Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 47
FRETTIR
SNÆR
JÓHANNESSON
SNÆR Jóhannes-
son er fæddur 10. nóv-
ember 1925 í Haga í
Aðaldal í Suður-Þing-
eyjarsýslu og því sjö-
tugur í dag. Foreldrar
hans voru Jóhannes
Friðlaugsson bóndi
þar og kennari og
kona hans Jóna Jak-
obsdóttir húsfreyja.
Að loknum bémsku-
og unglingsárum í
stórum systkinahópi
hélt Snær suður heiðar
og hóf bókbandsnám í
Prentsmiðjunni Eddu
hf. í Reykjavík árið 1945. Hann
lauk burtfararprófi frá Iðnskólan-
um í Reykjavík vorið 1948 og
sveinsbréf fékk hann 1. október
1949. Snær varð afgreiðslumaður
og birgðavörður pappírs í Eddu
árið 1952, en 1972 varð hann af-
greiðslumaður í Fombókaverslun-
inni Bókinni hf. í Reykjavík og síð-
ar meðeigandi. Snær var formaður
Félags bókbandsnema í Reykjavík
1947-1948 og í ritnefnd Iðnnem-
ans 1948-1949. Hann var einn af
stofnendum Félags íslenskra
myntsafnara 19. janúar 1969 og í
fyrstu varastjórn þess 1969-1973.
Þá hefur Snær verið í stjórn Fé-
lags Þingeyinga í Reykjavík. Hann
kvæntist 11. febrúar 1950 Birnu,
f. 12. maí 1917, Ólafsdóttur bónda
á Feijubakka í Öxarfirði Gamalí-
elssonar, og konu hans Aðalheiðar
Björnsdóttur húsfreyju. Dóttir
þeirra Snæs og Bimu er Mjöll fom-
leifafræðingur.
Hér hafa verið raktir stuttlega
nokkrir þættir úr ævi Snæs Jó-
hannessonar í sjö áratugi. En hver
er maðurinn á bak við þessa þætti?
Fyrstu kynni mín af Snæ vora
fyrir rúmlega tveimur áratugum,
en þá var hann innanbúðar í Bók-
inni hf. á Skólavörðustíg og seldi
bæði gamlar og nýjar bækur og
rit. Ég stóð þar gleiður á miðju
gólfi og ræddi vð Snæ þegar ég
fann skyndilega hjá mér óvið-
ráðanlega löngun til þess að sýna
þessum karli að ég vissi sitt lítið
af hverju um bækur. Ég var um
þetta leyti að tína saman Rit Jónas-
ar Hallgrímssonar í fimm bindum,
sem gefin voru út á árunum 1929-
1936, en Matthías Þórðarson þjóð-
minjavörður sá um útgáfuna. Með
hveiju bindi fylgdi skýringarhefti
og þóttist ég búa yfir töluverðum
fróðleik um þetta ágæta verk, sem
jafnvel Jón Helgason prófessor gaf
sér tíma til þess að yrkja um. Ein-
hvern veginn æxlaðist svo að við
Snær fórum að þrátta um sitt lítið
af hverju varðandi þessi rit og
voram langt frá því að vera sam-
mála um innihald einstakra binda,
útgáfuár og ýmislegt fleira. Hélt
ég skoðunum mínum fram af tölu-
verðu yfirlæti og þóttist hafa unn-
ið mikinn og góðan sigur að lokum.
Sigurvíman stóð til kvölds. Þegar
ég fór að athuga betur minn góða
sigur sá ég mér til mikillar furðu
að hann var enginn, þvert á móti
hafði Snær haft á réttu að standa.
111 þótti mér sú gangan fyrsta og
ákvað ég nú að forðast hann fram-
vegis sem allra mest og alls ekki
gefa honum annað tækifæri til
þess að reka mig á gat. En það
fór á annan veg því að Snær og
síðar Birna urðu mínir bestu vinir
og ekki fjarri sanni að ég sé orðinn
heimagangur hjá þeim, en þrátt
fyrir miklar heiðarlegar tilraunir
hefur mér ekki ennþá tekist að eta
þau út á gaddinn. Mývatnsreyð og
magálar mætast þar í miðju trogi
og virðast aldrei til þurrðar ganga.
Ég kann ekki að skilgreina
menningu betur en Steinn Stein-
arr, en tel mig finna af henni
smjörþefinn í stofunni hjá þeim
hjónum þegar Birna fer með kveð-
skap eftir sig og aðra á íslensku
eða öðrum heimstungum. Á full-
komlega látlausan
hátt og án allra leik-
rænna tjáningartil-
burða gerir hún það
af því hjartans lítillæti
er einkennir heims-
borgarann sem hefur
aldrei til útlanda kom-
ið. Á meðan vegur og
metur Snær hveija
bókina á fætur annarri
án þess að til árekstra
komi milli þeirra
hjóna. Er þá oft í sömu
andránni bókin metin
til fjármuna eftir fá-
gæti og útliti og til
gæða eftir innihaldinu. Ég veit
ekki með vissu hvort Snær hefur
lesið allar bækur, sem hafa verið
skrifaðar og þýddar á íslensku, en
hafi hann ekki gert það nú þegar
era vissulega fáar eftir. Ég verð
alltaf svolítið undarlegur innvortis
þegar ég hef verið mánaðartíma
að lesa eitt hefti af Basil fursta,
en á sama tíma hefur Snær plægt
sig í gegnum bókastafla sem er á
við meðalstórt lestrarfélagsbóka-
safn eins og þau voru í byijun ald-
arinnar.
Snær er í eðli sínu mikill fræði-
maður og sáröfunda ég hann af
þeim eiginleika. Ég veit engan
betur að sér í íslenskri bókfræði
né fróðari um íslensk bókmerki (ex
libris) og hann veit meira um ís-
lenska mynt en flestir aðrir. Eins
og áður sagði var hann einn af
stofnendum Félags íslenskra
myntsafnara og hefur skrifað í
tímarit félagsins grein um vöra-
peninga Helga Einarssonar frá
Neðranesi, en hún birtist árið
1978. Einhvern veginn læðist að
mér sá granur að mun meira hafi
birst eftir Snæ á prenti, en hann
átt það sameiginlegt með höfund-
um Islendingasagna að gleyma að
merkja sér handritið.
Snær hefur látið útgáfumál tölu-
vert til sín taka, en oftast kosið
að vera þar í bakgrunni. Því finnum
við ekki nema í sárafáum tilvikum
nafn hans í þessum ritum. Hann
var um tíma í útgáfunefnd um
ættir Þingeyinga og einnig í jarða-
bókaútgáfu, en hún gaf út fyrir
nokkrum áram Nýja jarðabók fyrir
Island þar sem gamla útgáfan frá
1861 var orðin illfáanleg. Þá var
hann einn af útgefendum bókar-
innar Gróin spor, sem var gefin út
í tlefni af aldarminningu föður
hans, Jóhannesar Friðlaugssonar.
Snær og nokkrir Aðaldælir gáfu
út bókina Aðaldalur með lýsingu
á Grenjaðarstaðar-, Þverár-, Múla-
og Nessóknum árið 1980 og árið
1987 var hann í útgáfuráði Kötlu-
rits, en útgáfa þess var tileinkuð
minningu Páls Jónssonar bóka-
varðar. Árið 1991 var hann einn
af útgefendum Leiðaróðs um
Hornstrandir, en sú útgáfa var til-
einkuð undirrituðum þegar hann
að lokum fullorðnaðist og varð
fimmtugur.
Sá sem þessar h'nur skrifar er
einn af þeim sem þrátt fýrir litla
lestrargetu og slæmt minni hefur
haft töluverða ánægju af bókum.
Það eigum við Snær bóndi á Melum
sameiginlegt. Fátt gleður mína
gömlu sál meira en að standa að
lokum með síðasta heftið, sem mig
var búið að sárvanta lengi inn í
einhveija tímaritaröð, og vita að
nú var bjöminn unninn. Veiðimenn
þekkja þessa tilfinningu. Eitt. af
því sem tilheyrir sýsli með gamlar
bækur og rit er að vita eitthvað
um fágæti þeirra, útgáfur, band
og annan frágang, verðgildi ásamt
ýmsu öðra. Enginn hefur kennt
mér jafn mikið í þessum fræðum
og Snær og fyrir það langar mig
að þakka honum hér og nú og
varla seinna vænna, en um leið vil
ég óska honum hjartanlega til
hamingju með daginn.
Leifur At Símonarson.
Basarar
■ KVENFÉLAG GRENSÁSSÓKN-
AR heldur basar í Safnaðarheimilnu
við Háaleitisbraut laugardaginn 11.
nóvember og hefst hann kl. 14. Á boð-
stólum verða hinir margvíslegustu mun-
ir hentugir til gjafa og daglegra nota
og allt á góðu verði. Einnig verður gott
kökuúrval að venju og ekki má gleyma
heitum vöfflum og kaffísopa. Konurnar
verða í Safnaðarheimilinu eftir kl. 17 í
dag, föstudag, og eftir kl. 10 á laugar-
dag og þá er hægt að koma til þeirra
með kökur og muni fyrir basarinn.
Unnið er af krafti við nýju kirkjuna og
takmarkið er að vígsla geti farið fram
nk. vor. Þetta er mikið átak og kvenfé-
lagið hefur þegar stutt það dyggilega
með rausnarlegum gjöfum. Konurnar
hafa gefið blýinnlagðan glugga yfír alt-
arinu og er Leifur Breiðfjörð að vinna
hann.
■ KVENFÉLAG KÓPAVOGS heldur
sinn árlega jólabasar sunnudaginn 12.
nóvember kl. 14 í Félagsheimili Kópa-
vogs, 2. hæð. Að þessu sinni hafa fé-
FJÖLSKYLDUHELGI verður hald-
in í Gjábakka, félags- og tóm-
stundamiðstöð eldri borgara helg-
ina 11. og 12. nóvember. Á laugar-
daginn byrjar dagskráin kl. 14.
Meðal efnis á dagskránni má
nefna að Kristinn Hallsson syngur
einsöng við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar, Nafnlausi leikhópur-
inn fer með gamanmál, ungir nem-
endur úr Tónlistarskóla Kópavogs
skemmta með ljúfum tónum o.fl.
lagskonur lagt ríka áherslu á sauma-
skap og handavinnu sem hentar vel til
jólagjafa fyrir alla aldurshópa, til dæm-
is jóladúka, púða (bútasaum), svuntur,
leikföng, skrautkörfur og dósir, pijónles
og margt fleira, allt á hagstæðu verði.
Heimabakaðar jólakökur, svo sem smá-
kökur, formkökur og randalínur verða
einnig á boðstólum. Allur ágóði basars-
ins rennur til líknar- og menningar-
mála. Kvenfélagskonur vilja nota tæki-
færið og þakka öllum velunnurum fé-
lagsins góðan stuðning í gegnum árin.
■ KVENFÉLAG FRÍKIRKJUNNAR
í Reykjavík verður með hlutaveltu og
fatamarkað sunriudaginn 12. nóvember
kl. 15 í Safnaðarheimilinu að Laufás-
vegi 13. Margt góðra muna, engin núll.
Tekið verður á móti munum laugardag-
inn 11. nóvember milli kl. 12 og 14.
Kvenfélag Fríkirkjunnar i Reykjavík,
sem er eitt elsta kirkjukvenfélag lands-
ins, verður 90 ára í mars á næsta ári.
Félagið hefur alla tíð lagt sitt af mörkum
til að styrkja og efla starf kirkjunnar.
Aðgangseyrir er enginn og allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir en
kaffi og kökur verða seldar.
Á sunnudaginn 12. nóvember
verður lagt af stað frá Gjábakka
kl. 10.45 í fjölskyldugöngu eldri
borgara. Gengið verður í nágrenni
Sunnuhlíðar þar sem „verðmæti"
hafa verið falin. Umsjón með
göngunni hefur Margrét Bjarna-
dóttir.
Ráðstefna
um efnis-
námur
RÁÐSTEFNA um efnisnámur verð-
ur haldin í Borgartúni 6 föstudaginn
17. nóvember kl. 9-17.
Ráðstefnan er haldin í tilefni
Náttúruverndarárs Evrópu 1995 og
að henni standa umhverfisráðu-
neytið, Náttúruverndarráð, Nátt-
úrufræðistofnun íslands og Skipu-
lag ríkisins í samvinnu við iðnaðar-
ráðuneytið og landbúnaðarráðu-
neytið.
Á ráðstefnunni munu sérfræð-
ingar frá ofangreindum ráðuneyt-
um og stofnunum flytja erindi um
efnistöku út frá ýmsum sjónarhorn-
um en auk þess munu halda erindi
m.a. fýrirlesarar frá Vegagerðinni,
Ferðamálaráði og Siðfræðistofnun
Háskóla íslands.
Þá verður kynnt á ráðstefnunni
skýrslan Námur á íslandi sem unn-
in hefur verið af Náttúraverndar-
ráði í náinni samvinnu við sveitarfé-
lögin. Skýrslan mun vera fýrsta
heildstæða úttektin á námum á Is-
landi en þær era flokkaðar þar eft-
ir kjördæmum, auk þess sem kaflar
era um hálendið og hafsbotninn.
Að auki er fjallað í skýrslunni um
lög um efnistöku, stefnu Náttúru-
verndarráðs, tillögur til úrbóta og
fleira.
Þátttökugjald er 2.500 kr. sem
felur í sér ráðstefnugögn, kaffí og
hádegisverð. Þátttöku skal tilkynna
til umhverfisráðuneytisins.
-----♦-.-------
Tónleikar í
Rósenberg
HUÓMSVEITIN Funkstrasse
heldur tónleika í kvöld, föstudags-
kvöld, þar sem Magga Stína kemur
fram með hljómsveitinni.
Leikin verða ný og gömul lög en
þess má geta að þetta era fyrstu
tónleikar hljómsveitarinnar í langan
tíma.
Tónleikar
í Perlunni
í TILEFNI af útgáfu geislaplötunn-
ar Barnabros 2 frá Ítalíu sem kem-
ur út sunnudaginn 12. nóvember
verða haldnir tónleikar í Perlunni
sama dag og heíjast þeir kl. 15.
Þar koma fram söngvararnir
Sara Dís Hjaltested, María Björk,
Edda Heiðrún Backman, Þorvaldur
Davíð Kristjánsson og Kór Kársnes-
skóla.
■ Flutt verða lög af plötunni sem
flest era ítölsk en Sara Dís tók þátt
Sara Dís Marfa
Hjaltested Björk
í alþjóðlegri söngvakeppni barna í
Bologna á Ítalíu 1994 og eru lögin
úr þeirri keppni. Alla texta gerði
Karl Ágúst Ulfsson. Hljóðsmiðjan
gefur út og Japis dreifir.
Fjölskylduhelgi í Gjábakka
Tunglvaka
í kvöld
FERÐAFÉLAG íslands og Alls-
nægtaklúbburinn efna til svokall-
aðrar tunglvöku í kvöld, föstudags-
kvöld 10. nóvember.
Mæting er í félagsheimili Ferða-
félagsins að Mörkinni 6 en húsið
opnar kl. 19.30. Heitt á könnunni
og meðlæti. Brottför er kl. 20.
Haldið verður á dulmagnaðan stað
þar sem verður uppákoma tengd
vættatrú og farið í stutta göngu-
ferð. Tilgangur tunglvökunnar er
að lýsa upp skammdegið. Verð
1.000 kr. og innifaldar era kaffi-
veitingar, rútuferð, blys og farar-
stjórn.
------» ♦ ♦
Lifandi tónlist
Á KAFFI Reykjavík er lifandi tón-
list öll kvöld vikunnar.
Um helgina leikur hljómsveitin
Hunang og á sunnudagskvöld
Grétar Örvars og Bjarni Ara. Ingi
Gunnar og Eyvi leika síðan mánu-
dags- og þriðjudagskvöld. Á mið-
vikudagskvöld skemmta síðan
Grétar Örvars og Sigga Beinteins.
KÍN
-leikur að lœra!
Vinningstölur 9. nóv. 1995
1 «7 *9 *23 «25 «26 • 27
Eldri úrslit á símsvara 5(?8 1511
auglýsingor
I.O.O.F. 12 = 17711108'/2 = FL
I.O.O.F. 1 = 17711108’* = Fl.
Landsst. 5995111116 IX
kl. 16.00
\v---7 7
KFUM
V
Aðalstöðvar
KFUMog KFUK,
Holtavegi 28
Endurnýjunar-, lofgjörðar- og
fyrirbænasamvera í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
Mf)RKINNI 6 - SlMI 568-2533
Föstudagur 10. nóvember
kl. 20.00
Tunglvaka Ferðafélagsins
og Allsnægtaklúbbsins
Mæting í Ferðafélagshúsið í
Mörkinni 6 (miðju), en húsið
verður opnað kl. 19.30. Heitt á
könnunni og meðlæti. Brottför
kl. 20. Haldið verður á dulmagn-
aðan stað þar sem verður uppá-
koma tengd vættatrú. Stutt
ganga. Tilgangur tunglvökunn-
ar er að lýsa upp skammdegið.
Verð 1.000. kr. (innifaldar eru
kaffiveitingar, rútuferð, blys og
fararstjórn). Fjölmennið og mæt-
ið vel búinn.
Ferðafélag (slands.
í kvöld kl. 20.30 Kvöldvaka. Unga
fólkið sér um happdrætti til
styrktar Flateyringum. Veitingar.
Laugardagur kl. 20.30 Lofgjörð-
arsamkoma.
Kl. 23.00 Unglingasamkoma.
Sunnudagur kl. 17.00 Samkoma
fyrir Hermenn og Samherja.
Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma.
Ofurstarnir Norunn og Roger
Rasmussen, yfirmenn safnað-
arstarfs Hjálpræðishersins í
Noregi, Færeyjum og á íslandi,
tala á öllum samkomum helgar-
innar. Allir velkomnir.
Frá Guðspeki-
féiaginu
Ingólfsstræli 22
Áskriftarsími
Ganglera er
896-2070
I kvöld kl. 21 flytur Karl Sigurðs-
son erindi: „Brot af meiði Búdd-
hismans'' í húsi félagsins, Ing-
ólfsstræti 22. Á laugardag er
opið hús frá kl. 15-17 með
fræðslu og umræðum i umsjá
Karls. Áfimmtudögum kl. 16-18
er bókaþjónusta félagsins opin
með mikið úrval andlegra bók-
mennta og sama dag kl. 20 er
les- og íhugunarhópur starfandi.
I Guðspekifélaginu er fjallað for-
dómalaust um andleg mál á
breiðum grundvelli. Starf félags-
ins er ókeypis og öllum opið.