Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Framkvæmdastjóri NATO
Solana nefndur
sem málamiðlun
Madrid. Reuter.
FELIPE Gonzalez, forsætisráð-
herra Spánar, sagði í gær, að Javi-
er Solana, utanríkisráðherra iands-
ins, yrði „frábær“ sem fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, og áskildi sér rétt
til að bjóða hann fram til starfans.
Solana nýtur mikillar virðingar og
er sagður hafa gott samband við
ráðamenn í Bandaríkjunum
Talsmaður spænska utanríkis-
ráðuneytisins sagði, að Uffe Elle-
mann-Jensen, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Danmerkur, væri enn
eini opinberi frambjóðandinn en
hugsast gæti, að spænska stjórnin
byði fram sinn mann. Flest bendir
til, að Frakkar ætli ekki að láta
af andstöðu sinni við Ellemann-
Jensen, sem nýtur stuðnings nor-
rænu ríkjanna þriggja og hugsan-
lega Bandaríkjanna.
Ellemann-Jensen vísaði á bug í
gær orðrómi um, að hann hygðist
draga sig til baka vegna andstöðu
Frakka. Hann ítrekaði hins vegar,
Nýtur virðingar
beggja vegna
Atlantsála
að hann væri tilbúinn til þess ef
fram kæmi nýr frambjóðandi, sem
flestir gætu sætt sig við. Hann
kvaðst þó ekki sjá neinn slíkan á
þessari stundu.
í vinfengi við Clinton
Solana hefur oft verið nefndur
sem arftaki Gonzalezar ákveði
hann að bjóða sig ekki fram í kosn-
ingunum í mars og hann er vel
látinn austan hafs og vestan. Hann
er eðlisfræðingur að mennt, hefur
skrifað meira en 30 bækur um þau
fræði, og bjó um tíma í Bandaríkj-
unum. Er hann sagður i vinfengi
við þá Warren Christopher, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Bill Clinton forseta.
Robert Hunt-
er, fastafulltrúi
Bandaríkjanna
hjá NATO, fór
lofsamlegum
orðum í gær um
Solana og sagði
hann hæfileika-
mann. Hann
væri þó ekki op-
inberlega í fram-
boði og Bandaríkjastjórn væri að
velta fyrir sér ýmsum mönnum í
framkvæmdastjórastarfið.
Spánveijar eru margir miklir
málskrúðsmenn og sagðir koma
sér seint að efninu en það á ekki
við um Solana. Hann þykir einstak-
lega gagnorður á fundum og held-
ur sig við það, sem máli skiptir.
Hann hefur látið mikið til sín taka
í Bosníumálum og það skiptir veru-
legu máli vegna áforma NATO um
að senda þangað tugþúsundir her-
manna til að gæta friðar ef um
semst.
Javier Solana
Reuter L
Stofnunar >
Palestínuríkis minnst
LÖGREGLUMENN stjórnvalda
Palestínumanna á Gaza marséra
fram hjá mynd af Yasser Arafat
í gær. Tilefnið var að sjö ár voru
liðin frá þvi að Arafat lýsti yfir
stofnun ríkis Palestínumanna en
hann var þá enn í útlegð í Alsír.
Tveir Palestínumenn særðust í
átökum við ísraelska lögreglu-
menn á Vesturbakkanum.
Búist var við að Shimon Per-
es, starfandi forsætisráðherra,
yrði falin sljórnarmyndun í ísra-
el í gær. Fulltrúar Palestínu-
manna og ísraela héldu í gær
fyrsta viðræðufund sinn um
frekari völd stjórnar Arafats frá
því að Yitzhak Rabin var myrtur
og var fundurinn í Jerúsalem.
Öryggisráðstafanir voru geysi-
miklar og urðu allir, einnig
samningamennirnir, að sýna
skilriki. Leiðtogi öfgahóps gyð- P
inga, Eyal, var látinn laus úr
fangelsi í gær en verður áfram
í stofufangelsi. Hópurinn er
grunaður um aðild að samsæri
um morðið á Rabin.
Svínsblóð
gegn
Frökkum
AUSTURRÍSKI listamaðurinn
Hermann Nitsch efndi til uppá-
komu í Vín í gær til að mót-
mæla kjarnorkuvopnatilraun-
um Frakka í Suður-Kyrrahafi.
Skvetti hann 180 lítrum af
svínsblóði á stóran léreftsdúk,
á grænfriðung sveipaðan laki
og á dauðan fisk, sem komið
hafði verið fyrir á gangstétt-
inni fyrir framan franska
sendiráðið. Talsmaður þess
kvaðst meta Nitsch mikils sem
listamann og benti á, að svíns-
blóðið væri eina blóðið, sem
úthellt hefði verið vegna til-
raunanna á Mururoa.
Ákvörðun
Tudjmans
Hundsar
dómstól
Zagreb. Reuter.
FRANJO Tudjman, forseti
Króatíu, hækkaði Tihomir
Blaskic hershöfðingja, yfir-
mann króatísku hersveitanna
í Bosníu, í tign á þriðjudag
þótt stríðsglæpadómstóllinn í
Haag hefði daginn áður sakað
hann um stríðsglæpi.
„Tudjman forseti hefur tek-
ið eftirfarandi ákvörðun: Ti-
homir Blaskic hershöfðingi
hefur verið gerður að eftirlits-
manni í æðstu eftirlitsstofnun
hersins," sagði sjónvarpið í
Zagreb og sagði það lið í upp-
stokkun á yfirstjórn hersins.
Áður hafði stríðsglæpadóm-
stóllinn sakað Blaskic og fímm
aðra hátt setta króatíska emb-
ættismenn í Bosníu um stríðs-
glæpi og glæpi gegn mann-
kyninu í átökunum við músl-
i'ma árið 1993.
Roh Tae-woo, fyrrv. forseti S-Kóreu, yfirheyrður
Búist við handtöku
o g ákæru um mútur
Seoul. Reuter.
SAKSÓKNARAR í Suður-Kóreu
yfirheyrðu í gær Roh Tae-woo, fyrr-
verandi forseta landsins, í annað
sinn um pólitíska leynisjóði, sem
hann stofnaði til í forsetatíð sinni.
Námu þeir meira en 40 milljörðum
ísl. kr. þegar mest var. Fjölmiðlar
spáðu því, að hann yrði formlega
handtekinn í dag.
Yonhap-fréttastofan í S-Kóreu
hafði það eftir ónefndum saksókn-
urum, að Roh yrði sakaður um
mútuþægni en það yrði þá í fyrsta
sinn, sem s-kóreskur forseti, núver-
andi eða fyrrverandi, væri ákærður
um glæpsamlegt athæfi. Talsmaður
saksóknaraembættisins vildi ekki
staðfesta þessa frétt en bætti við,
að þar sem Roh hefði verið kallaður
fyrir öðru sinni mætti búast við
handtöku.
Hótar að nefna mútuþega
Roh hótaði í fyrradag að segja
til þeirra, sem hann hefði borið á
fé fyrir forsetakosningarnar 1992
en í þeim sigraði flokksbróðir hans,
Kim Young-sam, núverandi forseti.
Daginn eftir, þ.e. í gær, var hann
síðan kvaddur til yfirheyrslu og
halda sumir talsmenn stjómarand-
stöðunnar því fram, að það hafi
verið gert til að þagga niður í honum.
Segi Roh allt af létta um það
hvemig leynisjóðurinn var notaður,
gæti það haft ófyrirsjáanleg áhrif í
s-kóreskum stjómmálum. Hann gæti
vafalaust nefnt til fjölda stjómmála-
manna en Kim forseti neitar að hafa
þegið „grænan eyri“. Því trúa þó
fáir ef marka má skoðanakannanir.
Hins vegar hefur einn helsti leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, Kim Dae-
jung, viðurkennt að hafa þegið
nokkrar milljónir dollara af Roh.
Fjárins leitað
Roh viðurkenndi í síðasta mánuði
að hafa tekið við rúmlega 40 millj-
örðum króna frá fjölda stórfyrir-
tækja í Iandinu þegar hann var for-
seti 1988-’93 og saksóknarar segja,
að þeir hafi sannanir fyi’ir því, að
sum þessara fyrirtækja hafi mútað
honum. Segjast þeir einnig vita frá
hveijum féð kom og eru að reyna
að hafa uppi á því, sem eftir er.
Friðarviðræðurnar
um Bosníu
Bildt er
vongóður
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SAMNINGAVIÐRÆÐURNAR í
Ohio undir stjórn Bandaríkjamanna
um framtíð Bosníu eru komnar á
lokastig, að því er Carl Bildt, sátta-
semjari Evrópusambandsins (ESB),
skrifar í síðasta fréttabréfi sínu,
sem sent er út á Alnetið. Bildt seg-
ir samkomulagið um Austur-Slav-
oníu í síðustu viku vera forsendu
frekari samninga og býst ekki við
að verða aðra helgi í Dayton.
Samninganefndir deiluaðila og
sáttasemjararnir hafa verið í ein-
angrun í tvær vikur í herstöð
skammt frá Dayton í Ohio, þar sem
Bandaríkjamenn leiða viðræðurnar.
Bildt segir athygli fjölmiðla, einkum
þeirra bandarísku, beinast fyrst og
fremst að þætti Bandaríkjamanna,
en að Thorvald Stoltenberg, sátta-
semjari Sameinuðu þjóðanna, hafi
átt mestan heiður af Austur-Slav-
oníu samkomulaginu. Þýskir sátta-
semjarar ESB hafi átt afgerandi
þátt í fyrri árangri í sáttaátt.
Að sögn Bildt sér fyrir endann á
Dayton-dvölinni, bæði af því að
endanlegt samkomulag er í augsýn,
en einnig af því menn eru farnir
að þreytast á vistinni í þessari ein-
angruðu herstöð.
Christopher tíður gestur
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, heimsótti
Dayton í þriðja skiptið nú í vik-
unni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
er á förum til Japans á föstudags-
kvöld og bandaríska stjórnin er
áfram um að rammasamningur
liggi þá fyrir. Búist er við að drög
samkomulags verði samþykkt, en
síðan kostar það enn vinnu að
greiða úr öllum þáttum þess og
ákveða hvernig skipa eigi liði í her-
afla og borgaralegt starfslið er sjái
um uppbyggingu á ófriðarsvæðun-
um. Það verður ekki gert í Dayton.
Sá orðrómur er á kreiki að Bildt
verði tilnefndur af hálfu ESB til
að hafa umsjón með uppbygging-
unni. Sjálfur hefur hann ekki látið
neitt uppi um málið.
i
t
f:i!
|
t
I
l
I
í
í
I
!