Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli FORSETI bæjarsljórnar ávarpar heiðursgestina. Hjón heiðruð meðtónleikum Húsavík. Morgunblaðið. Kalinn á hjarta Klassískar kvikmynd- ir í Bíó- borginni Á HVERJUM fimmtudegi í Bíóborginni eru haldnar sýn- ingar á vegum Kvikmynda- safns íslands á klassískum kvikmyndum. í kvöld kl. 19 og 21 verða sýningar á Casa- blanca eftir Michael Curtiz frá 1942. í kynningu segir: „Þessi ógleymanlega ástarsaga með Ingrid Bergman og Humphrey Bogart í aðalhlutverkum er talin ein af „frægustu mynd- um allra tíma“. Hún segir frá brennandi ástum í skugga seinni heimsstyijaldarinnar og gerist í Casablanca þar sem fólk af ýmsu þjóðerni kemur saman á vinsælum bar. Þar er einskonar smáheimur sem endurspeglar sundrungu sam- tímans og baráttuna við nas- ismann. Bogart er hér í einum af sínu bestu hlutverkum sem Rick, hinn lífsleiði og kald- hæðni eigandi barsins, sem hittir þar aftur sína eilífu ást, fagra stúlku (Bergman) sem sveik hann í París. í kvikmyndum síðari tíma er enn vitnað í þessa mynd og tilvitnanir úr henni óspart notaðar." Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Jökulheim- ar. í þessari bók um is- lenskajökla og umhverfi þeirra flytur Ari Trausti Guðmunds- son fróðleik um alla helstu jökla landsins. Bókin, sem er prýdd 77 litljósmynd- um Ragn- ars Th. Sig- urðssonar, fæst einnig á ensku (Light on Iee) og þýsku (Eisvisionen). I inngangi bókarinnar eru grunnatriði jöklafræðinnar skýrð. Myndun jöklanna, jöklabúskapur, framhlaup og jökulrof eru meðal efnisþátta. Síðan er öllum helstu jökla- svæðum landsins lýst í máli og myndum. í myndatextun- um finna lesendur viðbótar- upplýsingar sem ekki eru í meginmálinu. Bókin var Jtynnt fyrst á ljós- myndasýningu Ragnars,' Norðurslóðum, sem opnuð var í Gerðarsafni í Listasafni Kópavogs 4. nóvember sl. og stendurtil 19. nóvember. IJtgefandi er Ormstunga. Jökulheimar er 82 bls. ístóru broti (26x26 cm) með 77 litljós- myndum og kostar 2.560 kr. Síðasta sýningar- helgi Ásdísar SÝNING á málverkum eftir Ásdísi Kalman sem staðið hef- ur yfír i Ásmundarsal frá 4. nóvember, lýkur nú á sunnu- dag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. TIL heiðurs hjónunum Björgu Friðriksdóttur og Ingvari Þórarinssyni á Húsavík, efndi menningarmálanefnd Húsavík- ur til tónleika í Húsavíkurkirkju föstudagskvöldið 10. nóvember sl. þar sem Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari skemmtu við frábærar móttök- ur áheyrenda, sem fylltu Húsa- víkurkirkju. í upphafi tónleikanna ávarp- aði fulltrúi menningarmála- nefndar, Svala Hermannsdóttir, heiðursgestina, skýrði frá til- efni þeirra, sem væri að heiðra og þakka það mikla brautryðj- enda- og framfarastarf sem þau Björg og Ingvar hefðu unnið á undanförnum áratugum þki- geyskri tónlist og menningu til framdráttar. Síðan ómaði tónlist þeirra Sigrúnar og Jónasar, en á efnis- skrá þeirra voru 23 íslensk lög og var flutningi þeirra ákaft fagnað og jafnframt starfi þeirra heiðurshjónanna, svo hljómlistarmennirnir fluttu 5 aukalög. í lok tónleikanna ávarpaði forseti bæjarstjórnar, Valgerður Gunnarsdóttir, heiðursgestina í nafni bæjarstjórnar Húsavíkur, rakti að nokkru störf þeirra og færði þeim minningar- og þakk- argjöf fyrir þeirra ómetanlega menningarstarf í þágu Húsavík- ur og alls héraðsins. Það sem lengst mun í minni KVIKJVIYNDIR IIÁSKÓLABÍÓ Að lifa ★ ★ ★ Vi Leikstjóri Zhang Yimou. Handrit Lu Wei og Yu Hua. Tónlist Zhao Yip- ing. Kvikmyndatökustjóri Lu Yue. Aðalleikendur Gong Li, Ga You, Niu Ben, Guo Tao, Liu Tien Che. Kína/Hong Kong 1994 UPPGANGUR kommúnismans og síðar menningarbyltingin er martröð líkust í Að lifa, mynd Kín- veijans snjalla, Zhangs Yimou. Við sjáum þessa umbrotatíma með augum fjölskyldu sem tæpast lítur nokkru sinni glaðan dag. Að iifa hefst á öndverðum fimmta ára- tugnum er heimilisfaðirinn og landeigandinn Fugai (Ga You) tap- ar öllum eignum sínum á spilavíti og konu sinni, Jiazhen (Gong Li), í kjölfarið. Fugai tekur hugarfars- breytingum og Jiazhen snýr aftur ásamt bömum þeirra tveimur, þó hann búi nú í sárri fátækt. Borg- arastyrjöldin milli þjóðemissinna og kommúnista skellur á, Fugai er tekinn til fanga af þeim síðar- haft mun varða það fornfusa starf, sem Ingvar hefur í ára- tugi lagt húsvískri tónlist til eflingar, með því að fá hingað tónlistarfólk á sem flestum svið- um og með því gefið heima- mönnum tækifæri á því að heyra margt af því besta sem flutt hefur verið sunnan heiða. Það munu vera um 40 ár síðan hann boðaði fyrst til slíkra tón- leika með söngvurunum Sigurði Björnssyni og Ólafi Þ. Jónssyni. Þeir eru ótaldir tónleikarnir sem Ingvar hefur boðað til og staðið fjárhagslega undir, því alltaf hafa þeir ekki verið vel sóttir þó með árunum hafi að- sókn mjög aukist. Hann hefur og stutt fjárhagslega ungt efni- legt tónlistarfólk til náms. Einnig er þess að geta að Ingvar söng í Kirkjukór Húsa- víkur í 40 ár, með Karlakórnum Þrym þá hann starfaði og var þar oft einsöngvari, hann var einn af meðlimum Tónakvart- ettsins, sem landsfrægur er, en undirleikari hans var Björg, sem einnig hefur lagt tónlistar- málum Húsvíkinga ómetanlegt lið með undirleik sínum hjá kórum og einsöngvurum. Björg flutti að lokum þakkir fyrir þá vinsemd, sem þeim hefði verið sýnd með þessum tónleikum. Húsvíkingar og héraðsbúar sýndu þakklæti sitt með því að fjölmenna svo til þessarar sam- komu, sem raun var á. nefndu, dregst inn í átökin um árabil og hefur þá ofan af fyrir stríðsmönnum Maó með strengja- brúðuleik. Að lokum hefur hann upp á fjölskyldu sinni á ný sem þrælar nú við vatnsburð í heima- bænum. Fugai er biturri reynslu ríkari og sinnir nú fjölskyldu sinni eins vel og kostur er. Áföllin halda þó áfram að dynja yfir, Menningar- byltingin þeirra verst. Átakanleg er þessi þjóðfélags- lýsing og hörð ádeila á allt valda- kerfi kommúnista frá upphafi til enda. Svo er að sjá að hálfguðinn Maó hafi breytt landinu í helvíti á jörðu. Uppbyggingarárin einkénn- ast af kúgun, blóðstriti og barna- þrælkun, en fólk átti sér þó örlitla von um betri tíma - einhverntíma. KVIKMYNDIR Rcgnboginn: Kvikmy ndahátíö Rcgnbogans og Hvíta t j a 1 d s i n s KALINN Á HJARTA „UN COEUR EN HIVER" ★ Vi Leiksljóri: Claude Sautet. Aðalhlutverk: Daniel Auteuil, Emmanuelle Béart. Frakk- land. 1994. íslenskur texti. ENGIR telja sig kunna betri skil á ástinni én Frakkar og bera kvik- myndir þeirra mjög þess merki. Kal- inn á hjarta er lítið, persónulegt og einkar franskt drama um hinn sívin- sæla franska ástarþríhyrning. Hún fjallar auðvitað um ástina en ekki síst um óendurgoldna ást og ást- leysi. Hún er um mann sem er ekki þess umkominn að elska af einhverj- um ástæðum sem auðvitað eru aldrei skýrðar enda Frakkar ekki tilbúnir að útskýra ást í smáatriðum. Það er hans tilvistarfræðilega vai að elska ekki. Til að skilja þennan steindrumb hefði maður þurft að vita hvar dagar lífs hans hafa lit sínum glatað. Hann hefur ekki áhuga á ást og ekki vin- áttu og virðist tilfinningalega dofínn að öllu leyti. Því fylgir að hann er einstaklega óspennandi persóna, sér- staklega eins og Daniel Auteuil leik- ur hann. Það hvorki dettur af honum né drýpur, ekkert virðist hafa áhrif á hann tilfínningalega. Hann er eins og Dustin Hoffman í Regnmanninum nema hann er ekki einhverfur eða Jafnvel hún var drepin síðar í brjál- æði Menningarbyltingarinnar. í áhrifamiklu lokaatriðinu er þó ör- lítil vonarglæta - með þeim for- merkjum að kommúnisminn sé úr sögunni. Að iifa getur tæpast látið nokkum mann ósnortinn, svo mis- kunnarlaus er hún í lýsingum sín- um á endalausum mannlegum þjáningum undir ómennsku kerfi og harðstjórum þess. Jafnframt er hún óður til mannlegrar reisnar, Jiazhen er samnefnari þeirra sem aldrei láta bugast á hveiju sem gengur. Maður skynjar óttann og ógnina allt um kring undir kúgun- arvaldinu þar sem eins dauði er annars brauð. Svo kaldhæðnislega vill til að slík örlög verða einmitt Fugai til lífs, því sá sem hafði af Anthony Hopkins í Dreggjum dags- ins nema ekki eins harmrænn. Þá tvo skildi maður að einhverju marki. Frakkinn er nákvæmlega sama ráð- gátan í byijun myndarinnar og endi og satt að segja hættir maður að hafa áhuga á honum löngu áður en myndin er búin. Sögusvið hennar er tónlistarheim- urinn í París. Daniel leikur fiðlusmið. Samstarfsmaður hans er ástfanginn af ungum fiðluleikara sem Emmanu- elle Béart leikur en hún dregst að hinum hófstillta og hljóðláta smið og kemst að því sér til hrellingar að hann er eins ástríðufullur og trélím. Höfundur myndarinnar, Claude Sautet, ýtir undir hina tilfinninga- legu deyfð aðalpersónunnar með ein- staklega hægum stíganda og þung- lyndislegu yfirbragði og næstum stó- ískri rósemi. Engin tónlist er í mynd- inni, aðeins samræður, talandi'haus- ar í nærmynd, lítil sem engin hreyf- ing, ekkert fyrir auga og eyru annað en endalaus samtöl og maður kemst ekki hjá því að hugsa af hvetju þetta var ekki skrifað og leikið fyrir út- varp. Hið þrönga sjónarhorn gerir myndina óttalega langdregna og maður upplifir hana eins og langan aðdraganda að einhveiju sem aldrei verður. Leikurinn er í þessum þyngslalega og innilokunarkennda stil. Béart er viðkvæmnislegi fiðluleikarinn sem tekst ekki að bijóta hina undurþykku skel og örvinglast. Auteuil er ekki öfundsverður af að leika þverhausinn sem eins og leitar eftir samúð áhorf- andans en því miður, fær enga. Arnaldur Indriðason honum reyturnar er orðinn eigna- maður og réttdræpur. Á hinn bóg- inn skín einnig í gegnum fjölmörg, vönduð atriði í þessari ágætis- mynd, hinar hlýrri og mannlegri hliðar þjóðarsálarinnar kínversku , - ef hún fær að vera í friði - það sem hún kýs sér fremst af öllu. Yimou er hljóðlátur sem fyrr og þarf engar brellur né blóðsúthell- ingar til að segja sína áhrifamiklu skelfingarsögu. Hann nýtur hér enn krafta Gong Li, sem aldrei hefur verið fegurri né töfrað fram jafn stórkostlegan leik sem hér, enda bíður hlutverk Jiazhen upp á mikil, dramatísk tilþrif fyrir hæfi- leikaríka leikkonu. Ga You fer 1 myndarlega með hlutverk eigin- mannsins sem jafnan stendur í skugga sinnar kraftmiklu konu. Ungu leikaramir sem fara með hlutverk barna þeirra eru einnig eftirminnileg. Sama er að segja um áhrifamikla tónlistina og renna allir þessir þættir saman í geysi-, sterka heild sem skipa Að lifa nán- 1 ast á bekk með því sem þessir ein- j stöku listamenn, Yimou og Gong j Li, hafa best gert á glæstum ferli. Sæbjörn Valdimarsson Verðlaunaritgerð birt TÍMARITIÐ NY saga, 7. árgang- ur, er komið út, og kennir þar ýmissa grasa, meðal annars er þar að fmna ritgerðina Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 eftir Guðna Thorlacius Jóhannnesson, en hún er önnur tveggja ritgerða sem hlaut verðlaun í ritgerðasam- keppni er Sögufélag, Sagnfræð- ingafélag íslands og Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands efndu til á seinasta ári. Þá er birt ritgerðin Pólítísk fata- hönnun eftir Margréti Guðmunds- dóttur, greinin Fornar menntir í Hítardal eftir Guðrúnu Ásu Gríms- dóttur, ritgerðin Siðferðilegar fyr- irmyndir á 19. öld eftir Sigurð Gylfa Magnússon og greinin Að byggja sér veldi eftir Eggert Þór Bernharðsson. Mynd Riou af íslandi í þættinum Sjón og saga dregur Sumarliði R. Isleifsson fram þá mynd sem teiknarinn Riou bregður upp af íslandi með teikningum sín- um í bók Jules Verne, Leyndar- dómar Snæfellsjökuls, sem kom upphaflega út í Frakklandi 1864. í greininni Gildi sagnfræðinnar ljallar Björn Bjamason um að sagnfræðingar gegni með rann- sóknum sínum lykilhlutverki í að leggja grundvöll að skynsamlegri stjórnmálaumræðu. Þá minnist Sigfús Haukur Andrésson 200 ára afmælis Almennu bænaskrárinnar og birt er umfjöllun um Hvíta stríð- ið svo kallaða, annars vegar sam- tímafrásögn af atburðunum úr dagbókum Elku Björnsdóttur, næsta nágranna Olafs Friðriksson- ar, og áður óbirtar ljósmyndir. Guðmundur J. Guðmundsson ritar inngang. þessarar umfjöllunar. Sögufélag gefur Nýja sögu út. í ritstjórn tímarita Söguféiags sitja Anna Agnarsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Mósesdóttir og Sigurður Ragnarsson. Eins dauði er annars brauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.