Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 45
i MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 45 I I I I i I i i I ; i i i i i í i i i : í I I í i I ■I +Guðbjörg Magnúsdóttir fæddist 2. júní 1914 í Landsbroti í Kol- beinsstaðarhreppi. Guðbjörg lést 3. nóvember síðastlið- inn í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru María Ólafs- dóttir fædd 7. febr- úar 1882, dáin 17. febrúar 1970, og Magnús Jóhannes- son fæddur 3. nóv- ember 1880, dáinn 1. febrúar 1969. Systkini Guðbjargar voru: Guð- mundur Magnússon, bifreiða- s^jóri, látinn. Ólafur Magnússon, húsasmíðameistari, látinn. Magnús Magnússon, bifreiða- sljóri, látinn. Katrín Magnús- dóttir, húsmóðir, látin, Valgerð- ur Magnúsdóttir húsmóðir og Kjartan Magnússon. Hafðu þðkk fyrir öll þín spor. Það besta sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvfldin góð... (Davíð Stefánsson) í dag langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Guð- bjargar Magnúsdóttur. Þegar ég var lítil var alltaf svo Guðbjörg giftist Karel Ingvarssyni 21.10. 1939. Hann lést árið 1942. Helga Magnússyni giftist hún síðan 16.6. 1945. Hann lést einnig fyrir ald- ur fram eða 52 ára. Börn Guðbjargar eru: Erla M. Karels- dóttir, fædd 21. október 1940, Karel I. Karelsson, fædd- ur 4. maí 1943, Mar- ía S. Helgadóttir, fædd 31. janúar 1946, Magnús J. Helgason, fæddur 28. september 1947, og Erlendsína G. Helga- dóttir, fædd 4. nóvember 1948. Barnabörn Guðbjargar hei- tinnar eru 17, barnabarnabörn 12 og stjúpbörn eru 3. Útför Guðbjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. gaman þegar amma kom með rút- unni til Keflavíkur í heimsókn og mikil spenna var í loftinu þegar hún opnaði töskuna og sjá hvað hún geymdi mikið. Það er mér minnisstætt er við dvöldum sumarlangt hjá henni í Hafnarfirði þegar mamma mln var í námi, þá fékk ég tækifæri til að kynnast henni betur, minningin um þetta sumar hefur alltaf verið ofar- lega í huga vegna hlýjunnar frá ömmu minni og hvað við vorum velkomin. Árið 1985 bjó ég hjá ömmu heil- an vetur. Þá skemmtum við okkur mjög vel saman. Það var svo margt sem hún kenndi mér eins og setja rúllur í hár og hengja þvott fallega upp á snúru og margt fleira. Orð fá ekki lýst hversu við eigum eftir að sakna hennar, hlátursins, brossins, hlýjunnar og lyktarinnar. Guð blessi minninguna um ömmu mína. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem Guðsbam hér gefðu, sætasti Jesú, mér. (Hallgrimur Pétursson) Þórunn fris Þórisdóttir. Hún mamma mín er dáin. Hún var ekki eingöngu móðir mín, heldur líka minn besti vinur. Þessa stund óttaðist ég sem bam og kveið eftir að ég varð fullorðin. Mamma var alltaf til staðar, hún var heima á meðan við börnin þurftum hennar með, og ef hún þurfti að bregða sér frá þá var gjaman spurt: Er enginn heima? Mamma var glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Kvartaði aldrei eða krafð- ist nokkurs fyrir sjálfa sig. Þó hafði hún kannski ástæðu til annars. Móðir mín giftist föður mínum Karel Ingvarssyni 21.10. 1939 og ári seinna, sama mánaðardag, fæð- ist undirrituð. Tveimur árum eftir að þau giftust fórst faðir minn með togaranum Jóni Ólafssyni, en togarinn lagði af stað heim til ís- lands frá Englandi 21.10. 1942 á giftingardegi þeirra, og afmælis- degi mínum. Ekkert var vitað um afdrif togarans. Þetta tók mikið á móður mína, sem var þá barnshaf- andi og eignaðist hún son, Karel I. Karelsson, 4. maí 1943. Aldrei talaði hún um þennan erfiða tíma. Karel faðir minn átti son, Óskar Karelsson, áður en hann kvæntist mömmu. Milli mömmu og fjöl- skyldu Óskars var alltaf náið sam- band og áttu þau margar ánægu- stundir saman. Mamma fór með mig og Karel bróður minn í vist upp á Akranes og seinna til Hafnar- fjarðar. Þar kynntist hún seinni manni sínum Helga Magnússyni frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd. Þau giftust 16. júní 1945. Þau eignuð- ust þijú böm, Maríu, Magnús og Erlendsínu. Þau áttu sitt heimili á Hellubraut 7 í Hafnarfirði. Helgi pabbi minn átti þijú börn frá fyrra hjónabandi, Óskar sem nú er lát- inn, Erlu og Valberg. Álla tíð var mjög kært með börn- um föður míns af fyrra hjónabandi og móður minnar. Sýndu þau henni hlýjuog vinsemd sem þeim er þökk- uð. Ég man hvað ég var glöð að eignast annan pabba. Hann reynd- ist okkur bróður mínum sem besti faðir og aldrei fann ég fyrir öðra en elsku og væntumþykju eins og við værum hans eigin böm. Pabbi var ekki heilsuhraustur, en hann var ósérhlífinn og hörkuduglegur. Fjöratíu og sex ára fékk hann heila- blóðfall og var þá við störf úti á sjó. Hann náði adlrei heilsu eftir það og lést 52 ára. Sömu helgi og hann dó átti að ferma yngstu börn þeirra, en fermingu var frestað þar til viku eftir jarðarför föður þeirra. Þessi tími var erfiður fyrir mömmu en sem áður stóð hún eins og klett- ur og kvartaði ekki. Það var ekki um annað að ræða en að standa sig með fjóra unglinga á heimilinu. Þá var ekki um áfallahjálp eða aðra utanaðkomandi hjálp að ræða. Stuttu eftir að mamma missti seinni mann sinn, fór hún að finna fyrir óþægindum og þyngslum fyr- ir bijósti. Nokkram áram seinna kom í ljós að hún var með krans- æðastíflu. Mamma vann í frysti- húsi eftir að hún varð ekkja og síðan við ræstingar. Fyrst á Kópa- vogshæli og síðan á Fæðingardeild Landspítalans. Einnig vann hún við ýmis önnur störf. Mamma hafði mjög gaman af því að ferðast. Meðan hún vann í íshúsi Hafnar- fjarðar fór hún mörg sumur með vinnufélögum sínum í ferðir um landið og naut þess mjög. Einnig fór hún margar ferðir með slysa- vamafélaginu Hraunprýði og talaði hún oft um þessar ferðir. Hún fór líka nokkram sinnum utan og hefði kosið að fara oftar en heilsa og aðrar ástæður leyfðu það ekki. Eftir að mamma hætti að vinna tók hún mikinn þátt í starfi aldr- aðra og hafði yndi og ánægju af. Hún naut þessa félagsskapar með Valgerði systur sinni. Mamma naut þess að vera með fjölskyldu sinni. Margar ferðir eram við búnar að fara saman upp í sumarbústað minn í Munaðamesi, ýmist við tvær eða með fjölskyldu minni. Hún naut þess mjög og gladdist yfir að vera með bamabömum sínum þar svo nálægt æskuslóðum sínum, og rifjaði hún þá gjaman upp gamlar endurminningar. Nú er komið að kveðjustund. Ekkert nema Ijúfar, góðar minning- ar. Hafðu hjartans þakkir fyrir góða innrætingu sem þú lést okkur í té og varst-okkur fyrirmynd með heiðarlegu og fögra lífemi þínu. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Erla Karelsdóttir. GUÐBJÖRG MAGNUSDOTTIR | AUGL YSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 14. nóvember 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Múlaland 12, 0102, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar, gerðarbeiðandi Bæjarsjóður ísafjarðar. Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 16. nóvember 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Arnarheiði 29, Hveragerði, þingl. eig. Halldóra E. Bjarnadóttir, gerðar- beiðandi Húsasmiðjan hf. Bakkatjörn 10, Selfossi, þingl. eig. Þorbjörg Árnadóttir, gerðarbeið- andi Bæjarsjóður Selfoss. Kambahraun 22, Hverageröi, þingl. eig. Sigrún Arndal, gerðarbeið- endur Olíuverslun Islands, Landsbanki íslands, 0152, Byggingarsjóð- ur rikisins og Landsbanki íslands 0150. Aðalgata 43b, Suðureyri, þingl. eig. Lárus Helgi Lárusson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og innheimtumaður ríkissjóðs, 17. nóvember 1995 kl. 14.00. Túngata 25, Suðureyri, þingl. eig. Suðureyrarhreppur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, 17. nóvember 1995 kl. 14.20. Sýslumaðurinn á ísafirði, 9. nóvember 1995. Áshamar 71,2. hæð E, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Áshamar 75, 3. hæð B, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Erna Fannbergs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Búastaðabraut 9, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Kjartan Sigurðsson og Hlíf Helga Káradóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Kviarhóll, Ölfushreppi, þingl. eignarhl. Gunnars Baldurssonar, gerðar- beiðendur Stofnlánadeild landbúnaðarins, Þorsteinn Högnason, S.lda hf. og Vátryggingafélag Islands hf. Reykjamörk 2b, íbúð 03-03, Hveragerði, þingl. eig. Kjartan Jón Lúð- víksson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Skipið Sverrir Bjarnfinns ÁR-110, skipaskrárnr. 0467, þingl. eig. Nesbrú hf., gerðarbeiðandi Látraröst hf. Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Grashagi 5, Selfossi, þingl. eig. Guðlaug Ásgeirsdóttir, geröarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Kristín Guömundsdóttir og Lifeyr- issj. verslunarmanna, fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 13.30. Þelamörk 50, Hveragerði, þingl. eig. Eyjólfur Gestsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rikisins, Stofnlánadeild landbúnaðar- ins, sýslumaöurinn á Selfossi, Vátryggingafélag íslands hf. og Framleiðsluráð landbúnaðarins, fimmtudaginn 16. nóvember 1995, kl. 14.30. Sýsiumaðurinn á Selfossi, 9. nóvember 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, 3. hæð, þriðjudaginn 14. nóvember 1995 kl. 14.00, á eftirfarandi eignum: Aðalgata 59, Suðureyri, þingl. eig. Aldey hf., gerðarbeiðandi Fisk- veiðasjóður Islands. Aðalstræti 13, 0201, e.h. og ris, Isafirði, þingl. eig. Hálfdán Daði Hinriksson, gerðarbeiöendur Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Bíla- naust hf., Búland hf. og Gúmmívinnslan hf. Betanía, Mosvallahreppi, V-ls., þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, gerðar- beiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Fitjateigur 4, Isafirði, þingl. eig. Sigurlaug Ingimundardóttir og Ólaf- ur Halldórsson, gerðarbeiðandi Sumarrós K. Jóhannsdóttir. Fjarðargata 4, Þingeyri, þingl. eig. leikfangaverslunin Alda hf., gerðar- beiðandi Iðnlánasjóður. Mánagata 6a, ísafirði, þingl. eig. Arna Ásberg hf., gerðarbeiðandi Bæjarsjóður isafjarðar. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalgötu 7, Stykkis- hólmi, þriðjudaginn 14. nóvember 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi elgnum: Fiskverkunarhús við Dalbraut, Snæfellsbæ, þingl. eig. Fiskiðjan Dal- ur, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Fiskverkunarhús við Norðurtanga, Snæfellsbæ, þingl. eig. Norður- garður hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Grundargata 84, Grundarfirði, þingl. eig. Þórður Á. Magnússon, gerðarbeiðandi tollstjórinn i Reykjavík. Hafnargata 11, þjónustumiöstöð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sturla Fjeldsted og Kristín S. Þóröardóttir, gerðarbeiöendur Ferðamálasjóð- ur og Snæfellsbær. Hellisbraut 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Sigurður Þ. Sigurðsson og Bryndis Snorradóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Vesturlands og Lífeyrissjóður sjómanna. Hliðarvegur 13, Grundarfiröi, þingl. eig. Ingibjörg Sigurðardóttir og Valgeir Þ. Magnússon, geröarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Nesvegur 13, Stykkishólmi, þingl. eig. Trésmiðjan Nes hf., gerðar- beiðandi sýslumaðurinn Stykkishólmi. Siglunes SH-22, þingl. eig. Lárus Guömundsson, gerðarbeiðandi Þróunarsjóður sjávarútvegsins. Silfurgata 22, Stykkishólmi, þingl. eig. Bjarghildur Pálsdóttir og Jó- hannes Ólafur Jónsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Suðurnesja. Skipholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Gylfi Scheving, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar. Stekkjarholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þorgeir G. Þorvaldsson og Lovisa Guðmundsdóttir, gerðarbeiöendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður sjómanna. Ólafsbraut 32, Snæfellsbæ, þingl. eig. Kjartan F. Jónsson, gerðar- beiðandi Féfang hf. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi, 9. nóvember 1995. Foldahraun 41, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Helga Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Foldahraun 42, 2. hæð D, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Húsnæðis- nefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Heiðarvegur 11, n.h., Vestmannaeyjum, þingl. eig. Lilja Richardsdótt- ir, gerðarbeiðandi Ríkisútvarpið, innheimtudeild. Illugagata 56, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Stefán Pétur Sveinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjubæjarbraut 16, efri hæð og ris, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Jón Ólafur Ólafsson, gerðarbeiðandi Fjárfestingafélagið Skandía hf. Nýjabæjarbraut 3, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Heiða B. Scheving, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, sýslumaðurinn í Hafnarfirði og sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Sólhlíð 26, efri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Sigurbjörn Ingólfs- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Strandvegur 51, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Neisti sf., gerðarbeið- andi íslandsbanki hf. Vesturvegur 13 A, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Anna Sigmarsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar. Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 9. nóvember 1995. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. Hrafnista Hafnarfirði Basar laugardaginn 11. nóvember kl. 13-17 og mánudaginn 13. nóvember kl. 9-16. Margt fallegra muna. Sjón er sögu ríkari. Hrafnista Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.