Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stúdentapólitíkin var hörð á fimmta áratugnum Vantraust á formanninn GÍSLI Jónsson fyrrverandi menntaskólakennari á Akur- eyri var formaður stúdenta- ráðs hálfan veturinn 1948-49 eða þar til samþykkt var á hann vantraust. Er sagt frá því í Morgunblaðinu 11. jan- úar 1949. Ástæðuna segir Gísli vera þá, að hann var ekki mótfallinn aðild Islands að Atl- antshafsbanda- lapnu (NATO). Við formennsku tók Bjarni V. Magnússon. A þessum árum var mikið rætt og ritað um Atlantshafs- bandalagið og voru stúdentar engin undan- tekning þar á. „Það sem sannfærði mig end- anlega um að við ættum að vera í NATO var árásin á al- þingishúsið árið 1949. Ég hafði afskaplega góða að- stöðu til að fylgjast með at- burðunum vegna þess að ég var þingskrifari," sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa verið al- inn upp við það viðhorf að ísland ætti að ráða sér sjálft og hafði mikla andúð á breska hemámsliðinu og síðar herliði Bandaríkjamanna. „Þegar til þessara deilna kom var ég afskaplega hikandi og tvístíg- andi, en hallaðist þó heldur á þá sveif að við ættum að sam- þykkja inngöngu.“ í stúdentaráðskosningun- um 1948 fékk Vaka fjóra full- trúa af níu en andstaðan, sem voru róttækir stúdentar og fijálslyndir og lýðræðislegir sósíalistar, gat ekki komið sér saman um form- ann þannig að Gísli varð for- maður á hlut- kesti. „Þegar harðna fór á dalnum notfærðu andstæðingar okkar Vöku- manna sér þetta ástand og sam- þykktu á mig vantraust." Aðspurður um hvort stúdenta- pólitíkin hafi verið harðari á þessum árum en nú segist Gísli ekki vita hvemig hún sé nú. „Ég á þó afskaplega bágt með að trúa því að hún geti verið harðari," sagði hann. Hann kveðst muna lítið eft- ir öðrum baráttumálum, en eflaust hafí verið fjallað um húsnæðismál og fleira. „Ég hef stundum sagt í hálfkær- ingi þegar ég lít yfir liðna tíð, að það hafi verið mikil gæfa fyrir mig og mína jafnaldra, að blessuð námslánin hafi ekki verið komin til sögunn- ar,“ sagði GIsli Jónsson. Gísli Jónsson * Stúdentaráð Háskóla Islands 75 ára Brýnt að auka þátttöku nemenda í rannsóknum Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Hermannsson formaður Stúdentaráðs. HLUTVERK Stúdentaráðs Háskóla íslands hefur í gegn- um 75 ára starf falist í hags- munagæslu stúdenta og að vera málsvari þeirra jafnt utan skólans sem innan. Baráttu- málin hafa verið mörg og bar- áttuaðferðimar margvíslegar. Að sögn Guðmundar Stein- grímssonar núverandi for- manns er eitt af brýnustu verkefnum ráðsins að auka þátttöku námsmanna í rann- sóknum með ýmsum hætti. Beittasta baráttuvopnið telur hann vera að kynna stjóm- málamönnum baráttumálin af fullum þunga og með sterkum rökum. íslendingar aftarlega Guðmundur segir að auðvelt sé að sýna fram á með saman- burði við háskóla í nágranna- löndum að íslendingar séu mjög aftarlega á merinni varð- andi framlög til rannsókna og menntunar, ekki síst hvað varðar þátttöku námsmanria í rannsóknum, nýsköpun og þró- un. „Allar nágrannaþjóðir okk- ar leggja áherslu á menntun og vísindi en við ekki og erum þess vegna að dragast aftur úr. Guðmundur segir hugmynd- ina hafa verið rædda töluvert innan háskólans, þar sem hún hafi fengið góðan hljómgrunn. Sé fjárveiting til þessara mála framarlega á forgangslista háskólans. Nefnd innan háskólans legg- ur til að stofnaður verði sjóður um aðstoðarmannakerfið. Fjár- framlög þurfa að nema 30 m.kr. til þess að allir kennarar geti haft aðstoðarmann. Tillög- umar hafa einnig verið kynntar stjómmálamönnum. „Nemend- ur háskólans eru 5.600 og maður spyr eins og skáldið: Æ, til hvers eru allir þessir menn?“ segir Guðmundur. Hann kveður þó ýmislegt hafa verið gert í þessum mál- um og nefnir í því sambandi Nýsköpunarsjóð námsmanna og Rannsóknamámssjóð, sem báðir era tiltölulega nýir af nálinni en hafa þó sannað sig á stuttum tíma. Nýsköpunar- sjóður gerir námsmönnum bæði innan HÍ og annarra skóla á háskólastigi kleift að vinna að rannsóknum yfír sumartimann undir stjóm fyr- irtækis, stofnunar eða kenn- ara. Rannsóknamámssjóður- inn veitir hins vegar styrki til nema í framhaldsnámi. „Þama fara fram metnaðarfull rann- sóknarverkefni sem skila áþreifanlegum árangri. Það er geysilega mikilvægt að færa menntafólk inn í litlu fyrirtæk- in í landinu^ þar sem nýsköpun á sér stað. Á þennan hátt eram við með raunhæfum hætti að efla tengsl háskólans við at- vinnulífið. „Við höfum talað mjög fyrir því að þessir sjóðir verði efldir. Rödd okkar náði alla leið inn í stjómmálasáttmála ríkis- stjórnarinnar. Þar segir að Nýsköpunarsjóður náms- manna verði studdur og þátt- taka námsmanna í rannsókn- arstarfi verði aukin,“ segir hann en bendir á að þessu hafi ekki verið framfýlgt og í fjárlagaframvarpinu sé skorið niður í alla þá sjóði sem stuðli að þátttöku námsmanna í rannsóknum. „Þetta er mjög óskynsamlegt. í þessum sjóð- um felast möguleikar ungs fólks til rannsókna á Islandi. Héma er ekki verið að fram- kvæma þessa metnaðarfuilu uppbyggingu, sem menn hafa talað um, t.d. í stjómarsáttmá- lanum. Þetta er bara metnað- arleysi," segir hann. Hollvinasamtök Eitt af þeim málum sem hefur verið lengi í umræðunni meðal háskólamanna og sjá mun dagsins ljós 1. desember nk. er stofnun hollvinasamtaka HÍ. „Um er að ræða styrkja- samtök eða stuðningshóp út- skrifaðra kandídata og annarra velunnara skólans, hvort sem eru einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir. Grundvallarmark- miðið er að efla tengsjin við þjóðina og að Háskóli íslands eigi sér öflugan bakhjarl." Meðal þess sem Stúdentaráð hefur látið til sín taka eru lána- mál. Segir Guðmundur að að undanfarin íjögur ár hafi bar- áttan m.a. snúist um óréttlátt námsmannakerfi. „Rök okkar hafa fengið hljómgrann. Skipúð hefur verið nefnd til að end- urskoða lánasjóðinnm, sem full- trúi námsmanna á sæti í. Stúd- entaráð hefur verið mikið gagn- rýnisafl gegnum tíðina og feng- ið mörgu áorkað. Ég held að þessi drifkraftur sé að hluta til vegna þess að hörð kosninga- barátta fer fram á hveiju ein- asta ári. Menn geta rétt ímynd- að sér ef það væri þannig í landsmálapólitíkinni," sagði Guðmundur Steingrímsson. Vemd Sjúkdómatryggingar felst í því að með bótum tryggjngarinnar gcta sjúklingar einbeitt sér að baráttunni við sjúkdóminn og þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum á samatíma. Bætur eru greiddar vegna stórra aðgerða eða við greiningu á alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini og hjartaáfalli. Án aukaiðgjalds eru böm á aldrinum 3ja til 18 ára einnig tryggð í Sjúkdómatryggingu foreldra sinna. ALÞJOÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Hvað er Stúdentaráð HÍ? HLUTVERK Stúdentaráðs er að sjá um hagsmunabaráttu stúdenta og vera sameiginlegur málsvari þeirra innan skólans sem utan, jafnt gagnvart ráðherrum sem rektor. Ráðið vinnur einnig að bættu menningar- og félagslífi innan skólans. Á skrifstofu Stúd- entaráðs er stúdentum veitt ýmiss konar þjónusta og ráðgjöf. Þar má nefna: • Stúdentaráð er orðið umfangs- mesta leigumiðlun landsins. Viku- lega eru prentaðir út listar yfir lausar íbúðir og herbergi á al- mennum markaði. • Hlutastarfsmiðlun er rekin yfir vetrarmánuðina og sér um að út- vega starfskrafta í íhlaupavinnu og hlutastörf. • Atvinnumiðlun er starfrækt yfir sumartímann og útvegar námsmönnum sumarvinnu sam- tímis því að útvega fyrirtækjum hæft starfsfólk. Allir námsmenn geta skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna. • Barnagæslumiðlun hefur á skrá unglinga sem eru reiðubúnir til að gæta barna stúdenta gegn vægri greiðslu. • Kennslumiðlun hefur á skrá stúdenta sem viljugir eru að ausa af viskubrunni sínum til handa menntaskólanemum og þeim sem skemmra eru á veg komnir í há- skólanám. Kcnnslumiðlun útveg- ar stúdentum þannig hvort heldur aukavinnu eða einkakennara. • Sjóðurinn, sem er í vörslu Stúdentaráðs, styrkir stúdenta til að vinna að rannsóknum tengdum náminu yfir sumartímann. Hug- myndir að verkefnum geta komið frá nemendum, fyrirtækjum, stofnunum eða kennurum, en skil- yrðið er að um nýjungar í atvinnu- lífi eða á fræðasviði sé að ræða. Sjóðurinn er styrktur af ríki og sveitarf élögum. • Stúdentaráð rekur réttinda- skrifstofu sem aöstoðar nemend- ur í ágrciningsmálum innan skól- ans og veitir ráðleggingar um hvernig þeir geti leitað réttar síns ef brotið er á þeim. • Stúdentaráð rekur einnig lána- sjóðsþjónustu. Skrifstofan er tölvutengd Lánasjóði íslenskra námsmanna og fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðsins veitir upp- lýsingar og aðstoð í lánamálum. • Stúdentaráð gefur út Stúd- entablaðið sem kemur út á u.þ.b. þriggja vikna fresti. Framfaraskref í þjónustu • Húsnæðismiðlun stúdenta og Atvinnumiðlun námsmanna eru stærstu miðlanir á sínu sviði hér á landi. í tengslum við afmæli Stúdentaráðs ætlar ráðið að gera bragarbót á samskiptum sínum við umheiminn og tengjast alnet- inu með myndarlegum hætti. All- ar miðlanir á vegum ráðsins verða á heimasíðunni. Þar með geta stúdentar orðið sér úti um hús- næði, barnapössun, aukatima í námi og atvinnu með því að fletta upp í tölvunni heima hjá sér. Einn- ig geta húsnæðiseigendur og at- vinnurekendur skráð húsnæði til leigu eða atvinnutilboð með þess- um hætti. Aðgangaur að þessari þjónustu verður takmarkaður við stúdenta. Um Félagsstofnun • Félagsstofnun stúdenta var stofnuð 1967 og áttu stúdentar frumkvæði að stofnun hennar. Félagsstofnun var falið að reka mjög fjölþætta starfsemi sem safnast hafði á herðar Stúdenta- ráðs áratugina á undan. Þ.á m. má nefna rekstur og uppbygg- ingu Stúdentagarðanna, rekstur bóksölu og kaffistofa. Síðar hefur bæst við starfsemina rekstur Ferðaskrifstofu stúdenta. Félags- stofnun er sjálfseignarstofnun og aðidl a henni eiga allir skráðir stúdentar við HI, menntamála- ráðuneytið og Háskóli íslands. Stúdentaráð kýs meirihluta í stjórn stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.