Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 11 Hárgreiðslusýning til styrktar barna- spítala Hringsins HÁRGREIÐSLUMEISTARAR í samtökunum Inter Coiffure_ halda hárgreiðslusýningu á Hótel Islandi á morgun, laugardag og hefst hún kl. 16. „Við seljum 1.000 að- göngumiða á 1.000 krónur hvem og ágóðinn rennur til styrktar barnaspítala Hringsins,“ segir Helena Jónsdóttir, sem undirbúið hefur sýningnna. Að sögn Helenu verður hártíska fyrir haust og vetur sýnd, auk þess sem Jón Pétur og Kara sýna dans. „Sýningin er tveggja tíma löng og að henni standa tæplega 100 manns sem allir gefa vinnu sína.“ Aðgöngumiðar eru seldir á hárgreiðslustofum í Inter Coiff- ure-samtökunum og á morgun verða þeir einnig seldir í miðasölu Hótels íslands. Landssöfnun Gigt- arfélags Islands GIGTARFÉLAG íslands stendur fýrir landssöfnun til styrktar starf- semi sinni dagana 11. og 12 nóvem- ber. Félagið hefur um árabil rekið gigtlækningastöð í Ármúla 5 í Reykjavík. Gigtarlæknar og sjúkra- þjálfararhafa aðstöðu í stöðinni. Eina göngudeild iðjuþjálfunar í landinu er þar einnig. Á síðustu árum hefur starfsemin vaxið og þróast. Félagið skipuleggur leikfimi fýrir gigtarfólk og stunda hana 200 manns, í sal og í sundlaug. í haust tók félagið í notkun nýtt húsnæði til þjálfunarinnar að Ármúla 5. Nýja húsnæðið er einnig hugsað sem félagsaðstaða fyrir áhugahópa félagsins og til fræðslu. Áherslur í starfi Gigtarfélags ís- lands eru þríþættar: I fyrsta lagi vinnur félagið að forvömum s.s. fræðslu, þjálfun og eflingu rann- sókna, í öðru lagi vinnur félagið að bættri meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra og í þriðja lagi að aukn- um almennum skilningi á gigtar- sjúkdómum og áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag. Ráðsfundur hjá ITC III ráð ITC heldur laugardaginn 11. nóvember sinn 43. ráðsfund. Hann verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Stef fundarins er: Mikill er mátt- ur orðsins. Helstu dagskráratriði fundarins em, utan félagsmála: Fræðsla um fjölmiðla og notkun myndvarpa. Einnig verður flutt er- indi í léttum dúr um stjórnun. Fund- urinn hefst kl. 10 og er öllum opinn. Samtökin leggja áherslu á for- ystu- og tjáskiptahæfileika, sem em til þess ætlaðir að ná fram andlegu jafnvægi og sjálfstrausti hjá hveij- um og einum. Hér á landi starfa nú 17 deildir víðsvegar um landið. Á fundum sem em haldnir tvisvar í mánuði er boðið upp á ýmiskonar þjálfun. Má þar nefna: Áð tjá sig af öryggi og sannfæringu, að leggja fram skýrslur, skipuleggja sam- komur og dagskrár, að stjórna fundum o.fl. HIÐ nýja yfirbyggða Garðatorg í Garðabæ. Hátíð á Garðatorgi YFIRBYGGINGIN yfir Garða- torg í miðbæ Garðabæjar verður tekin formlega í notkun á morg- un, laugardag, og verður haldin hátið af því tilefni. Torgið verður opnað klukkan 10 með ávarpi bæjarstjórans, Ingimundar Sigurpálssonar. Einnig flytur Oskar Magnússon, forsljóri Hagkaups, ávarp. Margvísleg dagskrá verður allan daginn og er henni ætlað að höfða fyrst og fremst til barna. Barnakórar syngja, dans- arar dansa og hljóðfæraleikarar skemmta gestum. Hagkaup býð- ur uppá Lion King-tertu og Kjör- ís uppá frostpinna. Við Garðatorg starfa nú 22 fyrirtæki og stofnanir. ■ SENDIRÁÐ Eistlaads í Stokk- hólmi hefur komið á framfæri við íslensk stjómvöld innilegu þakklæti eistnesku þjóðarinnar til íslensku Landhelgisgæslunnar fyrir fræki- lega björgun þriggja eistneskra sjó- manna sem þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar með aðstoð vamarliðsins sótti um borð í eistnesk veiðiskip suður af landinu í vonskuveðri dag- ana 22. og 25. nóvember sl. í orð- sendingu eistneska sendiráðsins segir að sjómennirnir séu á bata- vegi. FRÉTTIR DÆMI um hártísku Inter Coiffure fyrir haust og vetur. Irsk stemmn- ing’á Ara í Ögri TICH Frier skemmtir í kvöld og næstu kvöld á Ara í Ögri, Ingólfs- stræti 3. Tich Frier leikur og syngur írska og skoska þjóðlaga- og kráar- tónlist; auk þess leikur hann alþjóð- leg vinsæl lög eftir heimsþekkta flytj- endur. Tich Frier er einnig þekktur sviðsspaugari. Tich Frier hefur gefið út þijár sólóplötur en hann hefur jafnframt leikið í fjölda hljómsveita á litríkum tónlistar- og skemmtanaferli sínum. 23/FQnixG 9 9 %ÓO% 13/rOnixga 60 ARA AFMÆLISTILBOÐINÓVEMBER Drjúgur afsláttur, allt að 15% á stórum- og 30% á smærri tækjum. E3/?onixE3 9^9 ga/FOmxB ál ASKO ÞVOTTAVÉLAR-WJRRKARAR- UPPÞVOnAVÉLAR KÆLISKÁPAR-FRYSTISKÁPAR-FRYSTIKISTUR NILFISK NY NILFISK FYRIR NUTIMAHEIMIll 5-10% Afsláttvir ÞÚ ÞARFT EKKI KASKO EF ÞÚ KAUPIR ASKO! - því Asko er trygging þín fyrir hámarks árangri og sannkallaðri maraþonendingu. Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ASKO þvottavélar frá 69.990,- ASKO tauþurrkarar frá 59.990,- ASKO uppþvottavélar frá'49.990,- 5-15% ^fsláttvir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru rómaðir fyrir glæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi: GRAM KF-355E kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD=174,2 x 59,5 x 60,1 cm. Áður kr. 79.990,- Nú aðeins 69.990,- fii.Hffiifim) INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR ' — sr ÖRBYLGJUOFNAR MEÐ MEIRU TURNTABLE MICROWAVE //AW <£»ÍSS (1 / i COMBI GRILL COMBI ▼▼▼ y'/f\^n. y / FAN \ ^ V MICROWAVE 10-15% AfsUttwr Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar, með eða án blásturs, á verði frá 24.800,-. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gas-helluborö. Frístæðar eldavélar frá 39.900,- 10-15% Afstettwr 7 gerðir: Val um ofna m/örbylgjum ein- göngu, örbylgjum og grillelementi eða örbylgjum, grilli og blæstri. Verðdæmi: 18 1. 800W örbylgjuofn 16.990,- 27 I. 900W örbylgjuofn 21.990,- 17 I. 800W örb. + grill 21.990,- 27 I. 850W örb. + grill + bl.38.900,- TURBO j § O.ERRE EIDHUSVIFTUR - MARGAR GERÐIR LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! 10-20% ðkfstettvir 15 gerðir og litir: Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum glerhjálmi, hálfháf- formaðar eða til innbyggingar í háf. Verð frá aðeins kr. 6.990,- Já, við erum í afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur, Euro- og Visa-raðgreiðslur til allt að 36 mán„ án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING og við FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með það nýja - glaesilegt, notadrjúgt og * A f* A Q 1« sparneytið - og nú á afmælisverði. f llllll manUu.-TOSIUQ. 9-1o Velkomin í Fönix - heitt á könnunni og ís fyrir börnin. OPIÐ 3ja ára ábyrgð ÖMENGUÐ GÆÐI 5-10% Afstettwr Allir vildu Lilju kveðið hafa, en það er aðeins ein Nilfisk! Þær eru nú reyndar þrjár, hver annari betri. En hvað veldur, að ailir vilja eignast Nilfisk? Er það útlitið, krafturinn, tandurhreina útblástursloftið eða þessi magnaða ending? Kannski allt þetta og ennþá fleira. Nú bjóðum við nýja Nilfisk á tilboðsverði, frá kr. 19.990,- Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. Gott loft skapar vellíðan og eykur afköst. Ef þú þarft að loftræsta, komdu þá til okkar. laugardaga 10-16 10-15% Afstettvir Þeir eru notadrjúgir litlu borðofnarnir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað og grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. 7 gerðir: 8 lítra, 13 lítra eða 28 lítra. Verð frá aðeins 9.990,- LITLU TÆKIN Á LÁGA VERÐINU 10-30% ^fstettvir Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, mat- vinnsluvélar, mínútugrill, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujárn - og ótal margt fleira. Sextug og síung.... /FDnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.