Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragnar Kriiger fæddist 29. október 1932 á Skálum á Langa- nesi. Hann lést 26. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Haraldur Ge- org Kristján Kriiger, fæddur 23.9. 1889, dáinn 23.6. 1959, sonur Níelsar Schmiths Kriigers í Reykja- víkurapóteki. Móðir hans var Konkórdía Kristjana Kriiger, ljósmóðir, fædd 18.2. 1895, dáin 17.2. 1981. Systkini Ragnars: Jóhann, fæddur 23.7. 1923, eig- inkona Hansína Jónsdóttir, Níels fæddur 26.6. 1926, eiginkona Hólmfríður Hólmgeirsdóttir, Kristjana Elísabet, fædd 4.10. 1930, eiginmaður Flemming Lemhkulk, Guðrún, fædd 15.11. 1931, Bjami, fæddur 4.9. 1934, EKKI datt mér í hug um daginn, að þetta væru síðustu skóhljóðin þín sem dóu út á gangstéttinni minni þegar þið hjónin kvödduð okkur og ég hallaði aftur hurðinni á eftir ykkur, elsku Raggi minn. Ég átti svo margar góðar stundir með ykk- ur hjónum. Ragnar fæddist að Skál- um á Langanesi, síðar bjuggu for- eldrar hans á Raufarhöfn. Hann hafði gaman af að koma á þessa staði og fór í sumarfrí ár eftir ár á þessar slóðir. Síðar fluttist fjölskyld- an til Reykjavíkur og Ragnar fór í nám í Iðnskólanum og nam plötu- og ketilsmíði og var í læri hjá Lands- smiðjunni. Síðar vann hann í Blikk- smiðjunni og var verkstjóri í Héðni i mörg ár. Ragnar var mjög hand- laginn maður og framúrskarandi vandvirkur en hann hannaði og bjó til alls konar hluti úr stáli. Það fór enginn hlutur frá honum nema fyrsta flokks. Ég þakka þér, mágur minn, innilega fyrir alla fallegu hlut- dáinn 13.11. 1973. Ragnar átti dóttur fyrir hjónaband, Guðrúnu Rögnu, f. 4.6. 1954, synir hennar eru Ragnar Már, Arnþór Eimar, Ottar Erling og tví- burarnir Valgeir og Bergþór. Eftirlifandi eigin- kona Ragnars er Ingibjörg Charlotte Kriiger, fædd 14.8. 1931 í Stykkishólmi. Ragnar og Ingi- björg giftust í Reykjavík 7.3. 1959. Börn þeirra eru Guðrún Agnes, fædd 7.7. 1964, börn hennar Inga Ragna, fædd 3.11. 1985 og EI- ísabet Patrianca, fædd 16.03. 1988, og Stefán Hafþór, fæddur 19.12. 1966, dáinn 30.1. 1994. Utför Ragnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ina sem ég plataði þig til að gera eins og ljósakrónuna og diskana. Síðasti hluturinn sem þú bjóst til fyrir mig var hatturinn rauði sem prýðir garðinn minn. Ragnar og Ingibjörg hófu búskap á Kvisthaganum en fluttu í Máva- hlíðina og síðar í Skólagerði 34 í Kópavogi. Móður Ragnars flutti með þeim í Mávahlíðina og bjó hjá þeim til dauðadags. Síðar keyptu þau Ljósprentunarstofu Sigríðar Zoéga og ráku hana í 15 ár. Á þessu tímabili fór Ragnar í fyrri hjartaað- gerðina. Margs er að minnast er litið er um farinn veg, okkar kynni hófust við dans og gleði í Breiðfírðingabúð þar sem þú hittir þína heitt elskuðu sem er systir mín. Þið voruð glæsi- legt par á gólfínu. Ég fékk oft að njóta fótafimi þinna, þú sveiflaðir manni jafnt i rokki, tangó og vals. Þú varst mikill dansherra. Mágur minn, þakka þér fyrir síðasta dans- inn. Þegar þú varðst 25 ára og ég var á leiðinni í afmælið þitt, komst ég aldrei nema hálfa leið því ég hafnaði á fæðingardeildinni í stað- inn, því hefur afmælisdagurinn þinn verið ríkur punktur í lífí mínu þar sem fjölskyldan hefur alltaf samein- ast. Þín var sárt saknað á afmælis- daginn. Ragnar las mikið fróðlegar bækur um menn og málefni. Hann hafði unun af að fara í ferðalög og hopp- aði bara upp í rússajeppann sinn sem var alltaf tilbúinn því hann útbjó hann sem sumarhús. Hann naut þess að hafa böm í kringum sig, sem dæmi um það tók hann strákana mína oft með sér á snjó- þotu upp í Skíðaskála á vetuma. Svo komu börn og bamaböm sem hann naut að ferðast með vítt og breitt um landið. Og þau kunnu al- deilis að meta það. Við hjónin þökkum samveru- stundirnar. Elsku Inga systir mín, ég votta þér, börnum og barnabörn- um alla mína samúð. Megi góður Guð senda þér styrk í þinni miklu sorg. Guð blessi ykkur. Sólbjört Gestsdóttir. Inga og Raggi. Á æskuheimili okkar bræðra vom þau Ingibjörg og Ragnar svo iðulega nefnd í sömu andrá að fyrir okkur vora þau nær óaðskiljanleg. Nú munum við ekki heyra þessi nöfn saman þegar rædd- ir verða atburðir nútíðar eða fram- tíðar, aðeins þegar hið liðna verður rifjað upp. Ragnar var nokkuð sérstakur maður sem hafði sínar eigin mein- ingar á viðburðum líðandi stundar. Hann fylgdi ekki straumnum í skoð- unum sínum, var sennilega nokkuð dulur en alltaf fylginn sjálfum sér. Ingibjörg, eiginkona Ragnars, er móðursystir okkar og hefur sam- gangur á milli heimila þeirra systra ávallt verið mikill. Því var það svo þegar við bræður vorum ungir, að þessi nöfn, Inga og Raggi, vora okkur sem eitt og þegar eitthvað óvenjulegt og spennandi var í vænd- um, þá var það oft og iðulega í sambandi við að heimsækja Ingu og Ragga. Á þeim árum voru þau hjónin barnlaus, og því hefur líklega verið nokkuð fjör að fá tápmikla drengi eina og eina dagstund í heim- sókn. En hvað var svona spennandi fyrir okkur að heimsækja bamlaus hjón? Fyrst má nefna Kanasjónvarp- ið á laugardagsmorgnum. Það var ekkert svoleiðis heima hjá okkur. Þá má nefna stóra fískabúrið þar sem syntu faliegir gullfiskar stórir og smáir, sumir með purpuraáferð. Þar mátti líka stundum fínna ýmsar furðuskepnur eins og skjaldbökur. Á botni búrsins var líka sokkið sjó- ræningjaskip, gullkista og sitthvað fleira sem gat fengið ímyndunarafl- ið allhressilega í gang. Fyrir nokkr- um dögum, þegar við hittum Ragn- ar í kaffiboði, þá var farið að rifja upp fyrir okkur bræðrum að Ragnar hefði átt heimilismýs en þær vora víst í einstöku uppáhaldi hjá okkur. Okkur fannst víst svo gaman að klappa þeim og láta þær hlaupa um og éta úr lófum okkar við mjög hóflegan fögnuð móður okkar, sem hræðist mýs meira en nokkurt ann- að kvikindi. En þó þetta hafí allt verið spenn- andi, þá var eitt sem tók öllu fram. Hjá Ingu og Ragga gátu ólíklegustu draumar rætzt. Á sama hátt og að í dag ganga alls kyns dellur yfír ungviði þjóðar- innar eins og Batman, He-Man, Simpsons og fleira þess háttar, þá gengu allskyns dellur yfír í okkar ungdómi snemma á sjöunda ára- tugnum. Hér mætti nefna Batman og Súperman en meira spennandi voru náungar eins og Roy Rogers, Prins Valiant, Hrói Höttur og jafn- vel nafntogaðir víkingar úr fomsög- um okkar íslendinga. Þessar hetjur gátum við drengimir í Austurbæn- um verið að leika nær endalaust. En að útvega þessum köppum við- eigandi klæði, vopn og veijur var nokkurt mál, því lítið var selt af slíku á þeim tíma auk þess sem auraráð til leikfangakaupa voru knöpp. Ef við vildum eignast græn Hróa hattarföt, þá urðum við að sæta lagi þegar keypt vora á okkur föt og krefjast grænna eða græn- leitra fata. Þarna gat verið vandrat- aður meðalvegur milli foreldra og bama. Viðeigandi búnað urðum við að smíða sjálfír og fannst okkur RAGNAR KRÚGER + Haukur Viðar Jónsson, raf- virkjameistari, var fæddur 8. febrúar 1938 í Reykjavík. Hann lést 1. nóvem- ber síðastliðinn í Reykjavík. Móðir Hauks er Lúsinda Árnadóttir, fædd 14. apríl 1914, bú- sett á Skinnastöð- um í Húnavatns- sýslu. Seinni maður Lúsindu var Vigfús Magnússon, hann lést 1987. Faðir Hauks var Jón Þorsteinn Jóns- son, fæddur 1985, lést 1982. Seinni kona Jóns, Sigríður Indr- iðadóttir, fædd 1905, lést 1973. Alsystir Hauks er Alda Þórunn Jónsdóttir, fædd 3. apríl 1935, búsett í Reykjavík, hálfsystkin: Árni Vigfússon, fæddur 7. ágúst 1948, búsettur í Reykjavík, lög- regluvarðsljóri, Vignir Filip Vigfússon, fæddur 29. mars í DAG, föstudaginn 10. nóvember, er til moldar borinn vinur minn Haukur Jónsson. Með nokkram orð- um langar mig að minnast hans. Fyrir um það bil 5 árum kynnist ég Hauki. Við fyrstu kynni virkaði hann vel, við tókum tal saman og fundum að lífsviðhorf okkar var ekki ósvipað, skrýtið hvað maður hittir sjaldan svoleiðis fólk á lífsleið- inni. Síðar kom á daginn að hann var heiðursmaður, höfðingi og húm- oristi. Ég minnist þess að fyrir þremur áram bauð hann fram aðstoð sína, 1954, búsettur á Skinnastöðum í Húnavatnssýslu, bóndi, Anna Guðrún Vigfúsdóttir, fædd 15. október 1951, bú- sett á Blönduósi, og Magnús Vigfússon, fæddur 1946, lést 1958 í dráttarvélar- slysi. Haukur bjó til sjö ára aldurs í Reykja- vík. 7 ára flytur hann til móður sinnar norð- ur í Vatnsdal þar sem hún bjó með seinni manni sínum, Vigfúsi Magnússyni en flutti síðan aftur 14 ára gam- all til föður síns og stjúpu í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hann giftist Hildegard Maríu DUrr 1958 og eignuðust þau tvö börn, Sigrúnu Láru Hauksdóttur, fædda 2. ágúst 1962, og Sverri Viðar Hauksson, fæddan 20. des- ember 1965. Tengdadóttir Hauks var Brynja Árnadóttir mig vantaði lýsingu á húsið vegna tíðra gesta á glugga hjá mér. Við Haukur hófumst handa, en verkið sóttist seint. Það var nefnilega svo gaman þegar hann kom, við möluðum um heima og geima, þó aðallega um lífið, tilfinningar og börnin hans sem honum þótti svo óstjórnlega vænt um. Að mörgu leyti höfðum við upplifað það sama þegar öllu var á botninn hvolft, þrátt fyrir aldurs- mun. Ég minnist hlátursins, og þegar að stirndi á tárin í augnkrókunum og að auki átti hann fjögur barnabörn; Rakel Maríu Sverr- isdóttur, fædd 24. september 1992, og börn Sigrúnar eru Haukur Viðar (Jónsson), fædd- ur 28. apríl 1983, Elísabet Ósk (Elvarsdóttir), fædd 10. júlí 1987 og Jóhannes Páll (Lárus- son), fæddur 30. mars 1994. Haukur og Hildegard slitu sam- vistum árið 1985 og bjó hann einn eftir það. Ilaukur lauk prófi í símvirkj- un á árunum 1957-1960 og starfaði við það á þeim tíma þjá Pósti og síma. Árið 1961 hóf hann störf hjá Bræðrunum Ormsson og lærði þar rafvirkj- un. Iðnskólann tók hann utan- skóla á tveim árum og mætti ekki í einn einasta tíma en lauk námi með láði. Árið 1964 fer hann að starfa sjálfstætt við ýmis rafvirkjastörf, dyrasíma og loftnetslagnir en 1970 hóf hann störf hjá Vélsmiðjunni Héðni og starfaði þar til síðasta dags, fyrst sem launþegi en síð- an sem sjálfstæður rafvirkja- meistari. Útför Hauks fer fram frá Langholtskirkju og hefst at- höfnin klukkan 15. þegar hann talaði um vonbrigði, sárindi og eftirsjá, ég minnist líka brossins, og hvað hann átti auðvelt með að gera gott úr hlutunum. Með trega í hjarta og tár í augum kveð ég þig, kæri vinur, og veit að þér líður vel núna. Ég og Hrafn sendum aðstandend- um samúðarkveðjur. Sigrún vinkona mín sér á eftir föður og besta vini, Guð gefi þér og bömum þínum styrk í ykkar miklu sorg. Sverri og Brynju sendi ég styrk. Far þú í friði, Haukur Jónsson. Valdís Gunnarsdóttir. Kæri nafni. Ég settist niður og tíndi til nokk- ur minningarbrot á blað sem nokk- urs konar lokakveðju til þín. . Mín fyrsta minning um þig ieng- ist fjölskylduboði á gamlárskvöldi. Þar upplifði ég sem lítill strákpjakk- ur það ævintýri að fá að halda á agnarsmáu blysi í fyrsta skipti á ævinni. Það var fyrir þína tilstuðlan að foreldrar mínir leyfðu þetta og þó ég muni ekki hvað þú sagðir við þetta tækifæri þá held ég að það hafði hljómað sem: „Hann getur þetta alveg strákurinn." Eftir þetta atvik skipaðir þú óskorað þann sess að vera minn uppáhaldsfrændi. Næsta minningarbrot birtist í rými fullu af alls skyns tólum og tækjum sem flest öll tengdust raf- magni á einhvem hátt. Þarna varst þú í essinu þínu að útskýra fyrir föður mínum og mér hvernig með- höndla skyldi þessar rafmagnsgræj- ur. Þetta var þitt fag, að virkja raf- magnið, stjóma því og stýra og í því varstu flestum betri. Þama var ég orðinn eldri, nefið náði í það minnsta uppá vinnuborðið og ég þykist vita að á þeirri stundu hafí ég ákveðið að feta í fótspor þín og læra rafvirkjun. Seinasta minningin er frá því snemma í haust en þá hittum við hjónin þig í stórri verslun. Þú bauðst okkur í kaffi í aðliggjandi kaffíteríu þar sem við ræddum saman um veikindi þín sem virtust þá í rénun, fjölskyldumál og sitthvað fleira. Við áttum þama saman notalega sam- verustund. í samtali okkar bar eitt- hvað á góma að við hjónin hefðum í verslunarferðinni verið að skoða vatnsblöndunartæki fyrir sturtubað þar sem okkar tæki væri orðið lé- legt, en ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum. Fáeinum dögum seinna var dyra- bjöllunni hjá okkur hringt, fyrir utan stóð Haukur með nýtt blöndunar- HAUKUR VIÐAR JÓNSSON smíðin ekki alltaf eins góð og við hefðum kosið að hafa hana. Draum- ur okkar var því að eiga flott sverð, flotta skildi, flottar trommur og svo framvegis. Ragnar var hagur á tré og járn og virðist sem öll smíði hafí leikið í höndum hans. Þessara eiginleika fengum við bræður oft notið þegar við komum í heimsókn og Ragnar gaf okkur smíðisgripi sem hann hafði gert fyrir okkur. Hann hafði þá heyrt á spjalli okkar í fyrri heim- sóknum hvað vantaði og dundað við í frítíma sínum að smíða okkur gull. Þessi barnagull vora svo afhent á því stigi að við urðum að setja okk- ar eigin myndauðgi í gang og mála þau með viðeigandi skreytingum. Á kveðjustund er svo margt fleira sem mætti minnast. Ferðir vestur í Hólm til afa okkar og ömmu. Dvöl úti í Breiðafjarðareyjum og öll þau ævintýri sem þar má upplifa. í stutt- um greinarstúf kemst aðeins fátt að. Inga frænka, Rúná, Agnes og fjölskyldur. Við og fjölskyldur okkar sendum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hins látna. Ingólfur og Ástmar. Góður vinur okkar hjónanna, Ragnar Kriiger, lést á Landspítal- anum fímmtudaginn 26. október síðastliðinn. Ragnar hafði lengi átt við van- heilsu að stríða en harkaði ætíð af sér og lét á engu bera. Ég man fyrst eftir Ragnari þegar hann bjó í Skipasundi 26 en ég og mín fjölskylda áttum heima í Efsta- sundi 54. Bjami bróðir hans var þá í Laug- amesskólanum eins og við öll hin börnin sem bjuggum í Kleppsholtinu og flest börnin tóku strætisvagn niður í skóla. Einnig tóku flestir strætisvagn í bæinn því lítið var um bíla á þessum tíma. Ragnar lærði plötu- og ketilsmíði í Landsmiðjunni og vann lengst af í Héðni. Árið 1954 kynntust við síðan aft- ur en hópur ungmenna stundaði gömlu dansana í Breiðfírðingabúð og við vorum meðal þeirra, ég, Sól- björt, Ingibjörg systir hennar og Ragnar. Þetta var ákaflega tæki í fanginu. Tækið var afhent með greinargóðri lýsingu hvernig það ætti að tengjast, hvað bæri að varast. Þegar við ætluðum að greiða þér fyrir tækið þá var því tali eytt snarlega, þú vissir ekki hvað það kostaði hvað þá meir. Þú endaðir síðan þessa óvæntu heimsókn með orðunum: „Skelltu þessu nú upp strákur.“ Þetta varst þú í hnotskurn, stór- hjartaður, hlýr og hjálpandi per- sónuleiki sem hafði mótandi áhrif á líf mitt mér til góða. Þú varst eilítið stríðinn, hafðir gaman af því að senda mönnum skeyti og væntir þess að fá ígrandað svar með hraði til baka. Það var erfítt að standast þér snúning í slíkum leik, þú varst það snöggur að hugsa en oft var gaman með þér við þessu iðju. Nafns þíns er sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum. Þú fórst of snemma, en glíman við óvæginn sjúkdóm hafði tekið af þér stærri toll en þú vildir af láta og þrekið sem áður var annálað hafði minnk- að. Ég vil minnast þín eins og þú varst svo oft, sposkur á svip með þinn gamalkunna glettnisglampa í augunum, hugsanlega að segja: „Já, sko strákinn." Haukur Magnússon. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (V. Briem.) Sárt er til þess að hugsa að vinur okkar Haukur er látinn. Okkar fyrstu kynni vora hjá Bræðranum Ormsson, þar sem við vorum saman í námi í rafvirkjun. Við unnum margvísleg verkefni saman hjá fyr- irtækinu og frá þeim tíma hefur verið góð vinátta milli okkar og fjöl- skyldna okkar. Haukur var góður handverks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.