Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fjarðargata 17 SÍMI 565-2790 FAX 565-0790 Opið í dag sunnudag milli kl. 12 og 15 Einbýli — par- og raðhús Austurgata 29b. Eldra timb- urh. á einni hæð samt. 112 fm. Vel stað- sett á hraunlóð. Verð 7,7 millj. Flókagata 1. Fallegt talsv. end- urn. 181 fm einb. ásamt tveimur bílsk. á góðum útsýnisstað. Sólskáli. Nýl. innr., gólfefni, þak. Áhv. byggsj. rík. 2,5 millj. Verð 13,8 millj. Hverfisgata 4b. Endurn. 65 fm einb. á einni hæð. Allt nýtt, innr., lagn- ir, rafm., gler o.fl. Skipti mögul. á stærra. Áhv. húsbr. 1,2 millj. Verð 6,4 millj. Lækjarberg 21. 2 íb. Húsið selst sem ein heild eða hvor í sínu lagi. Efri hæð er 164 fm auk 37 fm bílsk. Neðri hæð 78 fm 3ja herb. fullb. íb. Stuðlaberg 4. Fallegt nánast fullb. einb. ásamt 34 fm bílsk. Athygl- isv. hús. Áhv. góð lán 7,1 millj. Verð 12,5 millj. Öldugata 2. Gott 130 fm einb. kj., hæð og ris á góðum stað u. Hamrin- um. Góð og stór lóö. Miklir mögul. Verð 8,7 millj. Suöurholt 4. Nýl. 162 fm einb. m. innb. bílsk. Húsið er fullb. að utan en ekki fullkl. að innan. Áhv. húsbr. 5,8 millj. Skipti mögul. Verð 11,9 millj. Hraunkambur 1. Virðul. eldra 128 fm timburh. ásamt 40 fm nýl. bílsk. Góður staður í enda botnlanga. Laust fljótl. Ahv. góð lán 3,7 millj. Verð 8,6 millj. Garðavegur 6b. Talsv. endurn. 107 fm eldra steinh. ásamt 36 fm nýl. bílsk. Endurn. rafm., hiti, innr. o.fl. Ról. staður. Áhv. byggsj. rík. 3,7 millj. Verð 8,6 millj. Álfholt 6. Fallegt 157 fm enda- raðh. á tveimur hæðum. Húsið fokh. Til afh. strax. Gott verð 6,5 millj. Klausturhvammur 5. Fallegt 276 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt hluta í kj. og 30 fm bílsk. Falleg og fullb. eign. Skipti mögul. Verð 13,8 millj. Suðurhvammur 23. Fallegt 224 fm raðh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Vandaðar innr., parket, flísar. Áhv. byggsj. rík. 5,0 millj. Verð 13,4 millj. Klapparholt 4-8. Fallegt 128 fm parh. ásamt 25 fm bílsk. Húsin selj. fullb. að utan, lóð frág. og fokh., tilb. u. tróv. eða lengra komin aö innan. Áhv. húsbr. 5,5 millj. Verð frá 8,4 millj. Lindarberg 32. Nýl. 221 fm parh. m. innb. bílsk. Neðri hæð íbhæf, efri hæð fokh. en hiti kominn. Áhv. húsbr. 4,0 millj. Verð 11,7 millj. Studlaberg 62. Nýl. 160 fm parh. tvær hæðir og ris ásamt bílsk- plötu. Góð staðsetn. Áhv. byggsj. rík. 5,0 millj. Verð 11,2 millj. Vesturbraut 10. Gott talsv. endurn. parh. kj., hæð og óinnr. ris ásamt 32 fm bílsk. Skipti mögui. Áhv. góð lán 3,6 millj. Verð 7,5 millj. Sérhaedir Arnarhraun 16. Góð 4ra-5 herb. efri hæð í góðu þríb. Gott útsýni. Skipti mögul. Hagst. verð 7,5 millj. Flókagata 5. Góð 125 fm efri sérhæð ásamt 25 fm bílsk. í góðu þríb. Nýl. gler, þak, kæðning o.fl. Skipti mögul. Verð 9,5 millj. Grænakinn 3. Góð talsv. end- urn. 76 fm sérhæð í góðu þríb. Nýl. rafm., gler o.fl. Góö eign. Verð 5,9 millj. Hraunhvammur 1. Talsvert endurnýjuð 79 fm neðri sérhæð í góðu viðhaldsfríu tvibýli. Nvl. innréftingar, hiti, rafm., gler og fl. Áhv. góð lán 2,8 millj. Verð 6,3 millj. Klettaberg 62. Mjög vönduð 152 fm, 5 herb. ib. ásamt 28 fm bílskúr í 4ra íbúða „stallahúsi". Allt sér. Vand- aðar innróttingar, parket, flísar, rúmgóð svefnh. Topp eign. Verð 11,9 millj. Suðurgata 94. Vönduð nýleg 4ra til 5 herb. neðri sórhæö, ásamt bílsk. í fallegu þrýbíli. Vandaðar innrétt- ingar, parket og flísar. Verð 11,5 millj. Vesturbraut 15. Góð 65 fm efri hæð í eldra tvíbýli. Sór inng. Gott útsýni. Verð 4,5 millj. Fasteignakaupendur athugið! Hér erum við að auglýsa eignir þar sem um er að ræöa mjög ákveðna sölu og helst þurfa þær að seljast strax. Seljendur þessara eigna eru mjö^ sveigjanlegir gagnvart verði og greiðslukjörum þ.e. að ásett verð er alls ekki heilagt og óskað er eftir tilboðum. í mörgum tilvik- um kæmi til greina að taka ódýrari íbúðir og/eða bíla upp í kaupverð. Hafið endilega samband og fáið nánari upplýsingar um eignirnar. Athugið sérstaklega að ásett verð er alls ekki það sama og söluverð. Öldutún 2. Talsvert endurnýjuð 95 fm neðri sérhæð, ásamt 14 fm geymsluskúr á lóð. Góðar innr. og fl. Áhv. húsbr. 3,7 millj. Verð 6,5 millj. Grenigrund 18. KÓPAV. Góð 104 fm 4ra herb. íb. ásamt bílsk. í góðu fjórbýli. Sér inng., parket og flísar. Verð 8,9 millj. Ásbúðartröö 3. Góð 91 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu þríb. góð stað- setn. Laus strax. Verð 6,0 millj. Austurgata 4a. Talsvert end- urnýjuð 113 fm hæð og óinnréttað ris. Húsið er einangrað og klætt að utan og íb. mikið endurn. Nýir gluggar og gler, hiti, rafmagn og fl. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 6,9 millj. Lindarberg 12. Nýl. 270 fm efri sérh. með innbyggðum tvöf. bífsk. á mjög góðum útsýnisstað. Eignin er ekki fullb. en vel íbúðarhæf. Verð 12,9 millj. Sunnuvegur 3. Rúmgóð eftir sérh. í góðu steinh. ca 115 fm á mjög rólegum stað. Eignin er gömul en góð. Möguleg 4 svefnherb. Verð 7,9 millj. 4ra herbergja Hjallabraut 2. Talsvert endurn. 104 fm 4ra til 5 herb. íb. á 2. hæð í góðu fjölbýli. Góðar innr., allt nýtt á baði. Ahv. Byggingasj. rík. 2,4 millj. Verð 7,9 millj. Hjallabraut 43. Falleg mikið endurn. 134 fm endaíb. í nýl. viðgerðu og máluðu fjölbýli. Nýl. innréttingar, gólfefni, gler og fl. Skipti möguieg. Verð 9,4 millj. Hörgsholt 31. Nýl. 110fm enda- íb. á 2. hæð í nýl. fjórbýli. Vandaðar innr. Fallegt útsýni. Áhv. húsbr. 5,0 millj. Verð 8,7 millj. Klukkuberg 27. Vönduö I08fm 4ra til 5 herb. íb. á tveimur hæðum. Sér inng. Vandaðar innrétt., parket og flísar. Frábært verð. Útsýni. Verð 9,5 millj. Traðarberg 3. 2 íbúðir: Ný 125 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð og 56 fm íb. á jarðhæð. íbúðirnar er báðar tilb. und- ir tróv. Hús og lóð fullfrág. Verð 9,8 millj. Vallarbaró 3. Nýl. 118 fm íb. í litlu fjölb., ásamt 23 fm bílsk. Góðar innrétt. Fallegt útsýni. Áhv. byggsj. rík. 2,5 millj. Verð 8,4 millj. Eyrarholt 14. Á einum besta útsýnisstað í Hafnarfirði góð 162 fm „penthouse" íb. Mögul. 4 svefnherb. íb. er ekki alveg fullbúin en langt komin. Áhv. húsb. ca. 5,0 millj. Verð 10,9 millj. Áifaskeið 74. Laus 4 herb. 115 fm íb. á fyrstu hæð ofan kjall., ásamt 24 fm bílsk. Skipti mögul. Laus strax. Gott verð 7,5 millj. 3ja herbergja Miðvangur 41. Góð 66 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Húsvörð- ur. Sér inng. af svölum. Fallegt útsýni. Áhv. Byggsj. rík. 3,0 millj. Verð 5,9 millj. Sléttahraun 23. Talsvert end- urn. 78 fm íb. á 1. hæð í fjölb. Áhv. Byggsj. rík. 2,4 millj. Verð 6,3 millj. Álfholt 24. Nýl. 115 fm 3ja til 4ra herb. íb. á 1. hæð í glæsil. fjölb., íb. selst tilb. undir trév. að innan, hús full- búið að utan. Aukaherb. í kjall. fylgir. Verð 6,7 millj. Álfaskeiö 76. Álfaskeið - gott verð. Góð 86 fm. 3ja herb. íb. á 1. hæð ofan kjallara í góðu fjölb. Hagstætt verð 5,9 millj. 2ja herbergja Klukkuberg 19. Nýl. fullb. 2ja herb. íb. á 1. hæð í fallegu fjölb. Vand- aðar innr., parket og flísar. Sór inng. og lóð. Frábært útsýni. Áhv. húsbr. 4,0 millj. Verð 6,2 millj. Klukkuberg 35. Ný 2ja herb. íb. á 1. hæð í fallegu fjölb. Sér inng. og lóð. íb. selst rúml. fokh. aö innan eða lengra komin. Verð frá 4,0 millj. Miðvangur 41. Falleg 57 fm. 2ja herb. íb. á 2. hæö í lyftuh. Húsvörð- ur. Parket. Sór inngangur af svölum. Falleg útsýni. Áhv. Byggsj. rík. 2,6 miilj. Verð 5,2 millj. Klukkuberg 33. Nýl. fuilb. 60 fm 2ja herb. ib. á frábærum útsýnis- staö. Góðar innr., sór inng. og sór garö- ur. Gott verð 5,2 millj. INGVAR GUÐMUNDSS0N lögg. fasteignas., heimas. 555-0992 JÓNAS HÓLMGEIRSSON kerfisfræSingur, heimas. 565-3155. KÁRI HALLDÓRSS0N hagfræðingur, heimas. 5654615. MINNINGAR FJOLA AÐALSTEINSDOTTIR, MAGNÚS E. KARLSSON OG LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR + Fjóla Aðal- steinsdótt- ir var fædd í Hafnarfirði 4. apríl 1945 og þar ólst hún upp. Foreldr- ar hennar voru Jónína Þóroddsdóttir sem nú er látin og Aðalsteinn Tryggvason sjómaður. Systkini Fjólu eru Hilmar Þór, Þórey og Tryggvi, öll á lífi. Magnús Karlsson var fæddur í Hafnarfirði 2. október 1942 og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Klara Þórðardóttir og Karl Magnússon sem nú er látinn. Bræður Magnúsar eru Þórður, Ottó, Rúnar og Ómar, allir á lífi. Þau Fjóla og Magnús gengu í hjónaband 26. desember 1965. Þeim varð fimm barna auðið, einn sonur dó í bernsku en hin eru: Karl Jóhann, búsettur á Seyðisfirði, kvæntur og á tvö börn; Margrét Þórey, búsett á Flateyri, á unnusta og eitt barn, Linda Björk, sem fórst í snjó- flóðinu, f. 28. apríl 1971, og Anton Már, búsettur á Flateyri og á hann tvö börn. Þau Fjóla og Magnús bjuggu lengst í Hafnarfirði og á Seyðisfirði, en höfðu um hríð búið á Flateyri. Magnús var sjómaður lengst af og Fjóla starfaði utan heimilis jafnan, í fiskvinnslu og fleira. Útför Fjólu, Magnúsar og Lindu Bjarkar fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun, mánudaginn 6. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. SANNARLEGA hefur nú syrt að og sorgin svo víða tekið völd. Harmaský hafa um hugarhimin hrannast og vakið okkur til helkaldrar vitundar um vanmátt okkar gagnvart ægiöfl- um náttúrunnar. Hin íslenzka þjóð hefur í djúpri hryggð sameinast eins og ein særð sál, enginn er ósnortinn af hinum grimma harmleik sem hrifíð hefur af heimi svo marga samferðamenn í andrá undrasnöggri. Samúðaralda söknuði blandin berst til allra þeirra ótalmörgu er um sárt eiga að binda eftir ógnum þrunginn atburðinn vest- ur á Flateyri. I bljúgri auðmýkt er blessunar beðið með þeirri vermandi von að birta megi upp á ný eftir myrkan dag mikilla örlaga. Hugur leitar á vit horfinnar tíðar, horfinna kynna, daganna sem aldrei koma aftur. Orð hrökkva svo skammt gegn ofurharmi þeirra sem nú sakna nán- ustu ástvina sinna, enda verða orðin aðeins undurveikt bergmál þeirra til- fínninga sem í brjósti bærast. Þó skal með klökkvabundnum kveðjuorðum kærra vina minnzt og mætrar samleiðar með þeim, aðeins svo alltof, alltof skammrar. Orðin eru helguð hugumkærum vinum, hjónun- um fjólu og Magnúsi og dóttur þeirra Lindu Björk. Hugþekk og gefandi minning merlar í harmi lostnum huga. Pjóla var systurdóttir konu minnar og minnisstæð er hún mér frá unglingsárum hennar, þessi djarflega ljós- hærða stúlka með þennan hreina svip og hressandi fas. Einbeitt og ákveðin var hún alla tíð, lét skoðan- ir sínar hiklaust og greindarlega í ljós, glaðlynd og hreinlynd í senn. Sönn kona í sjón og raun. Hún var einstaklega vel verki farin, kappsfull við hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem var heima eða heiman, en húsmóðirin og móðir var hún þó helzt og fyrst, hennar dag- lega önn var helguð fjölskyldunni umfram allt annað, enda samheldni og samhugur einstakur á heimili þeirra Fjólu og Magnúsar og báru foreldrunum fagurt vitni. Magnús var hinn röski og dugandi heimilis- faðir, þýð lund og þekk framkoma fóru saman við iðjusemi hans og dugnað. Hann var sjómaður í innsta eðli sínu og naut þess að draga björg í bú úr sævardjúpi, sókndjarfur og gætinn. Hann var ævinlega glaður í bragði og glettinn vel, glöggur mað- ur með fastmótuð viðhorf, skýr mað- ur og skapfastur. Linda Björk dóttir þeirra var ákaf- lega yndisleg ung kona, sem hafði orðið fyrir örðugri reynslu af völdum alvarlegs slyss sem hún bar eftir miklar menjar, en ljúft geislandi bros átti þessi fallega stúlka alltaf öðrum til handa, vel gerð var hún í hví- vetna, alúðleg og hlý í allri fram- göngu sinni. Æviganga þessara ágætu vina verður ekki rakin hér en hvar sem leið þeirra lá urðu þau vinmörg og vel látin, ötult atgervisfólk sem aðrir festu traust á. Þau bjuggu lengi á Seyðisfírði og þar átti ég athvarf undragott hveiju sinni sem komið var þangað. Heimil- ið var fallegt ytra sem innra, en ein- lægur geislandi kærleikur einkar samrýndrar fjölskyldu þó aðalein- kennið. Börnin svo náin hvert öðru að hvar sem til eins þeirra sást mátti treysta því að hin væru nálægt og glöggt jafnan að góð og holl var heimanfylgja þeirra út í lífið. Sorg þeirra systkina sem eftir lifa er því sárari sem svo mikið ástríki var milli þeirra og foreldra þeirra og systur. Hugur okkar Hönnu frænku þeirra og okkar fólks leitar til þeirra nú í einlægri samúð vegna hins óbærilega missis. Megi vermandi ljósar og bjartar minningar lýsa þeim fram á veg og létta þeim hinn sára söknuð. í skugga þessara dimmu daga djarfar fyrir hugumkærum, ljúf- sárum miiiningamyndum sem allar bera með sér ylhlýja birtu, endurskin þess alls sem þau voru í lifanda lífi, gott fólk og gjöfult. Ég hefí fyrir hugarsjónum heimilið þeirra hlýlega og fallega, umvafíð eindrægni og elskusemi, undurfagurt vitni um alúðarríkan kærleika, sem segir meira en mörg orð um horfna hollvini. Aðstandendum þeirra öllum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Saknaðar- og samúðarkveðjur eru sendar öllum þeim öðrum er harma hýsa vegna hörmulegs áfalls. Við munum geyma merlandi skæra mynd af þeim Fjólu, Magnúsi og Lindu Björk, þessu mannkosta- fólki sem átti svo margt ógert á akri lífsins. Hjartahlý þökk fyrir gef- andi samfylgd og gjöfular stundir fylgi þeim öllum yfír á eilífðarland ódauðleikans. Blessuð sé þeirra bjarta minning. Helgi Seþ'an. —....* SÖLUSÝNING Brúarási 1-19 í dag, sunnudag, kl. 14-16 verður sölusýning á þessum glæsilegu og vönduðu raðhúsum sem eru 206 fm ásamt 42 fm bílskúr. Húsin eru á tveimur hæðum og afhendast fullbúin að utan en fokheld að innan. Bílskúr og lóð afhendast full- búin. Tengigjöld vegna rafmagns og hita greidd. ★ Mjög vandaður frágangur ★ Bílskúr tvöfaldur fullb. ★ Lóð fullfrágegnin ★ Góð greiðslukjör ★ Traustur byggingameistari ★ Giæsilegt útsýni ★ ★ ★ GOTT VERÐ 11.800.000 KR. Byggingarmeistari: Björn Traustason. Söluaðili: <f ÁSBYRGI if Suóurlandsbraut 54 vi& Faxafan, 108 Rayk|avik, simi 568-2444, »ax: 568-2446. Ingileifur Einarsson, löggiltur fasteignasali. Sölumenn: Lárus Hauksson og Viðar Marinósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.