Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Marteinn Dav- íðsson fæddist á Húsatóftum, Skeiðahreppi, 27. október 1914. Hann lést í Reykjavík 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Mar- teins voru Davíð Jónsson, múrara- meistari í Reykja- vík, og kona hans Marta Gestsdóttir. Marteinn átti fimm alsystkini og eina hálfsystur. Eftirlif- andi eiginkona Marteins er Sigríður Arsæls- dóttir. Börn Marteins og Sigríð- ar eru Ragnheiður, f. 1950, gift Herði Sævaldssyni, tannlækni, þau eiga fjögur börn; Ingibjörg, söngkona, f. 1952, gift Jóni Karli Snorrasyni, flugstjóra, þau eiga þrjú börn; Maria Ald- HÖFÐINGI er lagður af stað í sína hinstu för. För sem við vitum öll fyrir víst að liggur fyrir okkur. Það er ekki tilviljun að ég tala um höfð- . ingja sem faðir minn, Marteinn Davíðsson, var. Persónuleiki hans einkenndist af sterku litrófi tilfmninga og hugs- ana. Hann endurspeglaðist í hinum fjóru höfuðdyggðum; hófsemi, hug- rekki, heiðarleika og visku. Faðir minn var skapandi persóna á öllum sviðum sem birtist þar á meðal í krafti listsköpunar úr íslensku gijóti. Verk hans eru um allt land og munu verða ókomnum kynslóð- um til ánægju. Frá því ég var lítil stelpa var ég þess aðnjótandi að vinna með honum bæði á verkstæði hans á Korpúlfsstöðum þar sem öli verkfæri hans voru svo vel um gengin og allt í röð og reglu. Hann gekk að öllum hlutum sínum vísum. Eg vann með honum víða um land. Faðir minn kenndi mér að meta fegurð náttúrunnar og hrífast af mikilleik hennar. Hann var mjög næmur á mátt náttúrunnar og var í samhljóm við hana. í einni af mörgum ferðum okkar út á land leituðum.við steina sem oftar. Löng ferð var fram undan. Þegar við vöknuðum á fyrsta áningastað, sagði hann glaðlega að við værum þegar komin of langt. Hann hafði i þá dreymt um nóttina hvar stein væri að finna sem hæfði því verki sem hann ætlaði að vinna að. Við ókum að þessum stað og gekk hann beint að steininum og hló glaður við, þarna var hann þá blessaður. Hann þekkti allar steinategundir og vissi hvaðan af landinu þær væru komnar. Á ferðum okkar stöðvaði hann oft bílinn, stökk út úr honum og vakti athygli mína á mikilfengleik náttúrunnar eða norð- urljósum, fegurð litadýrðar himins- ins eða söguslóðum. Faðir minn var mikill húmoristi og gat kímnigáfa hans birst í ýms- um myndum. Bæði við dýr og menn. ís, snyrtifræðingur, f. 1954, hún á fimm börn, og Marta Bryndís, geð- hjúkrunarfræðing- ur, f. 1957, á tvö börn. Marteinn átti ' tvær dætur fyrir, þær eru Helga, f. 1945, hún á þrjú börn og hennar sambýlismaður er Sigurður Kristins- son, og Ásta Björk, f. 1948, eiginmaður hennar er Ægir Axelsson og eiga þau þrjú börn. Marteinn var múrarameistari og var sæmdur fálkaorðunni 1991 fyrir list sína unna úr ís- lensku grjóti. Útför Marteins fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann gat t.d. átt það til að bregða sér í líki nauts með því að breiða yfir sig teppi og æra kúahóp svo mjög höfðaði hann til þeirra að þær eltu hann baulandi út um víðan völi. Hann sá það spaugilega í mannlegum samskiptum með virð- ingu. Þar sem faðir minn tók að sér að vinna verk fyrir fólk hafði hann sinn sérstaka stfl. Hann kynntist heimilisfólkinu fyrst, sett- ist fyrir framan hinn óhlaðna vegg, sat þar einn fram eftir nóttu, teikn- aði ekkert niður en byggði með list- sköpun sinni listaverkið án þess að setja eitt pennastrik niður. Hver steinn og lögun verksins var í huga hans. Hvert verk hans var svo mis- munandi m.t.t. persónuleika heimil- isfólksins sem átti eftir að njóta list- sköpunar hans. Stundum sat hann fram undir morgun þegar hugsköp- unin fór fram. Skyndilega vakti hann mig og við hófumst handa, hver steinn var settur á skipulagðan stað og hafði sína merkingu. Á ókunnum slóðum og á bónda- býlum löðuðust húsdýrin að honum jafnt sem heimilisfólk. Húsfreyjur áttu oft í erfiðleikum með að koma heimilishundinum og köttum út úr húsi þar sem þaú vildu sitja ýmist í kjöltu'hans eða við hlið hans þar sem hann sat. Annars vegar vildu húsfreyjurnar fá athygli þessa stór- brotna persónuleika er sat þarna. Alls staðar þar sem faðir minn kom var honum tekið svo innilega, fagn- andi af öldnum sem ungum. Það kom mér ekki á óvart vegna þess að innra með honum bjuggu hinar þijár kristilegu eða guðlegu dyggð- ir; trú, von og kærleikur. Það var samrunnið honum sennilega frá fæðingu. Þessar dygðir voru honum svo eðlilegar að hann talaði lítið um þær, en sýndi þær eingöngu í verki. Faðir minn var gæddur far- sældar æðruleysis- og hugarró sem éndurspeglaðist að hluta til í skyn- semi, skapi og ástríðum. Hann var svo skemmtilegur vegna þess að hann kunni að beina kröftum sínum að líðandi stund og lifa lífínu lifandi. Á síðari árum hef ég dvalist stuttan tíma víðs vegar um landið okkar og þegar það hefur spurst út að ég sé dóttir Marteins Davíðs- sonar listmúrara kom í ljós að ótrú- legasta fólk þekkti hann. Allir báru hlýhug og væntumþykju til hans. Naut ég víða forréttinda af því að ég var dóttir hans. Þessi unaðslega tilfinning, stoltið streymdi um mig og mun fýlgja mér alla ævi yfír því að vera dóttir hans. Við faðir minn vorum svo andlega tengd að við gengum saman að atburðum, fram- kvæmdum og ákváðum án þess að orðasamskipti okkar á milli þyrftu til. Þegar ég gekk með börnin mín horfði hann oft á mig með sínum himinbláu augum, þeim fegurstu sem ég hef augum litið, kom við vaxandi ávöxt tilvonandi afkom- enda sinna og sagði: „Mikið fer þér þetta vel, Binna mín.“ Þegar hann heimsótti mig á sægurkvennadeild- ina, horfði ég á mann, prúðbúinn með blómvönd. Sá ég að þarna stóð maður sem skar sig úr hópnum vegna persónutöfra sinna. í fjöl- menni var þessu eins varið, það tóku allir eftir honum vegna per- sónutöfra hans og allir sáu að þama var enginn meðalmaður á ferð. Hvað honum föður mínum hefur verið gefið margt í vöggugjöf! Það var svo gott, hlýlegt og mik- il fylling að vera í návist hans. Faðir minn var mikið jólabarn, hann naut þess að taka okkur systurnar með sér í bæinn að velja jólagjöfina til móður okkar. Hann tók þátt í jólaundirbúningnum, að skreyta jólatréð, byggja bóndabæ eða kirkju undir jólatrénu. Hann naut þess svo innilega. Ég vil nefna hugmyndina um barnið sem leggur sig af fullum heilindum í leikinn og nýtur hans í kátri alvöru. í ljósi þess er kannski ástæða að líta þannig á lífið sjálft að þroski manns og hamingja sé í því fólgin að verða eins og barn. Að verða eins og barn. Faðir minn varðveitti barnið í sjálfum sér. Ást- in byggist á því að gefa og þiggja. Foreldrar mínir vörðu lífinu saman í 47 ár. Þau vökvuðu blóm sitt sam- an gegnum súrt og sætt. Heimili þeirra er prýtt listaverkum föður míns og óendanlegri umhyggju móður minnar. Það er mettað af sögu margra kynslóða, menningu í ýmsum formum þar á meðal tónlist- arsköpun, óperu, söng, lestri bók- mennta og tilfínningum: gleði, sorg og kærleika. Heimili er sem slíkt heilagt musteri. Frændfólk, vinir og kunningjar kunna að meta must- eri þeirra, enda er tíður gestagang- ur. Sennilega vegna þess að þarna býr fallegt og heiðarlegt fólk. Elsku faðir minn, móðir mín, systur og fjölskyldur. í dag var ætlunin að dveljast í Berlín með ykkur hjónun- um, ásamt Ingibjörgu dóttur ykkar og Jóni Karli. En lífíð er svo margbreytilegt. í dag erum við að fylgja þér til hinstu hvíldar. Við höfum öll 'misst mikið við að missa þig úr þessu jarðríki. Nú bíður okkar sem eftir erum að takast á við sorgina. Kannski er hún þungbærust vegna þess að lífs- kraftur þinn var sem tvítugur væri. Þú varst svo líkamlega sterkur og andlega að ég taldi þig lifa okkur öll, sennilega vegna þess að þú gerir það í hjarta mínu. Afkomendur þínir munu varð- veita minningu þína. Sum þeirra eru svo rík að hafa kynnst slíkum afa sem þér. Það er svo margs að minnast um slíkan föður sem þú varst/ert, svo litríkt, skapandi, fal- legt, unaðslegt, kærleiksríkt og öll þessi kímnigáfa sem ég mun varð- veita í hjarta mínu, og einnig í börn- unum mínum. Hjartkæri faðir okk- ar, þú vissir að við fjölskyldan þín elskuðum þig og þú okkur. Állt snerist um þig hjá okkur og allt snerist hjá þér um okkur. Ríkidæmi mitt er að hafa átt slíkan föður sem þig. Faðir minn, ég fel þig í hendur Guðs. Ég veit að hann tekur vel á móti þér og verður þér styrkur. Þakka þér fyrir allt og allt. Ég hlakka til að sjá þig þegar þú tekur á móti mér. Þín dóttir, Marta Bryndís Marteinsdóttir. Nú þegar ég sest niður og hyggst skrifa minningarbrot um tengda- föður minn, Martein Davíðsson, er það einhvern veginn svo fjarlægt að hann skuli vera farinn frá okk- ur, svo lifandi og litríkur sem hann var. í þau 25 ár sem við Marteinn þekktumst hefur enginn skuggi fallið á okkar Vinskap, þótt vafa- laust hafi ekki öðrum alltaf líkað hvað hinn gerði eða sagði, en þann- ig eiga mannleg samskipti auðvitað að vera, að hver hafi fijálsræði til orðs og æðis og umburðarlyndið staðfestir vináttuna. En mikið er hans nú saknað úr fjölskylduhópnum, því hann var alltaf sjálfsagður miðdepill þegar komið var saman. Margar ferðir fórum við saman fyrr á árum til þess að sækja gijót út í náttúruna svo að Marteinn hefði hráefni í sín fallegu verk, og var þá farið suður í Hafnarfjarðar- hraun, í Drápuhlíðarfjall, vestur í Kerlingarskarð og víðar í efnisöflun og var Marteinn þar í fararbroddi að velja gijót í poka. Er mér alltaf í minni hvernig hann handlék stein- ana og var þá oft fljótur að taka það sem nothæft var en henda öðru frá. Þessar ferðir sem oft voru í 4-6 menn voru vel skipulagðar og allt gekk upp hjá Marteini. Ekki síður verkin hans mörgu, físalögn, úti og inni, gijótveggir og arin- hleðslur þar sem hveijum steini var haganlega fyrir komið, allt var unn- ið af hagleik, kunnáttu og vand- virkni og ekki síst snyrtimennsku. Ef Marteinn tók að sér verk, mátti treysta því 100 prósent að verkið var vel unnið og skilað í lagi, enda hafði hann lengst af nóg að gera eða meðan þrekið leyfði. En Mar- teinn sagði oft þegar ég eða aðrir voru að dáðst að verkum hans, „ég veit það ekki, þetta er bara í lagi.“ Mörg á hann nú listaverkin úr íslensku gijóti víða um land, þó lík- lega flest á ísafirði, en þar dvaldi hann löngum á árum áður. Oft sá ég að hann var vinsæll hjá fólkinu sem hann vann fyrir, sérstaklega þó hjá húsfreyjunum sem eldað höfðu fyrir hann á meðan á verki stóð, enda sjálfsagt verið þakklátur og ekki kröfuharður í matarmálum. Þær sáu eftir honum þegar hann fór, enda Marteinn ætíð léttur í lund og sá oft spaugilegu hliðarnar á mannlífinu fremur en hin alvar- legu og svo hafði hann þann ein- staka kost að geta gert grín að sjálf- um sér sem ekki er algengt nú á dögum. Ferðalög heilluðu Martein alla tíð og var hann alltaf tilbúinn að skreppa eitthvert út fyrir bæ, ak- andi eða jafnvel fjúgandi, en hann lét mig eitt sinn plata sig uppí litla 2 sæta Piper-flugvél og fljúga með mér austur á Fagurhólsmýri og í Vík árið 1976 er undirritaður var að safna flugtímum og naut þess að sjá landið okkar úr lofti. Einnig var honum meðfædd fróðleiksfýsn og forvitni í blóð borin, og mér fannst gaman að sjá svipbrigðin á andlitinu hér um árið þegar við BOÐSKORT Þér er boðið að koma á sýningu á 1996 árgerðum af BMW glæsivögnum laugardaginn 11. nóvember. Sýningin er opin kl. 10 - 17. MARTEINN DAVÍÐSSON skruppum saman til New York- borgar og hann tók á og klappaði súlum og vegghleðslum í stórborg- inni, en honum fannst eins og fleir- um með ólíkindum hvað Ameríkan- ar byggja há hús. Svo gat hann verið svo skemmti- legur í hópi, virtist passa allstaðar inn í. Þótt hann þekkti engan, þekkti hann oftast til fólks ef hann fékk að vita hverra manna viðkom- andi var. En Marteini var það eink- ar lagið að snúa hversdagslegum hlutum upp í grín á mannamótum. Ef biðja þurfti um eitthvert við- vik eða lán á verkfærum voru þau komin upp á stétt að vörmu spori, en Marteinn gekk að öllum sínum hlutum vísum á verkstæði sínu á Korpúlfsstöðum þar sem hann hafði aðstöðu í rúm 20 ár og hafði kom- ið sér upp góðum tækjakosti til að saga og vinna við borð og aðra hluti úr gijóti. Nú hefur Marteinn, dótt- ursonur hans, sem unnið hefur með afa sínum í mörg ár, tekið við verk- stæðinu og nýtir sér vonandi það sem hann hefur lært í handverki af afa sínum. Marteinn mat dóttursoninn mik- ils og treysti honum vel til góðra hluta, það heyrði ég oft á honum. Enda brást Matti ekki þegar kallið kom, er þeir nafnarnir voru í gijót- leiðangri austur í Skaftafellssýslu 2. nóvember sl. Og víst er að erfitt hefur það verið fyrir Matta að horfa upp á afa sinn hverfa yfir móðuna miklu og flytja hann svo heim til fjölskyldunnar. í lokin langar mig að þakka Marteini tengdapabba fyrir allar samverustundirnar í vinnu sem og á fjölskyldukvöldum við tafl og spjall og ýmsan fróðleik sem hann lét okkur í té úr langri ævi sinni. Þó met ég mest vináttu hans og hlýtt viðmót í minn garð. Hvíl í friði, Jón Karl Snorrason. Marteinn Davíðsson er látinn, 81 árs að aldri. Þegar María hringdi í mig og tilkynnti mér nýaf- staðið lát föður síns, seint að kvöldi fimmtudagsins 2. nóvember, komu þessar setningar Marteins fyrst upp í huga mér: „Hvar er Mallý mín, er ekki allt í lagi með Mallý núna?“ Sjálf fékk ég oft á tíðum svipaðar kveðjur „Hvernig hefur Glóa mín það núna, af hveiju kom ekki Glóa mín?“ Þannig setningar og viðmót gera persónuleikann að því sem hann er. Þannig spurði hann síðast á fimmtudaginn fyrir viku, þegar ég keyrði Maríu í Efstaleitið til hans og ég taldi mig of tímabundna til að stoppa hjá honum. Svona gengur lífið, við höldum alltaf að það sé nægur tími, bara næst. Marteinn var sterkur persónu- leiki sem enginn gleymir. Hann var listamaður, múrari að mennt, og eftir hann liggja veraldlegir hlutir víða um heim sem munu halda minningu hans á lofti um ókomna tíð. Marteinn var ríkur maður, flöl- skyldan var einstaklega samheldin, hann átti átti yndislega konu og glæsilegar dætur sem allar unnu honum mjög. Það var unun að sjá hvað þær hlúðu að honum öllum stundum, kynntist ég því best í boðum og á öðrum mannamótum sem við vorum saman á. Það var alltaf grunnt í húmorinn hjá Marteini. Fyrir allmörgum árum ákváðum við að hafa vöruskipti. Hann gaf mér eitt af þessum fá- gætu steinborðum sínum með því skilyrði að ég hugsaði um fætur hans til aeviloka. Þótti mér þetta góður kostur, hversu gamall sem hann yrði, því það var svo gaman að fá hann á stofuna. Þegar ég hafði skafið líkþorn og sigg með reglulegu millibili í nokkur ár var Marteinn farinn að láta líða óeðli- lega langt á milli meðferða. Svo eitt sinn er hann kemur segir hann: „Nú fer ég að borga, það lítur ekk- ert út fyrir að ég ætli að hrökka upp af.“ Þetta var einkennandi fyr- ir Martein. Sérstaklega vil ég minnast á dótturson Marteins og nafna. Mar- teinn yngri var hægri hönd afa sins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.