Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 29 FJÖLMIÐLAR siðareglur og við setjum ekkert ósiðlegt efni inn á netið. Hins veg- ar er allt annað mál hvað fólk sendir í tölvupósti sín á milli. Við getum ekki haft eftirlit með slíku fremur en öðrum pósti og ég tel enga ástæðu til slíks eftirlits." Siðlausir tölvupóstnotendur Múnurinn á venjulega póstin- um, með umslaginu, frímerkinu og póstburðarmanni, og tölvupósti er sá, að tölvupósturinn getur far- ið til hundruða eða þúsunda not- enda á örskömmum tíma, vilji sendandi koma skilaboðum sínum víða. „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og nýlegt dæmi sýnir að menn geta skannað inn ljós- mynd og sent hana sem viðhengi með pósti,“ segir Arnþór. „Þannig getur hún svo farið víða. Ef ein- hver fær sendingu í tölvupósti, þá getur hann alltaf séð hver sendi hana og sé honum misboðið getur hann kært sendandann. Þá gilda auðvitað sömu lög og sé þér mis- boðið á öðrum vettvangi. Það þýð- ir lítið fyrir sendandann að þræta og segja að einhver hafí stolið lyk- ilorði hans og komist inn á netið, því hver maður ber ábyrgð á sínu lykilorði. Þar hlýtur að gilda hið sama og ef tékkheftinu þínu er stolið, þú berð ábyrgð á ávísunum sem koma inn á meðan þú hefur ekki tilkynnt þjófnaðinn. Velji fólk hins vegar að senda bréf, sem því finnst dónalegt, áfram um tölvu- póstinn, þá er það greinilega illa innréttað. Netið er enginn vett- vangur fyrir þetta. Fólk er alltaf varnarlaust gagnvart siðlausu fólki í tilvistarkreppu." Dagný Halldórsdóttir segir að ekki hafi reynt á það hér á landi hvort menn hafi á einhvern hátt brotið lög með aðgangi að alneti. „Ég hef aðeins einu sinni þurft að veita almennum notanda áminningu. Það var vegna tölvu- pósts, en brotið var ekki alvar- legra en svo að ég sá ekki ástæðu til að rifta samningi. Ef sami maður hefði endurtekið leikinn þá hefði ég ekki hugsað mig um tvisv- ar.“ Dagný segir að þótt eitt þjón- ustufyrirtæki, líkt og Skíma, geti hætt að þjónusta einhvern not- anda, þá geti hinn sami einfaldlega snúið sér til næsta fyrirtækis. „Forsvarsmenn þjónustufyrirtækj- anna hafa rætt til hvaða ráða eigi að grípa í slíkum tilfellum, en þar sem ekki hefur reynt á þetta höf- um við ekki kannað hvort okkur væri stætt á því að neita að taka mann í viðskipti, hafi hann brotið af sér hjá öðrum fyrirtækjum.“ Ekki er ástæða til að setja sér- staka löggjöf vegna alnetsins, að mati viðmælenda Morgunblaðsins. „Það er ekki hægt að koma lögum yfir alnetið," segir Arnþór Jóns- son. Klám á netinu? Eitt af því, sem hefur verið gagnrýnt við alnetið, er að hvaða notandi sem er geti nálgast klám- efni. Dagný segir að hún hafi ekki orðið vör við slíkt efni. Það sé hins vegar ekki í valdi fyrirtækja hér á landi að koma í veg fyrir að notendur geti nálgast slíkt efni. Arnþór Jónsson segir að um- ræðan um klám á alnetinu sé mjög orðum aukin. „Þegar verið er að flytja fréttir af því að smástrákar séu að skoða klám á netinu þá stenst það ekki. Þeir fletta kannski upp á heimasíðu Pamelu Anderson og sjá mynd af henni á sundbol á ströndinni, en sams konar myndir birtast í þeim fjölmiðlum sem láta hæst. Ég efast mjög um að smá- strákar skoði klám, því það er ekki hægt að komast inn á svokall- aðar erótískar síður á netinu án þess að greiða fyrir. það og þá þarf að gefa upp greiðslukorta- númer eða senda dollara út. Smá- strákar gera það varla.“ Arnþór segir að unglingar undir 16 ára aldri geti ekki keypt alnets- aðgang hjá Miðheimum. „Við er- um með yngri notendur, en þá gangast foreldrar í ábyrgð fyrir þá.“ Arnþór segir að alnetið sé ekk- ert til að óttast. „Þegar síminn kom höfðu margir áhyggjur af að fólk myndi hreinlega hætta að vinna og liggja í símanum. Núna eru sams konar kreddur uppi um alnetið. Fjölmiðlar einblína líka á það sem úrskeiðis fer, en hafa minni áhuga á öðru. Miðheimar hafa til dæmis kynnt íslenska menningu á netinu. Við byijuðum á því fyrir mánuði og nú hafa tíu þúsund útlendingar skoðað heim- asíðurnar. Þetta er mikil og góð landkynning." fyrir jólin ? Efsvo er þá skaltu líta til okkar því hjá okkur sérðu landsins mesta úrval af horðstofusettum frá Evrópu og Ameríku. Myndin hér að ofan er afLiving, danskri horðstofu sem er geysilega falleg og vönduð horðstofa. Massivt beyki. Living horðstofuborð kr. 52.490,- Living borðstofustóll kr. 13.140,- Mjór skápur kr. 39.240,- Breiður skápur kr. 59.620,- Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða. HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöföi 20 -112 Rvik - S:587 1199 IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Innritab veröur á vorönn 1996 mánud. 20. til fimmtud. 23. nóvember kl. 15.00 til 18.00. ítarleg auglýsing birtist í blaöinu á sunnudag. Nýkominn ítalskur --- skíöa- votrarfatnaður UTILIFF GLÆSIBÆ . SIMI 581 2922 í tilefni af afmælinu bjóðum við 30% afslátt af frjálsum kortum vikuna 13.-18. nóvember. 12 vikna kort aðeins kr. 8.400 Við þökkum nemendum okkar frábærar viðtökur á bættri aðstöðu á nýjum stað. TT konur athl TT 2 námskeið hefst 11. desember. Morgun- ,dag- og kvöldtímar. Líkamsrækt og megrun fyrír konur á öllum aldrí LÍKAMSRÆKT __ ' I S JCJ Lágmúla 9, sími 581 3730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.