Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 MMC Lancer GLXi Station '92, rafm. í rúðum, samlæsingar, dráttarkúla, ek. 80 þ . km. V. 1.080 þús. Grand Cherokée SE '93, grænsans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Til- boðsv. 2.890 þús. Hyundai Scoupe LS Coupé ’93, rauður, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Subaru Legacy 2.0 GL Station 4x4 ’92, grásans., 5 g., ek. 52 þ. km. Fallegur bfll. V. 1.550 þús. V.W Vento GL ’93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. MMC L-300 Minibus ’88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km, vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög hagstæð lánakiör. MMC Colt GTi 16 v. ’89, hvítur, 5 g., uppt. vél (nótur fylgja), álfelgur, rafm. í rúðum V. 690 þús. Sk. ód. Renault 19 GTS ’90, 5 g., 5 dyra, ek. 94 þ. km. V. 560 þús. Sk. á dýrari, allt að 600 þ. stgr. í milligjöf. Helst Renault eða sambærilegan bfl. Nissan Sunny 1.4 LX ’94, ek. 20 þ. km., sjálfsk., 4ra dyra. V. 1.050 þús. Sk. ód. Porsche 928 S-4 '88, blár, 8 cyl., m/öllu, ek. 100 þ. km., leöurinnr. o.fl. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.400 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Honda Civic DXi Sedan ’94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) ’94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. MMC Pajero V-6 (3000) ’92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn m/öllu. V. 2.790 þús. Nissan Pathfinder EX V-6 (3.9L) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bíll. V. 2.290 þús. Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Góð lánakjör. Bílaskipti oft möguleg. MMC Lancer GLXi ’91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 56 þ. km., rafm. í öllu. V. 910 þús. Tilboðsv. 790 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, svartur, 5 g., góð vél (skiptivél), sóllúga, rafm. í rúöum spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Toyota Corolla DX ’87, ek. 114 þ. km., gott eintak. V. 340 þús. Tilboðsv. 280 þús. MMC Coit GL ’91, ek. 55 þ. km. Toppein- tak. V. 690 þús. Tilboðsv. 630 þús. MMC Pajero '83, uppgerður, 32“ dekk o.fl. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Ford Escort ’86, ek. 112 þ. km. V. 190 bús. Tilboðsv. 140 þús. MMC Lancer EXE '91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 62 þ. km. V. 920 þús. Tilboðsv. 830 þús. Nissan Micra '87, uppt. vél. V. 270 þús. Tilboðsv. 210 þús. Toyota Celica Supra 2,8i '84. V. 490 þús. Tilboðsv. 380 þús. Toppeintak. Chevrolet Monza 1,8 '87, ek. 88 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 160 þús. Daihatsu Coure ’87, 5 dyra, ek. 105 þ. km. V. 190 þús. Tllboðsv. 130 þús. ATRIÐI úr Benjamín dúfu. Riddarar bernsku- minninganna Kvlkmyndir Stjörnubíó og Bíóhölli n BenjamSn dúfa ★ ★ ★ Vi Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Handrit: Friðrik Erlingsson. Framleiðandi: Baldur Hrafnkell Jónsson. Kvikmyndtaka: Smurður Sverrir Pálsson. Tónlist: Olafur Gaukur. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Klipping: Kirsten Eriksdottir og Gísli Snær. Baldur film í samvinnu við íslensku kvik- myndasamsteypuna, íslenska út- varpsfélagið, NDF og Migma film. 1995. Aðalhlutverk: Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson, Hjörleifur Björnsson, Guðrún Þ. Stephensen, Kári Þórð- arson, Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson. BENJAMÍN dúfa, í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar, sem frumsýnd var í Stjömubíói og Bíó- höllinni í gær og byggist á verð- launaskáldsögu Friðriks Erlings- sonar, er sérlega vel heppnuð bama- og fjölskyldumynd. Hefur ekki áður tekist eins vel með ís- lenskt verk í þeim flokki, enda gengur allt upp í henni sem prýða má slíka mynd svo hún verður ekkert síður fyrir fullorðna en börn. Hún er sumsé fyrir alla fjöl- skylduna. Sagan er mjög góð og höfðar sterkt til áhorfenda. Hún hefur í sér alla þætti skemmtilegra drengjabókmennta; er ljúfsár end- urminningasaga, spennusaga, þroskasaga og harmsaga, en síðast en ekki síst riddarasaga og í kvik- myndagerðinni hefur Gísla Snæ og handritshöfundinum, Friðrik Erlingssyni, auðnast að taka allt þetta inn í myndina og búa úr því heilsteypta og sanna ævintýra- sögu. Hún er í senn sorgleg, spenn- andi og fyndin og á einhvern hátt heillandi í einfaldleika sínum. Strákarnir er fylla riddararegluna, sem er í miðpunkti myndarinnar, fara ágætlega með hlutverk sín undir fjarska ákveðinni stjóm Gísla Snæs. Það er reyndar orðinn kapít- uli útaf fyrir sig hversu vel íslensk böm standa sig á hvíta tjaldinu. Vönduð og úthugsuð kvikmynda- taka Sigurðar Sverris Pálssonar, sem ýtir fínlega undir atburðarás- ina, og góð kvikmyndatónlist Ólafs Gauks, sem alltaf hittir á rétta strengi, fylla svo út í rammann. Sérstök natni hefur verið lögð í handritsvinnuna. Hér er ekki talað niður til áhorfenda eins og hættan er í bama- og fjölskyldumyndum heldur er fjallað um atburði og persónur af fullri alvöru og djúpu innsæi. Persónurnar eru skýrt mótaðar án þess að vera einfeldn- ingslegar eða klisjukenndar og samtöl drengjanna hljóma alltaf eðlilega. Frásögnin er mestan part keyrð áfram með hraða og ná- kvæmni kvikmyndagerðarmanna sem leggja áhersluna á skemmti- gildið og það skilar sér með góðum árangri. Uppbygging myndarinnar og útlit eða stílisering tekur mið af því að sagan er sögð bæði í endur- minningastíl og frá sjónarhóli drengjanna. Fullorðnir eru að flestu leyti í bakgrunni utan vin- kona strákanna, Guðlaug gamla, sem Guðrún Þ. Stephensen leikur. Foreldrar eru aðeins óbeinir þátt- takendur í frásögninni. Myndin lýsir fýrst og fremst heimi strák- anna, innbyrðis átökum þeirra á milli, heitstengingum, vináttu, samhug og örlagaríkum klofningi. Jóhann Sigurðarsson er sögumað- ur myndarinnar, Benjamín dúfa kominn á fullorðinsár, og það er í gegnum hans saknaðar- og endur- minningartón sem myndin fær út- lit sitt og sál. Aðeins aðalatriðin skipta máli í myndhugsuninni. Lögð er áhersla á að þurrka út öll sérkenni. Það er t.d. mjög óvíst á hvaða tíma sagan gerist, því tími hennar er aðeins til í endurminn- ingunni. Sögusviðið er einnig mjög óvíst en virðist vera borg eins og Reykjavík þar sem ekkert er eins og áður. Stofnanir eins og spítali og banki hafa engin heiti en gegna aðeins hlutverki sem spítali og banki. Með þessu fæst mjög mark- visst og tímalaust útlit en líka dularfull og draumkennd frásögn. Við erum sett niður mitt í sjálfri endurminningunni. Hún er gerð að aðalatriðinu og henni fylgir tregafullur söknuður eftir horfnum tíma sem kemur ekki aftur og missir sem aldrei verður bættur. Þótt vel hafi tekist til í flesta staði má hnýta í einstaka smáat- riði. Kaflinn með Guðlaugu á sjúkrahúsinu fær álltof mikið vægi og er full grátklökkur auk þess sem hann dregur óþarflega niður í skemmtilegri frásögninni. Eitt af því sem stendur upp úr hins vegar er leikur drengjanna í hlutverkum Benjamíns dúfu, Rólands, Baldurs og Andrésar. Þeir eiga allir hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Sturla Sighvatsson leikur titilhlut- verkið og er snaggaralegur og ákveðinn foringi, sem lætur ekki vaða oní sig og er fullur réttlætis- kenndar eins og sannir riddarar eiga að vera. Róland hinn hálfs- koski er sposkur og skemmtilegur í túlkun Gunnars Atla Cautherys og hefur riddarablóð hálendingsins í æðum. Sigfús Sturlusson er sálin í hópnum og ljúfur merkisberi ridd- arahugsjónarinnar. Og loks storm- ar af Hjörleifi Bjömssyni í hlut- verki skaphundsins Andrésar, sem munar ekki um að níðast á minni- máttar af því það er nákvæmlega það sem pabbi hans gerir. Guðrún Þ. Stephensen lýsir flarska vel Guðlaugu gömlu, ein- stæðingi er reynist eina konan í nauðum sem riddarareglan bjargar undan einskonar dreka. Sá er óknyttapiltur sem Kári Þórðarson leikur ágætlega og er villingurinn í hverfinu. Pálmi Gestsson er fylli- byttan faðir Andrésar, Guðbjörg Thoroddsen er áhyggjufull móðir Baldurs og Kjartan Ragnarsson gefur kímna mynd af einstaklega hjálplegum bankastjóra. Það hefur ekki aðeins verið sett mikil vinna í söguna því natni hef- ur einnig verið lögð í hina tækni- legu hlið myndarinnar. Lýsing og myndataka Sigurðar Sverris er eins og best verður á kosið og dregur okkur inn í hinn spennandi endurminningaheim, ýmist sól- bjartan og kátan eða niðdimman og drungalegan. Tónlist Ólafs Gauks fellur vel að efninu án þess að trana sér fram en ýtir undir dramatíkina. Þannig er Benjamín dúfa hin besta fjölskylduskemmtun. Hún er um það þegar slokknar á sakleysi bernskuáranna, harkalega og mis- kunnarlaust, og hið barnslega og hrekklausa hverfur úr lífinu. 1 því finnur Gísli Snær hinn rétta tón söknuðar og trega. Þeir Friðrik Erlingsson eru riddarar bernsku- minninganna. Arnaldur Indriðason Helgi Laxdal á vélstjóraþingi VSFÍ Dregið hefur úr þátttöku sjómanna í kvótakaupum sú er sett var á laggimar eftir samningana í vor hafi hins vegar tekið fyrir ágreiningsmál sem öll hafi fengið faglega umfjöllun og flestir hafi mátt una þokkalega sáttir við niðurstöður hennar. Hann sagði erfitt að átta sig á áhrifum nefndar- innar á þróun fiskverðs. Enginn vafi væri hins vegar á að sú aðferð sem valin hafi verið í samn- ingunum til að spoma gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum hafi skilað árangri. Hann sagði að sjómenn yrðu að vera óragir að leita til nefnd- arinnar til að ná ásættanlegum samningum um fiskverð. Endanlegt markmið hvað varðar verð- lagningu sjávaraflans hljóti að vera að mestur hluti hans fari í gegnum markaði. Fækkun nemenda í Vélskóla íslands á undan- förnum ámm sagði Helgi að væri mikið áhyggju- efni og brýnt væri að laða fleiri nemendur að vélstjóranámi. Til þess þyrfti breytt viðhorf í þjóð- félaginu og meiri áherslu þyrfti að leggja á undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar í skólakerfínu. VÉLSTJÓRAÞING Vélstjórafélags íslands var sett á Grand Hótel Reykjavík í gær. Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélags íslands, setti þingið og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpaði fundargesti. í máli þeirra beggja kom fram að rétt skref hafi verið stigið með því að fara inn í fijálst verðmyndunarkerfi og með samn- ingum sjómanna og útvegsmanna í vor hafi dreg- ið úr þátttöku sjómanna í kaupum á veiðikvóta. Sjávarútvegráðherra sagði að þau mál sem ris- ið höfðu hæst og átök hafi staðið um, snerust einkum um verðmyndun á sjávarfangi. Hann sagði að eitt af hans fyrstu verkum í ráðuneytinu hafi verið að varða leið fyrir nýja löggjöf um frjálst fiskverð og það hafi ekki verið síst fyrir áeggjan Vélstjórasamtakanna. Tilraun til að ná samkomu- lagi á síðasta ári hefði ekki tekst og tvívegis hefði komið til verkfalla sjómanna. Niðurstaða þeirra hafí Verið samningar sjómanna og útgerð- armanna sem meðal annars fela í sér að hægt sé að leita til samninganefndar þar sem deiluaðil- ar ná ekki samkomulagi um mál sín. Þorsteinn fullyrti ekki að þessar tilraunir fælu i sér hina endanlegu lausn. Það væri þá mikilvægt að láta á þessa nýju skipan reyna og menn freistuðu þess að þróa vinnubrögð og leiðir til að leysa ágreining. Hann sagðist sannfærður um að stigið hafi verið rétt skref hafi verið stigið með því að hverfa frá gamla verðmyndunarkerfinu inn í fijálst verðmyndunarkerfi. Störf samninganefndar skila árangri Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, ræddi í setningarræðu sinni um átök í kvótamálum. Hann gagnrýndi harðlega forystu LÍÚ fyrir taka ekki nægilegan þátt í að koma í veg fyrir þátttöku sjómanna við kaup á veiðikvót- um. Helgi sagði að markmið útgerðarmanna hafi frá upphafi verið að tryggja óbreytt ástand. Nefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.