Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 37 MINNIIMGAR (t SIGURÐUR ÞORSTEINSSON tSig-urður Þor- steinsson var fæddur að Helga- felli í Helgafells- sveit 12, janúar 1916. Hann lést 28. október síðastlið- inn. Sigurður flutt- ist að Kóngsbakka með foreldrum sín- um 1922. Foreldrar hans voru Þórleif Kristín Sigurðar- dóttir og Þorsteinn Jónasson. Þórleif lést 6. janúar 1945 og Þorsteinn lést 16. janúar 1976. Sigurður átti tvö uppeldissystkini, þau eru Jónas Þorsteinsson, fæddur 18. nóvember 1920 og býr hann í Stykkishólmi ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Bjarnadóttur, og Þórleif Kristín Hauksdóttir, fædd 12. febrúar 1930 og býr hún í Noregi. Sigurður kynntist hálfbróður sínum Haraldi Þor- steinssyni á miðjum aldri en hann lést fyrir nokkrum árum. Sigurður kvæntist konu sinni Margréti Tómasdóttur 2. nóv- ember 1940. Hún lést 14. janúar síðastliðinn. Börn þeirra eru: 1) Valgerður Hanna, fædd 15. janúar 1941, eiginmaður henn- ar er Arni Júlíusson og búa þau í Keflavík og eiga þau þrjú BÓKHALDSKERFI HAGKVÆM LAUSN FYRIR WORKGROUPS NETKERFI gl KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 börn og þrjú barna- börn. 2) Jónas, fæddur 6. október 1944, og er kona hans Ingibjörg Ól- afsdóttir og búa þau í Stykkishólmi, þau eiga þijú börn á lífi, eitt er látið. Þau eiga eitt barna- barn. 3) Þórleif Kristín, fædd 23. janúar 1948 og er sambýlismaður hennar Tryggvi Kr. Magnússon og búa þau í Reykjavík. Börn Þórleifar eru fimm og barnabörn sex. Sigurður fór i vélskóla og Iærði til vélstjóra. Hann stund- aði sjómennsku og þá oftast sem vélsljóri á hinum ýmsu skipum. Hann kynntist konu sinni í Grindavík og byrjuðu þau búskap sinn að Kóngs- bakka. Fluttust þau síðar til Stykkishólms og bjuggu þar til þau fluttust suður til Keflavík- ur 1. desember 1965. Hann stundaði sjómennsku eftir að hann fluttist suður og síðar starfaði hann hjá Keflavík- urbæ. Útför Sigurðar fór fram frá Keflavíkurkirkju 4. nóvember. Mig langar til að minnast afa míns með þessum orðum. „Hlýð þú, lýður minn, á kenning mína, hneigið eyrun að orðum munns míns. Ég vil opna munn minn með orðskviði, mæla fram gátur frá fornum tíðum. Það sem vér höfum heyrt og skilið og feður vorir sögðu oss, það viljum vér eigi dylja fyrir niðjum þeirra, er vér segjum seinni kynslóð frá lofstír Drottins og mætti hans og dásemdarverkum og þeim und- rum er hann gjörði." (Orð Davíðs) Elsku afi, blessuð sé minning þín. Inga Margrét. Mig langar að minnast hans Sigga afa í nokkrum orðum. Það er svo margt sem hægt er að segja um hann afa því hann var maður mikili og góður. Það sem mér er efst í huga langar mig þó að skrifa um. Þegar ég var barn þá bjó ég í Keflavík, eða allt til tólf ára aldurs. Ég bjó alltaf nálægt afa og ömmu. Hann afi kenndi mér meðal annars að tefla og mun ég búa að því alla ævi. Mér þótti alltaf gaman að fara með afa í félagsvist í Víkina í Kefla- vík. Það var alveg sama hvernig mér gekk að spila alltaf var afi vanur að segja að þetta væri mjög gott hjá mér og gaf hann mér mikla hvatningu. Afi var mikill áhuga- maður um brids og oft komu kunn- ingjar afa til að spila við hann. Hann átti marga kunningja en margir þeirra eru látnir. Afi var alltaf réttlátur og góðsemd var allt- af efst á baugi hvað varðaði okkur frændsystkinin. Ég lærði svo margt gott af afa sem ég ætla að miðla mínum börnum og þeim sem í kring- um mig eru. Magga amma dó 14. janúar í ár en hún var koman hans Sigga afa. Það var mikill missir fyrir afa svo og okkur öll. En mér þótti svo sorglegt að sjá hve afi var sorgmæddur en það fannst mér heldur ekki skrítið því að hún amma var öðlingur mikill. Amma og afi voru eins og eitt, þau voru það hamingjusamasta fólk sem ég hef kynnst. Til dæmis voru allir jafnir, allir voru velkomnir á þeirra heim- ili og algengt var að við systkinin kæmum við hjá afa og ömmu ef eitthvað var að og alltaf fundu amma og afí lausn á vandanum hveiju sinni. Afi var á Garðvangi í mörg ár og mest allan tímann var hann rúmliggjandi, amma var á Garðvangi þegar hún lést. í ágúst dreymdi mig um systur mína eða mér fannst að draumurinn hefði beinst að henni. Draumurinn var þannig að það var silfurhringur sem inn í stóð tveir, átta og tíu og fannst mér eins og það væri ekki neitt vont við þennan draum og varð ég mjög undrandi þegar afi dó 28. október því að ég hélt að það myndi eitthvað gott vera í vændum fyrir systur mína en svo var ekki. Ég minnist alltaf jólanna sem við áttum saman árið 1986, þá vorum við fyrri sambýlismaður minn hjá þeim um jólin. Þetta voru síðustu jólin sem afi var heima að mig minnir því eftir það fór honum að versna svo í fótunum að hann var svo til alveg rúmliggjandi. Ég átti von á bami í janúar 1987 og fæddist þá stúlka þann 24. janúar og var hún skírð heima hjá afa og ömmu og nöfnin fékk hún Anna Birna eins og systurdóttir hennar mömmu. Já, þessi jól sem við áttum saman voru svo yndisleg að ég mun aldrei gleyma þeim meðan ég lifi. Ég man svo vel eftir því þegar afi og amma báru út Morgunblaðið í Keflavík, ég minnist þess alltaf þégar þau fóru eldsnemma á fætur til þess að koma blöðunum i hús áður en fólk fór til vinnu. Síðan hættu þau að bera út Morgunblaðið. En afi bar einnig út DV á sínum tíma og þá var hann farinn að nota staf sér til halds og trausts því þá voru fætur hans byijaðir að gefa sig. Ég minnist þess einnig þegar afí var á Garðvangi að allt starfsfólkið þar reyndist honum vel. Þessar in- dælu konur eru svo óendanlega duglegar að sinna fólkinu þar eftir bestu getu og þeim má þakka fyrir allt sem þær hafa gert fyrir hann afa öll þessi ár sem hann dvaldi þar. Elsku afí, ég veit að þú og amma eruð saman á ný og óska ég þess að þið haldið áfram þar sem frá var horfið. Elsku mamma, Vallý, Jonni og fjölskyldur og aðrir ættingjar, Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar því missir okkar er mikill. Kristín Birna og Ragnar Már systkini min minn- ast hans einnig með söknuð í hjarta. Blessuð sé minning um afa og ömmu. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína ú barnæskuna mína. Ykkar dótturdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir. JJLn FASTEIGNA f#J MARKAÐURINN HF % ÓÐINSGÖTU SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 OPIÐ HÚS Miðleiti 7 - Gimli Eldri borgarar Glæsileg og vel innréttuð 115 fm íb. á 2. hæð. Saml. stofur með rúmg. suðursvölum. Fallegt útsýni. 2 svefn- herb. og 2 baðherb. Stæði í bílskýli fylgir. Mikil sam- eign. Laus strax. Eignin er til sýnis frá kl. 15-17 á sunnudag. Dyra- bjalla merkt 204. Gjörið svo vel að iíta inn! |f* Jón Guömundsson, sölustjóri. lögg. tasteignasali. Ólafur Stefánsson, viösk.tr. og lögg. fasteignasali [ö| FASTEIGNAMARKAÐURINN HF ^ Bakkaflöt - Gbæ - einb. - við lækinn Nýkomið stórglæsil. 256 fm einl. einb. með innb. tvöf. bílsk. Eignin er mikið endum. m.a. allar innr., gólfefni, sólstofa, rafmagn, þak o.fl. Fráb. staðsetn. Teikn. á skrifst. Eign fyrir vandláta. 29462. Setbergsland - Hf. - einb./tvíb. Skemmtil. húseign byggð 1964 179 fm auk 32 fm bílsk. Mögul. á samþ. 2ja herb. íb. í risi. Ný eldhinnr. Verð aðeins 9,9 millj. 4099. Hörgsholt - Hf. - 3ja Nýl. glæsil. íb. á efri hæð í fjögurra íb húsi. Vandaðar innr. Risloft með mikla mögul. fylgir. Góð staðsetn. Stutt frá skóla, þjónustumiðstöð og golfvelli. Útsýni. Skipti mögul. á bíl eða ódýrari eign. Áhv. 3,8 millj. Verð 6,9 millj. 22554. Iðnbúð - Gbæ - 3ja-4ra (atvinnuhúsn.) Nýkomin 115 fm mjög björt og skemmtil. stúdíóíb. á efri hæð. Miklir mögul. 2-3 svefnherb. Fráb. útsýni. Sjón er sögu ríkari. Verð 5,6 millj. 19225. Reykjafold - einb. - Rvík Mjög fallegt einb. á einni hæð ásamt góðum innb. bílsk. Skipti á 3ja herb. íb. í Grafarvogi eða Fláaleitishv. mög- ul. Verð 13,9 millj. 25585. Hagamelur 35 - 3ja - Rvflk Opið hús ídag kl. 13-16 Nýkomin í einkasölu mjög falleg og björt ca 85 fm endaíb. (iítið niðurgr.) í góðu húsi. Mikið endurn. eign. Sórhiti, rafmagn o.fl. Sérinng. Verð 6,5 millj. Verið velkomin til Borghildar. 32914. Upplýsingar gefur: Hraunhamar, fasteignasala, sími 565 4511. Falleg sérbýli á frábaeru verði Starengi 8—20 Sýningaríbúð opin í dag kl. 14-17 við Mosarima 8 Starengi 8-20 Ýmsar upplýsingar 3ja herbergja íbúð á 6.950.000 4ra herbergja íbúð á 7.700.000 Mjöfí fallcgt útlit Sérinngangur í allar íbúðir Ilver ibúð sérbýli Ibúðunt skilað fullfrágengnuin að innan sent utan Dið fullfrágengin Hiti í gangstéttum Malbikuð bílastæði Örstutt á leikvöll, í leikskóla og grunnskóla. Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði Öll gólfefni frágengin Flísalagt baðherbergi Flisalagt eldhús Þvottahús í íbúð Mjög vimdaður frágangur Dæmi um areidslur: 3ja herbergja íbúð Verð 6.950.000 Greiðsla við samning Húsbréf Greiðsla við afhendingu 400.000 4.865.000 1.685.000 Samtals: 6.950.000 Sjón er sögu ríkari S>Tiingaribuð Uppl. í síma 5670765 Motás hf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.