Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Á ÞINGINU gafst líka tóm til að slá á léttari strengi. Morgunblaðið/Ásdís Fiskveiðistefnan gagn- rýnd á 37. þingi FFSÍ Samningur um 8.000 til 12.000 tonna þorskkvóta í Smug- unni kemur ekki til greina að mati formanns FFSÍ VERULEGAR aðfinnslur við nú- verandi fiskveiðistefnu, fram- kvæmd hennar og til hvers kvóta- kerfið með frjálsu framsali leiði koma fram í setningarræðu Guð- jóns A. Kristjánssonar, formanns Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, á 37. þingi þess. Hann segir að Smugusamningur við Norðmenn um 8-12 þúsund tonn af þorski ein og sér komi ekki til greina sem lausn á deilu landanna og einnig leggur hann til að hvalveiðar verði teknar upp að nýju þegar næsta vor. Guðjón gagnrýnir fijálst framsal aflaheimilda og bendir á að FFSÍ hafi varað við því að sjávarþorp sem stæðu veikt fjárhagslega gætu tapað öllum sínum atvinnurétti. Þá segir hann að með óbreyttri fískveiðistefnu virðist allt stefna í að aflaheimildir verði erfðafé með tilheyrandi forréttindum. Enn gagnrýnir hann að of mikil takmörkun þorskveiða undanfarin ár sé langt komin með að eyði- leggja karfa- og grálúðumið innan lögsögunnar. Kvótakerfí sem slíkt verndi ekki fiskistofna heldur sé sóknarhvetjandi vegna þess að öll- um finnist þeir eiga að ná því upp úr sjónum sem á skipið sé skráð sem aflamark þess. Úthafsveiðar á elleftu stundu Guðjón víkur máli sínu að um- mælum Kristjáns Ragnarssonar, sem komið hafí fram á aðalfundi LÍÚ, að aldrei hefði verið sótt á fjarlæg mið, nema af því að full- komnu kvótakerfi hefði verið kom- ið á í fiskveiðum. Hann segist þvert á móti vera þeirrar skoðunar að íslendingar hefðu verið að missa af öllum rétti til veiða á fjarlægum miðum vegna þess að eftir að full yfirráð hefðu fengist innan 200 sjómílna og upp- töku kvótakerfisins hefðu þeir ekki litið til annarra átta í 10-15 ár. „Sinnuleysi íslenskra stjórn- valda undanfama áratugi í því að gæta réttar okkar til veiða í Norð- ur-Atlantshafí var algjört og þegar sumir íslenskir útgerðarmenn loks tóku við sér og sýndu frumkvæði var stuðningur ríkisstjórnar og for- ystu LÍÚ vægast sagt takmarkað- ur.“ Hann segir að FFSÍ hafí strax mælt með því að leyfa B-skráningu fískiskipa: „Menn verða að muna að veiðireynsla undir erlendum fána verður ekki sjálfkrafa veiði- reynsla íslands þó útgerð sé ís- lensk. Þess vegna er æskilegt að auðvelda útgerðum skráningu und- ir íslenskum fána.“ íslendingar eru á elleftu stundu að tryggja sér þessi réttindi og standi Norðmönnum langt að baki hvað það varði, að hans sögn: „Ég veit ekki um nein mið í Norður-Atl- antshafí þar sem Norðmenn eiga ekki aðgang að einhveijum veið- um.“ Fleira í Smugunni en þorskur Guðjón segir að Smugusamn- ingur við Norðmenn í Barentshafí um aflaheimildir upp á 8-12 þús- und tonn af þorski einar og sér komi ekki til greina. „Það er mín skoðun eftir að hafa sjálfur verið á veiðum í Smugunni að þangað megi sækja fleira en þorsk, svo sem rækju,“ segir hann. „Úthald skipanna í Smugunni þarf hins vegar að vera með þeim hætti að þar megi skipta út mann- skap í áhöfnum skipanna. Fjarvera í einni lotu yfír 50-60 daga er mjög óæskilegt vinnufyrirkomulag og veiðar á fjarlægum miðum verða lítt eftirsóknarverðar fyrir sjómenn til langframa nema því aðeins að sjómenn geti líka átt reglubundinn frítima með fjöl- skyldum sínum.“ Samkeppnisstaða í vöru- flutningum verði bætt Guðjón segir að með hveiju ári sem líði án hvalveiða fjölgi þeim á fískimiðum við ísland. Ef stjórn- völd taki sig ekki á í þessum efnum og leggi fram afgerandi stefnu- mörkun um að hefja veiðar geti svo farið að íslendingar geti lítið veitt vegna afáts friðlýstra dýra á fískimiðum. „Ég legg til að þegar næsta vor heljist að'nýju hvalveið- ar hér við land,“ segir hann. „Við höfum talið að sú stefnu- mörkun að reyna að efla útgerð farskipa hérlendis með bættum samkeppnisskilyrðum útgerða og sjómanna í vöruflutningum væri til góðs og höfum beint því til ráðamanna að gera breytingar á lögum í þessa veru eftir að úttekt á stöðu og samkeppnisskilyrðum kaupskipaútgerða hefði farið fram, en eftir því höfum við óskað við stjórnvöld. Eins og við upplif- um raunveruleikann í dag við þessum hugmyndum okkar í FFSI, þá er algjört tómlæti af hálfu stjórnvalda í þessum hluta at- vinnusköpunar íslendinga," segir Guðjón. Skýrsla hugleiðingarhópsins í smíðum Sammála um vand- ann en greinir á um lausnirnar Reuter MICHAEL Portillo, varnarmálaráðherra Bretlands, og Malcolm Rifkind utanríkis- ráðherra kampakátir á fundi Vestur-Evr- ópusambandsins í Madríd í fyrradag. Bretar eru á öndverðum meiði við önnur ESB-ríki í ýmsum málum, til dæmis hvað varðar varnar- og öryggismál, sem þeir telja að eigi að vera að öllu leyti á hendi einstakra ríkja. Brussel. Reuter. AÐILDARRÍKI Evrópu- sambandsins eru í meg- inatriðum sammála um hver séu helztu vanda- mál sambandsins, en þau greinir mjög á um lausnir á vandamálun- um. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu hug- leiðingarhópsins svo- kallaða undir forystu Carlos Westendorp, Evr- ópumálaráðherra Spán- ar, sem á að skila tillög- um fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. Hópurinn kom saman í Brussel á þriðjudag og hóf að semja pólitíska yfirlýsingu, sem lögð verður fyrir leiðtoga- fund Evrópusambands- ins í Madríd í næsta mánuði. Talið er að þetta verði erfítt verk og hefur Westendorp beðið meðlimi hópsins að halda dögunum 24. og 25. nóvember lausum, ef vera kynni að hann þyrfti að kalla þá til Madríd til að höggva á hnúta. I skýrslu hugleiðingarhópsins kemur fram að ríkjaráðstefnan muni ekki gera jafnvíðtækar breytingar á Evrópusambandinu og gert var með Einingarlögum Evrópu, sem kváðu á um sameiginlegan markað, og með Maastricht-samningum, sem kveður meðal annars á um myntbandalag Evrópuríkja. Þess í stað muni ríkjar- áðstefnan 1996 einbeita sér að tvennu; að bæta núverandi starf stofnana ESB og að undirbúa jarð- veginn fyrir stækkun sambandsins. Um þrennt eru nefndarmenn sam- mála: • Stofnanir og reglur ESB þarf að gera skilvirkari og lýðræðislegri, til þess að þær geti mætt fjölgun aðild- arríkja um nærri því helming. • Sameiginlega utanríkis- og ör- yggismálastefnan (CFSP) hefur að- eins að hluta til staðið undir vænting- um og þarfnast endurskoðunar. • Aðgerðir í „þriðju stoð“ Evrópu- sambandsins, þ.e. á sviði lögreglu- og dómsmála, til dæmis hvað varðar málefni innflytjenda og flóttamanna og varnir gegn eiturlyljasmygli, hafa ekki tekizt sem skyldi. Betur má ef duga skal. Vantar tæki til að hrinda markmiðum í framkvæmd Lengra nær samkomulagið í hópn- um hins vegar ekki. í skýrslunni er ekki gefin upp afstaða einstakra ríkja. Hvað varðar afstöðu til breyt- inga á stofnunum og ákvarðanatöku kemur aðeins fram að eitt ríki — væntanlega Bretland — sé algerlega mótfallið því að fleiri ákvarðanir ráð- herraráðsins verði teknar með aukn- um meirihluta til að hraða ákvarð- anatöku. í skýrslunni segir að meirihluti hópsins sé sammála um að með fjölg- un aðildarríkja verði of langt á milli þess að hvert ríki gegni formennsku í ráðherraráðinu. Hins vegar hafí engin málamiðlun fundizt, sem t^yggi bæði samfellu og að ölf aðild- arríki fái jöfn tækifæri til að spreyta sig við stjómvölinn. Hvað CFSP varðar, er hópurinn ekki sammála um orsakir þess að utanríkisstefnan hafi ekki náð sér á strik. Sum ríki telja stefnuna einfald- lega nýja og of snemmt sé að full- yrða um reynsluna af henni. Önnur telja að pólitískan vilja skorti til að koma á raunverulegri sameiginlegri utanríkisstefnu. Meirihluti ríkjanna er þó sammála um að misræmi á milli markmiða CFSP, sem eru nokk- uð metnaðarfull, og þeirra tækja, sem ESB hefur til að hrinda þeim í framkvæmd, sé aðalorsökin. Nefna má að ekkert svigrúm er til að taka ákvarðanir um utanríkis- öryggismál með auknum meirihluta, heldur verða öll aðildarríkin að vera sam- mála. Hvað dómsmála- og lögreglusam- starfíð varðar, eru aðildarríkin ósam- mála um hvort það eigi áfram að vera sérstök stoð með fyrirkomulagi milliríkjasamstarfs, eða hvort setja eigi það undir yfirþjóðlegt vald Evr- ópubandalagsins. Skortur á skýrum markmiðum og tækjum til að koma þeim í framkvæmd er einnig nefndur í skýrslunni. Sértæk vandamál í sambandi við stækkun ekki rædd Þótt hugleiðingarhópurinn vilji undirbúa jarðveginn fyrir stækkun ESB, er hann sammála um að ríkjar- áðstefnan á næsta ári eigi ekki að ræða sértæk vandamái í sambandi við stækkunina, svo sem endurskoð- un á landbúnaðar- og byggðastefnu sambandsins. Hópurinn telur að ekki eigi að blanda tveimur afar viðkvæm- um málum saman, þótt hann viður- kenni reyndar að þau tengist: „Sum- ir meðlimir hópsins hafa vakið at- hygli á þeim möguleika að sumar ríkisstjórnir eða þjóðþing muni tengja fullgildingu sína [á niðurstöð- um ríkjaráðstefnunnar] við umræður um áhrif stækkunar á stefnu ESB í ýmsum málum og fjármögnun sam- bandsins." Nýtt staðsetningartæki ESB opnar sendiráð í Eistlandi NYTT staðsetningartæki af gerð- inni „Navigator MK 10 Profess- ional", með innbyggðum leiðrétt- ingarbúnaði og einu loftneti fyrir GPS & DGPS merkin, hefur verið sett á markað af Philips. Það tekur á móti staðsetningarupplýsingum frá 12 gervitunglum og velur upp- lýsingar frá 6 skýrustu tunglunum. Það kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Elcon hf., umboði Philips hér á landi, að skjár tækisins sé skýr. í mikilli birtu sé hægt að láta hann varpa upplýsingum í svörtum lit á ljósum grunni. í myrkri sé hægt að „baklýsa" skjá- inn. Einnig sé hægt að skipta skjánum og hafa mikið magn upp- lýsinga um staðsetningu, ferla, o.fl. á skjánum í einu. Þá má nefna þrískiptingu skjá- myndar fyrir ferilupplýsingar, m.a. staðsetningu skips, riæstu vegpunkta, fjarlægð á endastað, stefnu, hraða og stefnu í stað. Auk þess eru flóðatöflur og upplýsingar um sólaruppkomu og sólsetur. Hægt er að velja mismunandi form upplýsinga um staðsetningu, þ.e. lengd og breidd, Loran C töl- ur, DECCA-tölur og UTM-upplýs- ingar. Einnig má umreikna, t.d. Loran C tölur í lengd og breidd. MK 10 gefur möguleika á allt að 2000 leiðarpunktum og 100 leiðum og hægt er að tengja það við 4 tæki sem gefa upplýsingar. Samtímis er hægt að tengja það 4 öðrum tækjum til miðlunar upp- lýsinga, t.d. við önnur tæki um borð. Loks má tengja það við tölvu og prentara. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins mun opna sendi- ráð í Tallinn í Eistlandi á næstu mánuðum samkvæmt samkomu- lagi, sem var undirritað á mánu- dag. ESB mun stofna sendiráð í öllum Eystrasaltsríkjunum þrem- ur á næstu misserum. Fé til sendi- ráðsins í Ósló, sem þjónar Noregi og íslandi, hefur hins vegar verið skorið verulega niður. •• TÉKKLAND mun í aðildar- viðræðum við Evrópusambandið ekki fara fram á neinar sérstakar landbúnaðarniðurgreiðslur um- fram það, sem sameiginleg land- búnaðarstefna sambandsins kveð- ur þegar á um. Þetta segir land- búnaðarráðherra Tékklands, Jo- sef Lux. Ráðherrann segir í sam- tali við Reuter að Tékkland sé í stakk búið að mæta samkeppni og sé ekki að fara fram á neina öl- musu. • MÁRITANÍA hefur boðið ESB aukinn smokkfiskkvóta í lögsögu sinni til að vega upp á móti niður- skurði á kvóta ESB við Marokkó. Máritaníumenn vilja að sjálfsögðu fá peninga á móti. Þeir hafa hins vegar fullvissað ESB um að aukin veiði muni ekki skaða stofninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.