Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins UN DEUX Trois Soleil fjallar um unga móður sem berst fyrir lífi sínu í hörðum heimi þar sem myndbandstæki eru varin með hlaupsöguðum haglabyssum. Þroskasaga Biddíar Nýtt o g sígilt KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnbog- ans og kvikmyndaklúbbsins Hvíta Ijaldsins hefst í dag með sýningu myndarinnar Cyclo eftir Víetnamann Tran Anh Hung en enskt nafn hennar er Rickshaw Boy. Myndin sigraði á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í haust. Sérstaklega er vandað til hátiðarinnar í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar og verður hún lengri en fyrri ár. Sýndar verða bæði nýlegar myndir, sem vakið hafa athygli, og sígildar. Meðal athyglisverðra mynda á hátiðinni er Un Deux Trois So- leil eftir leiksljórann Bertrand Blier. Myndin gerist í fátækra- hverfum Frakklands þar sem kynþáttafordómar og atvinnu- leysi ráða ríkjum. Myndin fjallar um unga móður sem berst fyrir lífí sínu í hörðum heimi þar sem myndbandstæki eru varin með hlaupsöguðum haglabyssum. The Escort heitir ítölsk sþennumynd eftir leikstórann Ricky Tognazzi en hann hefur unnið til fjölda verðlauna. Ultra er kunnasta mynd hans en fyrir leikstjórn hennar fékk hann Gull- björninn á kvikmyndahátíðinni i Berlín árið 1991 og evrópsku Felix-verðlaunin. The Escort segir af fjórum lífvörðum sem fá það erfiða verkefni að gæta hæstaréttardómara í landi maf- iunnar. And the Band Played On er stjörnum prýdd mynd frá Banda- ríkjunum sem er í raun leikin heimildarmynd um alnæmi. Með aðalhlutverk fara Matthew Mod- ine, Phil Collins, Alan Alda, Ric- hard Gere, Steve Martin, Ian McKellen og Anjelica Houston. Leikstjóri er Roger Spottiswo- ode. An Awfully Big Adventure er nafn nýrrar myndar frá tvieyk- inu sem stóð að gamanmyndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför. Leikstjórinn Mike Newell stýrir Hugh Grant sem leikur tauga- veiklaðan leikstjóra í litlu leik- húsi í Liverpool um miðja öldina. Aðrar myndir sem sýndar verða á hátíðinni eru Un Cæur en Hiver eftir Claude Sautet, Picture Bride eftir Kayo Hatta, Clerks eftir Kevin Smith, Kids eftir Larry Clark, Mrs. Parker & the Vicious Circle eftir Alan Rudolph, Younger and Younger eftir Percy Adlon, Yvonne’s Perfume eftir Patrice Leconte, Le Fils du Requin eftir Agnes Merlet, Delicatessen eftir Jeunet og Caro, Henry eftir Michael Rooker, Les Patriotes eftir Eric Rochant og Somebody to Love eftir Alexandre Rockwell. Hátíð- in stendur að minnsta kosti út nóvembermánuð. BOKMENNTIR Skáldsaga KANABARN eftir Stefán Júlíusson. Bókaútgáfan Björk 1995 — 166 síður. NAFN sögunnar gefur mikið til kynna um verkið en er þó tvírætt. Kanabarn er ein aðalpersónan en barnið sem hún gengur með gæti verið það líka. Sagan er þéttbýlis- saga og gerist að mestu á einu sumri sem hefur í för með sér miklar breytingar fyrir hina fimmt- án, bráðum sextán ára gömlu Biddí. Hún er ástfangin af Kana á Vellinum en hann yfirgefur landið án þess að kveðja. Til að gleyma ástinni sinni ræður Biddí sig í sveitavinnu hjá einbúa nokkrum. Hún kann vel til verka á öllum sviðum og kennir bóndanum sitt- hvað. Um svipað leyti og hún kemst að því að hún er með barni fær hún bréf frá Kananum. En málin fara fyrst að flækjast þegar amma hennar kemur við sögu. Amman átti stúlku með dáta og sú stúlka átti Biddí með dáta en hvarf síðan. Amman hefur því alið Biddí upp og óttast nú örlög hennar. Álögun- um léttir ekki af fjölskyldunni fyrr en það fæðist drengur. Umskiptin í lífi Biddíar eru mik- il. Hún breytist úr unglingi í full- orðinn einstakling, verður eigin- kona, elur barn og síðast en ekki síst flytur hún til Bandaríkjanna. Hún stígur inn í heim fullorðinna á íslandi auk þess sem hún er ekki fær í ensku og eiginmaðurinn talar því barnamál við hana. Vinir hans gera sér að leik málleysi hennar og kenna henni „slangurmál, fjöl- breytilegt og harla kynduglega samsett og myndað". Tungumálið er fyrirferðarmikið og stór hluti sögunnar. Mikið er af málsháttum og orðatiltækjum auk sjaldgæfra orða og verkið því ágæt heimild um íslenska tungu. Lagt er upp með að persónur hafi ólíkan orðaforða eftir aldri en þetta tekst misvel. Sérstaklega rennur það út í eitt í samtölum og sem dæmi má taka þegar Biddí trúir ömmu sinni fyrir framtíðaráætlun- um sínum. Hún segist ætla að læra á „nýmóðins tölvur“. Engum sext- án ára unglingi flnnst tölvur vera „nýmóðins" tæki, þær eru sjálf- sagður hlutur. Samtal bandarískra hermanna hljómar annarlega þar sem innan sömu málsgreina má finna orðin „aplafyli" og „höfuð- sóttargemlingur" annars vegar en „buss“ og „kampur" (bus/camp) hins vegar. Þar sem verkið snýst oft um tungumálið er leiðinlegt hversu prófarkalestri er ábótavant. Verkið er í senn barátta milli tilfinninga og skynsemi, örlaga og ákvarðana, góðs og ills. Þroska- sögu Biddíar tengjast aðrir atburð- ir sem eiga að varpa enn frekari ljósi á skapgerð hennar. Stundum er þetta óþarflega langsótt en er í takt við sögumann sem heldur skoðunum feðraveldisins vel að le- sanda. Það kemur best fram í lýs- ingum á högum kvenna sem eru húsmæður og uppalendur fyrst og fremst og allt annað kemur á eftir auk eignarréttar karla í beinan karllegg. Verkið er titlað skáldsaga en er um margt skyldara unglinga- sögu. Heimur unglingsins er í brennidepli en þó er ekkert nýtt sem skýrt getur heim unglinga fyrir fullorðnum heldur er um að ræða verk þar sem unglingar gætu séð fullorðna í skíru ljósi. Kristín Ólafsdóttir Líf Maríu Kvikan horfin María, konan bak við goðsögnina, er titillinn á ævisögu Maríu Guðmundsdóttur, sem Ingólfur Margeirsson hefur skrifað. Bókin er yfír 300 blaðsíður að lengd og ríku- lega myndskreytt úr margbrotnu lífí, sem bar Maríu upp í hæsta glæsilíf og niðurbrotna í lægsta öldudal. í við- tali segir hún Elínu Pálmadóttur að nú sé hún búin að raða púslubitunum í lífí sínu saman. MÉR líður afskaplega vel, segir María þegar hún er á útgáfudegi bókarinnar hjá Vöku- Helgafelli spurð hvernig sé að senda þetta lífspúsluspil frá sér og út á almennan mark- að. Hún lítur á það sem timamót í lífi sínu.„Bæði er ég sátt við bókina og mér þykir vænt um hana. Ég ákvað að fara alla leið, vera hreinskilin og er sátt við að hafa hvergi vikið undan. Ég er sátt við mitt líf og að þar skuli allt vera komið á hreint. Kvikan er horfin", segir hún og bætir við. „Mér finnast það vera forréttindi að fá tækifæri til að endurlifa allt mitt líf. Auðvit- að átti ég það og það fylgdi mér. En margt hefí ég falið í sálu minni, án þess að taka það fram, eins og ættleiðingu mína, sem var eins og kvika, sem ég held að fylgi okkur öllum sem ölumst upp hjá öðrum en blóðfor- eldrum. Um hana losnar ekki fyrr en maður veit þetta. Og þegar ég vissi loksins að ég var ekki fædd af foreldrum mínum, þá vann ég ekki úr því.“ En af hveiju vildi hún einmitt núna draga þetta og arinað fram í ævisögu og nálgaðist Ingólf Margeirsson til þess? Var hún ekki hætt við það eftir vonda reynslu? „Jú, það er rétt. í fyrra skiptið gerði ég samning um bók sem átti bara að vera til hálfs mynda- efni og til hálfs texti frá mér, en eftir að slitnaði upp úr því samstarfi hafði ég gefið allt slíkt frá mér. En þegar ég gat ekki feng- ið tilbaka gögnin um líf mitt, sem liggja skrifuð og á spólum í innsigluðum kössum, þá ákvað ég að segja mína sögu sjálf. Ég var búin að sjá að uppi voru ýmsar ranghug- myndir um mig og mitt starf. í því hafði ég aldrei pælt áður. Þar sem ég á ekki afkom- endur, þá er enginn annar en ég sem þekk- ir mitt líf og getur lesið úr því efni. Því vil ég vera búin .að gera það sjálf ef eitthvað kynni að henda mig.“ Öll spilin María kveðst þó ekki hafa gert sér í hugar- lund hvers lags vinna þetta yrði. „Ég hefi engan áhuga á að skrifa um glanspíu, en ég hefí áhuga á þínu Iífl“, hafði Ingólfur sagt við hana.„Ég þekkti Ingólf gegn um systur hans. Og þégar ég komst að því hvers konar manngerð hann er, ekki bara stórkost- Morgunblaðið/Ámi Sæberg. MARÍ A Guðmundsdóttir legur rithöfundur að mínum dómi, heldur líka fordómalaus maður og húmanisti, þá fann ég að ég gat treyst honum 100%. Þá ákvað ég að leggja öll spilin á hans borð. Ingólfur er er alveg einstakur maður og heilmikill sálfræðingur. Þegar ég fann hve vel hann fór með mig og allan minn sárs- auka, þá varð samvinnan eðlileg og hnökra- laus og okkur varð aldrei sundurorða. María fékk höfundinum Ingólfi Margeirs- syni semsagt óhikað 10 þúsund blaðsíður úr dagbókum, sem hún skrifaði daglega um árabil og 1300 bréf úr einkasafni sínu. Þar eru bréf sem hún skrifaði foreldrum sínum allt frá 1949, þegar hún er 7 ára gömul. Ingólfur segir að sig hafi í fyrstu sundlað þegar hann sá allan þennan efnivið, en eftir að þau höfðu skroppið saman norður á Strandir, þar sem María átti sín fyrstu 11 ár, þá settist hann við að lesa þetta, sem tók lungann úr vetrinum , áður en þau tóku svo til við ítarleg samtöl hér og erlendis. „Þetta byggði allt braut á milli okkar, svo liggur við að mér finnist ég þekkja hana betur en hún sjálf“, skýtur Ingólfur inn í.„Mér hefur þótt svo fróðlegt að sjá hvemig mannshugurinn vinnur, hvemig hann skekk- ir tímann, það sem er erfitt styttir tímann f minningunni, en góðar minningar verða að lengri tíma en þær raunverulega stóðu yfir. Dæmi er minningin um Luis, mestu ástina í lífí Maríu. Hún var hörð á að það samband hefði staðið miklu lengur en dagbækumar segja til um. Það verður henni lengra af því hún hélt áfram að elska hann. Ingólfur segir að það sem mest hafí heill- að hann sé sálfræðin í sögu Maríu, ættleið- ingin og til að nálgast tilfínningar hennar, þá séu draumarnir, sem eru teknir óbreyttir upp úr dagbókum hennar, skrifaðir jafn- óðum. Þótt hann nýti þá í öðru formi þá minna þeir dálítið á okkar fornu hefð, þar sem íslendingasögurnar eru fullar af draum- um. í heimilda- og auglýsingamyndir Undanfarin ár hefur mikill tími Maríu farið í vinnslu á ævisögu hennar. Og þótt hún hafí alltaf verið og sé enn í minni hátt- ar ljósmyndunarverkefnum erlendis fyrir blöð, þá gat hún ekki tekist á við stórverkefn- in sem hana langaði til. Hún var komin á fulla ferð í tískuljósmyndun í París þegar uppstyttan varð. Hvað ætlar hún nú að taka fyrir þegar bókin er komin út? Hún segist fyrst verða að fara til Bandaríkjanna og takast á við 3 verkefni, tískuljósmyndun, sem hún er með í takinu. En jafnframt játar hún að hún standi á vissum tímamótum í lífi sínu. Um- boðsmaður hennar í París, Christíne Carel, er hætt störfum, svo hún yrði ekki með henni lengur. „Mér finnst satt að segja ég vera búin að vera allt of lengi í þessum bransa og er tilbúin til að breyta til, fá mér kvikmyndavél", segir hún. „Áhuginn er far- inn að dvína á tískunni og ég er farin að hugsa um að fara út í að gera heimilda- og auglýsingamyndir. Ég er ekki hætt öllu, bætir hún við og er reiðubúin til að takast á við ný viðfangsefni. „Ef mitt nýja líf vérður á erlendri grundu, sem er líklegast, þá mun ég alltaf hafa þörf fyrir að koma heim og endurnærast. Og ég vonast til að halda áfram að eiga heimili mitt hér í Úthlíðinni. Það hvorki vil ég né sé að geti breyst“, segir María að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.