Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 15
Landsins mesta úrval af veggfóðri og boröum
WALT DISNEY VEÚdFOÐURBORÐAR
9 Lion King, Aladdin, Pocahontas,
• Mjalihvít og dvergarnir 7, Mikki
mús, einnig Hafmeyjan, Winny the
Pooh, Barbie, fótbolti, o.fl., o.fl.
Grensásvegi 18, sími 581 2444
Helstu útsölustaöir utan Reykjavíkur: Dropinn, Keflavík; Brimnes, Vestmannaeyjum; Trésmiöja Fljóts-
dalshéfaös, Egilsstööum; Málningarþjónustan, Selfossi; Málningarbúöin, Akranesi; Metró, Akureyri; G.E
Sæmundsson Isafirði; KEA Lónsbakka, Akureyri.
- kjarni málrim!
FJÁRFESTAR brugðust skjótt við
á miðvikudag þegar ljóst varð að
neysluverðsvísitalan hafði lækkað
um 0,3% sem jafngildir 4% verð-
hjöðnun á heilu ári. Þeir hófu að
kaupa óverðtryggð bréf í gríð og
erg þannig að alls seldust ríkisvíxl-
ar og ríkisbréf á Verðbréfaþingi
fyrir 576 milljónir króna þennan
eina dag.
Þar að auki seldust mjög vel
ýmis önnur óverðtryggð bréf eins
og t.d. bankavíxlar og víxlar fyrir-
tækja og sveitarfélaga. Rólegra var
á markaðnum í gær og seldust ríkis-
víxlar og ríkisbréf fyrir alls um 162
milljónir, sem ekki er óvenjulega
mikið.
Kaupendur þessara bréfa sjá
fram á mjög háa raunávöxtun fram
til áramóta þar sem búist er við
frekari lækkun neysluverðsvísitölu
í desember. Þannig voru ríkisvíxlar
seldir með allt að því 7% ávöxtunar-
kröfu á miðvikudag. Miðað við að
verðhjöðnun verði á bilinu 2-3%
fram til áramóta gætu slík bréf því
gefið um 9-10% raunávöxtun á
tímabilinu, að sögn Davíðs Björns-
sonar, forstöðumanns hjá Lands-
bréfum.
Ávöxtunarkrafan á skammtíma-
markaði lækkaði í kjölfar aukinnar
eftirspurnar og hefur ávöxtun 3
mánaða ríkisvíxla á Verðbréfaþingi
nú lækkað um 20 punkta. Fyrirtæk-
ið Ráðgjöf og efnahagsspár hf. tel-
ur að vænta megi áframhaldandi
þróunar í þessa átt, ekki síst í ljósi
þess að horfur eru á umtalsverðu
innstreymi gjaldeyris næstu vikur
og mánuði i tengslum við stækkun
ísals.
- kjarni málsins!
ALPINA
*' iguskor
niinnihatCar
gönguferðir.
VIÐSKIPTI _ ®DeWALT
skjót viðbrögð við TRÉSMÍÐAVÉLAR
verðhjöðnun
Frábær verð
Frá kr. 6.500
viö Umferðarmiðstöðina,
símar 5519800 og 5513072.
Mikil
ásókn í
óverð-
tryggð
bréf
Einkabankinn
er öflugasta leiðin
til þess að
vera vel heima
í fjármálum
Einkabankinn - bein tenging milli tölvunnar þinnar
og bankans gerir þér kleift ad nýta tölvuna enn
betur fyrir fjármálin - hvar sem þú ert.
Meiri möguleikar og einföldun aðgerða s.s.
• yfirsýn yfir allar aðgerðir í valmynd
• • hægt er ad greida alla reikninga í einni adgerd.
Þú getur tengst Einkabankanum med disklingi
í PC eda Macintosh einkatölvu hvar sem
er og fengid adgang ad margþættri þjónustu
Landsbankans hvenær sem er sólarhringsins.
EINK
BANKI
alltaf vel heima
Hringdu eða komdu og fáðu upplýsingar um
yfirburði Einkabankans.
L
Landsbanki
islands
Banki allra landsmanna
Heimasíöa: http://www.centrum.is/lbank/