Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 43 máli? Elskar þú mig? Okkur öll þessi mannanna börn sem kviknum til lífs og hverfum eins og hrævar- eldur?“ - Og það er sem Drottinn svari: „Þú hefur unnið hættulegt starf... Hjörtu mannanna geyma allt en hættulegast af því öllu er sjálfið og fáir sem ná að deyja áður en þeir deyja. Svokallaðir sigrar í lífínu eru oft mestu ósigramir... mér em engar vígslur gildar aðrar en lífið sjálft. Farðu í friði.“ Er ég leit til vinar míns seint í sumar í Borgarnesi þangað sem hann var kominn sjúkur frá Staðar- stað, sá ég, að það vom bækur John Main, sem hann hafði næst sér á sjúkrabeði ásamt Biblíunni en John þessi hefur öðmm fremur end- urvakið íhugunaraðferðir fomkirkj- unnar í vestrænni kristni. Rögn- valdur hefur sem fyrr farið með „formúlu" sína „Guð er minn Guð“, er hefur þetta framhald í sálmi Hallgríms Péturssonar: „Guð er minn Guð, þó geysi nauð / og gangi þannig yfír, / syrgja skal spart þó missta'eg margt, / máttugur herr- ann lifir. / Af hjarta nú og hreinni trú / til hans skal ég mér venda. / Nafn Drottins sætt fær bölið bætt, / blessað sé það án enda.“ Það var í þessari trúarvissu og ljósi sem Guð var Guð Rögnvaldar og snart dýpstu sálarstrengi hans og grópaði nánd sína inn í hug hans og hjarta og gerði hann að því sem hann varð, trúr þjónn þess sannleika, sem opinberast í Orði en orð fá sjaldan lýst, því hann fær aðeins framrás og farveg fyrir auðmýkt, og ein- lægni og það látleysi sem eitt rúm- ar fegurðina í list og lífslindum. Kirkjan á Staðarstað, lítil að sjá á ytra borði en glæst að innán, er sem fögur táknmynd þess. Séra Rögnvaldar, klerksins þar góða, mun ég ávallt minnast sem vinar og djúpviturs manns sem nærðist af og miðlaði gjöfull lífslindum trú- ar og listar og svo munu góðvinir hans gjöra og ástvinir allir. Drottinn líkni þeim og lýsi. Gunnþór Ingason. Með söknuð í hjarta kveðjum við í dag náinn vin okkar, Rögnvald Finnbogason. Við minnumst hans sérstaklega sem meistara orðsins. Hann var víðlesinn og spakur með skarpan huga og kvikan og hafði djúpa og fagra rödd. Orð hans voru sterk og hljómmikil. Hvort sem hann sat við eldhúsborðið og spjallaði, las fyrir . okkur eða talaði úr stólnum, flugu orð hans hátt eins og hugurinn. Auk þessarar meðfæddu og áreynslulausu andagiftar var hann með afbrigðum skemmtilegur mað- ur með mikla kímnigáfu. . Embættisverk sín vann hann af látleysi, einlægni og hlýju en jafn- framt með sérstökum myndarbrag og smekkvísi. Bestu stólræður hans voru listaverk . augnabliksins sem aldrei verða endurtekin. Þar var ekkert sem öðruvísi mátti vera og engu ofaukið. Séra Rögnvaldur var mjög list- hneigður enda listamaður í eðli sínu. Kirkjulist var honum afar hugleikin og fáir voru honum menntaðri á því sviði eins og margir útvarps- hlustendur þekkja. En það var orðs- ins list sem stóð honum næst og helst veitti honum huggun, þegar syrti að. í veikindum sínum las hann ljóð, því að hvert orð sem les- ið var af veikum mætti mátti hug- leiða lengi og næra með því sálina. Þegar hann skynjaði nálægð dauð- ans fór hann sjálfur að festa ljóð á blað, og á skömmum tíma varð tíl ljóðabókin: Hvar er land drauma. Hún kom út fyrir rúmu hálfu ári og hlaut einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Rögnvaldur var engum öðrum líkur og veröldin er tómlegri án hans. Hallveig Thorlacius og Ragnar Arnalds. • Fleirí minningargreinar um Rögnvald Finnbogason bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Faðir okkar og bróðir, GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON, lést 7. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og systkini. Okkar ástkæra dóttir, systir, barnabarn og frænka, FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR, Tjarnarlundi 15E, Akureyri, lést í Borgarspítalanum þann 7. nóvem- ber. Ólfna Jónsdóttir, Halidór M. Rafnsson, Ómar, Elfar, Torfi Rafn og Unnur Halldórsbörn, Jón Helgason, Snjólaug Þorsteinsdóttir, Rafn M. Magnússon, Fanney Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON frá Hvammstanga, Fannafold 22, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, föstudaginn 10. nóvember, kl. 15.00. Helga Ágústsdóttir, Bára Jónsdóttir, Magnús Einarsson, Marsý Jónsdóttir, Sævar Sigurgeirsson, Svandi's Jónsdóttir, Leif Österby, Ástri'ður Jónsdóttir, Svein Inge Stolen, afa- og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KRISTINN JÓHANNESSON, Bröttugötu 4B, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Ákraness. Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Rúna Diðriksen, Jóhannes Gylfi Jóhannsson, Ása Guðmundsdóttir, Björn Jóhannsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Guðrún Sigurbentsdóttir, Gi'sli Margeir Jóhannsson, Bryndi's Jónsdóttir, Tryggvi Jóhannsson, Sesselja Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRIJÓNSSON, Grundargarði 1, Húsavík, lést þann 7. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Inga Filippía Sigurðardóttir, Inga Lilja Snorradóttir, Snorri Snorrason, Herdis Snorradóttir, Heimir Aðalsteinsson, Bergljót Snorradóttir, Hermann S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, ÞORGEIRS ÓSKARS KARLSSONAR, Kirkjuvegi 1, Keflavík. Einnig viljum við senda læknum, hjúkr- unarfólki og öðru starfsfólki deildar 6-A á Borgarspítalanum okkar bestur kveðj- ur og þakkir fyrir sérstaklega góða umönnun. Sóley Sigurjónsdóttir. t Ástkær móðir min, dóttir og systir okkar, LÁRA SKÚLADÓTTIR, er látin. Elísabet Lilja Stefánsdóttir, Guðbjörg Ólsen og systkini hinnar látnu. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR VILBERGS verslunarmaður, Hringbraut 88, andaðist í Landspftalanum að morgni 8. nóvember. Jarðarför auglýst síðar. Steinunn Þorsteinsdóttir, Pálmi Þór Reynisson, Jóna Helgadóttir, Stella Maria Reynisdóttir, Friðgeir Indriðason, Þorsteinn V. Reynisson, Hjördís Hjörleifsdóttir, barnabörn og langafabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR JÓHANNESSON frá Gauksstöðum ÍGarði, Brekkubyggð 23, Blönduósi, andaðist í Hérðassjúkrahúsinu á Blönduósi 8. nóvember. Guðrún Sigurðardóttir, Árni Einarsson, Guðbjörg Kristinsdóttir, Asta Einarsdóttir, Steinar Guðmundsson, Jóhannes H. Einarsson, Jónína Færseth, Ingimar Á. Einarsson, Eli'n B. Einarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, PÉTURPÉTURSSON rafvirki, Dalsgerði 2d, lést laugardaginn 4. nóvember. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Elísabet Pálmadóttir, Elsa Katrín Pétursdóttir, Sandra Rós Pétursdóttir, Elísabet Björk Pétursdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Pétur Jóhannsson og systkini hins látna. Innilegar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim stóra hópi ættingja og vina, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við skyndi- legt andlát foreldra okkar, GEIRÞRÚÐAR S. FRIÐRIKSDÓTTUR GUNNLAUGS P. KRISTJÁNSSONAR, Flateyri. Jafnframt þökkum við öllum þeim fjölmörgu, sem aðstoðuðu við björgun og leit eftir þetta hörmulega slys. Við sendum Flateyringum öllum innilegar kveðjur og vonum að mannlífið þar komist sem fyrst aftur í eðlilegt horf. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda. Eli'sabet Alla Gunnlaugsdóttir, Ardfs Gunnlaugsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ásthildur Gunnlaugsdóttir, María K. Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gi'sli Valtýsson, Bergmann Ólafsson, Pétur S. Þórðarson, Guðmundur Finnbogason, Þorbergur Dagbjartsson, Valur N. Magnússon,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.