Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNARINGI HALLDÓRSSON + Ragnar Halldórsson fæddist í Vest- mannaeyjum 17. janúar 1941. Hann lést á heimilinu sínu í Reykjavík 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Ragnars Inga eru Halldór Guðjónsson, fv. skólastjóri í Vest- mannaeyjum, og kona hans, Elín Sig- ríður Jakobsdóttir. Alsystir Ragnars Inga er Halldóra M. Halldórsdóttir, framhalds- skólakennari og námsráðgjafi. Hálfbróðir Ragnars er Sigurður G. Halldórsson, rafmagnsverk- fræðingur. Ragnar Ingi kvæntist Áse Sandal frá Roldal í Harðangursfylki í Noreg^ 1963. Börn þeirra eru: 1) Thorbjorg Elín, f. 8. sept. 1963, gift Sverre Ekkje, þau eiga tvö börn, Ina og Sigurd. 2) Hall- dór Ingi, f. 26. febr- úar 1965, kvæntur Anne Hansen, þau eiga eina dóttur, Sigrid. Ragnar Ingi og Áse skildu 1969. Ragnar eignaðist tvö börn með Stellu Eiriksdóttur. Þau eru: 1) Lilja Dís, f. 9. janúar 1985, og 2) Bjartmar, f. 20. júní 1987. Útför Ragnars Inga fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Flyklqa sér í flokka fastir sumargestir. Máli sínu mæla, móti suðri líta. Kveðja vini, hlíðar, holt og dali, he§a ferð um loftsins bláu sali. Vængjum lyfta, út frá strönd tii stranda, stefnuvissir beint til hlýrri landa. (Halldór Guðjónsson.) Gamall vinur, Ragnar Ingi Hall- dórsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu í síðustu viku og kveð ég hann nú nokkrum orðum á útfarardegi. Sökum áratuga aðskilnaðar í sitt hvorri heimsálfu riíjast upp fyrir mér fyrstu kynni okkar, og hin síðustu. Ragnar Ingi dvaldist í Noregi ungur maður við nám og störf. Á tímum fagurra framtíðardrauma tengdist hann böndum þar í landi sem haldast munu með bömum hans og niðjum þótt hann nú hverfi fyrir aldur fram til hlýrri landa. Hann tók ástfóstri við Noreg, varð kunnugur staðháttum á undra- skömmum tíma og norskar mállýsk- ur léku honum á tungu jafnskjótt og heyra mátti á hverjum stað. Ragnar Ingi hafði þá þegar kynnst sjómennsku í blíðu og stríðu, jafnvel hættulegri ísingu og lífs- háska. Þrútnar krumlur Ægis í ham ógnuðu togurum á Nýfundnalands- miðum, ísing lagðist yfir og skipum hvolfdi. Ragnar lýsti því hvemig þeir skipsfélagar hömuðust í óveðr- inu og mölvuðu klakann allt hvað af tók. Hann barði í sífellu og ákall- aði Guð. Þeir lifðu af, en reynsla þessi varð Ragnari hugstæð. Það átti síðan fyrir Ragnari að liggja að stunda sjóinn í mörg ár, löngum sem vélstjóri en síðar sem kokkur. Er heilsu hans hnignaði nokkuð hin síðari ár kom hann í land og vann síðast hjá Bergiðjunni. Ragnar var maður vel máli farinn, 'Erfidrykkjur frá kr. 590 pr. mann Stmar: 551 1247 551 1440 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaöborð, fallegir salir og mjög góö þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR nim LiiFTumn snyrtimenni og glaðlyndur að eðlis- fari. Honum lá jafnan gott orð til manna. Minnist ég nú skemmtilegrar ferðar er hann kom með mér austur í Mörk á Landi fyrir nokkram áram að reka smiðshöggið á rafgirðingu um 15 hektara skika. Það var úr- ræðasemi og verklagni Ragnars vin- ar míns að þakka að loksins tókst að tryggja jarðsamband sem spennu- gjafinn lét sér lynda, en jörð er þarna þurr og sendin. í bígerð var að bregða sér saman austur fyrir fjall á ný næstliðið sumar á nýjum bíl Ragnars, en við þurftum að slá því á frest til næsta sumars. Af annarri ferð verður ekki, en hin fyrri sem Ragnar kunn'i vel að meta, og þarft verk eystra, geymist í minni. Ragnar hafði sloppið ungur und- an kramlum Ægis í ógnarham. En í lífsins ólgusjó stóð honum jafnan ógn af öðrum krumlum, tröllskap sem lítt bauð grið og meira mátti sín löngum en hamingja Ragnars. Þrátt fyrir baráttu og áköll réð sá ógnvaldur stundum stefnunni. Fátt var Ragnari ánægjulegra umræðuefni en böm hans fjögur og velgengni þeirra í skóla og störfum. Og þijú bamaböm vora komin til sögunnar. Eigin framtíðardraumar frá því forðum í Noregi endumýjuð- ust og glæddust í tilhugsun um ein- urð þeirra og trú hans á þeirra fram- tíð. Ragnar var trúmaður, las í Bibl- íunni að staðaldri og sótti þangað veganesti, opin lá hún innan seiling- ar á andlátsstund. í lygnari sjó und- anfarið en löngum áður bjó hann sig undir bjart skeið framundan. Sá viðbúnaður var þá óvænt undir þá stund er hann kveður vini og hlíð- ar, lyftir vængjum eins og síðbúinn farfugl að hausti. Ástríkum foreldram Ragnars heitins, hjónunum Elínu Sigríði Jak- obsdóttur og Halldóri Guðjónssyni, fv. skólastjóra í Vestmannaeyjum, votta ég samúð í söknuði þeirra. Einnig samhryggjumst við Jóhanna, kona mín, bömum Ragnars, syst- kynum hans og öðrum aðstandend- um. Blessuð sé minning Ragnars Inga Halldórssonar. Þór Jakobsson veðurfræðingur. ErfMtykkfm' Sáfíládáfhdtííílí I Háteigikirkjw y\ .í Sími: ./ V 551 1399 | ERFIDRYKKJUR JT' P E R l A N simi 562 0200 SIG URBJÖRN ÞOR VALDSSON + Sigurbjöm Þor- valdsson, húsa- smiður, fæddist á Þingeyri við Dýra- Qörð 21. ágúst 1931 og bjó þar fyrstu ár sín. Hann lést 10. nóvember síðastlið- inn á Landspítalan- um í Reykjavík. For- eldrar hans vora Þorvaldur Ólafsson, bóndi á Sveinseyri við Dýrafjörð, síðar á Þingeyri, f. 12. september 1883, d. 5. júní 1949 í Kefla- vík, og Andrea Guðnadóttir, f. 4. júlí 1892 á Sveinseyri við Dýrafjörð, d. 18. júlí 1962. Systkini Sigurbjöms: Ragnheið- ur Guðný, f. 19. ágúst 1911, lát- in; Magnús Jón, f. 26. júní 1913; Guðni Ragnar, f. 23. september 1914, látinn; Kristín Ágústa, f. 24. ágúst 1919; Ólafur Sigur- björa, f. 16. september 1920, og Guðmundur Þórarinn, f. 6. sept- ember 1926. Sigurbjöm kvæntist 3. ágúst 1963 Þuríði Jónsdóttur, f. 31. janúar 1933 í Grafardal í Borg- arfirði. Böra þeirra eru: 1) Mar- grét Sigurbjömsdóttir, f. 16. ágúst 1964, búsett í Reykjavík, sambýlismaður hennar Bergþór Valur Þórisson, f. 2. september 1964. Börn þeirra eru Jóhann Þorvaldur, f. 22. október 1987, og Ingibjörg Andrea, f. 2. októ- NÚNA er hann látinn vinur minn og tengdafaðir Sigurbjöm Þorvalds- son frá Þingeyri við Dýrafjörð. Eft- ir erfiða baráttu við ólæknandi sjúk- dóm varð hann að játa sig sigraðan að lokum. Ekki er liðið ár síðan vart varð við sjúkdóminn. Það var á annan í jólum í fyrra sem hann var fluttur í sjúkrahúsið og í upp- skurð fór hann nokkrum dögum seinna. Eftir það var hann ekki sam- ur'. Smátt og smátt varð hann máttf- amari og eftir að hafa verið í Sunnu- hlíð í nokkra mánuði fór hann á Landspítalann og þar dó hann 10. nóvember sl. Ég kynntist Sigurbimi fyrst fyrir 10 árum þegar ég hóf sambúð með dóttur hans Margréti. Hann kom strax vel fram við mig og tók mér sem jafningja og vini. Það vildi nú svo vel til að við höfðum sama áhugamálið, knattspymuna, og fór- ber 1993. 2) Daníel Sigurbjörnsson, f. 4. júlí 1969, búsettur í Kópavogi. 3) Einn- ig tóku þau að sér fósturbam, Ingi- björgu Rannveigu Ingólfsdóttur, f. 25. júlí 1966, en hún var hjá þeim frá átta ára aldri. í byijun stríðsár- anna 1939 flytur Sigurbjörn með fjölskyldu sinni til Keflavíkur og elst þar upp. Um þrí- tugt fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og lærði húsasmíði og lauk því námi frá Iðnskólan- um í Hafnarfirði. Mest alla ævina vann hann við smíðar. Helstu byggingar sem hann hefur unnið við eru: Árnagarð- ur, Áskirkja, Þjóðarbókhlaðan og svo reisti hann ásamt öðrum Seltjarnarneskirkju. Hann vann nokkur ár í Búrfelli við ýmiss konar lagfæringar. Síð- ustu ár ævi sinnar vann hann við allskonar vinnu og smíðar hjá Kópavogsbæ og byggði hann meðal annars göngu- brýraar í Fossvogsdal. Hann var mjög vandvirkur og góður smiður. Sigurbjörn Þorvaldsson verður jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. um við nokkram sinnum á völlinn saman. Hann var mikill KR-ingur og ég var að sjálfsögðu Valsari. Við höfðum gaman af því að stríða hvor öðram á liðum okkar. Best þótti okkur þegar annað hvort liðið tap- aði fyrir einhveiju af lélegu liðunum. Sérstaklega var gaman að vinna Framarana. Gaman var að ræða við hann um fótboltann, bæði gamla tímann og nýja, því aldrei kom maður að tómum kofunum hjá hon- um. Hann virtist vita mjög mikið um íslenska knattspyrnu. Sigurbjöm var mjög góður smiður og kenndi hann mér mjög mikið og var gaman að vinna með honum. Eitt sinn hjálpaði hann okkur að gera við gluggana í íbúð okkar og skipta um gler. Þá tók ég eftir hvað hann var veralega góður smiður. Ég er nú frekar talinn fljótfær en rólegur og var ég farinn að tvístíga BJÖRNR. ÁSMUNDSSON + Björn R. Ásmundsson fædd- ist í Reykjavík 1. mars 1923. Hann lést í Borgarspítalanum 4. nóvember sl. Foreldrar Björns voru Ásmundur Jónsson og Rannveig Bjaraadóttir. Bræður Björas enj Jón, Reynir, Hilmar og Sigurður sem nú er látinn. Eftirlifandi eiginkona Björas er Fannlaug Ingimund- ardóttir, fædd 9. september 1924. Synir Björns og Fann- laugar eru Sveinn, fæddur 15. desember 1958. Eiginkona hans er Ingibjörg M. Gunnlaugsdótt- ir og börn þeirra Gunnar Ingi, Snorri og Björa Logi; Ragnar, fæddur 29. nóvember 1963. Sambýliskona hans er Þuríður E. Steinarsdóttir. Útför Björns hefur farið fram í kyrrþey. MEÐ nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja þig, Björn minn. Ég var 19 ára þegar ég sá þig, fyrst í „smiðjunni". Við Sveinn vor- um þá að undirbúa, ásamt félögum okkar, einhveija helgarferðina. Þar varst þú, þessi hái, þögli maður og duldist engum að þar fór húsbóndi staðarins. Ekki minnist ég þess að við höfum átt orðaskipti í þetta sinn, heldur frekar þess að hafa í fjarlægð borið óttablandna virðingu fyrir þér. Þegar ég svo fór að koma með Sveini inn á fallega heimilið ykkar Lollu fann ég þétt handtakið og skynjaði hlýjuna og glettnina í fari þínu. Þá leið ekki á löngu þar til ótti minn hvarf og virðingin stóð ein eftir. Síðustu daga hefur hugurinn hvarflað til baka og minningamar era margar. Minningar um allar ferðimar okkar saman, hvort sem það vom sunnudagsbíltúrar, ferð norður í land eða Kanaríeyjaferðim- ar okkar. Minningar um öll gamlárs- kvöldin okkar saman og minningin um þig haldandi litla nafna þínum undir skím. Þessar minningar ásamt öllum hinum munu ylja um ókomin ár. Ég hef stundum gantast með það í gegnum árin að ég hafi ekki bara valið mér eiginmann, heldur einnig tengdaforeldra, og ég valdi vel. Ekki geta nokkrir foreldrar reynst börnum sínum, tengdabömum eða barnabömum betur en þið Lolla hafið reynst okkur Sveini og strák- því mér fannst Sigurbjöm eitthvað vinna hægt og við myndum ekki klára einn gluggann fyrir kvöldið. En alltaf vann Sigurbjörn á sama hraðanum og fyrr en varði var glugginn búinn. Það er lýsandi dæmi um hann að þegar hann var búinn að láta niður eitthvað á sinn stað í byggingunni þá þurfti ekki að taka það aftur upp og laga það. Um 1990 fóram við Margrét út í það að byggja lítinn kofa sem við settum seinna niður í Hvalfírðinum. Mér er það mjög minnisstætt meðan á þessari byggingu stóð það sem hann sagði einu sinni við mig. Hann var ráðgjafí minn í þessum litla kofa, því þótt að ég hafi teiknað hann sjálfur og smíðað þurfti ég oft að spyija hann ráða með eitt og annað. Yfirleitt voram við búnir að yfírstíga vandamálin áður en við komum að þeim. Þegar ég var búinn að reisa sperrarnar kom hann og tók út verkið. Hann skoðaði allt vel og lengi og síðan sagði hann: „Það er ekki verra að hafa of mikið af girði.“ Honum fannst ég bruðla of mikið með festingarnar. Áður hafði ég eitt miklum tíma í að hornrétta húsið og reyna að hafa skekkjuna ekki meira en 5 mm og sagði ég honum það, þá sagði hann: „Tomma í húsasmíði er nú ekki mikið.“ Enda kom það á daginn að það má mikið ganga á áður en þessi kofi hrynur. Hann var alltaf góður í tilsvörum og stríðinn var hann. Hann notaði hvert tækifæri til að stríða manni, ef maður tók þessu illa þá gat mað- ur verið í fýlu allan daginn. Ég stríddi honum bara á móti. Aldrei var illkvittni í þessari stríðni heldur góð ádeila á mann sjálfan eða lífið eins og það kom í huga hans á þeim tíma. Það væri gott ef allir hefðu svolítið af kímni hans til að bera og vera ekki of hátíðlegir yfír öllum hlutum. Ég vona að Sigurbjöm hafi það gott á þeim stað sem hann er kom- inn á núna og mætti lífið leika betur við hann þar en fyrra líf gerði. Hann kvaddi þetta líf alltof ungur, aðeins 64 ára. Fyrir einu ári síðan hefði hvorki mér né öðram dottið í hug að hann væri svona alvarlega veik- ur. Aldrei fór það nú svo að við spil- uðum fótbolta saman í liði, en ég hefði alveg viljað spila með honum. Ef það vildi nú svo til að þú færir að spila aftur annars staðar þá væri gott ef þú hefðir einhveija stöðu lausa þegar ég kem til þín. Það gæti einhver bið orðið á því en þú hefur mig í huga þótt ég sé Valsari. Ég þakka þér fyrir að leyfa mér að vera með þér í lífi og starfí. Guð veri með þér alla tíð og til enda veraldarinnar. Bergþór Valur Þórisson. unum. Alltaf hafið þið verið boðin og búin að aðstoða og veita góð ráð. Ráðleggingar þínar og hjálp- semi hefur verið ómetanleg í gegn- um árin. Það er einkennilegt að geta ekki leitað til þín lengur. Þú varst maður athafna en ekki orða. Gekkst að hveiju verki af öryggi. Ef þú bjóst ekki yfír þekk- ingunni fyrir, þá varstu áður en nokkur vissi búinn að afla þér henn- ar. Búinn að kryfja málið niður í grunninn svo engir óvissuþættir tefðu fyrir framkvæmdum. Síðan varstu fyrstur manna mættur til vinnunnar. Hvort sem það var þvottavél, skáphurð eða bíllinn sem líta þurfti á. Já, þau era ófá hand- tökin sem þú hefur létt okkur Sveini, ekki hvað síst núna síðustu misserin þegar við höfum unnið að því að koma upp húsinu okkar. Þar hefur þú verið með okkur frá upp- hafí. Þekktir stundum teikningarn- ar betur en við sjálf og tókst þátt í hveiju verki. Komst jafnvel sárlas- inn til að leggja þitt af mörkum eftir að sjúkdómurinn sem nú hefur lagt þig að velli var farinn að hijá þig. Já, þú stóðst á meðan stætt var, og sennilega heldur lengur, tókst á við sjúkdóminn á sama hátt og hvert annað verkefni sem fyrir þig var lagt, af æðraleysi. Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.