kínverj- anna. En eftir ákveðinn aðlögunar- tíma þegar maður var búinn að tala um ákveðna þætti sem þurfa að vera í lagi þá finnst manni að þeir hljóti að eiga að geta skilið það og verið tilbúnir til að reyna að fara eftir því. Eftir á að hyggja finnst mér það vera nokkuð áræði hjá fyrirtækjum og einstaklingum að fara inn á svona svæði og ætla að reyna að starfa þar. í rauninni leggja þeir einstakl- ingar og þau fyrirtæki sem það gera mikið á sig, og af því að Kínverjarn- ir eru þarna í sínu heimaumhverfi þá skortir á það hjá þeim áð þeir gefi eitthvað af sjálfum sér eða gefi eftir eitthvað af sínum „prinsipp- um“. Þeir eru ekki mjög fúsir til þess. Það korn sem síðan fyllti mælinn var trúnaðarbrestur milli mín og eins af kínversku aðstoðar- framkvæmdastjórunum mínum, en ég hafði einn framkvæmdastjóra fyrir hvert af þessum þremur fyrir- tækjum. Hann er tilnefndur af kín- verskum yfirvöldum og því pólitískt ráðinn. Þar sem það skiptir Celite mjög miklu máli að friður sé í kring- um þessa starfsemi, þá varð það að samkomulagi milli mín og Celite 'f) »j*a; m WSiiií- Morgunblaðið/Friðrik Sigurðsson EIN kísilgúrverksmiðjanna var byggð frá grunni, og var nánast allt verkið unnið með haka og skóflu. ' ' ALGENGASTA farartækið á þessum slóðum í Kína er uxakerran. fyrir mánuði að ég léti af störfum," segir Friðrik. Tortryggnir í garð útlendinga Hann segir að ákveðinnar tor- tryggni gæti hjá Kínvetjum í garð útlendinga, en almennt megi segja að meðfram ströndinni og í suður- hluta Kína séu Kínveijar ekki eins tortryggnir gagnvart útlendingum en annars staðar. „Maður heyrði hins vegar sífellt um ýmiskonar mútur og greiðslur undir borðið þar til að liðka fyrir samningum. Þeir eru meira blátt áfram í norðurhlutanum, en þeir eru á ákveðinn hátt tortryggnir, og mér fannst þeir yfirhöfuð vera í afskap- lega mikilli hagsmunagæslu fyrir sín sjónarmið og sitt fólk. Þeir gengu með dollaramerkin í augunum og einhvern veginn áttum við að geta borgað alls lags aukagreiðslur. Það voru margir samningar sem Celite var búið að gera, t.d. varðandi lóða- gjöld og fasteignagjöld fyrir verk- smiðjurnar og þau hús sem var ver- ið að reisa fyrir okkur þarna, en svo var komið aftan að mér með ein- hveijar greiðslur. Þá vísaði ég til þess að búið væri að skrifa undir samninga og frekari gjöld ættu ekki að koma, en þá sögðu þeir einfald- lega: „Já, en við gleymdum þessu!“ Það sem kannski var verst við þetta allt saman var að á hveijum einasta degi fékk maður bæði stór og smá kjaftshögg hvert á fætur öðru. Það var í rauninni flest gert til þess að þetta væri mikil brekka að fara upp. Og þá saknaði ég þess að hafa ekki stjórnunarteymi í kring- urn mig. Ég gat ekki talað við nokk- urn mann öðruvisi en símleiðis til Bandaríkjanna eða Peking, en eng- inn var á staðnum til að hjálpa mér. Maður fyllist óhjákvæmilega ör- væntingu á svona stað. Eg tel að það hafi verið mistök að uppbyggingin skyldi ekki miðast við verksmiðjurnar og aðalstöðvarn- ar yrðu þar en ekki í Peking. Það var svo langt í burtu og margt af fólkinu vissi ekki hvað verksmiðju- rekstur var, og meira að segja Kín- veijum fannst það alveg út úr kort- inu að fara í þann landshluta þar sem verksmiðjurnar eru. Á svona framandi slóð, hvort sem það er í Kína, Kamtsjatka eða i Afríku, þá held ég að menn verði að hafa einhvetja í kringum sig sem hugsa á sömu bylgjulengd." Lítil krafa uin ábyrga stjórnun Þegar Friðrik hætti störfum hjá Kísiliðjunni voru fastráðnir starfs- menn þar 40-50 talsins. Hjá einni af verksmiðjunumm í Kína, sem átti að geta framleitt 15 þúsund tonn á ári, voru hins vegar 800 manns á launaskrá þegar Friðrik kom á stað- inn. Hann fékk það hlutverk að skera niður starfsmannafjöldann, en þess skal þó getið að um helmingúrinn af fólkinu starfaði í neðanjarðarná- munum þar sem unnið er með haka, skóflu og hjólbörum. „Námudeildin er mjög mannfrek, en þrátt fyrir það eru þeir með tíu sinnum fleira starfsfólk en í verk- smiðjunni í Mývatnssveit. Ég var kominn með þetta niður í 100-110 manns í hverri verksmiðju, og það var auðvitað ekki vinsælt, því í Kína hefur alltaf verið meira framboð af fólki en vinnu. Þetta er mjög stórt vandamál, sérstaklega þegar þú ert að reka fyrirtæki með pólitískum öflum eins og yfii-völdum. Þeirra markmið er fyrst og fremst að skapa vinnu fyrir þetta fólk. Hvað varðar viðhorf Kínveijanna til vinnu þá virtust þeir ekki skilja orðið frammistöðumat. Og a.m.k. á þessum slóðum skildu þeir ekki hugsunina á bak við mismunandi launakjör. Hjá öðru þeirra fyrirtækja sem .við vorum að endurreisa voru launakjörin ákveðin út frá aldri, þannig að þeir hækkuðu í launum eftir þvi sem þeir urðu eldri. Það var ekki byggt á ábyrgð, þannig að verk- smiðjustjórinn var á lægri launum en elsti starfsmaðurinn, sem kannski vann við að sópa gólfið. Það var varla gerð nein krafa um ábyrgð eða ábyrga stjórnun, heldur einungis að hafa fólkið í vinnu. Ég var búinn að ráða á þriðja hundrað manns þegar ég kom heim núna og ráða nokkra millistjórnendur; við- haldsstjóra, tæknifræðinga og verk- fræðinga. Ég fól þeim síðan að ráða rafvirkja, vélvirkja og verkafólk til vinnu, en þeir höfðu aldrei fengið þetta frelsi áður og spurðu á hvaða forsendum ætti að ráða fólkið. Ég sagði að það ætti ekki að gera vegna fjölskyldutengsla eða vinatengsla heldur ætti að ráða hæfasta fólkið. Það er nokkuð sem Kínveijarnir óttast greinilega þegar þeir ráða sig til erlendra sameignarfélaga að hægt er að reka þá ef þeir standa sig ekki. Við vorum kannski að borga þeim 3-5 sinnum hærri laun en þeir höfðu áður, og spurning sem ég spurði þá alla að til að finna viðhorf þeirra til útlendinga var: Hvað held- ur þú að fjölskylda þín og vinir segi þegar þeir vita að búið er að bjóða þér vinnu hjá erlendu sameignarfyr- irtæki? Þeir svöruðu því alltaf að fólkið þeirra yrði stolt af þeim. Margt ungt fólk hefur mikla greiðslubyrði í Kína af því að það er að fram- fleyta foreldrum sínum og jafnvel afa og ömmu líka. Að minnsta kosti þarna úti á landi þar sem stórfjöl- skyldumunstrið er þekkt og auðvitað ekkeiv félagslegt kerfi til, þá voru menn með stórar fjölskyldur til að framfleyta jafnvel þótt þeir væru bara með eitt barn. Viðhorf manna til vinnunnar var þvi mjög skrýtið og þegar ég var að ráða millistjórnendur þá voru SJÁ NÆSTII SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.