Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 •_________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 75 sjómíl- ur í ís- brúnina FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar TF-SYN fór í eftirlits og ískönnunarflug fyrir Vest- fjörðum í gær og reyndist ísbrúnin vera næst landi um 75 sjómílur norðvestur af Barða og 78 sjómílur norð- vestur af Straumnesi. Þéttleiki ísjaðarins var víð- ast um 4-6/io og 7-9/w. Út frá meginísbrúninni voru ísdreif- ar, víðast l-3/io og nýmyndun allt að 10 sjómflur. Morgunblaðið/Ásdís * Islenskt, játakk NÆSTIJ viku munu kaup- menn vekja sérstaka athygli á íslenskum vörum í verslun- um sínum, en í gær hófst svo- kölluð íslensk vika. Vörurnar eru seldar undir kjörorðinu „íslenskt, já takk“. Að átak- inu standa ASÍ, BSRB, VSÍ, Samtök iðnaðarins og Bænda- samtökin. í gær vappaði þessi vinalegi karl um í Hagkaup til að minna viðskiptavini verslunarinnar á íslenskar vörur. íslenska vikan stendur frá 9.-15. nóvember. Hæstiréttur dæmir Kirkjugarðana til bótagreiðslu Sex milljóna bætur vegna niðurgreiðslna HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæmis til að greiða Líkkistuvinnu- stofu Eyvindar Ámasonar sf. sex milljónir króna, auk einnar milljónar króna í málskostnað. Byggt er á því að Kirkjugarðamir hafi niðurgreitt útfararþjónustu sína með kirkju- garðsgjöldum, en slík ráðstöfun hafi verið ólögmæt. Hæstiréttur klofnaði og töldu tveir dómarar af fimm að ekki hefði verið sýnt fram á að niður- greiðslan hafi valdið því að markaðs- hlutdeild Líkkistuvinnustofunnar breyttist til hins verra á síðustu ámm. Því bæri að sýkna Kirkjugarðana. Þess ber að geta að útfararstofa Kirkjugarðanna er nú rekin sem sjálf- stætt fyrirtæki með eigin fjárhag. í niðurstöðu Hæstaréttar segir, að kirkjugörðum hafi verið markaðir tekjustofnar, kirkjugarðsgjöld. Lög hafi þó ekki heimilað að ráðstafa kirkjugarðsgjöldum þannig, að veita mætti endurgjaldslausa þjónustu við útfarir. Ráðstöfun Kirkjugarðanna á kirkjugarðsgjöldum til útfararþjón- ustu, sem stóð allt frá 1948, hafi verið óheimil. Fram kemur i dóminum, að ákveð- in verkaskipting var milli Kirkju- garðanna og Líkkistuvinnustofunn- ar. Allt til 1977 sáu Kirkjugarðarnir eingöngu um útfarir frá Fossvogs- kirkju, en Lfkkistuvinnustofan nær ein um útfarir frá Dómkirkju og Fríkirkju, en útfarir fóru yfirleitt ekki fram frá öðrum kirkjum í Reykjavík. Þá naut Líkkistuvinnu- stofan nokkurrar þjónustu frá Kirkjugörðunum í Fossvogskirkju- garði, án endurgjalds. Minnkandi markaðshlutdeild Árið 1977 hófu Kirkjugarðamir að annast útfarir frá sóknarkirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis. Mark- aðshlutdeild Líkkistuvinnustofunnar fór upp úr því minnkandi, einkum um og eftir 1984. Forsvarsmenn Lík- kistuvinnustofunnar héldu því fram að þar hefði verðlagning ráðið úrslit- um, en Kirkjugarðamir sögðu önnur atriði hafa vegið þyngra, s.s. almenn- ur vilji presta, afskipti forsvarsmanns Líkkistuvinnustofunnar af deilumál- um innan Fríkirkjunnar og deilur við biskup landsins. Hæstiréttur kemst að þeirri niður- stöðu, að í skjóli niðurgreiðslna með kirkjugarðsgjöldum hafi Kirkjugarð- ar Reykjavíkurpröfastsdæmis getað boðið lægra verð en ella og öðlast þar með ótvírætt sterkari stöðu á markaðnum. Þetta hafi hlotið að bitna á Líkkistuvinnustofunni. „Með það í huga að sönnun um raunveru- legt tjón er örðug í máli sem þessu þykir eðlilegt að dæma gagnáfrýj- anda bætur að álitum. Ber þá meðal annars að hafa í huga að leiddar hafa verið að því vemlegar líkur að verðlagning aðaláftýjanda ein hafi ekki ráðið því að markaðshlutdeild gagnáfrýjanda minnkaði á því tíma- bili, sem hér um ræðir, heldur hafi aðrir þættir, sem áður vom nefndir, einnig skipt máli,“ segir Hæstiréttur og telur bætur hæfilegar 6 milljónir króna, en Líkkistuvinnustofan hafði farið fram á 54 milljónir, til vara um 46 milljónir og til þrautarvara tæpar 35 milljónir. Dýrar byggingaframkvæmdir Að baki meirihlutaáliti Hæstarétt- ar em dómaramir Guðrún Erlends- dóttir, Haraldur Henrysson og Hjört- ur Torfason, en Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein skiluðu sérat- kvæði. Þeir benda á að upp úr 1989 versni afkoma Líkkistuvinnustofunn- ar vemlega vegna aukins vaxtakostn- aðar og er þar vísað til fjármögnunar byggingarframkvæmda vegna nýs húss fyrirtækisins við Vesturhlíð. Þrátt fyrir að Kirkjugarðamir hafi með ólögmætum hætti niðurgreitt kostnað við útfararþjónustu leiði það ekki sjálfkrafa til skaðabóta til sam- keppnisaðila. Ekki hafi dregið vem- lega úr markaðshlutdeild Líkkistu- vinnustofunnar fyrr en forsvarsmenn hennar stóðu í deilum við þá, sem miklu réðu um viðskiptin og ráðist var í byggingarframkvæmdirnar. Því beri að sýkna Kirkjugarðana af kröf- um Líkkistuvinnustofunnar. Orkuframkvæmdir vegna hugsanlegs álvers Columbia, stækkunar ÍSAL og endurbóta Sogsvirkjana Fjárfestingin gæti orðið um 11 milljarðar Ákveði Columbia Aluminium að reisa álver á Grundartanga, með 60 þús. tonna fram- leiðslugetu, þarf Landsvirkjun að hraða virkj- unaruppbyggingu, samhliða framkvæmdum vegna stækkunar álversins í Straumsvík. í samantekt Ómars Friðrikssonar kemur fram að áætla megi að framkvæmdir í raf- orkukerfínu til aldamóta gætu kostað nálægt 11 milljörðum króna. Áætlaður stofnkostnaður virkjana á verðlagi í des. 1994 Orkugeta, Stofn- Af), MW GWháári kostnaður Ársverk við framkvæmdir Stækkun Blöndulóns 165 200 40 Aflaukning í Búrfelli 35 520 20 5. áfangi Kvíslaveitu 1.080 85 Nesjavallavirkjun 1 & 2 2x30 2x250 3.500 • 125 Bjarnarflag* 20 165 2.130 85 Hágöngumiðlun* - 135 1.380 120 Samtals 8.810 milljónirkr. * Stofnkostnaður er áætlaður í april 1995, en á verölagi í des. 1994. Hágöngumiðlun tengist virkjunum! Þjórsá. Endurbætur Sogsvirkjana 1.178 milljónir kr. ÆR framkvæmdir sem sérfræðingar Landsvirkj- unar hafa talið hagkvæm- ast að ráðast í með stutt- um fyrirvara til aukinnar orkufram- leiðslu eru bygging 60 megawatta raforkuvers á Nesjavöllum, jarð- gufuvirkjun í Bjarnarflagi í Mý- vatnssveit og aukin vatnsmiðlun á Þjórsár- og Tungnársvæðinu (Há- göngumiðlun). Virkjun á Nesjavöllum talin kosta 3,5 milljarða Skv. upplýsingum Alfreðs Þor- steinssonar, formanns stjórnar Veitustofnana Reykjavíkurborgar, er áætlaður byggingarkostnaður virkjunar á Nesjavöllum 3,5 millj- arðar kr. Talsmenn Landsvirkjunar segja að endanlegar kostnaðartölur við aðrar virkjunarframkvæmdir iiggi ekki fyrir, þar sem enn sé unnið að könnun og undirbúningi þessara áfanga, en í gögnum Lands- virkjunar, sem lögð voru fram á ársfundi fyrirtækisins í apríl sl., er stofnkostnaður virkjunar í Bjam- arflagi áætlaður 2.130 millj. kr. og gerð svokallaðrar Hágöngumiðlunar var talin kosta 1.380 millj. kr., reiknað á verðlagi í desember 1994. Samanlagt yrði kostnaður við þessar framkvæmdir því rúmlega sjö milljarðar kr. varlega áætlað. Einnig þyrfti að ráðast í frekari framkvæmdir í orkuflutningskerf- inu, en engar upplýsingar hafa feng- ist um hvað þær myndu kosta. Að sögn Alfreðs hefur lengi verið gert ráð fyrir að reist verði raforku- ver á Nesjavöllum þegar markaður væri fyrir hendi, fyrst og fremst vegna sölu til orkufreks iðnaðar. Hann segir að ráðast megi í fram- kvæmdir á skömmum tíma ef semj- ist um verð á milli Reykjavíkurborg- ar og Landsvirkjunar og þess gætt að ekki verði gengið óeðlilega mikið á orkuforðann sem til staðar er á Nesjavöllum. „Það er alveg ljóst að ef einhverj- ir nýir aðilar koma inn núna, hvort sem það verður Columbia eða ein- hveijir aðrir, þá er gert ráð fyrir að Nesjavellir korrii inn sem veiga- mikil virkjun og þar verði hægt að framleiða tvisvar sinnum 30 megawött," segir Alfreð. Forkönnun vegna raforkufram- leiðslu á Nesjavöllum hefur þegar farið fram og hafa tvær áfanga- skýrslur litið dagsins ljós á undan- fömum mánuðum. „Þær upplýs- ingar benda til þess að það sé mjög hagkvæmt að virkja á Nesjavöll- um,“ segir Alfreð. í dag verður haldinn fundur tæknimanna Veitu- stofnana og Landsvirkjunar til að fara yfir forsendur og stöðu málsins. Rætt hefur verið um að virkjunin yrði byggð í tveimur áföngum. Stærð hvors áfanga um sig yrði 30 MW. Ársverk við framkvæmdir við fyrri áfanga yrðu 50 talsins og 75 ársverk við síðari áfangann. Aæti- aður heildarkostnaður við virkjunina og línulögn frá Nesjavöllum að að- veitustöðinni á Korpu er, eins og áður segir, 3,5 milljarðar kr. Talið er unnt að ljúka verkinu á tveimur og hálfu ári. 85 ársverk við jarðgufu- virkjun í Bjarnarflagi Talið er vænlegur kostur að reisa 20 MW jarðgufuvirkjun í Bjamar- flagi þar sem næg gufa er fyrir hendi og rannsóknarvinna hefur þegar far- ið fram. Áætlanir hafa gert ráð fyr- ir að orkugeta virkjunarinnar yrði 165 GWst/ári og 85 ársverk þyrfti til við framkvæmdimar. Gerð miðlunarlóns í Köldukvísl með byggingu stíflu við Syðri- Hágöngur hefur verið til skoðunar og hefur forathugun á þessum miðl- unarkosti þegar farið fram. Þykir þetta fýsilegri kostur en að hækka stíflur Þórisvatns. Þama yrði unnt að geyma um 320 gígalítra sem væri síðan hægt að miðla um Köldu- kvísl í Þórisvatn. Talið hefur verið að Hágöngumiðlun myndi auka orkugetu kerfísins um 135 GWst/ári og að ársverk við framkvæmdir yrðu 120. Þessu til viðbótar er talið hugsan- legt að Hitaveita Suðurnesja myndi auka raforkuframleiðslu sína í Svartsengi til að anna aukinni orku- eftirspum við nýja stóriðjuuppbygg- ingu. Þessi mál em ekki fulikönnuð að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. „En það er útlit fyrir að með þessum ráðum myndum við geta annað orku- þörfinni," sagði hann. Knappur tími til stefnu Ofantaldir kostir em taldir nær- tækastir vegna þess knappa tíma sem er til stefnu ef Columbia Alum- inium afræður að ráðast í rekstur álvers hér á landi, sem hæfi starf- semi undir lok næsta árs eða á ár- inu 1997. Stjóm Landsvirkjunar á þó eftir að fara yfir alla kosti. Sú umframorka sem Landsvirkjun býr nú yfir gæti séð fyrir u.þ.b. 70% af raforkuþörf annars hvors aðilans, ISAL, vegna stækkunar álbræðsl- unnar, eða Columbia Aluminium. Af framansögðu er ljóst, að nauð- synlegt yrði að ráðast í verulegar orkuöflunarframkvæmdir á allra næstu ámm ef báðir kostirnir verða að veruleika. Fram hefur komið að framkvæmdir Landsvirkjunar til að anna orkuþörf vegna stækkunar álvers ÍSAL em taldar kosta 2,5 milljarða kr. Einnig hefur verið ákveðið að flýta endurbótum Sogs- virkjana, vegna stækkunar álvers- ins, sem áætlað er að muni kosta 1.178 millj. kr. Þeir þrír kostir sem nú eru í athugun og myndu duga til þess að mæta aukinni orkuþörf, ef samningar verða gerðir um nýjan orkufrekan iðnað hér á landi, gætu skv. áætlunum kostað rúma sjö milljarða kr. eins og áður segir. Samtals yrði því um nálægt 11 millj- arða kr. fjárfestingu að ræða í raf- orkukerfmu skv. þessum áætlunum. Eru þá ótaldar framkvæmdir við orkuflutningskerfíð. f- | i S \ >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.