Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 37
AÐSENPAR GREIIVIAR
Sjálfstæðisfiokk-
urinn o g frelsið
HINN 24. mars 1993
sendi heilbrigðisráðu-
neytið bréf til stjórn-
enda dvalar- og hjúkr-
unarheimila, þar sem
þeim var bent á að
beina viðskiptum sín-
um til ákveðins ný-
stofnaðs fyrirtækis.
Tilgangurinn með
sendingu bréfsins var
sagður, að með því
gætu þessar stofnanir
lækkað lyfjaútgjöldin.
Dagblaðið greindi frá
þessu á sínum tíma og
í kjölfarið þann 2. apríl
afturkallaði Sighvatur
Benedikt
Sigurðsson
Björgvinsson, þáverandi heilbrigð-
isráðherra, bréfíð, kvað það sent
fyrir misskilning og að ráðuneytið
gæti að sjálfsögðu ekki vakið at-
hygli á starfsemi eins fyrirtækis
umfram önnur.
Núna rúmum tveimur árum
seinna fellur ráðuneytið í sömu
gryfjuna. í bréfí sem ráðuneytið
Á sama tíma og Lyfja-
verslun ríkisins var seld
er ríkið að koma sér upp
apótekum sem virðast,
að mati Benedikts
Sigurðssonar, verða
lang stærstu apótekin í
landinu á mjög skömm-
um tíma.
sendi nýlega til sjúkrahúsa og
stofnana á landsbyggðinni er þeim
bent á að semja við sjúkrahúsapó-
tekin í Reykjavík um að þau
(sjúkrahúsapótekin) hafi milli-
göngu um útvegun ákveðinna
lyfja. Sjúkrahúsapótekin eru fyrir-
tæki sem ríkið er að koma á lagg-
irnar í kjölfari nýrra lyfjalaga.
Með hinum nýju lögum fá sjúkra-
hús heimild að starfrækja sérstök
sjúkrahúsapótek og þeim er heim-
ilt að afgreiða lyf til sjúklinga sem
útskrifast af sjúkrahúsi og göngu-
deildarsjúklinga að uppfylltum
vissum skilyrðum. 1993 var til-
gangurinn með bréfí ráðuneytisins
að minnka lyfjakostnað, en nú
verður ekki annað séð en tilgang-
urinn sé að hrifsa til ört vaxandi
ríkisapparats í Reykjavík vinnu og
viðskipti sem apótekin úti á landi
höfðu í mörgum tilfellum annast.
Þessi ríkisfyrirtæki hafa frá upp-
hafí farið langt umfram heimildir
í starfsemi sinni. Ég hef heimildir
fyrir því að á þessum stofnunum,
þ.e. sjúkrahúsunum, þar sem
starfsmenn skipta hundruðum ef
ekki þúsundum, er rekinn áróður
fyrir því að starfsmennirnir kaupi
lyf sín í apótekinu þeirra og starfs-
mannanna er freistað með afslátt-
artilboðum. Þetta heitir á manna-
máli að bijóta lögin og ákafinn
skýrist e.t.v. af því markmiði for-
stöðumanna stofnanna að ná inn
auknum sértekjum með lyfjasölu
en um þær áætlanir les maður í
dagblöðunum. Þá eru í lögunum
þau skilyrði sett hinum svokölluðu
sjúkrahúsapótekum, að reksturinn
sé aðskilinn frá annarri starfssemi
sjúkrahúsanna. Ekki verður séð
að svo sé gert enda hefur það nú
verið kært til Samkeppnisstofnun-
ar.
Var þetta tilgangur sjálfstæðis-
manna með nýju lyfjalögum og
öllu frelsinu sem hver étur upp
eftir öðrum að í þeim felist? A
sama tíma og Lyfjaverslun ríkisins
var seld er ríkið að
koma sér upp apótek-
um sem virðast, ef
fram fer sem horfir,
verða lang stærstu
apótekin í landinu á
mjög skömmum tíma.
Til þess að flýta fyrir
þessari þróun hafa
þau nú fengið ráðu-
neytið í lið með sér.
Hvað kemur svo
næst? Við þessi bákn
eigum við svo að
keppa í frelsinu svo-
kallaða, þar sem
heildsöluverð og smá-
söluverð á öllum lyfj-
um, nema því litla sem selja má
í lausasölu, er ákveðið af pólitískt
skipaðri nefnd sem lifír hverju
sinni svo lengi sem ráðherrann
heldur stólnum.
Heldur fínnst mér það ömurlegt
hlutskipti þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins á síðasta þingi að hafa
látið kratana draga sig þessa leið,
í ljósi þess sem þeir segjast hafa
á stefnuskrá sinni.
í Morgunblaðinu fyrir nokkrum
árum, mig minnir í nóvember
1986, birtist grein um lyfsölumál
eftir einn frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins, en sú grein mark-
aði upphaf þeirrar oft rógi skotnu
herferðar gegn okkur íslenskum
apótekurum sem síðan hefur stað-
ið nær linnulaust. Ég var einn
þeirra mörgu sem mótmæltu þess-
um skrifum og sagði m.a. í grein
sem ég skrifaði í Morgunblaðinu
þá, að mér sýndist að illa væri
komið fyrir Sjálfstæðisflokknum
þegar frambjóðendur flokksins
væru þeirrar gerðar, sem nefndur
greinarhöfundur virtist vera, ef
dæma mætti af skrifum hans. í
dag spyr ég sjálfan mig. Hefur
eitthvað breyst?
Höfundur er apótekari í Keflavík.
Eitt sinn var hann litill en
nú er hann orðinn stór...
SUZUKIBALENO 1996
Nýi bíllinn frá Suzuki er bíll í sama stærðar- og gæðaflokki og
Toyota Corolla, VW Golf, Opel Astra og Nissan Almera.
Það er þó eitt sem skilur þá að - VKRÐIÐ
Suzuki Baleno er á mun lægra verði en aðrir sambærilegir bflar
í millistærðarflokki.
Suzuki Baleno 3ja dyra handskiptur kostar kr, 1,095,000
sjálfskiptur “ J, 195,000
Suzuki Baleno 4ra dyra handskiptur kostar kl', 1,220,000
sjálfskiptur
Komið, reynsluakið og gerið verðsamanburð.
Suzuki - Afí og öryggi
1,320.000
$ SUZUKI
--M----------
SUZUKI BÍLAR HF.
SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100
Vut
TPYGGINGAKO^TNAÐLIP
FVRIRTÆKISIMS
t hterra 1aí>i j)ct(a ári<)?
LÁTTU SKAIMDIA QERA TILBOQ í ALLAR TRYGGINGAR FYRIRTÆKISIIMS
F-yrirlœki geta sparaö umtalsverðarfjárhœðir með því að láta
gera tilboð i allar tryggingar sínar. Fyrirtœkjatryggingar Skandia
eru góður kostur fyrir þá sem vilja hagstœðar og öruggar
tryggingar. Hafðu samband og láttu Skandia
gera þér tilboð.
- Það gœti lœkkað tiyggingakostnaðinn.
Fáðu tilboðfyrir 1. des. þviþá rennur
út frestur margrafyrirtœkja
til að segja upp eldri
tryggingum.
Skandia
LAUGAVEGI 170
SÍMI 5B 19 700, FAX 55 2B 177