Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 13 LANDIÐ Þríhyrningsvatn á góðri leið með að verða gott veiðivatn Vaðbrekku, Jökuldal - Verkefni um að bæta vaxtaskilyrði fisks í ofsetnum vötnum svo þau gefi vænni fisk og efla bleikjueldi jafnhliða er nýlokið hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Verkefnið var unnið í samvinnu Búnaðarsam- bandsins og Háskólans í Tromsö í Noregi, með stuðningi frá þróunarsjóði Vestur-Norðurlanda, Háskólanum í Tromsö, Atvinnuþróunarfélagi Austurlands, Framleiðnisjóði og fleiri aðilum. Verkefnisstjóri var Per Gijotnes frá Háskólanum í Tromsö, aðstoðarverkefnisstjóri var Þórarinn Lárusson frá Búnaðarsambandi Austurlands. Verkefnið miðaði að því að veiða í miklum mæli í gildrur fisk uppúr ofsetnum vötnum og setja hann í eldi og ala hann upp í matfisk- stærð. Liður í þessu verkefni voru veiðar í Þrí- hyrningsvatni í Jökuldalshreppi. Þar hófust veið- ar seinni part vetrar 1991 og voru veiddir úr vatninu tæpir 60 þúsund fiskar næstu fjögur árin. Þegar veiðarnar hófust var meðalþungi fiska í vatninu tæp 70 grömm, og ekki fannst neinn fiskur yfir 90 grömm í vatninu. Hélst þunginn undir 100 grömmum til vors 1993 en þá var búið að veiða rúmlega 50 þúsund fiska úr vatn- inu. Var farið með þá fiska sem veiddust ofan í Brú þar sem þeir voru settir í eldi og fóðraðir þar til þeir voru komnir í sláturstærð en henni náði fiskurinn á 8 til 10 mánuðum. Markaður fannst fyrir þennan fisk í Sviss. Frá vori til hausts 1993 stækkaði fiskurinn í Þríhyrningsvatni um 250%, og frá hausti 1993 og fram á haust 1995 stækkaði fiskurinn um 88%. Þegar leiðangur var gerður uppí Þríhyrn- ingsvatn nú í haust kom í ljós að fiskurinn í vatninu var orðin 320 grömm að þyngd að meðal- tali og dæmi um að fiskar væru orðnir allt að 700 grömmum að þyngd svo nú má segja að fiskurinn í Þríhymingsvatni sé orðin að ætum matfiski og Þríhyrningsvatn sé á góðri leið með að verða gott veiðivatn. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ÁDRÁTTUR í Þríhyrningsvatni. Nótin komin að landi með spriklandi silung. Alls fengust 100 fiskar í hvorum ádrætti. Að sögn Þórarins Lárussonar eru ekki komn- ar lokaniðurstöður úr verkefninu en verið er að vinna að lokaskýrslu um verkefnið í samráði við Háskólann í Tromsö. „Á meðan verður að líta á þær tölur er fyrir liggja sem bráðabirgðatöl- ur. Samt gefa þær skýra vísbendingu um að hægt er að gera ofsetin vötn sem full eru af smáfíski að góðum veiðivötnum að nýju,“ sagði Þórarinn. SÝNISHORN af veiðinni. Fiskurinn orð- inn allt að 40 sentimetra langur og 700 grömm. Sveinar útskrifaðir í húsasmíði Selfossi - Nýútskrifaðir sveinar í húsasmíði fengu afhent sveinsbréf í samsæti sem Fjölbrautaskóli Suður- lands og Sunniðn, samtök iðnaðar- manna á Suðurlandi, héldu af því tilefni. Að þessu sinni útskrifuðust sex_ sveinar í greininni. Ármann Ægir Magnússon for- maður Sunniðnar hvatti í ávarpi sínu sveinana til að hugsa vel um gæði vinnunnar og öryggisþáttinn. Hann sagði einnig að iðnaðarmenn í félag- inu fyndu nú betur fyrir þörfinni á samstöðu innan sinnar greinar til þess að geta staðist samkeppni og til að komast í endurmenntun. Einn- ig vegna sjúkrasjóðs og trygginga. Endurmenntunamámskeið í viðhaldi húsa verður haldið í fýrsta sinn fyrir austan Fjall, á Hvolsvelli, 9. nóvem- ber. ------------- Búnaðarbank- inn í Vík 20 ára Fagradal - Nú í byrjun nóvember fagnaði Búnaðarbankinn í Vík 20 ára afmæli sínu og bauð af því tilefni viðskiptavinum sinum upp á kaffi og rjómatertu, einnig fengu allir Búnaðarbankader- húfu. Margir Mýrdælingar komu í bankann þennan dag til að sam- fagna starfsfólki bankans. Þegar liða fór að lokum fannst visa á einu borðinu sem var svohljóð- andi: I bankann legg ég mina leið/lokkaður með ljúfu./Fæ þar fína tertusneið/og flotta banka- húfu. SIX-TEX* Sportfatnaður wfr Kuldagallar Flísfatnaður Akureyri! í dag opnar verslun að Glerárgötu 32 Akureyri undir nafni 66°N. Á boðstólum verða öll þekktustu vörumerki 66°N, á börn og fullorðna. m GLERÁRGÖTU 32 AKUREYRI SÍMI 461 3017 FAX 462 1715 V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.