Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 39
I
I
I
I
i
I
I
I
I
I
g
i
og er hann ekki einungis að missa
afa sinn, heldur líka sinn besta vin.
Sjaldan sá maður annan að hinn
væri ekki í námd og sjaldan talaði
annar að hinn væri ekki viðriðinn
málið. Þannig var það og þánnig
endaði það austur í Öræfum. Eftir
stendur ótrúlegur fjársjóður sem
Marteinn yngri mun búa að alla
ævi. Ég vil að lokum senda eigin-
konu, börnum og fjölskyldum þeirra
mínar bestu samúðarkveðjur og bið
Guð að styrkja þau í sorg sinni.
Eygló Þorgeirsdóttir.
„Dáinn horfinn! - Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifir,
það er huggun harmi gegn“.
(J.H.)
Þegar ég kveð vin minn og vel-
gjörðarmann Martein Davíðsson,
hrannast upp minningar frá þeim
björtu dögum sem ég man fyrst
eftir mér. Minningar um skemmti-
legan, hlýjan, góðan og vel gefinn
mann.
Marteinn þorði að vera hann
sjálfur, lét ekki berast með
straumnum og var glitrandi per-
sónuleiki
Ég minnist næmleika hans fyrir
fögrum listum, því hann var lista-
maður af Guðs náð, bera heimili
fjölskyldu hans og mörg önnur þess
fagurt vitni.
Það var gæfa mín að fá að vera
á heimili Sigríðar og Marteins þijá
heila vetur og eiga samastað hjá
þeim á Kambsvegi, þegar ég var í
framhaldsnámi hér í Reykjavík. Ég
vil þakka þeim óendanlega hlýju,
kærleika og vináttu sem þau sýndu
mér og minni fjölskyldu.
„Nú er Skúmsstaðakerlingin ekki
lengur vond.“
Ský dregur fyrir sólu og dagam-
ir eru dimmir, en við vitum að sólin
sigrar og skýið fjarlægist, en minn-
ingin um Martein lifir ljúf og skær
í hjörtum okkar allra.
Innilegar samúðarkveðjur til þín,
elsku frænka mín Sigríður Ársæls-
dóttir og fjölskylda. Guð gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg.
Minning um góðan dreng lifir.
Hvíli hann í Guðs friði.
Ragnheiður Þorvalds.
• Fleiri minningargreinar um
Martein Davíðsson bíða birtingar
ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
ANNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Anna Kristjáns-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
27. ágúst 1910. Hún
lést á hjúkrun-
arheimilinu Garð-
vangi í Garði 5.
nóvember sl. For-
eldrar hennar voru
Kristján Þórðarson
og Guðný Elías-
dóttir frá Vest-
mannaeyjum.
Systkini Ónnu voru
8, þar af eru 5 lát-
in. Anna giftist
Auðuni Karlssyni
29. maí 1929 í Vestmannaeyj-
um. Þau hjónin fluttu að Stapa-
koti í Innri-Njarðvík 1930 og
þaðan til Keflavíkur 1937.
Anna og Auðunn eignuðust
þijár dætur; Maríu,
f. 4. desember
1929, gift Hall-
grími Kristmunds-
syni, Sigríði, f. 3.
maí 1934, gift
Reynaldi Þorvalds-
syni, Helgu, f. 1.
ágúst 1935, gift
Garðari Bryiy'ólfs-
syni. Anna og Auð-
unn eiga 10 bama-
böm, þar af em 4
látin, 2 dóu í
bernsku, Krislján
1990 og Auðunn
1994. Þau eiga 24
bamabaraaböra og 5 barna-
barnabamabörn.
Útför Önnu fer fram frá
Keflavíkurkirkju 10. nóvember
og hefst athöfnin kl. 14.00.
ELSKU amma mín. Nú hefur þú
kvatt þennan heim og hvíldin lang-
Iþráða komin. Mig langar að kveðja
þig með nokkrum orðum og minn-
|§ ast allra þeirra góðu stunda sem
m við áttum saman.
® Amma mín var stór hluti af lífi
mínu, alla mína æsku var hún allt-
af til staðar. Það var yndislegt að
koma að Ásabraut 2 og fá sér mið-
degiskaffi, þess minnumst við öll,
bæði ég og hin bamabömin. Þar
var oft glatt á hjalla, mikið fjör og
gaman. Amma kenndi mér að hekla.
m Við sátum oft saman við eldhús-
borðið og hekluðum dúllur og dúka.
Hún hafði sérstakt dálæti af því
f að segja mér frá hekluðu kjólunum
sem hún gerði á litlu stelpumar
sínar á ámm áður. Ekki spillti fyrir
frásagnargleði ömmu ef ég hafði
súkkulaðistykki meðferðis til henn-
ar, en súkkulaði var í sérstöku
uppáhaldi hjá henni.
Þær nætur sem ég dvaldi hjá
þér, elsku amma mín, vom yndis-
(J legar. Ég svaf í stofunni, svo þegar
m afi fór til vinnu í morgunsárið, hljóp
ég upp í til þín og við kúrðum sam-
V an.
Amma giftist einstökum manni,
Auðuni Karlssyni, og lifðu þau í
ástríku hjónabandi í 66 ár. Elsku
afí minn, þú hefur reynst henni
ömmu svo einstaklega vel og ekki
síður árin sem hún hefur verið sjúk.
Amma var mjög myndarleg hús-
móðir, hafði gaman af fallegum
hlutum og var mikið fyrir hannyrð-
ir. Eldaði góðan mat og einstaka
• kjötsúpu, sem mér var oft boðið í.
Strax á haustin byija amma að
undirbúa jólin, en þau voru mikill
gleðitími í hennar huga. Heimilið
hennar glansaði af hreinlæti og fínu
smákökurnar sem þú bakaðir fékk
enginn að bragða fyrr en um jólin.
Ekki má gleyma ferðalögunum á
sumrin. Þú hafði svo gaman af því
að ferðast um í bíl, og dásamaðir
landslagið. Margar minningar koma
upp í hugann. Það sakna þín marg-
ir og þá sérstaklega hann afi minn,
sem hefur sótt þig heim á Garðvang
næstum dag hvem í þessi 4 ár sem
þú hefur dvalið þar.
Auðunn afí minn og aðstandend-
ur allir senda sérstakar þakkir til
starfsfólks á Garðvangi fyrir góða
umönnun.
Elsku amma mín, nú ertu komin
til Didda, Auðuns bróður og litlu
bamanna. Þú hefur svo sannarlega
fengið góðar móttökur, megi Guð
varðveita ykkur. Afa mínum og fjöl-
skyldu votta ég mína samúð. Guð
blessi ykkur öll.
Nú kveð ég þig, elsku amma
mín, ég mun ávallt geyma minning-
una um þig í hjarta mínu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og ailt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna Garðarsdóttir.
SIGURÐUR B.
JÓNSSON
+ Sigurður
Borgfjörð
Jónsson loft-
skeytamaður
fæddist á Borg í
Arnarfirði 29. maí
1913. Hann andað-
ist á Droplaugar-
stöðum í Reykja-
vík 31. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Einars-
son bóndi á Borg,
f. 4. september
1860, d. 7. aprfl
1917, og Valgerð-
ur Jónsdóttir frá Skammadal í
Mýrdal, V-Skaft., f. 23. ágúst
1877, d. 30. nóvember 1969.
Systkini Sigurðar vom: Eyjólf-
ur Ágúst Finnsson (hálfbróðir)
verkamaður í Rcykjavík, f. 1.
ágúst 1901, d. 4. maí 1985, Li(ja
Jónsdóttir, Reykjavík, f. 24.
júní 1906, d. 8. apríl 1926, Ás-
laug Markúsína Jónsdóttir
verkakona, Reykjavík, f. 12.
júní 1908, d. 25. ágúst 1968,
og Jón Hólmgeir Mýrdal Jóns-
son, fiskmatsmaður, Reykja-
vík, f. 13. apríl 1912, d. 23.
febrúar 1993.
Árið 1937 gekk Sigurður að
eiga Guðríði Þórdísi Sigurðar-
dóttur, Jónssonar í Görðum, f.
13. marz 1913, en hún lézt 2.
marz 1980. Böm
þeirra: 1) Sigrún, f.
18. janúar 1938, gift
Jónasi Jónassyni út-
varpsmanni hjá Rik-
isútvarpinu, f. 3. maí
1931, barn þeirra
Sigurlaug sjón-
varpsþula, f. 12. nóv-
ember 1963.2) Gerð-
ur, skrifstofumaður,
f. 2. nóvember 1940,
gift Tryggva Ólafs-
syni myndlistar-
manni, f. 1. júní
1940. Börn þeirra:
Gígja, f. 13. júlí 1964
og Þrándur, f. 1. maí 1979.
Sonur Gerðar: Stígur Stein-
þórsson, f. 18. janúar 1960. 3)
Órn, húsgagnasmiður, f. 7. júní
1943, kvæntur Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, f. 10. marz 1945.
Börn þeirra: Ásta og Harpa,
f. 28. marz 1964, Stefania, f.
21. ágúst 1974. 4) Rúnar Valur,
útvarpsvirki, f. 29. marz 1946,
kvæntur Lára Ósk Arnórsdótt-
ur, f. 3. janúar 1947. Böra
þeirra: Arna, f. 1. aprfl 1965,
Gauja, f. 10. desember 1966,
Hlynur, f. 11. desember 1968,
Valgerður, f. 9. nóvember
1978.
Útförin fer fram í dag frá
Bústaðakirkju og hefst athöfn-
in klukkan 15.
KÆRI Sigurður, það er söknuður
í hjarta mínu, en þakklætið og ótelj-
andi minningar eru þar líka. Frá
því við Rúnar sonur þinn hófum
sambúð, höfum við alltaf átt þig
að og ekki síst börnin okkar fjögur.
Það eru ekki fá leikföngin sem
afí þurfti að laga, festa hönd á
dúkku, sauma saman bangsa o.fl.
Við eignuðumst gamalt hús, sem
varð að hlýlegu heimili, ekki síst
fyrir þína aðstoð og áhuga á vel-
ferð fjölskyldunnar. Það voru þínar
fjölhæfu hendur sem gátu tekið á
hveiju sem var.
Síðar þegar bömin okkar eignuð-
ust sín heimili, þá varstu þar öllum
stundum við framkvæmdir og að
leiðbeiná unga fólkinu. Þú varst líka
vinur sem gladdist með okkur á
gleðistundum ásamt vinum okkar í
ferðalögum heima og að heiman,
t.d. þegar saumaklúbburinn minn
hélt jólin í Austurríki, þá varst þú
hrókur alls fagnaðar, einn af okk-
ur. Föst ferðalög á Þingvelli einu
sinni á sumri með tjald - allt lifir
þetta í minningunni og margar aðr-
ar ferðir með bömum þínum og
barnabömum, því þú naust þín best
úti í náttúmnni í góðra vina hópi.
Svo komu barnabamabörnin eitt
af öðm og veittu þér gleði. Það var
alltaf viss ljómi þegar þú sást þau,
einhver hlýja sem fékk útrás.
Síðast þegar þú fórst út, var það
til að vera við skím nafna þíns í
ágúst, þá orðinn mikið veikur. Þeg-
ar þú hafðir hvílt þig um stund í
rúminu við hliðina á litla Sigga,
sagðirðu, mikið er gaman að vera
hér, þar sem allir eru.
En Sigurður minn, það er ekki
hægt að kveðja þig án þess að
minnast Gauju, tengdamóður
minnar, sem þú misstir allt of
snemma. Þið vomm svo samrýnd
og virðingin sem þið báruð hvort
fyrir öðra og skoðunum hvort ann-
ars hefur verið mér gott veganesti
í lífínu.
Við Rúnar og fjölskylda okkar
þökkum þér samfylgdina. Valgerð-
ur, sem kemst ekki heim til að
kveðja afa sinn, sendir saknaðar-
kveðjur.
Með þökk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Lára.
Það húmaði hægt að lokakvöldi
tengdaföður míns, hann kvaddi loks
kyrrlátlega eins og hann hafði lifað
síðustu árin, þjáður en kvartaði
ekki, einn en umvafinn kærleika
barna og bamabarna og enginn
veit hvað hann hugsaði þegar lík-
aminn lét undan sífelldum skæm-
hemaði sjúkdómsins sem síðast hló.
Sigurður Jónsson var einn af
þeim mönnum sem maður kynnist
án þess að þekkja vel, hann flíkaði
ekki tilfinningum sínum en hikaði
ekki við að láta í ljós skoðanir sin-
ar á málefnum, hafði áhuga á póli-
tík augnabliksins og var oft ómyrk-
ur í máli ef honum þótti hún undar-
leg, og heimsk ráð mannanna sem
glímdu um völd og áhrif. Það var
oft ekkert spaug að vera á annarri
skoðun en hann og ég lærði fljót-
lega að vera ekkert að karpa við
hann á því sviði. Sigurður var fim-
ur maður í höndum og hjálpsamur
klaufum en hafði þann næmleika
að láta engin orð falla, hann bara
kom á staðinn og lét hendur tala
af skynsemi, verkin unnust fljótt
og virtust einföld, en þannig er um
allan galdur og töfrabrögð þeirra
sem kunna betur en aðrir.
Árið 1980 lést kona Sigurðar,
Guðríður Sigurðardóttir, Jónssonar
í Görðum. Það var öllum erfítt þeg-
ar hún, svo innilega hlý og blíð,
kvaddi þennan kalda heim en gerði
Sigurði sálarsár sem aldrei greri.
Þögull bar hann sorg sína, orðfár
um hveiju hann trúði um endur-
fundi þeirra, en ég trúi að nú leiki
bros um varir þeirra beggja eins
og gjarnan gerði meðan þau vom
á dögum, og gleðin Iék um stofur
þeirra og sendi hlátra til himins.
Fyrir þessa samfylgd þakka ég af
hjarta og svo gera allir mínir, sem
sáu og mátu góða kosti þessa sér-
stæða manns sem var svo fárra en
kunni svo sannarlega að gleðjast
með mörgum.
Jónas Jónasson.
í örfáum orðum langar mig að
minnast mágs míns og vinar, Sig-
urðar Jónssonar eða Sigga eins og
hann var alltaf kallaður.
Það var fyrir hartnær sextíu
árum að við systurnar Gauja og
ég hittum tvo föngulega stráka á
skemmtun sem haldin var á Víði-
staðatúni í Hafnarfirði. Vom þama
komnir Siggi og Mummi, Guð-
mundur Kristmundsson, sem látinn
er fyrir tæpum fimmtán árum, sem
síðar urðu förunautar okkar systr-
anna í gegnum lífið.
Við giftum okkur eins og lög
gera ráð fyrir og byijuðum búskap
í lítilli 3ja herbergja íbúð á Baróns-
stig 43 í Reykjavík þar sem við
leigðum saman fyrstu árin. Þar var j
oft þröng á þingi, sérstakiega eftir
að bömin byijuðu að koma í heim- ,
inn. Má segja að upp frá því vom
fjölskyldur okkar eins og ein fjöl-
skylda og börnin okkar eins og
systkini.
Siggi hafði numið loftskeyta-
fræði áður en þau Gauja kynntust
en hafði ekki fengið fast starf fyrr
en hann fékk loftskeytamanns-
stöðu á togaranum Haukanesi í
upphafí stríðsins. Sigldi hann öll
stríðsárin á Haukanesinu og var
biðin og óvissan erfíð í landi því
engar fréttir af ferðum skipa máttu
berast vegna stríðsástandsins.
Þessi bið var oft milli vónar og
ótta og batt fjölskyldur okkar
sterkum böndum því þá reið á að ,
standa saman.
Siggi hætti á sjónum þegar hon- |
um bauðst loftskeytamannsstarf
hjá Pósti og síma. Var það mikil i
gleðistund því Siggi var orðinn I
þreyttur á að dvelja langdvölum á i
sjó burtu frá konu sinni og bömum. j
Upp frá því starfaði hann allan sinn
starfsaldur hjá Pósti og síma.
Eftir að Siggi kemur í land er
farið að hugsa um að eignast sínar
eigin íbúðir enda börnin orðin
mörg'í hvorri fjölskyldu. Á þessum
tíma bauð Reykjavíkurbær, sem
þá var bara bær, barnmörgum fjöl-
skyldum íbúðir á góðum kjöram
til kaups í Bústaðahverfi. Fjöl-
skyldur okkar uppfylltu þau skil-
yrði sem sett vom að böm yrðu
að vera minnst fjögur í fjölskyldu
til að eiga möguleika á þessum
íbúðakaupum. Siggi og Gauja
sóttu þá strax um og fengu íbúð
og hvatti Siggi okkur mjög til
dáða að gera slíkt hið sama. Við
slógum til og fengum íbúð í sömu
götu og þau, Hólmgarði, með
nokkurra húsa millibili.
Samgangur milli heimilanna var
alltaf mjög mikill og hjálpsemi
hvors í annars garð í blíðu og stríðu.
Börnin léku sér saman og var allt-
af mikill kærleikur milli þeirra og
er svo enn í dag.
Seinna þegar hagur vænkaðist
keyptum við tvo alveg eins bíla sem
voru af gerðinni Morris, gámng-
amir í Hólmgarðinum kölluðu þá
tvíburana. Með tilkomu þeirra hóf-
ust ferðalög okkar hjónanna saman
vítt og breitt um landið og var Siggi
ávallt fararstjóri í þeim ferðum.
Áttum við margar ógleymanlegar
stundir í þessum ferðum á fallegum .
stöðum í kyrrð og ró úti í náttúm
landsins okkar.
Margs er að minnast frá löngum
tíma og fjöldi ljúfra minninga sæk-
ir á mann á stundu sem þessari.
En það sem stendur upp úr er sú
mikla vinátta og væntumþykja sem
batt fjölskyldur okkar saman.
Það fór ekki fram hjá neinum
sem þekktu Gauju systir mína og
Sigga mág minn að þar fóm mikl-
ar manneskjur sem elskuðu og virtu
hvort annað.
í þeim miklu veikindum sem
systir mín gekk í gegnum fyrir
andlát sitt sýndi Siggi svo sannar-
lega hvaða mann hann hafði að
geyma, nærgætinn, umhyggjusam- *
ur, blíður og sterkur í þeirri miklu
þraut.
Eftir missinn stundaði Siggi úti-
veru og göngur og em þau ófá fjöll-
in sem hann gekk á og sigraði.
Þessi iðja hjálpaði honum að yfír-
stíga söknuðinn sem hann bar. Það
veit ég, Siggi minn, að nú ert þú
kominn aftur í faðm þinnar heitt-
elskuðu sem þú saknaðir svo mikið.
Elsku Sigrún, Gerður, Örn og
Rúnar.
Gunna frænka vottar ykkur og
fjölskyldum ykkar dýpstu samúð á /
erfiðri stundu og biður góðan guð
að geyma ykkur öll.
Margt er það, og margt er það,
sem minningamar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Guðrún Sigurðardóttir. 1