Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 13
LANDIÐ
Þríhyrningsvatn á góðri leið
með að verða gott veiðivatn
Vaðbrekku, Jökuldal - Verkefni um að bæta
vaxtaskilyrði fisks í ofsetnum vötnum svo þau
gefi vænni fisk og efla bleikjueldi jafnhliða er
nýlokið hjá Búnaðarsambandi Austurlands.
Verkefnið var unnið í samvinnu Búnaðarsam-
bandsins og Háskólans í Tromsö í Noregi, með
stuðningi frá þróunarsjóði Vestur-Norðurlanda,
Háskólanum í Tromsö, Atvinnuþróunarfélagi
Austurlands, Framleiðnisjóði og fleiri aðilum.
Verkefnisstjóri var Per Gijotnes frá Háskólanum
í Tromsö, aðstoðarverkefnisstjóri var Þórarinn
Lárusson frá Búnaðarsambandi Austurlands.
Verkefnið miðaði að því að veiða í miklum
mæli í gildrur fisk uppúr ofsetnum vötnum og
setja hann í eldi og ala hann upp í matfisk-
stærð. Liður í þessu verkefni voru veiðar í Þrí-
hyrningsvatni í Jökuldalshreppi. Þar hófust veið-
ar seinni part vetrar 1991 og voru veiddir úr
vatninu tæpir 60 þúsund fiskar næstu fjögur
árin.
Þegar veiðarnar hófust var meðalþungi fiska
í vatninu tæp 70 grömm, og ekki fannst neinn
fiskur yfir 90 grömm í vatninu. Hélst þunginn
undir 100 grömmum til vors 1993 en þá var
búið að veiða rúmlega 50 þúsund fiska úr vatn-
inu. Var farið með þá fiska sem veiddust ofan
í Brú þar sem þeir voru settir í eldi og fóðraðir
þar til þeir voru komnir í sláturstærð en henni
náði fiskurinn á 8 til 10 mánuðum. Markaður
fannst fyrir þennan fisk í Sviss.
Frá vori til hausts 1993 stækkaði fiskurinn í
Þríhyrningsvatni um 250%, og frá hausti 1993
og fram á haust 1995 stækkaði fiskurinn um
88%. Þegar leiðangur var gerður uppí Þríhyrn-
ingsvatn nú í haust kom í ljós að fiskurinn í
vatninu var orðin 320 grömm að þyngd að meðal-
tali og dæmi um að fiskar væru orðnir allt að
700 grömmum að þyngd svo nú má segja að
fiskurinn í Þríhymingsvatni sé orðin að ætum
matfiski og Þríhyrningsvatn sé á góðri leið með
að verða gott veiðivatn.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
ÁDRÁTTUR í Þríhyrningsvatni. Nótin
komin að landi með spriklandi silung. Alls
fengust 100 fiskar í hvorum ádrætti.
Að sögn Þórarins Lárussonar eru ekki komn-
ar lokaniðurstöður úr verkefninu en verið er að
vinna að lokaskýrslu um verkefnið í samráði við
Háskólann í Tromsö. „Á meðan verður að líta
á þær tölur er fyrir liggja sem bráðabirgðatöl-
ur. Samt gefa þær skýra vísbendingu um að
hægt er að gera ofsetin vötn sem full eru af
smáfíski að góðum veiðivötnum að nýju,“ sagði
Þórarinn.
SÝNISHORN af veiðinni. Fiskurinn orð-
inn allt að 40 sentimetra langur og 700
grömm.
Sveinar
útskrifaðir
í húsasmíði
Selfossi - Nýútskrifaðir sveinar í
húsasmíði fengu afhent sveinsbréf í
samsæti sem Fjölbrautaskóli Suður-
lands og Sunniðn, samtök iðnaðar-
manna á Suðurlandi, héldu af því
tilefni. Að þessu sinni útskrifuðust
sex_ sveinar í greininni.
Ármann Ægir Magnússon for-
maður Sunniðnar hvatti í ávarpi sínu
sveinana til að hugsa vel um gæði
vinnunnar og öryggisþáttinn. Hann
sagði einnig að iðnaðarmenn í félag-
inu fyndu nú betur fyrir þörfinni á
samstöðu innan sinnar greinar til
þess að geta staðist samkeppni og
til að komast í endurmenntun. Einn-
ig vegna sjúkrasjóðs og trygginga.
Endurmenntunamámskeið í viðhaldi
húsa verður haldið í fýrsta sinn fyrir
austan Fjall, á Hvolsvelli, 9. nóvem-
ber.
-------------
Búnaðarbank-
inn í Vík 20 ára
Fagradal - Nú í byrjun nóvember
fagnaði Búnaðarbankinn í Vík 20
ára afmæli sínu og bauð af því
tilefni viðskiptavinum sinum upp
á kaffi og rjómatertu, einnig
fengu allir Búnaðarbankader-
húfu.
Margir Mýrdælingar komu í
bankann þennan dag til að sam-
fagna starfsfólki bankans. Þegar
liða fór að lokum fannst visa á
einu borðinu sem var svohljóð-
andi: I bankann legg ég mina
leið/lokkaður með ljúfu./Fæ þar
fína tertusneið/og flotta banka-
húfu.
SIX-TEX*
Sportfatnaður
wfr
Kuldagallar
Flísfatnaður
Akureyri!
í dag opnar verslun að
Glerárgötu 32 Akureyri
undir nafni 66°N. Á boðstólum verða
öll þekktustu vörumerki 66°N,
á börn og fullorðna.
m
GLERÁRGÖTU 32 AKUREYRI SÍMI 461 3017 FAX 462 1715 V