Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR NBA Jordan; 42 stig Nýliðarnir sigruðu og Clippers unnu Phoenix MICHAEL Jordan brást ekki áhangendum sínum og Chicago Bulls ífyrsta leik ver- tíðarinnar ífyrrinótt, en þá mætti Bulls liði Charlotte Hor- nets og sigruðu Jordan og fé- lagar 105:91. Jordan gerði 42 stig í leiknum og má því segja að kappinn byrji af fullum krafti, en ífyrra skoraði hann 26,9 stig að meðaltali í þeim 17 leikjum sem hann lék. Mér líður vel og mér finnst ég ekki vera gamall,“ sagði Jordan eftir stórleik sinn og bætti því við að það veitti honum ákveðið aðhald að vita að menn fylgdust grannt með honum og væru reiðu- búnir að dæma hann um leið og eitthvað bjátaði á í leik hans. Framheijinn Scottie Pippen varð að hætta leik þá hæst hann stóð, en gömul meiðsl í læri tóku sig upp cg hafði það auðvitað sitt að segja fyrir leik Chicago. Fyrirfram var búist við að þessi tvö lið og Indiana Pacers myndu beijast um sigur í miðriðlinum og ef marka má þennan leik verða bæði liðin í toppbaráttunni. En það er langt í land enn í NBA deild- inni, því þetta var aðeins fyrsti leik- dagur. Larry Johnson fór fyrir Hornets með 19 stig og Kendall Gill gerði 17. En það var skarð fyrir skyldi að Charlotte lék án Alonzo Mourning sem þeir seldu til Miami fyrr um daginn. Raunar fékk Charlotte þijá leikmenn frá Miami í staðinn en enginn þeirra lék með í fyrsta leiknum. Þetta eru þeir Glen Rice, Matt Geiger og Khalid Reeves. Meistararnir í Houston Rockets sigruðu Golden State 110:92 og gerði Sam Cassell 23 stig og þar af 11 á góðum kafla í síðasta leik- hluta en þá gerði Houston 19 stig gegn einu stigi Golden State. Fyrir leikinn fengu meistararnir hringina sína sem fylgja „heimsmeistara- tigninni" og meistarafáninn var dreginn upp í ijáfur. „Þetta var stórkostleg stund og ég er mest hissa á að við skildum geta leikið eins og menn eftir þessa áhrifa- miklu stund,“ sagði Clyde Drexler. Hakeem Olajuwon lék með, en búist hafði verið við að hann næði sér ekki góðum af meiðslum í oln- boga alveg strax. Kappinn gerði 16 stig og tók 8 fráköst. Drexler og Mario Elie gerðu einnig 16 stig hvor. Anfemee Hardaway gerði 28 stig fyrir Orlando Magic þegar liðið, sem lék án Shaquille O’Neal, sigraði Cleveland 99:88. Dennis Scott gerði 27 stig og Horace Grant bætti 13 við_ og tók 10 fráköst fyrir Magic. í Inglewood í Kalifomíu gerði Vlade Divac sigurkörfuna fyrir LA Lakers er 21 sekúnda var eftir af leiknum við Denver Nuggets. Divac tryggði 98:96 sigur með þessari körfu en leikmenn Nuggets höfðu verið að vinna upp 15 stiga forystu Lakers á síðasta fjórðungi, Stiga- hæstur hjá Lakers var Cedric Ceb- allos með 26 stig og Nick Van Exel gerði 24. Það kom ekki að sök hjá Indiana Pacers þó það vantaði tvo úr byijun- arliðinu gegn Atlanta Hawks, Pac- ers vann 111:106 og gerði Reggie Miller 32 stig og þar af 19 í síð- asta fjórðungi. Rik Smits og Derrick McKey voru ekki með. Þeir eru báðir meiddir. Nýju liðin tvö í deildinni, Toronto og Vancouver, sigruðu bæði í fyrstu leikjum sínum. Toronto tók á móti Nets og vann 94:79 og gerði Alvin Robertson 30 stig fyrir nýliðana og Acie Earl 16. Vancouver Grizzlies komu á óvart með því að sigra Portland á útivelli 92:80 og munaði mestu um 12:0 kafla á síðasta fjórð- ungi. Benoit Benjamin gerði 29 stig fyrir nýliðana sem eyðilögðu með þessu fyrsta heimaleik Portland í nýrri íþróttahöll, Rósagarðinum. Vin Baker gerði 30 stig er Bucks vann Celtics 101:100 í nýju höllinni í Boston og var þetta fimmti sigur Bucks í röð á fyrsta degi NBA deild- arinnar. Richard Dumas tryggði 76ers 105:103 sigur með troðslu í lokin gegn Bullets en nýliðinn Jerry Stackhouse gerði 27 stig fyrir 76ers í fyrsta leik sínum í NBA. Annars urðu úrslit annarra leikja þessi: Detroit - New York 100:106, San Antonio - Dallas 97:103, Utah - Seattle 112:94, LA Clippers - Phoenix 112:106, Sacramento - Minnesota 95:86. Pippen meiddist aftur Reuter SCOTTIE Pippen, lelkmaður Chicago Bulls, melddist á læri í fyrsta leikhluta í fyrsta leik Bulls í NBA í fyrrinótt. Bulls mætti þá liðl Charlotte Hornets og hafði betur en hér virðist Larry Johnson hjá Hornets hafa betur gegn Pippen. HESTAR Guðmundur Jónsson, formaður Landsambands hestamannafélaga Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUÐMUNDUR Jónsson, formaður LH: Finna þarf nýja tekjustofna. „Fjölgun landsmóta tímamótaákvörðun“ Afdrifaríkar ákvarðanir voru teknar í óvenju miklum mæli á nýafstöðnu ársþingi hestamanna um síðustu helgi. Er Valdimar þar um að ræða Kristinsson landsmótin, samein- skrifar ingarmál og gæð- ingakeppnina. Af þessu tilefni var formaður samtak- \|pna, Guðmundur Jónsson, tekinn tali að loknu þingi. „Þetta var líflegt þing að mörgu leyti, margt rætt með öðrum hætti en gert hefur verið áður. Óhætt er að segja að þama hafí verið gerðar róttækar breytingar á ýmsum svið- um,“ sagði Guðmundur í upphafi. Nefndi hann þar fyrst gæðinga- keppnina. „Reynslan mun að sjálf- sögðu leiða í ljós hversu gæfurík þessi ákvörðun þingsins er en þarna er verið að koma til móts við óskir áhorfenda. Næst barst talið að fjölg- un landsmóta og sagði Guðmundur það tvímælalaust tím'amótaákvörðun þegar breytt væri fyrirkomulagi sem verið hefði við lýði frá 1950 og væri hann mjög sáttur við þessa breyt- ingu. Taldi hann líklegt að sjónarmið viðskiptalegseðlis myndu ráða meira ferðinrii í rekstri landsmóta á kom- andi árum en bent hefur verið á í seinni tíð að hagnaður af mótunum væri of lítill eða ótryggur. Minnka þarf áhættu hestamannafélaga „Það eru vissulega tveir mögu- leikar varðandi stefnu í rekstri lands- mótanna, annaðhvort að reka þau á núlli eða stefna mjög ákveðið á hagn- að af rekstri. Einnig hefur verið inni í umræðunni að minnka þurfí fjár- hagslega áhættu hestamannafélaga sem standa að mótunum. Hefur ver- ið rætt á vettvangi LH að fleiri aðil- ar þurfí að koma inn í dæmið,“ seg- ir Guðmundur og nefnir hann þar til sögunnar aðila úr ferðaþjónustu og Bændasamtökin. Bendir hann á að ýmsir aðilar njóti góðs af velheppn- >uðum landsmótum en hafi til þessa ekki tekið beinan þátt í áhættu eða rekstri mótanna. Taldi Guðmundur ekki óeðlilegt að slíkir aðilar kæmu meir inn í myndina en verið hefur. Hann benti einnig á að þessi ákvörð- un gæti losað nokkuð um þá spennu sem ríkt hafi innan LH vegna stað- arvals fyrir landsmót. „Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að samkeppni um Iandsmót verður ekki úr sögunni en hættan á því að upp úr sjóði vegna vals á landsmótsstað eins og gerst hefur minnkar með þessu fyrirkomulagi. Einnig geri ég mér vonir um að þessi samþykkt skapi svigrúm til að endurskoða dag- skrárliði landsmótanna sem hafa verið ofhlaðin. Teknir hafa verið inn nýir dagskrárliðir í gegnum tíðina en lítið eða ekkert fellt út í staðinn og mótin því bæði löng og tímafrek. Varðandi íjórðungsmótin þá verður óbreytt ástand fram að næsta lands- móti ’98 þannig að við höfum góðan tíma til að huga að fyrirkomulagi stórmótahalds árið milli landsmóta. Fyrirvarar ð sameiningu Um sameiningarmálin sagði Guð- mundur þau hafa farið á þann veg á þinginu sem stjórnin lagði til. Seg- ir hann að haft hafí verið samráð við stjórn Hestaíþróttasambandsins þar um. Aðspurður kvaðst hann ekk- ert vilja segja um hvort hann yrði síðasti formaður LH í núverandi mynd. Sagðist hann hafa ýmsa fyrir- vara á um sameiningu þessara sam- taka sem helguðust af því vægi sem hinn almenni hestamaður fengi í hin- um nýjum samtökum. LH og hesta- mannafélögin séu fyrst og fremst málssvari hans. Telur Guðmundur að málin verði að vera í þeim far- vegi að jafnvægi sé á milli hinnar almennu hestamennsku og keppnis- mennskunnar. „Sameining án þess að allir helstu málaflokkar LH fylgi með í pakkanum kemur ekki til greina að mínu mati. Stjómin ákvað að bera fram þessa tillögu til að fá skoðanir þingfulltrúa á framhaldi í sameiningarmálinu en hins vegar vil ég ekkert fjölyrða um hveijar eru persónulegar skqðanir einstakra stjórnarmanna á sameiningu. Full- trúar í nefnd voru kosnir á þinginu og kemur í ljós á næsta þingi hvert framhaldið verður," sagði formað- urinn um sameiningarmálin. Tryggja þarf LH fastar tekjur af landsmótum „Umræða um fjárhagsáætlun hefur ekki verið svona hörð sem nú var frá því ég byijaði að sækja þessi þing. Þetta hefur í mesta lagi verið smáþref um hækkun árgjalda til samtakanna en nú var ekki um slíkt að ræða.“ sagði Guðmundur þegar talið barst að fjárhagsáætluninni og hann bætti við: „Reksturinn er að sjálfsögðu ekki hafínn yfír gagnrýni en nú var lagt til af minnihluta fjár- hagsnefndar þingsins að lækka tekj- ur um eina og hálfa milljón með því að lækka framlög félaganna til sam- takanna. Hins vegar voru ekki lagð- ar fram neinar tillögur um aðrar tekj- ur í staðinn en lagt til að starfsemi og þjónusta skrifstofunnar verði skert verulega. Ég taldi það ókost að minnka viðveru á skrifstofunni og benti á að stjórnarmenn ynnu sitt starf í sjálfboðavinnu og myndi þetta þýða aukna vinnu á hendur þeirra. Síðan yrðum við svo skammaðir á næsta þingi fyrir það hvað lítið hafi áunnist. Það er vissulega tímabært að finna nýja tekjustofna til að fjár- magna starfsemina. Þetta hefur ver- ið í umræðunni m.a. hjá stjórn. Hef- ur þar t.d. verið horft til landsmót- anna sem hafa skilað misjöfnum tekj- um frá einu móti til annars. Tryggja þarf LH fastar tekjur af landsmótun- um sem myndu skapa meira öryggi í rekstrinum. En allar góðar hug- myndir um fjármögnun starfseminn- ar eru vel þegnar. Hvað þessu við- kemur er rétt að hafa í huga' að okkur er nokkuð þröngur stakkur sniðinn í möguleikum á tekjuöflun því bæði hestamannafélög og lands- lið Islands í hestaíþróttiim eru með nokkuð viðtæka fjáröflun meðal fyrirtækja og það yrði sjálfsagt ekki vinsælt ef LH færi að róa á sömu mið. I greinagerð með samþykktri fjáhagsáætlun meirihluta nefndar- innar er stjórninni gert að undirbúa lækkun á útgjöldum um eina milljón með hagræðingu eða finna nýja tekjuleið til að vega upp á móti slíkri tekjulækkun," sagði Guðmundur Jónsson, formaður LH að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.