Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ V í K 1 IV G A MTT0 Aðaltölur: 22 25 Vinningstolur Q- miðvikudaqinn: 08-11 •1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING jQ 6'af 6 0 47.740.000 n 5 af 6 jL33+bónus 1 290.180 |R1 5 af 6 3 76.000 Pl 4 af 6 210 1.720 r« 3 af 6 IBfl+bónus 834 180 uinningur: er tvöfaidur næst ®@0 BÓNUSTÖLUR ©©<§) HeildarupphæS þessa viku: 48.769.500 á(st, 1.029.500 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 568 1511 EÐA QRÆNT NR. 800 6611 — TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ifirn f i fi BAÐIÐ HEWI-nylon í 13 litum Snagar frá kr. 254,- WC rúlluhald frá kr. 1640,- Sápuhald frá kr. 1902,- o.fl. o.fl. o.fl. __ epcil Foxofeni 7, sími 568 7733 4 .4bendingar á mjólkummbúdum, ///'. 20 afóO. I DAG COSPER Haltu bara áfram að sofa, elskan. Það var ekki að ástæðulausu að við fengum húsið svona ódýrt. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur ög vinnur Spánska meistaramót- inu lauk í Matalas Scanas fyrir síðustu mánaðamót. Þessi staða kom upp í við- ureign tveggja stigahæstu skákmanna Spánveija: Miguel Illescas-Cordoba (2.620) hafði hvítt og átti leik, en Jorge Magem- Badals (2.560) var með svart. 23. Rxf6! (En ekki 23. d6+? - Hxd6 24. Rxd6 - Bxel) 23. - Bxel 24. Dxe5+ - Kd8 25. Hxel - Hc4 26. d6 og svartur gafst upp. Illescas sigraði með miklum yfír- burðum á mótinu, hlaut 8 ’/2 v. af 9 möguiegum. Næstir með 6 '/2 vinning komu stórmeistarinn Jose Femandez- Garcia, alþjóðlegu meistaramir Gomez Esteban og Sion Castro auk þeirra Cacho og Paramos. Magem var í hópi flölda skákmanna með sex vinninga. Um helgina: Keppni í drengja- og telpnaflokki á Skákþingi íslands verður haldin í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12 dagana 11. og 12. nóvember. Mótið er opið öllum bömum og unglingum fæddum 1980 og síðar. Mótið hefst kl. 13.00 laug- ardaginn 11. nóvember og fer skráning fram á skák- stað hálftíma áður. Þátt- tökugjald er kr. 800. LEIÐRETT Hafnarfjörður varð að Hrútafirði Á baksíðu Morgun- blaðsins í gær var sagt frá kaupum Kaupfélags Borgfirðinga á 20% hlut í Catco hf, sem starfar m.a. að áfengisfram- leiðslu og að átöppunar- samstæða yrði flutt til Borgarness að því tilefni. Samstæðan kemur að sjálfsögðu frá Hafnar- firði, þar sem átöppunin hefur farið fram, en ekki frá Hrútafirði eins og sagði í fréttinni. Beðizt er velvirðingar á þessu mishermi. Pennavinir 17 ÁRA stúlka frá Japan, sem hefur yndi af búðarápi og tónlist: Mika Ohyama, 1995 Kako Inami-cho, Kako-gun Hyogo 675-11, Japan. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þunn AB-mjólk ÉG HEF undanfarið ár neytt AB-mjólkur dag- lega enda hún álitin mjög holl. Nú er ég aftur á móti að hugsa um að hætta að kaupa hana því und- anfarið hefur hún verið svo lapþunn. Hvemig skyidi standa á því? Margrét Tapað/fundið Hjól tapaðist APPELSÍNUGULT hjói af gerðinni Jazz Voltage hvarf frá Nönnugötu ein- hverntíma á tímabilinu frá laugardeginum 4. til þriðjudagsins 7. nóvem- ber sL Hjólið á 10 ára drengur og hafði hann safnað lengi fyrir því. Kannist einhver við að hafa séð þetta hjól er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 561-2401. Með morgunkaffinu Ast er... að hlakka til þess sem kemur á eftir skíða- ferðinni. TM R*q U.S P»t Off.-sfl rtght* roMnæd * 1994 Los Angatas Time* Syndicate EINI ókosturinn við þennan stað er hvað hann er undirmannaður. ÞÚ elskar mig ennþá, SYKUR? hvað er það? er það ekki? Yíkveiji skrifar... KUNNINGI Víkveija kom að máli við hann og bar sig aum- lega. „Ég hélt að ég vissi eitthvað um efnahagsmál, lífeyrissjóði, hlutabréf og fleira. En nú var ég að lesa viðtal við einn af sérfræð- ingum Seðlabankans um þessi mál og sé að eitthvað hefur farið fram- hjá mér í þessum efnum. Þú getur kannski sagt mér hvað þetta þýð- ir: „Því virðist það nauðsynleg for- senda þess að markaðsstaða sjóð- anna þrýsti upp vöxtum að þeir beiti sér með samræmdum hætti á markaðnum, annaðhvort í gegnum beint samráð eða vegna hjarðhegð- unar.“ Víkveiji verður að viðurkenna að honum vefst tunga um tönn og á hann erfitt með að svara spum- ingunni. Það er oft sem einkennileg málnotkun meðal hagfræðinga og viðskiptafræðinga byrgir venju- legu fólki sýn. Það skilur hreinlega ekki hvað er verið að fara. Kannski eru menn vitandi vits að reyna að dylja innihald orða sinna, eða kunna ekki að koma það almennum orðum að hlutunum að almenning- ur skilji. Einhvem veginn finnst Víkveija það til dæmis einkenni- lega að hlutunum komið að tala um neikvæðar tekjur í stað taps, að fyrirtæki séu skuldsett í stað þess að þau séu skuldug og svo framvegis. Og alltaf fer það jafnm- ikið í taugamar á honum, þegar tönnlazt er á orðskrípinu sam- keppnisaðilar í stað keppinauta sem er gamalt og gott íslenzkt orð. Það virðist svo að orðskrípin verði til, þegar lítil íslenzkukunn- átta vamar mönnum máls. í stað þess að þeir leiti til sérfróðra manna verða orðskrípin til og því miður festast þau í málinu. xxx FYRST byijað er að kvarta undan slakri kunnáttu í ís- lenzku, má auðvitað tína fleira til. Það er eins og sömu klisjurnar tröllríði málinu og aldrei sé hægt að nota eitthvað annað. Þar ber hæst alla þessa aðila, samanber samkeppnisaðilana, en hjól at- vinnulífsins og hin eilífa lyftistöng em einnig verða þreytandi. Það verður seint um of brýnt fyrir þeim, sem senda frá sér ritað mál fyrir alþjóð, að þeir vandi sig, ekki sízt þeir sem vinna hjá hinu opinbera og eiga að sýna gott fordæmi, ekki aðeins í reikningskúnstum, heldur einnig í frágangi þess sem þeir senda frá sér. Kannski er tilfellið svo slæmt að menn geri sér ekki grein fýrir fá- kunnáttu sinni á þessu sviði og telji ekkert athugavert við allar ambög- umar. Kannski er tilfellið ennþá verra, að menn séu hreinlega hirðu- lausir um þessi mál, telji það skipti ekki máli, hvemig frágangur rit- smíða þeirra er. Það ætti auðvitað að vera ófrávíkjanleg regla, þegar menn senda frá sér ritað mál, hvort sem það er í dagblöðum, skýrslum, bókum eða öðru, að kunnáttumenn í íslenzku máli lesi ritsmíðamar yfir. Það er óþolandi að íslenzk æska alist upp við misþyrmingar móðurmálsins, þess arfs sem er okkur dýrmætari en allt annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.