Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 Á morgun laugardag: nýjasta f rá Hewlett Packard WhaI HEWLETT PACKARD Viðurkenndur söluaðili Þjónusta og ábyrgð Misstu ekki af litríkum og líflegum laugardegi. Opið frá 10.00 til 16.00. Hátækni til framfara B§ Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664 blabib - kjarni málsins! LISTIR Skemmtilegur förunautur BOKMENNTIR Lciðsögurit INDÆLA REYKJAVÍK eftir Guðjón Friðriksson. Mannanafnaskrá fylgir. Iðunn 1995 —161 síða. TVÆR undirfyrirsagnir vísa veginn að innihaldi bókarinnar: 6 gönguleiðir um Þingholt . og sunnanvert Skólavörðuholt. Það er ramminn um efnið, sem er saga, mannlíf, menning, byggingarlist, gróður og garðar í ofangreindum hverfum. Þetta er fyrsta bókin, sem lýsir borgarhverfum á þessa lund, en segja má, að leiðsögurit sem þetta sé hliðstætt að sínu leyti Árbókum Ferðafélags íslands og öðrum sambærilegum ritum, ein- stökum leiðalýsingum o.fi. Það er eiginlega vonum seinna, að slík bók komi út um Reykjavík og þá að sama skapi aðra kaupstaði, því að efni sem þetta er vinsælt; má í því samhengi rifja upp útvarpsþætti Jökuls Jakobssonar, Gatan mín, sem voru fjarska vinsælir á sínum tíma; að hluta endurteknir í dag- skrá Ríkisútvarpsins síðastliðið sumar og hafa staðizt tímans tönn. Fyrsta gönguferð hefst í Skóla- stræti og endar í Hljómskálagarði, næsta hefst í Sóleyjargötu og end- ar á Bjargarstíg, því næst liggur leið í Óðinsgötu og lýkur þeirri ferð í Ingólfsstræti. í fjórðu gönguleið- inni er lagt upp í Bergstaðastræti og endað á Laufásvegi, síðan er byijað á Barónsstíg og hvílzt á Skólavörðustíg, og síðasta göngu- ferðin liggur frá Týsgötu um „heið’na hverfíð" og endar í Braga- götu. Hver kafli hefur í fyrirsögn tvö kennileiti, og neyðist ég að játa, að flest þeirra þekkti ég illa eða ekki. Allar þessar leiðir eru krókóttar, með útúrdúrum upp í sund, inn í bakgarða, og menn skulu horfa vítt og um vítt eins og völvur forð- um, skyggnast eftir sérkennum, veita athygli merkilegum útskurði, fallegum gluggum, athyglisverðum görðum og einstökum tijám, líta glugga mót norðri sem skáldið orti út um, innan við annan glugga sat Nóbelsskáldið, þama bjó Þórberg- ur, hér Ásgrímur, þarna Þorbjörg Sveinsdóttir og víst má svo lengi telja. Þetta em í senn söguslóðir fólks og þjóðar. En hvað er þá skrifað um húsin, göturnar, garðana? Það væri and- stætt markmiðum bókarinnar að lýsa í löngu máli hveiju húsi; þá væri bókin ekki meðfærileg. Gjarn- an er greint frá því hveijir teiknuðu og/eða smíðuðu húsin og hvenær og þeim er oft lýst, þjóðfrægir íbú- ar og lítt kunnir em nafngreindir, og í bland flýtur með sú ættfræði, ■ sem einkennir íslenzkar bókmennt- ir öðrum fremur; sérkennum í byggingarstíl lýst, nöfn húsa og gatna eru skýrð, lýst er starfsemi í fjölmörgum byggingum. Bent er á einstaka garða og gömul tré; göngumenn eru stórum fróðari um gróður í görðum eftir ferðina, eink- um tré. Þetta er bók fyrir þá sem lítt þekkja til í Þingholtum og við Skólavörðustíg, en vilja garnan skoða sig um með leiðsögn. I þeim efnum er bókin góður förunautur, og skal nú reynt að rökstyðja þá fullyrðingu. Hún er handhæg í broti og rúmast í úlpuvasa. Ég gekk fyrstu gönguleiðina til þess að und- irbúa þessi skrif; mér að meina- lausu hefði veðrið mátt vera skárra. Texti Guðjóns er skýr og skipuleg- ur og skrifaður eins og hann sé með lesendur í halarófu: „Við för- um nú...“, „Við skulum laumast aðeins á bak við...“, „Aðeins nær okkur..Víkur þó oft yfir í kumpánlega þriðjuper- sónu frásögn. Guðjón er fjarska vel máli far- inn og skorinorður; gleymir þó stundum að vér fáfróðir skiljum illa margvísleg hugtök í byggingarlist; x-stíll eða hvað það nú heitir, jafnvel bjórar vefjast fyrir lesendum. Því er alls ekki að leifa hins vegar, að júgendstíll og skipstjóra villustíll og fleiri slík hugtök og heiti eru stórum ljósari eftir en áður; hefði þá ekki sakað að skýra þau sem slík, til dæmis i upphafi bókar. Götu- númer eru feitletruð í meginmáli og auðveldar það lesanda að finna þau, en hins vegar saknaði ég þess, að nafnaskrá tekur einungis til mannanafna. Er ekki upplagt að hafa líka húsanöfn og götunúmer í slíkri skrá? Alls staðar vinnur textinn með umhverfinu: „Takið eftir glugganum...“, „takið eftir litla íbúðarhúsinu...“ Hvergi leynir sér virðing höfundar fyrir efnivið sínum. í fræðiritum tíðkast að skrifa það sem heitir „hlutlægur stíll“, en í því felst, að skoðanir höfunda eiga ekki að orka á orðalag og stíl að öðru leyti. Því fer fjarri, að Guðjón sé hlutlægur í þessum skilningi orðanna. Hann hefur skoðanir, sem betur fer, og lætur þær í ljós; „af- skaplega fallegt og vel hirt einbýlis- hús..„ágætt fúnkishús“, „vold- ugt einbýlishús með sérkennilegum inngangi." Það fer vel á þessu. Fyrsta gönguleið heitir Frá Ein- arsbrunni að Þorfmnstjörn. „Við heQum gönguferðina við Einars- brunn á homi Skólastrætis og Amtmannsstígs. Við byijum þó á því að svipast um í kringum okk- ur. Bernhöftstorfan og Mennta- skólinn blasa við beggja vegna Amtmannsstígs en miðbærinn ligg- ur nánast fyrir fótum okkar. Fyrir ofan breiða Þingholtin úr sér. Við erum á besta útsýnisstað, nálægt sjálfu hjarta Reykjavíkur." Þannig hefst lýsingin, og hún er fléttuð utan um mynd sem „blæðir út“ í flötinn, en það þýðir að útlínur myndarinnar renna saman við síð- una; algengast er hinsvegar í bók- um, að mörk myndar og síðu eru skörp og línur skornar. Þetta leiðir umræðuna að mynd- unum að öðru leyti. Bókin er ríku- lega skreytt með myndum Valdi- mars Sverrissonar, og eru þær mýmargar og hugvitssamlega teknar og vekur athygli, að lifandi fólk skyggir ekki á myndefnið, hús, dyr, gluggi, tré, götumynd, þvottur á snúru milli húsa; fólkið á myndunum er mótað í styttur bæjarins. Myndirnar eru hugvits- samlega teknar en nokkrar eru fulllitlar til að njóta sín einar sér, en eru ljómandi leiðsögn þegar les- endur eru á vettvangi. Þær eru prentaðar; með mildri gultónaðri áferð sem er í samræmi við gula prentfleti um blaðsíðutöl neðst og bókarheiti efst á síðu. Þessi áferð hæfir vel þeim anda, sem ríkir í bókarkverinu og bregður blæ „blik- andi fjarlægðar" yfir myndefnið svo vitnað sé til Gríms Thomsen (sem hafði þó lítið álit á Reykjavík og bjó á Álftanesi). Myndum fylgir ítarlegur texti, sem bætur við meg- inmál og skýrir það, en er að öðru leyti sjálfstæðar frásagnir eða at- hugasemdir, hvað sem menn kjósa að kalla slíkar spássíu- greinar. Eða eins og segir í einni slíkri með frásögn af Spítalastíg 6 og 4: „Af Lárusi hómópata er komið margt lækna og lög- fræðinga og meðal barnabarna hans eru líka Guðrún P. Helga- dóttir skólastjóri og Lárus Pálsson leikari sem ólst upp í þessu húsi.“ Mér fannst gott að ganga með þessa bók í hendinni og fræðast um hús og fólk, garða og gróður. Núna finnst mér þessi byggð standa mér nær en áður. Hins veg- ar skil ég vel, að gamalgrónir íbúar sakni þess, að ekki sé minnzt á Jón og Guðrúnu, sem bjuggu þar og hér. Það er og verður matsatriði. Þessi bók er nefnilega ekki skrifuð fyrir nákunnuga. Þeir geta og eiga vitaskuld að benda á villur og óná- kvæmni, en þeir geta ekki ætlazt til, að höfundur leiðsögurits af þessu tagi viti jafnmikið og þeir um æskuslóðir. Ég þykist vita, að heimildaöflun um hús og íbúa þeirra, götur og kennileiti, geti að sumu leyti verið býsna erfið, einkum þegar kemur að húsum og fólki á fyrri tíð þegar menn reistu sér híbýli þar sem hagsýni þeirra bauð og yfirvöld fylgdust ekki grannt með hverjir bjuggu á staðnum nema því ein- ungis að fátæklingar væru að vinna sér sveitfesti. Ég hef engar for- sendur til þess að gagnrýna þessa bók pieð hliðsjón af heimildum. Engin heimildaskrá fyrir kverinu, enda segir Guðjón í formála að bókin sé einskonar afleggjari frá Sögu Reykjavíkur sem hann á hlut að, og hefur þó snemma byijað að safna í sarpinn, enda hefur Guðjón ritað margt um hús og fólk í blöð og tímarit og látið í sér heyra í útvarpi um sama efni. Staðkunnug- ir menn hafa bent á villur og mis- sagnir í þessu kerfi, en einkum það sem þeim þykir á skorta til að efni- viðurinn njóti sín til fulls. Aðrir munu vísast skrifa sambærilegar greinar um hliðstæð leiðsögurit. Villur ber að leiðrétta, en val á efni verður ávallt persónulegt. Með góðri samvizku get ég sagt, að InJæia Reykjavík var skemmti- legur förunautur um neðsta hluta Þingholtanna og einkar fróðlegur lestur um næstu nágrenni. Sölvi Sveinsson Guðjón Friðriksson GUÐNÝ Richards og Thomas Rupp- el opna sýningu í Nýlistasafninu á laugardag kl. 18. Guðný og Thom- as, sem bæði eru búsett í Þýska- landi sýna málverk og grafíkverk í safninu. Guðný útskrifaðist frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og stundaði framhaldsnám í London og Stuttgart. Lauk hún námi frá Akademíunni í Stuttgart 1994. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Þýskalandi og hér heima. Thomas Ruppel lauk námi frá Guðný og Thomas í Ný- listasafninu grafíkdeild Akademíunnar í Stutt- gart 1990. Hann hefur um árabil rekið sitt eigið grafíkverkstæði í Stuttgart og þrykkt fyrir aðra lista- menn, gallerí og söfn. Thomas er nú gestakennari í grafíkdeild Mynd- lista- og handíðaskólans. Thomas hefur haldið einkasýningar í Þýska- landi og Ameríku og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og graf- íktvíæringum í Þýskalandi. Gestur safnsins í Setustofu er þýski listamaðurinn Martin Leien- setter frá Ludwigsburg. Martin sýn- ir málverk. Hann hefur þrívegis sótt ísland heim, en sjómennska og sjáv- ardýr eru hans aðal áhuga- og yrkis- efni. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 26. nóvember. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.