Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 37 AÐSENPAR GREIIVIAR Sjálfstæðisfiokk- urinn o g frelsið HINN 24. mars 1993 sendi heilbrigðisráðu- neytið bréf til stjórn- enda dvalar- og hjúkr- unarheimila, þar sem þeim var bent á að beina viðskiptum sín- um til ákveðins ný- stofnaðs fyrirtækis. Tilgangurinn með sendingu bréfsins var sagður, að með því gætu þessar stofnanir lækkað lyfjaútgjöldin. Dagblaðið greindi frá þessu á sínum tíma og í kjölfarið þann 2. apríl afturkallaði Sighvatur Benedikt Sigurðsson Björgvinsson, þáverandi heilbrigð- isráðherra, bréfíð, kvað það sent fyrir misskilning og að ráðuneytið gæti að sjálfsögðu ekki vakið at- hygli á starfsemi eins fyrirtækis umfram önnur. Núna rúmum tveimur árum seinna fellur ráðuneytið í sömu gryfjuna. í bréfí sem ráðuneytið Á sama tíma og Lyfja- verslun ríkisins var seld er ríkið að koma sér upp apótekum sem virðast, að mati Benedikts Sigurðssonar, verða lang stærstu apótekin í landinu á mjög skömm- um tíma. sendi nýlega til sjúkrahúsa og stofnana á landsbyggðinni er þeim bent á að semja við sjúkrahúsapó- tekin í Reykjavík um að þau (sjúkrahúsapótekin) hafi milli- göngu um útvegun ákveðinna lyfja. Sjúkrahúsapótekin eru fyrir- tæki sem ríkið er að koma á lagg- irnar í kjölfari nýrra lyfjalaga. Með hinum nýju lögum fá sjúkra- hús heimild að starfrækja sérstök sjúkrahúsapótek og þeim er heim- ilt að afgreiða lyf til sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsi og göngu- deildarsjúklinga að uppfylltum vissum skilyrðum. 1993 var til- gangurinn með bréfí ráðuneytisins að minnka lyfjakostnað, en nú verður ekki annað séð en tilgang- urinn sé að hrifsa til ört vaxandi ríkisapparats í Reykjavík vinnu og viðskipti sem apótekin úti á landi höfðu í mörgum tilfellum annast. Þessi ríkisfyrirtæki hafa frá upp- hafí farið langt umfram heimildir í starfsemi sinni. Ég hef heimildir fyrir því að á þessum stofnunum, þ.e. sjúkrahúsunum, þar sem starfsmenn skipta hundruðum ef ekki þúsundum, er rekinn áróður fyrir því að starfsmennirnir kaupi lyf sín í apótekinu þeirra og starfs- mannanna er freistað með afslátt- artilboðum. Þetta heitir á manna- máli að bijóta lögin og ákafinn skýrist e.t.v. af því markmiði for- stöðumanna stofnanna að ná inn auknum sértekjum með lyfjasölu en um þær áætlanir les maður í dagblöðunum. Þá eru í lögunum þau skilyrði sett hinum svokölluðu sjúkrahúsapótekum, að reksturinn sé aðskilinn frá annarri starfssemi sjúkrahúsanna. Ekki verður séð að svo sé gert enda hefur það nú verið kært til Samkeppnisstofnun- ar. Var þetta tilgangur sjálfstæðis- manna með nýju lyfjalögum og öllu frelsinu sem hver étur upp eftir öðrum að í þeim felist? A sama tíma og Lyfjaverslun ríkisins var seld er ríkið að koma sér upp apótek- um sem virðast, ef fram fer sem horfir, verða lang stærstu apótekin í landinu á mjög skömmum tíma. Til þess að flýta fyrir þessari þróun hafa þau nú fengið ráðu- neytið í lið með sér. Hvað kemur svo næst? Við þessi bákn eigum við svo að keppa í frelsinu svo- kallaða, þar sem heildsöluverð og smá- söluverð á öllum lyfj- um, nema því litla sem selja má í lausasölu, er ákveðið af pólitískt skipaðri nefnd sem lifír hverju sinni svo lengi sem ráðherrann heldur stólnum. Heldur fínnst mér það ömurlegt hlutskipti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á síðasta þingi að hafa látið kratana draga sig þessa leið, í ljósi þess sem þeir segjast hafa á stefnuskrá sinni. í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum, mig minnir í nóvember 1986, birtist grein um lyfsölumál eftir einn frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins, en sú grein mark- aði upphaf þeirrar oft rógi skotnu herferðar gegn okkur íslenskum apótekurum sem síðan hefur stað- ið nær linnulaust. Ég var einn þeirra mörgu sem mótmæltu þess- um skrifum og sagði m.a. í grein sem ég skrifaði í Morgunblaðinu þá, að mér sýndist að illa væri komið fyrir Sjálfstæðisflokknum þegar frambjóðendur flokksins væru þeirrar gerðar, sem nefndur greinarhöfundur virtist vera, ef dæma mætti af skrifum hans. í dag spyr ég sjálfan mig. Hefur eitthvað breyst? Höfundur er apótekari í Keflavík. Eitt sinn var hann litill en nú er hann orðinn stór... SUZUKIBALENO 1996 Nýi bíllinn frá Suzuki er bíll í sama stærðar- og gæðaflokki og Toyota Corolla, VW Golf, Opel Astra og Nissan Almera. Það er þó eitt sem skilur þá að - VKRÐIÐ Suzuki Baleno er á mun lægra verði en aðrir sambærilegir bflar í millistærðarflokki. Suzuki Baleno 3ja dyra handskiptur kostar kr, 1,095,000 sjálfskiptur “ J, 195,000 Suzuki Baleno 4ra dyra handskiptur kostar kl', 1,220,000 sjálfskiptur Komið, reynsluakið og gerið verðsamanburð. Suzuki - Afí og öryggi 1,320.000 $ SUZUKI --M---------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 Vut TPYGGINGAKO^TNAÐLIP FVRIRTÆKISIMS t hterra 1aí>i j)ct(a ári<)? LÁTTU SKAIMDIA QERA TILBOQ í ALLAR TRYGGINGAR FYRIRTÆKISIIMS F-yrirlœki geta sparaö umtalsverðarfjárhœðir með því að láta gera tilboð i allar tryggingar sínar. Fyrirtœkjatryggingar Skandia eru góður kostur fyrir þá sem vilja hagstœðar og öruggar tryggingar. Hafðu samband og láttu Skandia gera þér tilboð. - Það gœti lœkkað tiyggingakostnaðinn. Fáðu tilboðfyrir 1. des. þviþá rennur út frestur margrafyrirtœkja til að segja upp eldri tryggingum. Skandia LAUGAVEGI 170 SÍMI 5B 19 700, FAX 55 2B 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.