Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 41 GUÐRUN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist að Sandfelli í Öræfum 23. febrúar 1912. Hún lést á heimili sínu, Kópavogs- braut 1B, laugar- daginn 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þuríður Filipusdóttir, f. 26.5. 1885, d. 21.2. 1936 og séra Jón Norðfjörð Jóhann- essen, f. 6.10. 1878, d. 21.7. 1958. Systur hennar voru Filippa, maki Grettir Guðmundsson, bæði lát- in. Matthea, maki Guðjón Guð- björnsson, bæði látin. Guðrún, kvæntist 27.3. 1937 Birni Jóns- syni, f. 19.6. 1914 frá Trölla- tungu í Steingrímsfirði. Þau eignuðust fimm börn. 1) Jón, f. 29.6. 1937, kvæntur Þorgerði Aðalsteinsdóttur, þau eiga fjög- OKKUR langar að minnast hennar ömmu, sem við kveðjum í dag, með nokkrum orðum. Ef lýsa ætti ömmu í fáum orðum myndum við nota orðin gjafmildi, gestrisni og höfðingsskapur. Það var ekki komið í heimsókn til ömmu og afa án þess að borðið væri drekk- hlaðið kræsingum, enda sagði amma alltaf að leiðin að hjartanu lægi í gegnum magann. Mikið eig- um við eftir að sakna þess að fá ekki lengur heimalöguðu kæfuna og rúllupylsuna góðu, sem var svo oft á borðum hjá ömmu. Ekki má heldur gleyma nýsteiktu kleinunum og var það ekki skrýtið að bömin okkar kölluðu hana ömmu kleinu. Amma var lítið fyrir pjatt og sýndarmennsku og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún var föst fyrir og varð henni ekki hagg- að ef hún var í eitt sinn búin að ákveða sig. Amma var stolt kona og ósérhlífin og kom það best í ljós í veikindum hennar þegar hún sýndi æðruleysi og dugnað og lét engan bilbug á sér finna. Elsku amma. Við minnumst þín fyrir marga hluti, og viljum við þakka þér fyrir alla þá umhyggju og hlýju, sem þú gafst okkur. Elsku afi, megi guð styðja þig og styrkja og gefa þér kraft til þess að halda lífinu áfram. Guð geymi ykkur. Þin barnabörn, Guðrún, Bjöm, Aðalsteinn og Bragi. ur böm, Guðrúnu, Bjöm, Aðalstein og Braga. 2) Þuríður, f. 23.7. 1938, gift Þór Sigurbjöms- syni, þau eiga tvær dætur, Fanneyju og Hiídi-3) Bjöm, f. 20.5. 1944, í sam- búð með Kolbrúnu Magnúsdóttur, þau eiga fjögur börn, Bimu Ósk, Magn- ús, Olgu og Mar- gréti. 4) Gunnar Matthias, f. 17.9. 1954, kvæntur Hilde Fumseth, þau eiga þrjár dætur, Fríðu, Mörtu og Söm. 5) Matthildur, f. 13.2. 1956, gift Thor Erik Jörgensen, þau eiga þrjú böm, Tryggva, Eyvind og Ane Eir. Barnabarnabörnin em níu. Útför Guðrúnar fer fram frá Lágafellskirkju L dag og hefst athöfnin kl. 10.30. gaman var að ferðast með ömmu og afa. Skemmtilegast fannst henni að fara í veititúra, þó aldrei færi hún sjálf út að veiða. Hún naut þess að vita af hinum úti við á eða vatn og gladdist mest af öllum yfir veiðinni sem stundum var heldur rýr. í sumar sem leið fórum við hjón- in ásamt Guðrúnu og Bimi í viku- ferð norður á Strandir. Fengum við blíðskaparveður og skemmtum okk- ur stórkostlega vel. Það var fróðlegt fyrir okkur Jón að ferðast með þeim um þeirra æskuslóðir, því þau þekktu umhverfið svo vel og sögðu svo skemmtilega frá. Við komum við á Stað í Steingrímsfírði, Breiða- bólsstað á Skógarströnd og Staða- stað í Staðarsveit, en á þessum stöð- um gegndi faðir Guðrúnar prest- störfum á uppvaxtarárum hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa farið þessa ferð því mig gmnaði ekki þá að skilnaður væri svo skammt und- an. Guðrún var hörkutól og þó veik- indin væru farin að hrjá hana á þessum tíma sagði hún okkur ekki frá því. Hún kvartaði aldrei, ekki einu sinni þegar hún var orðin hel- sjúk og þjáð, sagði alltaf að sér liði vel. Elsku Bjöm, megi góður Guð styrkja þig í sorginni. Guð blessi minningu Guðrúnar tengdamóður minnar og hafðu þökk fyrir allar okkar góðu samverustundir. Þorgerður Aðalsteinsdóttir. Tengdamóðir mín Guðrún Jóns- dóttir er látin, og þegar ég læt hugann reika fer ég strax að hugsa til okkar fyrstu kynna. Okkar kynni hófust nokkmm áram áður en við Jón sonur hennar fóram að gefa hvort öðra hýrt auga. Ég vann á sumrin með Diddu dóttur hennar og tókst með okkur vinskapur. Við vinkonur hennar vorum alltaf vel- komnar á heimili Guðrúnar og Björns á Ránargötu 14. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna og var oft margt um manninn, enda þau hjón sérstaklega gestrisin og elskuleg við alla. Eg man svo vel þegar Gunnar og Matthildur fædd- ust, þá grunaði mig ekki að þessi litlu kríli ættu eftir að verða mágur minn og mágkona. Alls eignuðust Björn og Guðrún fimm böm, allt mannkostafólk. Þegar við Jón fór- um að rugla saman reitum kynntist ég ennþá betri hlið á Guðrúnu. Hún var mér alltaf sérstaklega góð og voram við mjög góðar vinkonur alla tíð. Hún var góð eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Hún var einstaklega gjafmild og stórtæk í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var listakokkur og vora veislurnar hennar engu líkar. í gegnum árin hefur fjölskyldan farið í mörg ferðalögin saman og rifja börnin mín oft upp hversu Guðrún Jónsdóttir, móðursystir mín, er látin, 83 ára að aldri. Það er undarlegt að vera „snögglega“ orðin elsta kynslóðin, sem ber að geyma og varðveita minningar og fróðleik um gengin ættmenni og liðna tíð. Áhugi minn á slíku var ekkert mikill í amstri hversdagsins og hún Guðrún vissi þetta allt og hægt að spyrja hana. En ekki leng- ur. Sennilega verða margir fyrir álíka reynslu og það er óþægileg tilfinning. Þótt ýmislegt hafi síast inn ómeðvitað er leitt að hafa ekki hlustað betur. Guðrún var yngst dætra séra Jóns Norðfjörðs Jóhannessen og Þuríðar Filippusdóttur. Eldri voru Matthea, sem giftist Guðjóni Guð- björnssyni, skipstjóra í Reykjavík, frá Sveinsstöðum á Snæfellsnesi og Filippa, sem giftist Gretti Guð- mundssyni, bónda og sjómanni, Reykjavík. < Séra Jón Norðfjörð Jóhannessen var sonur Jóhanns skipstjóra í Reykjavík, Jóhannssonar frá Fagraskógi við Eyjafjörð og konu hans, Ingibjargar Jónasdóttur Norðfjörðs, kaupmanns í Reykjavík, Magnússonar. Jón N. Jóhannessen var kjörsonur Matthíasar Jóhannes- sen, kaupmanns í Reykjavík og Helgu Magneu móðursystur sinnar, en faðir Jóns dó þegar hann var misseris gamall og móðir hans flutt- ist til Vesturheims. Móðir Guðrúnar var Þuríður Filippusdóttir, dóttir hjónanna í Gufunesi í Mosfellssveit, Filippusar Filippusar frá Bjólu (Filippussonar, Þorsteinssonar, Vigfússonar) og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Keldum (Guðmundar Brynjólfsson- ar, sem var í beinan karllegg af Víkingalækjarætt). Nóttin sem Guðrún fæddist, 23. febrúar 1912, var viðburðarík á heimili presthjónanna á Sandfelli í Öræfum. Húsakynnin vora lítil og þröng, ein baðstofa og eldhús, en þá nótt flutti séra Jón heim 12 af 24 skipbrotsmönnum af frönsku fískiskipi, Aurore, sem hann hafði bjargað með aðstoð Svínfellinga. Skipbrotsmennimir vora þakklátir fyrir það sem reynt var að gera fyrir þá og vildu líka aðstoða eftir megni á heimilinu. Einn vildi endi- lega sækja vatn, en veðurhamurinn var slíkur að hann sneri aftur húfu- laus og hafði týnt báðum fötunum. Skipsbrotsmönnum var skipt á bæi þar sém þeir dvöldu í hálfan mánuð uns þeir vora fluttir landveg til Reykjavíkur. Séra Jón hafði það fyrir sið að ganga daglega upp í Sandfellið þar sem hann sá strand- lengjuna, austurhlutann af Skeiðar- ársandi og hafði nokkram áram áður bjargað, ásamt Svínfellingum, áhöfn af þýsku fiskiskipi. Þá hafði hann sjálfur synt út í skipið í norð- anbyl og frosthörku, og gengið holdvotur með sundurskoma ís- lenska skó á fótum í 7-8 tíma, enda urðu þau eftirköst að hann varð síðar að leita sér lækninga til Nor- egs. Fyrir þessi tvö björgunarafrek hlaut hann prússnesku krónuorð- una 1909 og franskan björgunar- heiðurspening úr gulli 1912. Síðar komust á bréfaskipti milli sr. Jóns og Yves le Roux frá Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi, sem hafði verið yngstur af áhöfn Aur- ore, aðeins 14 ára. Yves le Roux kom til íslands 1979 og hafði gam- an af að hitta Guðrúnu. Eftir lát sr. Jóns hélt móðir mín, Matthea, áfram bréfasambandi við Yves Le Roux og ég eftir hennar dag þar til hann dó í hárri elli. Matthías sonur minn hafði ennfremur heim- sótt hann í Paimpol. Bernsku- og æskuheimili Guð- rúnar vora að Staðarstað á Snæ- fellsnesi og Breiðabólsstað á Skóg- arströnd, þar sem faðir hennar var þjónandi prestur. Frú Þuríður var sögð mikil fríðleiks- og mannkosta- kona, sem annaðist bústjórn af mikilli reisn og hjá henni áttu bág- staddir vísan stuðning og hjálp. Margir dvöldu á heimilinu í lengri eða skemmri tíma við nám eða til aðhlynningar. Sr. Jón var mikill tungumálamaður og kennari og 1899-1900 hafði hann dvalið hjá móður sinni í Vesturheimi og num- ið lyfjafræði. Hann hafði sérstakt leyfi til að gefa út lyfseðla og það sagði mér gamall sveitungi hans, að þótt sr. Jón hefði verið góður prestur og tónað sérlega vel, hefði hann og fleiri metið mest í þessari afskekktu; læknislausu sveit að geta leitað ráða hjá honum í veik- indum. Barna- og unglingafræðsla fór fram í heimahúsum, þar sem farkennarar dvöldu tíðum. Síðar fóra Guðrún og Filippa í hússtjórn- arskólann Ósk á ísafirði, en Matt- hea fór til náms í hússtjórnarfræð- um í Kvennaskólann í Reykjavík. Guðrún flutti að Stað í Stein- grímsfirði með foreldrum sínum og 26.3. 1937 giftist hún Bimi Jóns- syni, sem var sonur Jóns Halldórs- sonar frá Tröllatungu og Matthildar Björnsdóttur frá Smáhömram í Strandasýslu. Bjöm var lengst skrifstofumaður hjá Electric hf. og síðar Steypustöðinni Vallá hf. Björn og Guðrún eignuðust fimm börn, Jón, flugumferðarstjóra, f. 1937, Þuríði, húsmóður, f. 1938, Björn, smið, f. 1944, Gunnar Matthías, flugvirkja, f. 1954 og Matthildi, hjúkrunarfræðing, f. 1956. Systumar þijár, Guðrún, Matt- hea og Filippa, voru mjög samrýnd- ar, enda bjuggu Guðrán og Matthea áram saman með flölskyldum sínum á Ránargötu 14 í Reykjavík í húsi sr. Jóns í elskulegu sambýli við fjöl- skyldu Jónínu Jónsdóttur frá Sönd- um í Miðfirði og Guðmundar Al- bertssonar, póstmanns. Þetta var regluleg stórfjölskylda, afar og ömmur á öllum hæðum hússins sem bömin eignuðu sér jafnt, hvort sem þau vora skyld eða óskyld. Á skóla- áranum var ekki ónýtt að fá aðstoð hjá þessari eldri kynslóð, sem hafði nægan tíma, við tungumál og stærðfræði eða hjálp við handavinn- una. Á jólunum var glaðst jafnt yfír gjöfum annarra sem eigin, full- orðnir og böm tóku þátt í leikjun- um, um miðnættið drukku allir í húsinu saman súkkulaði og alltaf var mesta fiörið í kjallaranum hjá Guðrúnu og Bimi. Gestagangur var ótrálega mikill, iðulega gistu sveit- ungar og vinir utan af landi í lengri eða skenlmri tíma eins og tíðkaðist í þá daga. Mæðumar vora heima- vinnandi, hlaupið á milli hæða, borðað þar sem við voram stödd og eintómt sólskin, leikir og hlátur í minningunni. Húsaskynni voru þröng miðað við það sem þekkist í dag, ísskápar vora ekki til staðar, kynt með kolum til að byrja með og bera þurfti þvott úr þvottahúsi í kjallara upp þijár hæðir á þurrk- loftið. Ekki höfðu allir bað á þessum tíma og oft fengu nágrannar að fara í bað hjá okkur. Allt var guð- velkomið og samhjálpin mikil. Hús- næðisskortur var á stríðsáranum og ég man sérstaklega hvað það var gaman um það leyti sem Filippa og Guðrún fluttu suður frá Hólma- vík og dvöldu samtímis stuttan tíma með sitt fólk í þriggja herbergja íbúðinni okkar. Þá var fjör. En þetta væri ekki gert í dag. Þótt aðeins einn bíll væri til umráða, var farið í ferðalög og beijamó og minnis- stætt er að þar tók fullorðna fólkið í spil meðan börnin tíndu berin. Ekkert var sjónvarpið, en mikið var spilað og oft fjölmennt í fjölskyldu- félagsvistinni á vetram á Ránargöt- unni. Guðrán var góður bridsspilari og man ég að hún fór utan í keppni. Guðrún var hreinskiptin og lá ekki á skoðunum sínum, var trygg, óhemju gjafmild og afar létt í lund. Alltaf var gott að heimsækja þau Bjöm, bæði sem nágranna á Aust- urbrán og síðar á Kópavogsbraut. Guðrán var mikil matmóðir og iðu- lega var ég leyst út með matargjöf- um í heimsóknum, enda bjó engin til betra slátur, kæfu eða rúllu- pylsu. Stundum mátti halda að hungursneyð ríkti í Noregi, þegar þau Björn vora að senda matar- glaðning tveimur yngstu bömum sínum, sem þar búa, Gunnari Matt- híasi og Matthildi. Helga systir mín og ég, ásamt fjölskyldum okkar, þökkum sam- fylgdina og - svo ég noti eigið orð- tak Guðránar og systra - við þökk- um fyrir allt okkur auðsýnt, veitt og gefið. Bimi, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Þuríður Guðjónsdóttir. Sama rósin sprettur aldrei aftur þó önnur fegri lýsi veginn þinn. Mig langar að minnast elskulegr- ar tengdamóður minnar, sem lést laugardaginn 4. nóvember. Það er einkennileg tilfínning að hún verður ekki til staðar þegar farið er í heim- sókn til ömmu og afa, en minning- in lifír og enginn er eilífur og við förum öll þessa sömu leið einhvem tíma. Ég minnist fyrir 22 áram þegar ég kom fyrst inn' á heimili þeirra Guðrúnar og Bjöms með syni þeirra, hvað mér var vel tekið og fann ég vel hversu velkomin ég var inn í þeirra fjölskyldu með tvær ungar dætur mínar frá fyrra hjóna- bandi. Og aldrei var gert upp á milli bamabama þeirra og dætra minna. Og gestrisin var hún Guðrán og bakaði góðar kökur og bjó til góðan mat og allir urðu að fara mettir úr þeirra húsum og gefið hefur hún mér margar góðar upp- skriftimar, sem ég á eftir að njóta góðs af, og margar fallegar gjafir hefur hún gefið mér og minni fjöl- skyldu sem við munum varðveita alla tíð. Mig langar að minnast þess þeg- ar við skrappum til Ameríku saman árið 1976, hún að heimsækja móð- ursystur sem bjó þar og ég að hitta son hennar sem var við vinnu þar vestra, við höfðum hyorag farið til Ameríku, svo þetta var allt svo nýtt fyrir okkur báðum og hlógum við mikið og gerðum að gamni okk- ar, t.d. minnist ég alltaf þegar ég tapaði aðeins af henni í flugstöðinni í New York, en rann svo á hljóðið í rennistiga einum, þar sem hún var með nokkrar flöskur af íslenzku brennivíni sem hún ætlaði að færa frænda sínum í Ameríku og skullu þær saman í pokanum og þegar við skelltum okkur á eina af útsölunum þar vestra og voram komnar með nokkra fína kjóla að afgreiðsluborð- inu og héldum að við væram að gera rosa kaup, 10 dollara kjólinn, en hver kjóll kostaði víst 100 doll- ara svo við urðum hálfskömmustu- legar og gátum afsakað okkur með að þykjast vera þýskar og fóram út með engan kjólinn, en oft eram við búnar að hlæja að þessu og minnist ég þessarar ferðar með gleði. Það var alltaf gaman að hlusta á Guðránu segja frá, hún var mjög skýr og vel gefin kona og var hún mjög fær að spila og voru þau ófá kvöldin sem skroppið var til ömmu og afa til að spila, en ég sat og horfði á þau og hafði gaman af. Einnig stóð hún fyrir ófáum veiðiferðum sem öll fjöl- skyldan hafði mjög gaman af og hún Guðrún passaði að allir fengju nóg að borða. Ég gæti talið upp svo margt, en ég læt hér staðar numið. Ég vil þakka þér fyrir, elsku Guðrán mín, fyrir allt sem þú hefuutu gert fyrir mig og það sem þú hefur kennt mér og met ég það mikils. Aldrei kvartaðir þú þó við vissum að oft varst þú lasin, en svona varst þú, sagðir bara ef þú varst spurð, uss ég er ekkert lasin. Blessuð sé minning þín. Elsku Bjöm minn, við vottum þér okkar dýpstu samúð, þú hefur stað- ið þig eins og hetja á þessum erfiðu stundum og missirinn er mikill. Guð blessi þig. Einnig vil ég þakka Krabba- meinsfélaginu fyrir góða aðhlynn- ingu og viðmót. Þín einlæg tengdadóttir, Kolbrún. t Elskuleg eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn 11. nóvem- ber kl. 14.00. Páll Þór&arson, Sævar Sigursteinsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Jóna G. Sigursteinsdóttir, Gu&mundur H. Magnússon, Sigursteina M. Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Erlendsson, Erla Jónsdóttir, Haukur G. Jónsson, Valdimar Örn Jónsson, Unnur Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.