Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RÖGNVALDUR
FINNBOGASON
+ Rögnvaldur
Finnbogason
fæddist í Hafnar-
firði 15. október
1927. Hann lést á
heimili sínu í Borg-
arnesi 3. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Finnbogi Jónsson,
verkamaður í Hafn-
arfirði, f. 1892, d.
1974, og Ingibörg
Magnúsdóttir hús-
freyja, f. 1893, d.
1970. Systkini hans
eru Sesselja Mar-
grét, f. 1919, og Jón Magnús,
f. 1921.
Fyrri kona Rögnvalds er
Erla Gunnarsdóttir skrifstofu-
maður, f. 1930. Böm þeirra
em: Hildur, f. 1953, kennari,
gift Páli Benediktssyni, f. 1953,
fréttamanni, og Þrándur, f.
1954, vélstjóri, kvæntur Sigríði
R. Þórarinsdóttur, f. 1958, hús-
móður. Seinni kona Rögnvalds
er Kristín Rannveig Thorlaeius,
kennari, f. 1933. Böm þeirra
em: Áslaug Thorlaeius, f. 1955,
sagnfræðingur, gift Sven Asch-
berg, f. 1955, sagnfræðingi,
Ingibjörg, f. 1961, bókasafns-
fræðingur, gift Árna Þór Vé-
steinssyni, f. 1960, landfræð-
ingi, Ragnhildur, f. 1962, leik-
skólakennari, gift Markúsi
Gunnarssyni, f. 1964, verslun-
armanni, Sigurður Thorlacius,
f. 1964, jarðskjálftafræðingur,
kvæntur Nönnu
Lind Svavarsdótt-
ur, BA, f. 1965,
Finnbogi, f. 1965,
jarðfræðingur,
kvæntur Sæbjörgu
Kristmannsdóttur,
f. 1964, kennara,
Ömólfur Einar, f.
1969, eðlisfræðing-
ur, kvæntur
Magneu Þóru Ein-
arsdóttur, f. 1971,
heimspekinema. Ól-
afur, f. 1975 jarð-
eðlisfræðinemi.
Barnaböm Rögn-
valds em 19.
Rögnvaldur lauk guðfræði-
prófi frá Háskóla Islands árið
1952 og var vígður sama ár.
Hann nam trúarbragðasögu við
Lundúnaháskóla 1952-53.
Hann var sóknarprestur í
Skútustaðaprestakalli 1952,
Bjamanesprestakalli 1954-59,
Mosfellsprestakalli í Grímsnesi
1959-61, Valþjófsstaðarpresta-
kalli 1961-62, Stafholtspresta-
kalli 1962-65, Hofsprestakalli
í Vopnafirði 1965-68, Seyðis-
fjarðarprestakalli 1968-71,
Siglufjarðarprestakalli
1971-73 og Staðarstaðar-
prestakalli 1973-95. Jafnframt
stundaði hann kennslu, þýðing-
ar og ritstörf.
Útför Rögnvalds verður gerð
frá Borgameskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður á Staðarstað.
HAUSTIÐ 1949 lágu leiðir okkar
Rögnvaldar Finnbogasonar fyrst
saman. Ég var þá að heíja nám í
guðfræðideild, en Rögnvaldur, sem
hafði setið í deildinni veturinn áð-
ur, hafði tekið þá ákvörðun að
hverfa frá námi um stundarsakir
a.m.k. og gerast kennari við Skóga-
skóla. Eg sótti hann heim upp á
Sjafnargötu 6, þar sem hann dvaldi
þá, þeirra erinda að kaupa af honum
eitthvað af þeim bókum, sem nota
skyldi við guðfræðinámið. Viðskipt-
in gengu greiðlega, og innan stund-
ar hélt ég heim á leið með vænan
bókapakka undir hendinni. En það
voru ekki bækurnar, sem á þeirri
stundu voru mér efst í huga, heldur
Jiinn fyrrverandi eigandi þeirra.
mnn hafði eitthvað það við sig, sem
ekki var auðvelt að gleyma. Ljósa
hárið hans, karlmannlegur vöxtur,
rödd, sem bæði var hljómmikil og
hlý, svipur, sem vitnaði um góðleik
og greind, og augun, sem horfðu
björt og dreymandi til óræðrar
framtíðar. Slík var myndin af Rögn-
valdi Finnbogasyni, sem ég átti í
barmi geymda eftir fyrstu samfundi
okkar.
Svo birtist Rögnvaldur aftur í
guðfræðideildinni. Eitthvað hafði
hann hugað að möguleikum á námi
í öðrum deildum, en ekki fundið
neina fótfestu þar. Hann var svo
leitandi og óráðinn á þessum árum.
En greinilegt var þó, að sú taugin,
sem togaði hann með mestu afli,
átti rætur sínar í guðfræðinni, og
þar kom að lokum, að hann tók að
einbeita sér að henni, lagðist fast
á árina og lauk prófi með glæsibrag
á ótrúlega skömmum tíma, þegar
aðstæður allar eru hafðar í huga.
Það var vorið 1952 sem við luk-
um embættisprófi fimm saman og
vorum allir vígðir af herra Sigur-
geiri Sigurðssyni biskupi 27. júlí
það ár. Prófræða Rögnvaldar verð-
ur mér sérstaklega minnisstæð.
Hún var svo vel samin, falleg og
áhrifarík. Textinn var líkingin al-
kunna af „góða hirðinum" úr 10.
kapítula Jóhannesarguðspjalls.
Flutningurinn var þróttmikill, boð-
skapurinn bjartur.
Eftir prófið var Rögnvaldur mjög
óráðinn í hvað gera skyldi. Efínn
sótti á hann og innri barátta var
háð. En þeirri baráttu lauk, í bili
a.m.k., með þeirri ákvörðun að vígj-
ast til Skútustaðaprestakalls. Við
Ástkær sonur okkar,
RAGNAR INGI HALLDÓRSSON,
er látinn.
Fyrir hönd barna, systkina og annarra vandamanna,
Elín S. Jakobsdóttir, Halldór Guðjónsson.
1 + Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, lang- afa og sambýlismanns, " KARLSR. GUÐMUNDSSONAR úrsmiðs, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands. Bogi Karlsson, Kristín A. Guðmundsdóttir, Kolbrún K. Karlsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson, Erlín K. Karlsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
hinir vorum þegar ákveðnir hvert
halda skyldi. Eggert Ólafsson vígð-
ist til Kvennabrekkuprestakalls,
Fjalar Sigurjónsson til Hríseyjar-
prestakalls, Sváfnir Sveinbjamar-
son til Breiðabólstaðarprestakalls
sem aðstoðarprestur föður síns og
undirritaður til Keflavíkurpresta-
kalls. Vígsludagurinn okkar var
sólfylltur hásumardagur. Stundin í
Dómkirkjunni, kyrrlát, hugljúf og
hátíðleg, snerti okkur vígsluþegana
djúpt. Sjálfur hefír sr. Rögnvaldur
frá því sagt, að á þeirri helgu stundu
hafí efasemdimar þó einnig gert
vart við sig.
Fyrstu árin eftir vígsluna áttum
við sr. Rögnvaldur talsvert saman
að sælda og kynntumst allnáið. Þá
urðu mér ljósir hinir listrænu eigin-
leikar hans, bæði hvað snerti feg-
urðamæmi forms og lína og eigi
síður ljóðlistin, sem í barmi hans
bjó. Hann var áreiðanlega efni í
mikinn listamann, ef hann hefði
fetað út á þær brautir. En kirkjan
var alltaf að kalla og því kalli hlaut
hann að hlýða, af því að sterkasti
strengurinn í hjarta hans var trúar-
strengurinn, þó svo að ýmsum fynd-
ist hann ekki alltaf fara troðnar
slóðir í trúarefnum.
Hann þreifaði víða fyrir sér fyrri
hlutann á prestsferli sínum. En síð-
ustu 20 árin þjónaði hann Staðar-
stað og bjó þar ásamt sinni góðu
og mikilhæfu konu, Kristínu Rann-
veigu Thorlacius og börnum þeirra.
Þau sátu Staðarstað með þeirri
sæmd og reisn, sem þeim sögu-
fræga stað ber og góð vom þau
hjónin heim að sækja.
Sr. Rögnvaldur var lítt fyrir það
gefínn að láta á sér bera. Hann
kaus að vinna verk sín í kyrrþey
og leitaði aldrei eftir mannlegu lofí.
Hann var vinur hinna smáu, góður
þeim sem áttu bágt, hjartahlýr og
hjálpfús þar sem hann vissi þörf á
bróðurhendi. í góðra vina hópi var
hann glettinn, glaðvær og bráð-
skemmtilegur, húmoristi eins og
þeir gerast bestir, en um leið var
hann víðsýnn hugsuður og víðförull
hugsjónamaður, bæði í beinni og
óbeinni merkingu. Sá vegvísir, sem
hann öðm fremur fylgdi í boðun
sinni og þjónustu, fínnst mér vera
fólginn í þessum orðum frelsarans:
„Sannlega segi ég yður, það allt
sem þér gjörðuð einum minna
minnstu bræðra, það hafíð þér gjört
mér.“
í ljóðabók eftir sr. Rögnvald,
„Hvar er land drauma“, sem út kom
á þessu ári, heitir upphafsljóðið
„Kvöld í kirkjunni“. Þar er gamli
presturinn, þ.e.a.s. hann sjálfur, að
gera upp reikningana við líf sitt,
Guð sinn og kirkjuna sína. Þar seg-
ir m.a.:
Gamli presturinn skildist við kirkju sína
með trega, fannst hún hluti af sjálfum sér.
Hann sneri sér fram og lyfti höndum
til að blessa húsið og ósýnilega gesti þess
gekk hægt til dyra
sneri sér enn að altari í dyrunum
og gerði krossmark fyrir sér
með þijá fingur í hjartastað
því hann trúði á Ljósið innra,
guðdómsneistann í hjarta mannsins.
Þannig kvaddi hann, með bæn
og blessandi höndum.
Þannig vil ég einnig blessa bjarta
minningu míns burtkvadda starfs-
og vígslubróður. Eiginkonu og
bömum sendum við hjónin einlægar
samúðarkveðjur.
Björn Jónsson.
Látlaus er Staðarkirkja á Snæ-
fellsnesi að sjá á grónu sléttlendi
umgirt háum fjöllum í fjarska, en
þegar inn í hana er komið blasir
við lita- og listfegurð. Fáar kirkjur
hér á landi eru jafn vel búnar vönd-
uðum listaverkum. Þau mynda
fagra heildarmynd allt frá altaris-
töflunni, sem sýnir bátskel á regin-
hafí með skýjaðan himin yfir sér,
að ofínni mynd yfír dyrum, sem
felur í sér sérstæð trúarform. Flest
verkanna eru eftir vel þekkta ís-
lenska listamenn þó þessi tilteknu
verk séu eftir erlenda listamenn
sem hafa kynnst klerkinum á Stað-
arstað, séra Rögnvaldi Finnboga-
syni, og Kristínu Thorlacius eigin-
konu hans, stórhug þeirra og gest-
risni sem augljós var öllum sem
höfðu af þeim einhver kynni.
Búnaður kirkjunnar er þeirra
framtak og lýsir ekki. aðeins lista-
mönnunum heldur þeim líka, list-
rænni lífsskynjun þeirra, smekkvísi'
og trú sem tjáir sig ekki aðeins í
orðum heldur í táknmyndum og fjöl-
breyttu Iitrófí víðsýnna viðhorfa.
Mér fínnst sem ég hafí kynnst
séra Rögnvaldi löngu áður en eigin-
legum fundum okkar bar saman.
Ég hafði heyrt hann flytja erindi í
útvarp, m.a. fróðlega þætti um
framandi trúarbrögð á sérlega hríf-
andi hátt, með sterkri, djúpri og
hljómþýðri röddu og heyrt af honum
sögur. En mér þótti sá vitnisburður
bestur og trúverðugastur er kominn
var frá Jóni afa mínum í Maggasíni
á Seyðisfírði, sem var hagyrtur og
kvaðst oft hafa sótt Guðsþjónustur,
þegar séra Rögnvaldur þjónaði þar,
því hann væri málsnjall og hefði
ávallt haft eitthvað merkilegt að
segja.
Svo höfðum við hist og átt góða
samleið á merkri prestastefnu á
Hólum í upphafí níunda áratugar-
ins. Séra Rögnvaldur hafði þar
margt til mála að leggja því megin
umræðuefnið var trú, friður og
ófriðarhætta, kjamorkuvopn og
lífsógnir, en það hafði fram að því
verið svo ginnheilagt efni innan
Þjóðkirkjunnar að næsta lítið var
um það talað á fundum nema þess
væri gætt að „veijendum" okkar
og vamarmætti þeirra væri hrósað.
En skyndilega var hægt að efast
um réttmæti þess á prestastefnu
og leggja siðferðilegt mat á vopna-
kapphlaupið og horfast í augu við
skelfingu þess og vitfirringu og við-
urkenna blekkingar Mammons-
dýrkunar og auðhyggju og fölsun
margra fagurra hugsjóna.
Rögnvaldur hafði alist upp á al-
þýðuheimili í hrauninu í Hafnarfírði
og kynnst kröppum kjörum svo sem
glöggt kemur fram í bók þeirri sem
Guðbergur Bergsson hefur skrifað
um hann, „Trúin, ástin og efinn“.
Ungur hafði hann talið svo sem
fleiri á þeirri tíð, að í Ráðstjórnar-
ríkjunum væri sú sól að rísa sem
ylja myndi fátækum og þjáðum og
brenna í sundur kúgunarfjötra og
felagsleg helsi, en það hafði síðar
mnnið upp fyrir honum, að sú sól
átti enga kærleiksgeisla. Vonin um
það hafði dáið á hjambreiðum Gul-
agsins enda segir hann í Ijóði: „Allt
hverfðist í andstæðu sína, sannleik-
ur varð að lygi, frelsið að fjötrum
og spámannlegar sýnir drukknuðu
í blóði.“
Nýútkomin ljóðabók séra Rögn-
valdar, „Hvar er land Drauma",
dregur í ljósum myndum fram lífs-
reynslu hans, vonir og vonbrigði,
hugsjónir og drauma. Rússland
hafði haft mikil áhrif á hann, ekki
réttlætisdraumurinn, sem kaldir
kommúnistar létu sig þar dreyma
og breyttist í martröð, heldur auðug
trúararfleifð þjóðarinnar er lifði af
ofsóknir og afneitun. Guðræknin
gerði það, sem sýnir sig í íkonun-
um, helgimyndunum merkingar-
miklu sem veita í dýrlingasvip inn-
sýn í nýja veröld, ekki mannlegra
markmiða heldur Guðlegs tilgangs.
Japan dró hann líka til sín. Þau
Kristín komust þangað að lyktum
og enn sem fyrr, hvar sem Rögn-
valdur var á ferð, fékk ekki yfir-
borðsmynd og háreysti deyft skynj-
un hans og næmi, hvorki gler og
plast, ljótleiki og olíuþræsa né hrað-
skreið lest sem gerir strjála byggð
að samfelldum vegi. En við Zenhof-
ið, þar sem munkarnir sýsla um
sinn fræga Ryoan-Ji garð hinna
sextán steina og ijóður opnast og
brosmildar stúlkur bjóða ilmandi
japanskt te, verndargripi og blæ-
vængi, var loks að fínna það Japan,
er hann leitaði að og var ósnortið
af kaupskap og prangi.
Rögnvaldi tókst í ljóðum sinum
órímuðum en þó formfögrum í klið-
mjúkri hrynjandi að lýsa vel reynslu
sinni og ferðum, ekki með upptaln-
ingum og nákvæmum staðarlýsing-
um heldur með því að bregða upp
ljósum myndum af eigin viðbrögð-
um og skynjunum svo aðrir eignast
hlutdeild í vitund hans sjálfs við
lestur þeirra. Þessi ljóð eru mér
dýrmæt og þeim öðrum sem áttu
Rögnvald að. Þau bæta fögrum
dráttum við myndina af honum
sjálfum.
Þær eru reyndar all margar ljós-
myndimar sem ég á frá Staðarstað,
teknar í þau fáu skipti sem við
Þórhildur komum þangað ásamt
sonum okkar nú síðustu árin, en
löngu fyrr höfðum við verið hvött
til að koma og viðtökurnar voru
einstaklega umvefjandi og hlýjar.
Myndimar sýna kirlquna, prestsetr-
ið, listaverk og íkona, en eru dýr-
mætastar fyrir það, að við Rögn-
valdur erum saman á þeim nokkrum
og munu minna á vináttu okkar.
Það var líka sérlega ánægjulegt að
fá séra Rögnvald í heimsókn í fjörð-
inn þar sem hann átti rætur. Það
fylgdu honum ávallt ferskir straum-
ar og andrúm íjölþættrar menntun-
ar og menningar, djúprar mennsku
og lífslotningar.
Rögnvaldur hafði kynnt sér vel
kristna íhugun og stundaði hana,
„Guð er minn Guð“, orð úr passíu-
sálmi var „formúla" hans eða
„mantra“ svo notað sé indverskt
orð enda viðlíka íhugun þýðingar-
mikill þáttur í búddískri trúargeymd
þó hafí þar aðrar viðmiðanir en inn-
an kristni. Kynni af framandi trúar-
háttum rýrðu ekki kristinn trúar-
jarðveg að áliti hans heldur drógu
margt dýrmæti fram sem hafði
dulist þar lengi og sást nú aðeins
úr fjarska. Uppgjör sitt við dvöl
sína og þjónustu á Staðarstað sem
jafnframt er uppgjör við líf hans
allt og viðmiðanir nefnir Rögnvald-
ur í upphafsljóði bókar sinnar,
„Kvöld í kirkjunni“. Það geymir
opinskátt og einlægt samtal sálar
við Guð. Og hann spyr þar: „En
voru þessi ár mín hér þá til nokk-
urs Drottinn? Skiptu þau þig nokkru
+
Elskulegur sonur minn og faðir okkar,
HAFÞÓR L. FERDINANDSSON,
lést þann 7. nóvember.
Bára LýSsdóttir
og börn hins látna.
Móðir okkar,
UNAHULD
GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á heimili sínu 8. þessa mánaðar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Synir hinnar látnu,
Haraldur, Valgarður,
Hermóður og Þórhallur.