Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þróun í íslenzk-
um stjórnmálum
BOKMENNTIR
F r æ d i r i t
FRÁ FLOKKSRÆÐI TIL
PERSÓNUSTJÓRNMÁLA
Fjórflokkamir 1959-1991, eftir Svan
Kristjánsson. Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands, 1994,259 bls.
ÞAÐ hefur til skamms tíma ekki
farið sérstaklega mikið fyrir rann-
sóknum á íslenzkum stjórnmálum
í bókum og tímaritum. En nú á
síðustu árum hefur orðið á þessu
breyting. Það hafa komið út grein-
ar og bækur eftir íslenzka stjórn-
málafræðinga sem eiga eftir að
hafa umtalsverð áhrif á skilning
okkar á íslenzkum stjórnmálum,
þótt það gerist ekki í einni svipan.
Ein þessara bóka er Frá flokksræði
til persónustjórnmála: Fjórflokk-
arnir 1959-1991 eftir Svan Krist-
jánsson, prófessor.
í þessari bók skoðar Svanur
Kristjánsson framboðsaðferðir ís-
lenzku fjórflokkanna á tímabilinu
1959 til 1991 og þær breytingar
sem aðferðimar taka á þessu tíma-
bili. Þetta gerir höfundur í fyrsta
kafla bókarinnar, sem er nánast
helmingur hennar. í næsta kafla
athugar hann það umboð sem kerf-
ið veitir kjömum fulltrúum flokk-
anna og það vald sem þeir hljóta.
í þriðja kafla athuga Svanur síðan
hvemig fjórfiokkarnir tengjast ís-
lenzku ríkisvaldi og samfélagi. Að
lokum greinir Svanur hlutverk
stjómmálaflokka í lýðræðiskerfi
hér á landi sem annars staðar.
Það ætti öllum að vera ljóst að
hér er athyglinni beint að hinum
mikilsverðustu málum, sem snerta
stjómmál og skilning á þeim. Þegar
vikið er að stærra samhengi stjórn-
mála vill oft brenna við að umfjöll-
unin verði yfirborðsleg, maður skil-
ur oft betur einhveija tiltekna
kenningu en er ekki miklu nær um
raunveruleg stjórnmál. Þetta gerist
ekki í þessari bók. í fyrsta kaflan-
um er nákvæm og ítarleg rannsókn
á því að hve miklu leyti þingmanna-
hópur íslenzku íjórflokkanna, Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks, endurnýjast á þeim 32 ámm
sem bókin fjallar um. Það er einnig
skoðað hvaðan nýju þingmennirnir
koma og hvaða aðferðir flokkarnir
hafa notað til að velja frambjóðend-
ur. Þessi fyrsti kafli er tæpur helm-
ingur bókarinnar og er á ýmsan
hátt merkilegur. Það liggur í hon-
um mikil og nákvæm vinna, sem
varpar ljósi á þróun þessara fjög-
urra flokka á tímabilinu. Það er til
að mynda merkilegt að sjá hvernig
Alþýðubandalagið sker sig úr hin-
um flokkunum þremur þegar skoð-
uð eru tengslin á milli þingmanns-
starfs og annarra starfa hjá hinu
opinbera. Sömuleiðis er athyglis-
vert hve öðrum en langskólagengn-
um virðist ganga illa að öðlast
frama í stjórnmálum á íslandi.
í öðrum kaflanum er fjallað um
umboð og vald forystusveita í ofan-
greindum fjórum stjómmálaflokk-
um. Forysta þiggur umboð sitt frá
umbjóðendum sínum. Tveir hópar
umbjóðenda eru mikilvægastir i
þessu samhengi; annars vegar kjós-
endur, sem ráða niðurstöðu í al-
þingiskosningum, hins vegar félag-
ar í flokkunum sem velja á fram-
boðslista. Vald er að geta ráðið
niðurstöðu máls annaðhvort einn
eða í samráði við aðra. Forystu-
mönnum íslenzkra stjórnmála-
flokka er falið umtalsvert vald.
Þeir geta ákveðið margvíslega
notkun á aðstöðu, t.d. ráðið menn
í stöður. Þeir geta ákveðið, og þeim
ber einnig að ákveða, hvernig fé
ríkisins er varið á hveiju ári. Vald-
ið og umboðið hafa breyst á því
tímabili sem bókin fjallar um. Vald-
ið hefur þrengst vegna
aukins aðhalds al-
mennings og fjölmiðla
og vegna breyttra
reglna í ríkisgeiranum
og hagkerfinu. Um-
boðið hefur- breyst
vegna þess að prófkjör
hafa orðið æ algengari
aðferð við að velja
frambjóðendur. Það
þýðir að stjórnmálafor-
ingjar þiggja ekki um-
boð sitt frá flokkunum
heldur frá þátttakend-
um í prófkjörum.
Þriðji kaflinn er
frekari greining á
breyttum aðstæðum
ijórflokkanna og mat á
mikilvægi þessara breytinga fyrir
íslenzkt þjóðfélag. Svanur leitast
við að skýra þá skoðun sína að
djúptæk kreppa einkenni valdakerfi
íslenzks þjóðfélags. í upphafi kafl-
ans gerir hann grein fyrir skipting-
unni í kjarnaflokka og fjöldaflokka,
sem hann beitir síðan til að greina
flokkana fjóra og einkenni þeirra.
En hann staðhæfir einnig að þrír
af þessum fjórum flokkum hafi
verið fyrirgreiðsluflokkar. Það er
bagalegt að merking orðsins fyrir-
greiðsla sem lýsing á nokkrum ein-
kennum íslenzks valdakerfis skuli
hvergi vera beinlínis skilgreind,
sérstaklega vegna þess að það er
fyrirgreiðslan sem ber uppi rök-
semdirnar í kaflanum. En það má
skilja af samhenginu að íslenzka
fyrirgreiðslukerfið hafi tvö ein-
kenni. í fyrsta lagi einkennist það
af sambandi höfðingja og hjúa eða
stuðningsmanna innan flokkanna.
í öðru lagi einkennist það af víð-
tækum völdum flokkanna í þjóðfé-
laginu. Fyrirgreiðsluflokkarnir hafi
allir verið miklir ríkisafskiptaflokk-
ar. í fyrirgreiðslukerfinu beiti
flokkamir áhrifum sínum í þjóðfé-
laginu til að tryggja
samband höfðingja og
fylgismanna. Hug-
mynd höfundarins er
sú að þetta hafi ein-
kennt íslenzkt valda-
kerfi allt framundir
1970 en upp frá því
hafi kerfið veikst og
annað kerfi leiti á sem
lýsa má með fjölræði
eða margræði, þar
sem verkaskipting
milli efnahagslífs,
stjórnmála og emb-
ættismannakerfis sé
skýrari en er í fyrir-
greiðslukerfi og bein
völd stjómmálamanna
minni. Þessi nýja skip-
an togist á við þá gömlu og því séu
bæði hugmyndir okkar nú á dögum
og veruleiki óskýr.
í síðasta kaflanum er síðan leit-
ast við að skýra þróunina. í sem
allra styztu máli er kenning höf-
undar sú að prófkjör sem aðferð
hafi veikt stjórnmálaflokkana sem
stofnanir. Þau hafí kallað á per-
sónustjórnmál þar sem flokkarnir
verði fremur bandalag höfðingja
en virkar stjórnkerfiseiningar.
Aukið sundurlyndi innan flokkanna
hafi gert þeim erfítt fyrir um stjóm
landsins. Raunar lætur höfundur
liggja að því að þessi veikleiki póli-
tíska stjórnkerfisins sé meginskýr-
ingin á afdrifaríkum mistökum við
efnahagsstjórn landsins síðustu
25-30 árin, en það er ljóst að efna-
hagsvandinn sem fengist er við
þessi árin í landsstjóminni er fyrst
og fremst afleiðing íslenzkrar
óstjórnar en ekki ytri áfalla.
Þessi bók er mikilvægt framlag
til að skilja og skýra íslenzk stjórn-
mál. Það liggur í henni gífurleg
heimildavinna, sem er vönduð í hví-
vetna, að því er ég fæ bezt séð. Það
er umtalsverður kostur á bókinni
að höfundur skirrist ekki við að
draga ályktanir af gögnum sínum
um vanda stjómkerfisins og æski-
legustu leiðir úr honum. Hann er
alveg laus við þann einkennilega
geldingshátt sumra félagsvísinda-
manna að forðast allt tal um gott
og slæmt, en allt tal um staðreynd-
ir um gott og slæmt gerir sömu
fræðilegu kröfur um vandvirkni og
nákvæmni og ræða um aðrar stað-
reyndir. Það er ekki sjálfgefið að
allir verði sáttir um ályktanir höfund-
ar en þær eru allar þannig að þær
verður að taka alvarlega og þær
verðskulda yfirlegu og umhugsun.
Stíllinn á bókinni er harður á
köflum, en hann kemur ekki í veg
fyrir skilning. Töflur eru margar í
bókinni og til verulegs skilnings-
auka. Heimildaskrá er aftast en
ekki atriðisorðalisti, sem er alvar-
legur galli. Prentvillur em nokkrar
og það sjást mistök eins og þau að
tala um að „ná sem flestum at-
kvæðafjölda" (bls. 38). í töflu á bls.
20 vantar útskýringu á lið U í töflu.
En þessir gallar draga ekki á neinn
hátt úr mikilvægi bókarinnar.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Svanur
Kristjánsson
Úr Safnkortspottinum komu eftirtaldir vinningar:
Samviiwiilerllir-
Ferð að eigin vali með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti 60.000 kr.
Finnur Bergsveinsson, Laugamesvegi 90, 105 Reykjavík
JAPISS
ÚTILÍF
Panasonic CQ-DP200 geislaspilari í bíl frá Japis að verðmæti 34.900 kr.
Garðar Agnar Garðarsson, Sjávargötu 3, 225 Bessastaðahreppur
Guðmundur Einarsson, Goðalandi 11, 108 Reykjavík
Skíðaútbúnaður frá Útilífi að verðmæti 20.000 kr.
Freyr Karlsson, Hafnargötu 22, 190 Vogar
ZakariaElías Anbari, Hraunteigi 15, 105 Reykjavík
MM Iff! og menníng
Heiisubókin frá IVláli og menningu að verðmæti 4.950 kr.
Anna Sigurjónsdóttir, Smáragili, 500 Brú
Baldrún Hrönn Sævarsdóttir, Lokastíg 1, 620 Dalvík
Einar Guðberg Jónsson, Hjarðarhaga 56, 107 Reykjavík
Garðar Jóhannsson, Stuðlaseli 27, 109 Reykjavík
Helgi Oddsson, Brúarfossi, 311 Borgames
Hjalti Gestsson, Reynivöllum 10, 800 Selfoss
Ingvar Sigurjónsson, Hlíðarvegi 1, 860 Hvolsvöllur
Jóhann Bergur Hlynsson, Bugðulæk 7,105 Reykjavík
Sigurður L. Einarsson, Miðholti 7, 270 Mosfellsbær
Víðir Jónasson, Dalseli 12, 109 Reykjavík
Viðskipti vinningshafa áttu sér stað á eftirtöldum afgreiðslustöðum:
Bensínafgreiðslunum Artúnshöfða, Borgartúni, Fellsmúla, Geirsgötu, Stóragerði, Bjarkarholti Mosfellsbæ
og Lækjargötu Hafnarfirði.
Einnig Fossnesti Selfossi, Hlíðarenda Hvolsvelli, Hymunni Borgamesi, Staðaskála Hrútafirði og Veganesti Akureyri.
i(0) ms
Olíufélaglöhl
Til hamingju með vinninginn!
SAFNK0RT ESS0 - enginn kostnaður, aðeins ávinningur!
Eltingarleikur
við óskapnað
Kvlkmyndlr
Bíó h ö11 i n,
Laugarásbíó
HÆTTULEG TEGUND
(SPECIES) ★★>/!
Leikstjóri Roger Donaldson. Tón-
list Christopher Young. Aðalleik-
endur Ben Kingsley, Michael
Madsen, Forerst Whitaker, Alfred
Molina, Marg Helgenberger, Nat-
asha Henstride. Bandarísk. MGM
1995.
ÁRIÐ 1974 senda bandarísk-
ir vísindamenn ýmsar upplýs-
ingar útí himingeiminn um lífið
og tilveruna á Hótel Jörð, m.a.
uppbyggingu kjarnasýranna.
Tuttugu árum síðar koma loks
skilaboð „að utan“ og innihalda
m.a. hliðstæðar upplýsingar um
svarendurna og hvernig blanda
megi saman kjarnasýrum
manna og geimveranna. Úr
verður stúlkubarnið Sil sem
virðist í fyrstunni öll hin eðlileg-
asta en brátt kemur annað í
ljós. Undir fögru skinni reynist
geimveira, hin ægilegasta
ásýndum. Vísindamenn Geim-
vísindastofnunarinnar grípa þá
til gamalla útrýmingarráða og
hyggjast koma óskapnaðinum
fyrir kattarnef með gasi en
hnátan virðist aðeins braggast
af blásýrunni og brýtur sér leið
útí frelsið þar sem hún hyggst
auka kyn sitt.
Hér er kominn hreinasti hval-
reki fyrir hina fjölmörgu unn-
endur mynd á borð við Alien
og býsna vel að flestu staðið.
Söguþráðurinn er ekkert ýkja
frumlegur en virkar og Donald-
son heldur mönnum. við efnið
með fínni keyrslii og mörgum,
hressilegum augnablikum sem
fá mann fram á sætisbrúnina.
Leikhópurinn er misjafn með
stórleikarann Ben Kingsley í
fararbroddi sem yfirmann vís-
indastofnunarinnar, hann gefur
myndinni aukið vægi með nær-
veru sinni. Michel Madsen er
langbestur fjögurra sérfræð-
inga sem Kingsley hóar saman
til að drepa hálfmennið, enda
sérfræðingur í manndrápum.
Marg Helgenberger og Alfred
Molina eru litlaus sem vísinda-
menn en Forrest Whitaker mun
skárri sem sjáandinn - fjórði
fagmaðurinn. Nýstirnið Nata-
sha Henstridge fer með hlutverk
hálfmennisins, mikil kynbomba
en ekki spáð miklum frama á
leiklistarsviðinu á þessum síðum
- Hollywood á nóg fýrir af sæt-
um stelpum. Þá er tónlist Chri-
stophers Young krassandi inn-
legg í myndina, magnar upp
spennuna og dulúðina.
Allt gengur að óskum uns
kemur að höfuðvanda handrits-
höfunda - lokakaflanum. Þá
verða menn að grípa til útjask-
aðra klisja sem segja ekkert
nýtt og eru alltof langdregnar.
Ljóður á annars spennandi og
vel gerðri erkivitleysu. Góður
penni hefði hæglega getað
aukið dýpt Hættulegrar teg-
undar til muna með því að
vekja meiri samúð með örlög-
um hálfmennisins en allt er
lagt uppúr spennunni og
skemmtuninni og það gengur
lengst af vel eftir.
Sæbjörn Valdimarsson