Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Hagkaup kærir bókaúr- skurð samkeppnisráðs HAGKAUP hefur kært úrskurð samkeppnisráðs um að undan- þiggja bóksölu frá ákvæðum sam- keppnislaga til áfrýjunamefndar samkeppnismála. Fer fyrirtækið fram á að ákvörðun samkeppnis- ráðs verði felld úr gildi og til vara er þess krafíst að samkeppnisráði verði gert að taka málið aftur fyr- ir og Hagkaupi þá gefínn kostur á að koma að athugasemdum og skýringum. „Við teljum að markaðurinn eigi að sjá um þetta. Það sé þess eng- inn umkominn að hafa vit fyrir fólki um hvað það vill kaupa eða hvað það eigi að kosta,“ segir Óskar Magnússon, framkvæmda- stjóri Hagkaups. Hagkvæm innkaup og hófleg álagning í kæru sinni mótmælir Hagkaup harðlega þeim rökstuðningi sam- keppnisráðs að fyrirtækið selji bækur fyrir jól, nánast án álagn- ingar. Bendir á hagstæð innkaup á bókum og segir álagningu hafa verið hófsama vegna þeirrar sam- keppni sem ríkt hafí á bókamark- aði. Jafnframt sé nauðsynlegt að hafa í huga að Hagkaup selji bækur allt árið en ekki einungis nokkra daga fyrir jól. Hagkaup telur það undarlegar „menningarforsendur" hjá sam- keppnisráði að veita samningi sem hamlar samkeppni brautargengi en hann muni leiða til hærra út- söluverðs á bókum. „Ef markmiðið er að auka sölu bóka á íslandi þá gefur það auga- leið að því markmiði verður best náð með fijálsri samkeppni og þar af leiðandi lægra bókaverði til neytenda," segir í kærunni. í úrskurði sínum vísar sam- keppnisráð m.a. til byggðasjón- armiða. Hagkaup bendir á að fyrir- tækið reki starfsemi á höfuðborg- arsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Á þessu svæði ríki veru- leg samkeppni í bóksölu og þar fari nánast öll bóksala í landinu fram. í öðrum byggðarlögum landsins, sem Hagkaup telur að séu ekki beinlínis á sínu markaðs- svæði, séu samtals 12 bókabúðir samkvæmt lauslegri athugun. Þær - hafí allar markaðsráðandi aðstöðu á sínu svæði og fijáls verðlagning bóka í smásölu muni ekki breyta þeirri stöðu. Beitt á línu HALLDÓR Maríus Alfreðsson var einn fimm beitningar- manna, sem voru í óða önn að beita á línu fyrir Freyjuna GK 364 þegar ljósmyndara Morgun- blaðsins bar að skúr þeirra í Sandgerði í gær. Til vinstri við Halldór stendur Þorsteinn Torfason og fyrir aftan hann sést í Reyni Óskarsson. Þorsteinn sagði að þeir hefðu verið að beita fyrir ýsu og þorsk. Beitan er síld og smokk- fiskur og sagði Þorsteinn að sennilega færi tæplega hálft tonn af beitu í 40 bjóð, sem notuð væru í einni veiðiferð. „Við byrjuðum rétt um mán- aðamótin og það hefur veiðst ágætlega," sagði Þorsteinn. „Freyjan hefur verið að Ianda allt upp í tólf tonn.“ Einnig beita þeir Egill Ein- arsson og Jón Sigurðsson fyrir Freyjuna. Selur bókasafn- ið eftir ára- tuga starf HLUTI bókasafns Bjöms H. Jónssonar, bókasafnara og fyrrum sóknarprests á Húsa- vík, er þessa dagana til sölu í kjallaranum á Hjarðarhaga 24 í Reykjavík. „Ég er eiginlega að létta bömunum mínum lífið,“ segir Bjöm. „Safnið er svo stórt í sniðum að það er óhugsandi að þau geti tekið við því eftir minn dag. Fólk verður að hafa geysilegan áhuga til að standa í þessu, svo ekki sé minnst á geymslurými. Ég ætla að selja eins mikið og ég get.“ Bjöm hefur safnað bókum með markvissum hætti í rösk- lega þijá áratugi og í kjallaran- um kennir margra grasa. Elsta bókin er frá árinu 1782 en sú dýrasta frá 1832. ■ Eins og undan rúminu/22 Landlæknir varar eindregið við neyslu Mansjúríu-sveppates Dæmi um alvar- legar sýkingar og dauðsföll erlendis Morgunblaðið/Ámi Sæberg LANDLÆKNIR varar eindregið við neyslu Mansjúríu-sveppa- tes. Segir dæmi um alvarlegar sýkingar og jafnvel dauðsföll erlendis af þess völdum. Hér sést sveppurinn umdeildi. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hef- ur sent frá sér viðvömn þar sem varað er við neyslu á svokölluðu Mansjúríu-sveppatei. Á það sér- staklega við um sjúklinga með ónæmisbælandi sjúkdóma s.s. krabbamein og sjúklinga á ónæm- isbælandi lyfjum. Fram kemur í erlendum fagtímaritum að svepp- urinn, sem teið er unnið úr, er talinn hafa valdið alvarlegum sýk- ingum og nokkmm dauðsföllum, sérstaklega meðal fólks sem er með alvarlega sjúkdóma. Margir íslendingar hafa neytt Mansjúríu-sveppatesins á undan- fömum mánuðum en í leiðbeining- um er sveppasafínn sagður vinna á eða lækna fjölmarga sjúkdóma. „Umræða og sagnir um jákvæð- an árangur af neyslu sveppatesins hvetja fólk með ýmsa sjúkdóma til neyslu þessa töfravökva. Sjúkl- ingar með alvarlega sjúkdóma hafa beinlínis verið hvattir til að neyta þessa tes,“ segir í fréttatil- kynningu frá landlækni. Getur valdið sýkingu í hraustu fólki Ólafur Guðlaugsson, læknir á Landspítalanum, hefur ræktað sveppavökvann og kynnt sér það sem skrifað hefur verið um áhrif hans í erlendum tímaritum. „Hér reyndist vera á ferðinni gersvepp- ur af tegundinni Saccharomyces cerevisae. Sveppurinn er skyldur sveppnum Candida sem er vel- þekktur sjúkdómsvaldur í mönnum pg margir telja sig hafa óþol gegn. í fagtímaritum hefur verið lýst alvarlegum sýkingum og nokkrum dauðsföllum þar sem Saccha- romyces cerevisae var talinn vera orsökin, oft reyndar með öðrum sveppum og bakteríum. Sjúklingar voru oftast með al- varlega sjúkdóma fyrir, svo sem alvarlegan bruna, ýmsa blóðsjúk- dóma og krabbamein ýmiskonar. Dæmi eru þó um alvarlegar sýk- ingar hjá hraustu fólki með væg- ari sjúkdóma, svo sem sykursýki og gerviloku í hjarta. Þá hefur komið í ljós að Saccharomyces cerevisae getur einnig valdið end- urteknum leggangabólgum í hraustum konum,“ segir í tilkynn- ingu landlæknisembættisins. Stafaboð og texta- sendingar HJÁ Pósti og síma er nú unnið að tilraunum með sendingar stafa- boða til stafaboðtækja og er ætlun- in að opna þá þjónustu innan skamms. Nú nota um 8.500 manns boðtækjaþjónustu Pósts og síma. Á næsta ári er ráðgert að hefja textaboðaþjónustu (SMS) fyrir eig- endur GSM símtækja. Þetta kom fram í erindi Einars Reynis á fundi Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga í gær. Til að geta nýtt sér stafaboð þarf sérstök stafaboðtæki. Boðin eru send frá tölvu um boðsendikerfið. Hægt er að senda stutt skilaboð. Á næsta ári verða teknar upp hér á landi SMS (Short Message Service) textasendingar til GSM símtækja. Stuðst er við svipaða tækni og í stafaboðkerfinu og er textinn lesinn af skjá símtækisins. Sé slökkt á símtæki viðtakanda þegar textinn er sendur geymir símstöðin boðin þar til kveikt er. Hægt er að senda texta til við- takanda hvar sem hann er staddur innan þjónustusvæðis GSM í heim- inum. ■ Samnetið opnað/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.