Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
h
VIÐSKIPTI
Framleiðsla íslenskra sjávarafurða aldrei verið meiri
Hagnaður fyrstu 9 mán-
aða 50% meiri en í fyrra
HAGNAÐUR af rekstri íslenskra
sjávarafurða fyrstu 9 mánuði þessa
árs varð 50% meiri en á sama tíma
í fyrra. Alls nam hagnaðurinn átíma-
bilinu 121,5 milljónum króna fyrir
skatta, en hagnaður félagsins á sama
tíma í fyrra var tæpar 85 milljónir
fyrir skatta. Þetta kom fram í ræðu
Benedikts Sveinssonar, forstjóra ís-
lenskra sjávarafurða, á hlutahafa-
fundi félagsins sem haldinn var á
Grand Hótel í gær.
i máli Benedikts kom það einnig
fram að markaðsdreifíng ÍS hefur
breyst nokkuð á milli ára. Stærstur
hluti afurða félagsins er nú seldur á
Asíumarkað en Evrópumarkaður
hefur fallið niður í annað sæti, eins
og sjá má í meðfylgjandi töflu. Að
sögn Benedikts má reikna með því
að vægi Asíumarkaðar aukist enn
meira á næsta ári vegna samninga
ÍS við UTRF í Kamtsjatka.
Benedikt greindi einnig frá því að
allf stefndi í að árið 1995 yrði metár
í sögu félagsins. Áætlanir gerðu ráð
fyrir því að heildarframleiðsla á veg-
um ÍS yrði rúmlega 68 þúsund tonn,
sem er 23% framleiðsluaukning frá
síðasta ári. Þá sagði hann að reikna
mætti með því að framleiðsla næsta
árs gæti allt að því tvöfaldast vegna
samningsins við UTRF í Rússlandi.
Mest er aukningin í vinnslu á loðnu
og loðnuhrognum, en loðnuvinnslan
hefur rúmlega tvöfaldast og vinnsla
á hrognum hefur aukist um ríflega
250%. Þá hefur framleiðsla ÍS erlend-
is aukist um rúm 41% og munar þar
mestu um mikla framleiðsluaukningu
í Namibíu.
sjáum í þessum samningi þýðingu
þess að nafn ÍS komi við sögu í sölu
þessara afurða. Ef miðað er við þá
samninga sem UTRF var að gera á
síðasta ári þá gefur þessi samningur
nú u.þ.b. 30% hærra afurðaverð en
fyrri samningar," sagði Benedikt.
Fyrsti sölusamningurinn í höfn
Benedikt sagði þó rétt að fara
varlega f ailar áætlanir um arðsemi
þessa samnings fyrir ÍS. Hann sagð-
ist þó reikna méð því að ef áætlanir
félagsins gengju eftir gætu heildar-
tekjur þess af samningnum á næsta
ári jafnvel orðið meiri en heildartekj-
ur alls þessa árs.
Það kom fram í máli Benedikts
og Guðbrands Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra þróunarsviðs ÍS sem
stýrir verkefninu í Rússlandi, að
mikils er vænst af samstarfinu við
UTRF. Benedikt greindi frá því að
þegar hefði verið gengið frá samn-
ingi um sölu á 12 þúsund tonnum
af afurðum frá UTRF til Kína. „Við
Á fundinum var jafnframt sam-
þykkt samhljóða að auka hlutafé í
Islenskum sjávarafurðum um allt að
100 milljónir króna. Tilgangur þess-
arar hlutafjáraukningar er að styrkja
stöðu ÍS og auk þess að fjármagna
þær framkvæmdir sem framundan
eru á vegum félagsins í Rússlandi,
að því er fram kom í máli Hermanns
Hanssonar, stjómarformanns ÍS.
SIEMENS
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
KÆLI-5
OG FRYSTISWI
Grundarfjörður.
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
ísafjörður:
Póllinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Sigluhörður
Torgio
Akureyri:
Ljósgjafinn
Húsavík:
Öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Við bjóðum nú þessa sambyggðu kæli- og
frystiskápa írá Siemens með nýju mjúklínuútliti.
Þetta eru skáparnif fyrir þig!
Uj Neskaupstaður:
Rafalda
Reyðarfjörður:
Ratvélaverkst. Árna E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson
^ Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
KG 36V03 KG 31V03
• 230 1 kælir • 195 1 kælir
• 90 I frystir • 90 1 frystir
• 186 x 60 x 60 sm • 171 x 60 x 60 sm
Verð: 77.934 stgr. Verð: 73.900 stgr.
KG 26V03
• 195 1 kælir
• 55 1 frystir
• 151 x 60 x 60 sm
Verð: 69.900 stgr.
Höfn í Hornafirði:
Kristall
Vestmannaeyjar:
Tréverk
CQ
í vcrslun
okkarað
Nóatúni
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 51 1 3000
Hvolsvöllur:
Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkinn
Grindavík:
Rafborg
Garður
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósboginn
Hafnarfjörður.
Rafbúð Skúla,
Álfaskeiði
v
wMMMiáiÉmáiiéStög!.
Viljiröu
Islenskar sjávarafurðir hf.
Ur rekstri og efnahag 1995
Upphæðir i milljónum króna
Rekstur Áætlun 1995 Jan.- sept. 1995 Jan.- sept. 1994
Tekjur 380,7 411,6 376,1
Gjöld (291,8) (303,0) (269,7)
Hagnaður 88,9 108,6 106,4
Fjármagnsliöir (19,2) 12,9 (14,8)
Óreglulegir liðir (2,2) 0,0 (7,0)
Hagn. f. skatta 67,5 121,5 84,6
Úr efnahagsreikningi Í.S. 30. sept 1995
Veltufjármunir 2.467,3 Skammtímaskuldir 2.509,5
Fastafjármunir 1.470,0 Langtímaskuldir 406,7
Eigið fé 1.021,1
Eignir alls 3.937,3 Skuldir alls 3.937,3
Eiginfjárhlutfall 25,93% Veltufjárhlutfall 0,98%
lltflutningsmarkaðir Islenskra sjávarafurða hf.
Allar frystar afurðir - hlutfallsleg skipting eftir magni
Janúar - september 1994
Bandaríkin
Janúar - september 1995
Bandaríkin
Evrópa
Asiulönd
0,7% Aörír markaöir
Evrópa
Asíulönd
0,2% Aörír markaðir
NÝHERJI hf. hyggst kaupa um
20% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu
Hug hf. og hefur þegar verið geng-
ið frá munnlegu samkomulagi þess
efnis að sögn Gunnars M. Hans-
sonar, forstjóra Nýheija. Seljendur
bréfanna eru Páll Kr. Pálsson og
Þróunarfélag íslands.
Ýmsar ástæður liggja að baki
þessum kaupum að sögn Gunnars.
„Það hefur verið mikil gróska í
starfsemi Hugs og þeir hafa verið
að gera marga mjög áhugavérða
hluti, bæði hvað varðar Concorde
hugbúnaðinn og tímaskráningar-
kerfi þeirra. Þar teljum við okkur
geta aðstoðað fyrirtækið á erlend-
um mörkuðum í gegnum okkar
sambönd," segir Gunnar.
Hann segir það einnig hafa
haft áhrif á þessa ákvörðun, að
IBM Nordic eigi 50% hlutafjár í
þróunarfyrirtæki Concorde hug-
búnaðarins í Danmörku. Það liggi
fyrir að þessi búnaður verði bráð-
lega fáanlegur á IBM AS/400 og
því hafí mönnum verið mikið í mun
að tryggja að svo verði einnig hér
á landi. Nýheiji muni síðan í fram-
haldinu fara út í markaðssetningu
á hugbúnaðinum.
Mikil uppsveifla lyá Hug
á þessu ári
Hugur hf. hefur verið í mikilli
sókn á undanförnum árum og er
m.a. gert ráð fyrir um 45% aukn-
ingu í veltu á milli ára. Auk þess
hefur starfsmannafjöldi fyrirtæk-
isins tvöfaldast á nokkuð skömm-
um tíma. Gunnar Ingimundarson,
framkvæmdastjóri Hugar, segist
vænta góðs af þessu samstarfí sem
nú fari í hönd og þetta sé til marks
um þær breytingar sem nú séu
að eiga sér stað á hugbúnaðar-
markaðinum. „Það er að færast í
aukana að verið sé að setja upp
viðskiptahugbúnað á borð við
Concorde á stærri tölvum á borð
við AS/400. Við töldum þetta sam-
starf því sterkan leik í stöðunni,"
segir Gunnar. Hann segir verk-
efnastöðu fyrirtækisins vera mjög
góða um þessar mundir og fjöl-
mörg stærri verkefni framundan.
!
I
»
»
»
t
Nýherji kaupir
20% hlutíHug
i
!
i
í
i
■
í
BINÓO — BINÚO — BINCO
Munið fjölskylduBINGÓIÐ á morgun laugardag, 11. nóv, í Glæsibæ kl. 14.
Glæsiiegir vinningar: Flugferðir, húsbúnaður, matarkörfur,
rafmagnstæki, barnaleikföng og fleira.
Styrkið gott málefni.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík.
■
M
í
I