Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farþegar Royal Jordanian Airlines tóku sprengjuhótuninni með stakri ro JsS'♦< AMAL Abu Awad ásamt dóttur sinni í Leifsstöð. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg SUMIR notuðu tækifærið og fengu sér blund á meðan að á biðinni stóð. SAHA Sabhi (t.h.), Abdel Hameed Sabhi og Elham Amari biðu ásamt börnum sínum eftir því að geta haldið ferð sinni áfram. LÉTT var yfir flestum farþeganna í Leifsstöð í gær. Sjónvarpið/Viðar Oddgeirsson BJÖRGUNARSVEITARMENN aðstoða einn farþega frá borði. „Besta lending sem ég hef upplifað“ ANDRÚMSLOFTIÐ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var furðu af- slappað þar sem farþegar Tri- Star vélar Royal Jordanian Air- lines biðu eftir því að sprengju- leit í vélinni lyki. Farþegarnir, 224 talsins, höfðu margir hveijir hópað sig saman og voru léttir á brún og fúsir til að svara þeim spurningum sem blaðamenn lögðufyrirþá. Þeir farþegar sem Morgun- blaðið ræddi við tóku þessari óvæntu töf með ró og margir lögðu sig á meðan að á biðinni stóð. Börnin voru hins vegar fljót að gleyma stað og stund og voru flest hver að leik þegar blaða- mann og ljósmyndara bar að. Vissu ekki af sprengjuhótun fyrr en eftir lendingu Farþegum var ekki tjáð ástæða þess að lenda ætti í Kefla- vík fyrr en eftir að vélin var lent og öllum farþegum hafði verið komið fyrir inni i flugstöð- inni. Farþegar voru færðir frá borði og fluttir með rútum að flugstöðinni þar sem þeir þurftu að fara í gegnum vopnaleit. „Flugstjórinn tilkynnti í kall- kerfinu að vegna tæknilegrar bilunar þyrfti vélin að lenda í Keflavík. Hann bað farþega hins vegar að vera alveg rólega þar sem ekkert væri að óttast. Við vorum þó dálítið óttaslegnar þar sem við vissum ekki hvað væri að og dóttir mín spurði í sífellu hvað væri að gerast. Ég útskýrði fyrir henni hvað flugsljórinn hefði verið að segja og sagði henni að þetta myndi verða allt í lagi,“ sagði Amal Abu Awad, en hún var á leiðinni til Chicago ásamt dóttur sinni, þar sem þær áttu að hitta eiginmann Amal. Aðrir farþegar höfðu svipaða sögu að segja. „Ég held að lend- ingin hafi verið besta lending sem ég hef upplifað," sagði Saha Sobhi, sem var á leið til Banda- ríkjanna ásamt eiginmanni sín- um, Abdel Hammeed Sobhi og börnum þeirra tveimur. „Við vorum mjög fegin því að okkur skyldi ekki hafa verið sagt frá hvernig í máiinu lá fyrr en eftir á. Það hefði aðeins gert illt verra.“ Farþegar báru lof á áhöfn þotunnar Þau sögðu að áhöfn vélarinnar hefði staðið sig mjög vel allan tímann. Tekist hefði að halda öllum farþegum rólegum fráþví að flugstjórinn tilkynnti um „bil- unina“ og þar til að vélin var lent í Keflavík. Þá hafí það tekið mjög stuttan tíma að rýma vélina og koma farþegum út í rútur og inn að flugstöðinni. Öllum þeim sem Morgunblaðið ræddi við bar saman um að vel hefði verið búið að þeim á meðan að þessari stuttu dvöl í Keflavík stóð og fólki var mikið í mun að koma á framfæri þakklæti til flugmanna og annarra i áhöfn vélarinnar fyrir snarræði sitt og góð viðbrögð. Önnur sprengjuhótun á tveimur dögum hjá Royal Jordanian Áhöfn vélarinnar og öryggis- vörðum þeim sem um borð voru, var hins vegar óheimilt að ræða nokkuð við fjölmiðla. Við fyrstu leit í þotunni í gær var hundur látinn leita að hugs- anlegum sprengjum, en leit hans bar engan árangur. Síðan átti að hefja ítarlegri leit í þotunni um klukkan 23:30 eða um það leyti sem upphaflegur og áætlað- ur lendingartími var í Chicago. Óvíst var hve langan tíma leit myndi standa, en síðan var búist við að vélin héldi áfram vestur um haf. Konurnar tvær og mað- urinn, sem handtekin voru eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli i gærkveldi, voru færð til yfir- heyrslu hjá lögregluyfirvöldum. í gærkveldi lá ekki fyrir hvað yrði um hin handteknu. Þetta er i annað sinn á tveim- ur dögum sem vél frá Royal Jordanian Airlines er neydd til þess að lenda i skyndingu vegna sprengjuhótunar. Siðastliðinn þriðjudag varð vél af sömu teg- und frá félaginu að lenda í Vínarborg þar sem að tilkynnt var að sprengja væri um borð. Vélin var einnig á leið frá Amst- erdam.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.