Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR + Margrét Hall- grímsdóttir fæddist að Glúms- stöðum I Fljótsdal 10. júní 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri að kvöldi 28. október sl. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Halladóttir og Hall- grímur Stefánsson bóndi að Glúms- stöðum: Börn þeirra voru, auk Margrétar, Guð- finna f. 8. júlí 1910, d. 1979, Sigríður f. 6.6. 1912, d. 1975, Stefán f. 17.2. 1914, d. 1973, Þórhallur f. 21.1. 1917, d. 1927, Kjartan f. 30.5. 1919, d. 1987, Hall- grímur f. 1.9. 1920, d. 1994 og Vigfús f. 13.9. 1923, d. 1987. Margrét var tvígift, fyrri maður hennar var Hös- kuldur Egilsson, þau skildu, og seinni maður henn- ar var Ásmundur Pálsson. Hann lést 1969. Þau voru barnlaus. Útför Margrétar verður frá Glerár- kirkju í dag, föstudag 10. nóv- ember, kl. 11.30. ÚT UM stofugluggann heima hjá mér mátti sjá fagurt útsýni yfir Vaðlaheiði og Eyjafjörð. Nær blasti Þórsvöllurinn við og það sem næst mér var, litla falllega húsið hennar Margrétar, Lundgarður. Þetta var fyrir nokkrum árum þegar ég og fjölskylda mín bjuggum á Akureyri. Ég sá henni bregða fyrir endrum og sinnum, og hafði heyrt að gamla konan hefði um langt árabil stundað búskap með kindur á jörðinni, þar sem nú er m.a. íþróttasvæði Þórs. Ekki væru mörg ár síðan bömin í hverfinu hefðu verið úti að leik inn- an um búfénaðinn. Það var svo einn kaldan snjó- þungan vetrardag að við nánast duttum hvor um aðra, bisandi við að komast leiðar okkar í ófærðinni í Smárahlíðinni. Og upp frá því vorum við vinkonur. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst. Þrátt fyrir áratuga aldursmun á milli okkar var það fátt undir sólinni sem við höfðum ekki að umræðuefni. Hún fylgdist grannt með því sem var að gerast í fjölmiðlum og var skémmtilega nútímasinnuð gagn- vart afþreyingargildi sjónvarps, beggja rása, og var vel með á nótun- um, sama hvar borið var niður í allskonar myndefni. Ég sé fyrir mér ljóslifandi andlitið á Möggu, bros- hýrt og ljómandi af gamansemi, er við sátum oftar en ekki í litla nota- lega eldhúsinu hennar yfir kaffi- bolla og kökum, hlæjandi að öllu mögulegu og ómögulegu. Vinnulúnu hendurnar hennar Möggu báru merki um erfiðisvinnu verkakonunnar um ævina, stritið í kexverksmiðjunni Loriley og víðar og við skepnumar sem biðu hirðing- ar heima að afloknum oft löngum vinnudegi. Hún sagði mér frá dög- unum þegar hún kom heim, úr- vinda, tyllti sér niður og féll í fasta- svefn til næsta morguns. Henni var tíðrætt um elskulega manninn sinn GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR + Guðbjörg Þórðardóttir fæddist í Reykja- vík 24. nóvember 1916. Hún Iést 26. október síðastlið- inn á Landspít- alanum. Guðbjörg var dóttir hjón- anna Sesselju J. Jónsdóttur, f. 6. júlí 1875, d. 9. sept- ember 1971, og Þórðar Gíslasonar frá Stóra-Botni, f. 14. júlí 1875, d. 28. júní 1958. Systkini Guðbjargar voru: Kristján, f. 1902, Sigríður, f. 1906, Jórunn, f. 1907, Gísli, f. 1909, og Jór- unn, f. 1910, en hún lést sl. sumar og var Guðbjörg þá ein eftirlifandi systkina sinna. Guð- björg giftist 31. maí 1947 Páli Friðriks- syni, kennara og síð- ar bankafulltrúa, f. 8. febrúar 1918, d. 26. maí 1966. Sonur þeirra er Sigurður Emil, f. 16. júní 1955, kvæntur Piret Laas og eiga þau einn son sem heitir Páll Kaar- el. Guðbjörg útskrif- aðist frá Verslunar- skóla Islands 1934 og vann við bókhald þar til hún gifti sig. Síðar tók hún upp þráðinn að nýju og vann við bókhald á heimili sínu í fjölda- mörg ár. Útför Guðbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÉG VIL ekki láta hjá líða að minn- ast nokkrum orðum frú Guðbjargar Þórðardóttur, móður æskuvinar míns, Sigurðar Emils Pálssonar, en útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag. Guðbjörgu kynntist ég fyrst bam að aldri þegar ég kom, á heimili sonar hennar en við vorum bekkjar- bræður og löngum sessunautar nánast alla okkar skólagöngu. Frá þessum tíma, sem spannar hátt í hálfan fjórða áratug, á ég margar góðar minningar um hana sem mér er ljúft að rifja upp nú þegar kom- ið er að leiðarlokum. Strákar bralla margt. Það þarf að framkalla ljósmyndir og stækka. + Bróðir okkar, GESTURSTURLUSON frá Fljótshólum, sem andaðist 1. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Gaulverja- baejarkirkju á morgun, laugardaginn 11. nóvember, kl. 14.00. Systkinin. MINNINGAR hann Ásmund, sem hún var lífinu svo þakklát fyrir. Gleði þeirra sam- an, dansandi vals í eldhúsinu yfir matargerðinni á kvöldin, rómantík og hamingju, sátt og samlyndi, og djúpri sorg við fráfall hans. Úpp frá því bjó hún ein í litla húsinu sínu og gat hvergi annars staðar hugsað sér að vera, þrátt fyrir mikil snjóþyngsli og erfiða færð flesta vetur. Hún hafði oft á orði að það væri eitthvað alveg sér- stakt við þetta hús. Einhvers konar vemd og hlýja. Aldrei nokkum tíma í gegnum öll árin, búandi þarna alein, hefði hún orðið svo mikið sem myrkfælin, hvorki í ofsaveðrum né rafmagns- leysi. En svona var Magga, æðm- laus og lítillát, og þrátt fýrir oft erfið tímabil heilsuleysis og stund- um sjúkrahússdvalar, sá hún enda- laust björtustu hliðamar á öllum hlutum, svo innilega þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Ævin- lega sannfærð um að allt horfði til betri vegar. Svo kom að því fyrir fáeinum ámm að við fjölskyldan fluttumst suður heiðar. Með trega kvöddumst við á tröppunum hennar með tárin í augunum en fyrirheit um að heyr- ast og hittast eins oft og mögulegt væri. Við fóram norður ef hægt var og ekki var að spyija að hlýju faðm- lagi og fagnaðarfundum er við hitt- um Möggu fyrir. Samt fór það svo að amstur hversdagsins, vinna og stækkandi fjölskylda gerði það að verkum að heimsóknir norður í seinni tíð urðu svo miklu færri en vonir stóðu til, þar á meðal ferðalag sem fara átti með tilhlökkun í sum- ar en ekki gat orðið af. Með djúpum söknuði í hjarta, og innilegu þakklæti fyrir stundirnar sem við áttum saman, kveð ég mína kæra vinkonu. Marta Jörgensen. Heimsókn í Lundgarð var alltaf einhvers konar hátíðarstund. Á árum áður var ferð til Möggu hvorki meira né minna en sveita- ferð; þá fékk maður að fara í fjár- hús með Ásmundi eða Möggu, fékk að gefa blessuðum skepnunum tuggu eða heilsaði bara upp á þær. Klappaði einni og einni og þóttist enginn smá kari. Þá var Lundgarð- ur úti í sveit og Guðfinna, amma mín elskuleg, oft með í för í heim- sókn til systur sinnar. Glerárþorpið á Akureyri náði varla nema rétt norður fyrir á og þegar komið var til Möggu var sæla sveitarinnar algjör. Þær, syst- urnar úr Fljótsdalnum, kunnu vel við sig þar. Það hefur e.t.v. verið skýringin á því hve vel mér leið bæði í Lundgarði og Fljótsdal seinna meir (þegar farið var til Sig- tryggs og í Lyngdal að vori — hár- ið snyrt eins og það hét, og fjárfest í gúmmískóm — og síðan haldið austur á land til sumardvalar) að stemmningin, andrúmsloftið, hefur sennilega verið ámóta. Niðurinn í Jöklu var reyndar ekki í höfðinu á manni frá morgni til kvölds eins og eystra, en eftir á að hyggja náðu þær systur engu að síður ör- ugglega að draga fram töfra Fljóts- dalsins norður við Eyjafjörð. Já, þá var Lundgarður sveita- bær. Magga missti Ásmund fyrir rúmlega 25 áram og bjó ein eftir það. Fljótlega eftir að hún varð ein tók Akureyri upp á því að dreifa þessi ósköp úr sér og Magga og litli, snotri bærinn hennar vora nán- ast á augabragði inni í miðri borg, fannst manni. Og svo: Jarmið þagn- að og fjárhúsin horfín en hús og fólk og bílar allt um kring. Nokkuð sem varla hafði sést áður á svæð- inu. Iðandi mannlíf, líf og fjör og hávaði. Öðruvísi líf og fjör. í seinni tíð íþróttafólk á fullu við æfingar og keppni á gamla túninu hennar; Þórsarar í Hamri og á völlum sín- um. Þeir vora góðir nágrannar. Þetta er það sem kallað er þróun. En þó allt hafi breyst á þennan veg vildi Magga alltaf vera í sínum Það þarf að setja saman útvarpsvið- tæki og hvers kyns tæki og tól úr rafmagnssettum (Phillips EE 20). Það þarf að semja skemmtiþætti og leikrit og taka upp á segulband. Það þarf að búa til kvikmyndir. Heimili Sigurðar Emils á Hjarðar- haga 64 varð vettvangur fyrir þessa starfsemi alla. Framköllunar- vökvar, fixerar, stækkarar, her- bergi byrgð, rauð framköllunarljós. Viðnám, tengivírar, þéttar og spól- ur. Allt þetta átti heima þarna með svo eðlilegum hætti. Og Guðbjörgu, mömmu hans Emils, virtist ekkert þykja sjálfsagðara en heimilið væri vettvangur fyrir stráka og áhuga- mál þeirra. Árin liðu og áfram var oft komið á Hjarðarhaga 64. Guðbjörg var jafnan ræðin, viðræðugóð og fróð um menn og málefni. Jákvæð, létt í sinni. Hún tók mér alltaf vel, ég fann mig ávallt velkominn. Við höfðum orðið þekkst það lengi að við gátum farið að rifja upp gamla tíma. Guðbjörg Þórðardóttir var bjart- sýn og mikilhæf dugnaðarkona sem virtist eflast við hveija raun. Hún missti eiginmann sinn, Pál Friðriks- son, kennara og bankamann, í blóma lífsins í maímánuði 1966 er Sigurður Emil var vart kominn af barnsaldri. Páll var ljúfur maður og elskulegur, ég man vel eftir honum með hattinn eilítið aftur á hnakka, frakkann fráhnepptan og hendur í vösum, léttur í bragði. Guðbjörg fékk alvarlegan sjúkdóm fyrir allmörgum áram en sigraðist á honum. Hún hélt sínu striki hvað sem á gekk, starfaði jafnan heima við bókhald fyrir fyrirtæki og hélt heimili fyrir þau mæðgin en fyrr á árum bjó hún jafnframt heimili móður sinni, frú Sesselju Jónsdótt- ur, síðustu æviár hennar. Man ég vel eftir Sesselju fyrstu árin sem ég kom á Hjarðarhagann, falleg kona og virðuleg. Náið samband var með þeim mæðginum, Guðbjörgu og Sigurði Emil, og gladdist hún yfír sérhveij- um áfanga í lífí hans, stúdents- prófi, próflokum við Háskóla ís- íands og meistaragráðu í eðlisfræði frá háskólanum í Surrey á Eng- landi. Glöð var hún daginn sem Sigurður Emil og Piret unnusta hans gengu í hjónaband og hún hélt þeim fagra brúðkaupsveislu. Aldrei sá ég Guðbjörgu giæsilegri en þann dag fyrir bráðum þremur áram. Um þetta leyti fæddist auga- steinninn hennar, hann Páll Kaarel, og nú átti hún yndislega tengda- dóttur og fallegan ömmudreng. Guðbjörg Þórðardóttir lést á Landspítalanum að morgni 26. október sl. og hélt óskertum sál- arkröftum og reisn til hinstu stund- ar. Ég kveð hana með virðingu og þökk. Ég flyt Sigurði Emil, Piret og Páli Kaarel innilegar samúðar- kveðjur okkar Daggar og fjöl- skyldunnar allrar og bið Guð að blessa minningu Guðbjargar Þórð- ardóttur. Ólafur ísleifsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum línum kveðjum við Göju frænku okkar. Elsku Göja, hvíl þú í friði. Elsku Emil, Piret og Páll Kaarel, megi góður Guð styrkja ykkur. Einar Sverrir, Hrönn Ósk, Jórunn Edda, Jóhann Helgi. Lundgarði, enda góður staður. Og þó allt breyttist í kringum hana fannst mér Magga nánast ekkert hafa breyst þessa rúma þijá tugi ára sem liðnir eru síðan ég leit fyrst dagsins ljós. Fyrr en núna síðustu misseri. Enda ekkert unglamb leng- ur — varð áttræð í júní. Við sóttum hana einmitt heim í sumar, litla fjöl- skyldan mín, þáðum kaffi og með því, skoðuðum gamlar og nýjar myndir, rifjuðum upp gamla tíma og ræddum lífið og tilveruna. Það var gaman fannst mér og hún naut þess ekki síður, hló og gerði að gamni sínu. Á haustdögum fórum við svo til hennar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, og þá var áberandi hve Magga var orðin lúin. Allt var breytt og lítið hægt að tala saman. Nú hefur hún kvatt okkur, vini sína hér á jörðinni, síð- ust systkinanna frá Glúmsstöðum. Þau era öll saman á ný og eflaust glatt á hjalla. Foreldrarnir líklega heldur ekki langt undan, Sigurbjörg langamma með flétturnar sínar og Hallgrímur langafi sem ég sá reyndar aldrei, afí minn og nafni líka að ég tali nú ekki um fólkið mitt úr Hóli. Nostalgían vill stundum hellast yfir á kveðjustundu og kannski ekki skrýtið þegar manni þykir vænt um fortíðina. Lygni maður aftur augunum blasir við elskuleg frænka, sem alltaf brosti svo kank- víslega þó lífið léki ekki alltaf við hana, sem þótti svo vænt um skyld- menni sín og sýndi það svo fallega í verki, hlýleg, blíð og góð. Skv. Iögmáli lífsins er fortíðin horfín og kemur aldrei aftur, en við eigum minningamar og getum flett í þétt- skrifuðum minningastílabókum í huganum, hver um sig. Elsku Magga mín. Ég trúi þú hafir það betra nú en undir það síðasta hér hjá okkur. Þakka þér fyrir allt, gamalt og nýtt. Bið svo fyrir kveðjur inn fyrir Gullna hliðið, þú veist til hverra. Skapti Hallgrímsson. í dag er til moldar borin móður- systir okkar, Guðbjörg Þórðardóttir eða Göja, eins og hún var alltaf kölluð. Á þessum tímamótum koma margar minningar upp í hugann. Einhvern veginn munum við helst eftir síðustu árunum en þá urðu samskipti okkar nánari. Móðir okk- ar, sem dó í júlí sl., hafði verið tengi- liðurinn á milli okkar en eftir að hún fór á hjúkranarheimili fyrir 5 áram, þá kom það af sjálfu sér að við höfðum meira samband við Göju. Var hún ávallt mjög hug- hreystandi og lét okkur horfa björt- um augum til framtíðarinnar. Alla tíð bára þær systur hag hvor annarrar mjög fyrir bijósti og varla leið sá dagur að þær hefðu ekki samband. Göja var t.d. alltaf fastur gestur í jólaboðum mömmu og svo hjá okkur systkinunum þeg- ar við tókum við. Svo lengi sem við munum hefur Göja átt við vanheilsu að stríða, en alltaf var hún mjög bjartsýn og að eigin sögn leið henni ætíð betur í dag en í gær. Um miðjan ágúst var hún lögð inn á spítala þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Þegar við heimsóttum hana á spítalann var hún oft að tala um það sem hún ætlaði að gera heima og var enga uppgjöf að heyra hjá henni, þó að hún vissi að hveiju stefndi. Er sárt til þess að hugsa að hún komst ekki heim, þó ekki væri nema smástund, eins og hana langaði svo til og vonaði alveg fram að síðustu stundu. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku Emil, Piret og Páll Kaar- el, ykkar missir er mikill. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og leiða ykkur brautina fram á við með minningar um bjartsýni hennar að leiðarljósi. Blessuð sé minning Guðbjargar Þórðardóttur. Sesselja og Sigurveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.