Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 ■ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Katrín Elvarsdóttir Marín Hafsteinsdóttir var kát áður en aðgerðin hófst. Marín þarf að fara í aðra aðgerð LÆKNUM við Children’s Hospital í Boston tókst ekki að loka milli hjartahólfa í Marínu Hafsteins- dóttur í gær og þarf hún því að gangast undir aðra skurðaðgerð eftir 2-3 mánuði. í gær voru græddar slagæðar við hjarta barnsins. Aðgerðin tók rúmlega sjö klukkutima. Hafsteinn Hinriksson, faðir Marínar, sagði að skurðaðgerðin hefði gengið áfallalaust fyrir sig. Hann sagði að erfitt hefði verið að bíða á meðan aðgerðin var gerð á barninu. Þau hefðu hins vegar fengið fréttir af gangi mála á hálftíma fresti, sem hefði létt þeim biðina. Marín verður haldið sofandi að mestu næstu daga. Hún verður reyndar vakin í dag til að sjá við- brögð hennar. „Við fengum að sjá hana í eina mínútu. Það var rosalegt að horfa á hana því að það sást varla i hana fyrir leiðslum og alls kyns tólum og tælqum.“ Hlutfall bama með meðfæddan hjartagalla er 0,8 til 1 af hveijum 100 alls staðar í heiminum. Hér á landi þarf að skera 20 til 30 böm upp vegna meðfædds hjartagalla á hveiju ári. Einn fjórði af þeim hópi er skorinn upp hér á landi. Margir foreldranna hafa, að því er fram kom í samtali við Elínu Viðarsdóttur, formann Neistans, aðstandendafélags þjartveikra bama, fylgst náið með fregnum af Marín og upplifað sjálfan sig í spomm foreldranna. Þeim þykir saga fjölskyldunnar saga fjöl- skyldu hjartveiks barns í hnot- skum. Þórður Friðjónsson forsljóri Þjóðhagsstofnunar um stækkun álversins í Straumsvík Þarf festu í ríkisfjármálum ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar segir að ákvörðunin um stækkun álversins í Straumsvík hafí greinilega skapað meiri vænt- ingar varðandi ríkisfjármálin á næstunni en til- efni gefí til. Hann segir að koma verði í veg fyrir þensluáhrif vegna framkvæmda við stækk- un álversins og helsta ráðið til þess sé að draga úr ríkisútgjöldum og skapa svigrúm fyrir fram- kvæmdimar heldur en hið gagnstæða. „Það fer auðvitað ekki á milli mála að stækk- un álversins treystir þjóðarbúskapinn en hins vegar eru einhveijir á villigötufn um áhrifin á ríkisfjármálin, sérstaklega þegar litið er til skamms tíma. Stækkun álversins er í sjálfu sér alls ekki tilefni af neinu tagi til að lina tökin í ríkisfjármálum, heldur þvert á móti má færa fyrir því góð og gild rök að það ætti að herða tökin, einkum þegar til skamms tíma er litið,“ segir Þórður. Gæti leitt til hærri vaxta og hærra raungengis Hann segir að það sem skipti máli í þessu sambandi sé einkum tvennt. í fyrsta lagi það að ef slakað sé á í ríkisfjármálum nú kunni það að leiða til hærri vaxta og hærra raungengis en ella. Það kæmi til með að skaða vaxtarskil- yrði annarra atvinnugreina á næstu misserum. I öðru lagi sé auðvitað hyggilegt að nýta núna það tækifæri sem þetta verkefni og framkvæmd- ir hafí í för með sér til þess að treysta ríkisfjár- málin á næstu tveimur árum, 1996 og 1997, til þess að meira svigrúm verði í ríkisfjármálum á árunum 1998 og 1999 til þess að auka opinber- ar framkvæmdir þegar framkvæmdum í tengsl- um við stækkun álversins sé lokið. „Aðalatriðið er því að stækkun álversins gefur ekki tilefni til þess að auka ríkisútgjöldin heldur má þvert á móti benda á efnahagsleg rök til að draga þau saman. Það er enginn vafí á því að við nýtum best þjóðhagslegan ávinning af stækk- un álversins með því að herða tímabundið tökin á ríkisfjármálunum heldur en hið gagnstæða. Aukin umsvif í tengslum við álverið fela það auðvitað í för með sér að það verða meiri tekjur hjá ríkinu tímabundið og það heyrast þær radd- ir að nota eigi þessar auknu tekjur til að auka ríkisútgjöldin strax. Það kann hins vegar að valda ákveðinni þenslu í 'efnahagslífinu sem skemmir fyrir öðrum atvinnurekstri," sagði Þórð- ur. U mferðarlagabrotin SETTIR hafa verið upp mynda- vélakassar á sex gatnamót í Reykjavík og í þeim eru ellefu eftirlitsmyndavélar. Þessi gatna- mót eru Breiðholtsbraut-Steklg- arbakki, Miklabraut-Kringlu- mýrarbraut, Suðurlandsbraut- Kringlumýrarbraut-Laugaveg- ur, Borgartún-Kringlumýrar- braut, Hringbraut-Njarðargata og Miklabraut-Snorrabraut. Fyr- ir framan stöðvunarlínur á gatnamótum er skynjari sem verður virkur um leið og rautt umferðarljós kviknar. Aki bíll yfir gatnamótin á rauðu Ijósi tekur búnaðurinn mynd af hon- um og aðra skömmu síðar. Með því að bera myndirnar tvær sam- an er hægt að mæla út hraða bílsins. Að næturlagi gefur bún- aðurinn frá sér leifturljós þegar hann tekur myndir. Þeir sem gerast brotlegir við umferðarlög Morgunblaðið/RAX mynduð og aka yfír á rauðu ljósi er gef- inn kostur á því að ljúka málinu með greiðslu sektar en ef þvi er ekki sinnt er jjósmyndin lögð fram sem fullgilt sönnunargagn fyrir rétti. Hver eftirlitsmynda- vél kosíar á aðra milljón kr. Síð- ar verður fleiri myndavélaköss- um bætt við fleiri gatnamót án þess að myndavélum verði fjölg- að en þær verða færðar á milli staða. BI styður blaðamann Morgun- blaðsins STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við þá ákvörðun Agnesar Bragadóttur, blaðamanns Morgun- blaðsins, að neita að gefa upp heimildir fyrir greinaflokki sínum um málefni Sambandsins. Álykt- unin er svohljóðandi: Ber að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn „Stjóm Blaðamannafélags ís- lands lýsir yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun blaðamanns Morgunblaðsins að neita að gefa upp heimildir fyrir greinaflokki sín- um um málefni SÍS. Stjóm BÍ lítur svo á, að það séu augljósir hags- munir blaðamanna, jafnt sem skylda þeirra við heimildamenn sína, að skýra ekki frá því hveijir þeir era. Ef út af þessu væri bragð- ið myndi það verða til að stór- skerða möguleika blaðamanna til fréttaöflunar og verða þannig stjórnarskrárvemduðu ritfrelsi §ötur um fót. Það er því ekki að ástæðulausu, að í siðareglum Blaðamannafélags íslands er skýrt tekið fram, að blaðamanni beri að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína.“ Fyrrum yfirmaður hjá Búnaðarbanka íslands dæmdur fyrir gjaldeyrisviðskipti Kaupmennskan ósam- rýmanleg stöðu hans HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Kristján Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumann hagdeildar Búnaðar- banka íslands, í átta mánaða fang- elsi, skilorðsbundið, og til að greiða þriggja milljóna króna sekt til ríkis- sjóðs. Kristján hagnaðist á rúmlega tveggja ára tímabili um 27,9 millj- ónir króna á millifærslum milli fímm gjaldeyrisreikninga í bankanum. í vor sýknaði Héraðsdómur Reykja- víkur Kristján. Kristjáni var gefíð að sök að hafa misnotað aðstöðu sína með kerfisbundnum og skipulegum millifærslum, 431 talsins, á milli fímm gjaldeyrisreikninga sinna í bankanum. Millifærslurnar vora ávallt gerðar síðdegis, skömmu fyr- ir lokun bankans og í samræmi við upplýsingar sem hann hafði aflað sér og fyrir lágu um áorðnar breyt- ingar einstakra gjaldmiðla' á al- þjóðagjaldeyrismarkaði. Bar að virða tr únaðarsky ldur í dómi Hæstaréttar segir, að Kristján hafí gegnt stöðu yfírmanns hjá bankanum og verið bundinn trúnaðarskyldum við bankann, sem honum bar að virða í starfi sínu og utan þess. Viðskipti hans við gjald- eyrisdeild hafi verið afbrigðileg að því leyti, að hann naut sérstakra kjara umfram aðra viðskiptamenn, sem veitt voru á kostnað bankans. Verði að álykta, að hann hafi eink- um fengið þessi kjör vegna þess, að hann var starfsmaður bankans. Jafnframt hafí viðskiptin verið stunduð á kostnað bankans að því leyti, sem hagnaður af þeim svar- aði tjóni af breytingum gengis- skráningar frá millifærsludegi til næsta dags. Hafí starfsmanninum verið kunnugt um þessa ' áhættu ásamt því, að í bankanum hafí ekki verið viðhaft innra eftirlit með ein- stökum gjaldeyrisviðskiptum dags- ins. Hann hafi stundað viðskiptin skipulega og kerfisbundið með því markmiði, að vísbendingar um gengisskráningu næsta dags kæmu honum að sem fyllstum notum, án tillits til afleiðinga þess fyrir bank- ann. Verði hagnaður hans rakinn til þessa að veralegum hluta. Þá telur Hæstiréttur að Kristjáni hafi fljótlega átt að verða ljóst, að kaupmennska hans væri ósamrým- anleg stöðu hans í bankanum og umfang viðskiptanna orðið annað en það sem stjórnendumir gerðu sér grein fyrir, þegar þeir sam- þykktu sérstök kjör hans. Engu að síður hafí hann haldið viðskiptunum áfram og tvöfaldað stofnfé sitt tæpu ári eftir viðræður við stjóm- endur bankans. Þegar allt þetta væri virt væri óhjákvæmilegt að líta svo á, að hann hafi misnotað aðstöðu sína sér til ávinnings og tjóns fyrir bankann og um leið brot- ið gegn starfsskyldum sínum. Upplýsingarnar voru ekki trúnaðarmál Við ákvörðun refsingar leit Hæstiréttur til þess, að brot hans varðaði verulega fjármuni og stóð í alllangan tíma. Hins vegar hafí hann ekki áður gerst brotlegur við almenn hegningarlög, stjómendur bankans hafí vitað um athæfí hans í upphafí og þær upplýsingar, sem hann nýtti sér, vora ekki trúnaðarmál, heldur tiltækar öðrum og einnig á öðmm vettvangi. Þá hafði bankinn ekki uppi bótakröfu eða krafðist máls- höfðunar. Hæfilega refsingu taldi Hæstiréttur 8 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í 3 ár og 3 milljóna króna sekt í ríkissjóð, en 6 mánaða fang- elsi í sektar stað, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Hrafn Bragason, Guð- rún Erlendsdóttir, Haraldur Henrys- son og Pétur Kr. Hafstein, en Hjört- ur Torfason skilaði séráliti. Hann taldi ekki hægt að sakfella vegna viðskipta framan af því tímabili, sem ákæran tók til, heldur yrði að líta svo á, að trúnaður hafí brostið milli starfsmanns og bankastjórnar þeg- ar á það leið. Vildi Hjörtur þannig miða við eitt ár. Þá benti hann á að viðskiptin hafi ekki brotið í bága við reglur um gjaldeyrismál og stjómendur bankans hafí haft ástæðu til að kanna málið fyrr en gert var. Þá hafi ávinningur af við- skiptunum ekki verið á kostnað bankans að öllu leyti og tjón bank- ans ekki verið metið til hlítar. í samræmi við þetta taldi Hjörtur hæfílega refsingu vera þriggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi og einn- ar milljónar kr. fésekt í ríkissjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.