Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. NÖVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lofa lamba- kjötið BANDARÍSKA dagblaðið New York Times birti í gær grein með yfir- skriftina „Frozen Lamb From Ice- land“, þar sem lesendum er bent á að íslenskt lambakjöt, sem margir kokkar álíti hið besta í heimi, sé nú fáanlegt í stórmörkuðum í Banda- ríkjunum. í maí hófu stórmarkaðir í New York sölu á kjötinu, en í síðustu viku hófu 135 verslanir Shop Rite-versl- unarkeðjunnar í New York, New Jersey, Connecticut, Delaware og. Pennsylvaníu að selja kjötið. Greinina í New York Times skrif- ar Suzanne Hamlin, sem sér um sælkerapistla blaðsins. Hún hrósar íslenska kjötinu og segir það koma af fé, sem lifi m.a. á ferskum flalla- grösum, mosa og beijum. Hún lýsir reynslu sinni af kjötinu, segir lamba- læri keypt í verslun í New York hafa verið frábært, meyrt og bragðmikið, en kveðst að vísu einnig hafa lent á kjöti, sem hafi greinilega þornað upp í frysti. Alþingi ýtti í febrúar úr vör átaks- verkefni til að kanna markaðsmögu- leika á íslensku lambakjöti og kail- ast verkefnið Áform. Baldvin Jóns- kon verkefnisstjóri segir að mikill áfangi hafi náðst þegar Shop Rite- keðjan hóf sölu á íslensku kjöti í lok síðustu viku. „Nú hafa tæp tuttugu tonn af kjöti verið send í þessar verslanir og við verðum með sér- staka kynningu á kjötinu í verslun- unum í desember," segir Baldvin. Einnig ferskt kjöt Suzanne Hamlin lýkur greininni í New York Times á að benda lesend- um á að einnig sé hægt að fá ferskt lambakjöt frá Islandi og gefur upp síma- og bréfsímanúmer Kjötbúrs Péturs. Pétur Pétursson kaupmaður sagði í gær að hann hefði fengið margar fyrirspurnir og nokkrir hefðu þegar pantað kjöt, sem yrði sent til þeirra með hraði. Tölvuvírus olli nokkrum usla FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján Úr einum vasa í annan HANN var ekki að tvínóna við hlutina, stöðumælavörðurinn Jök- ull Guðmundsson þegar hann sá að bíll Rafveitu Akureyrar var kominn „á rauða spjaldið“ á gjald- skyldu bílastæði við Skipagötu. Sektarmiða var umsvifalaust stungið undir rúðuþurrkuna, þannig að innan skamms þarf Rafveitan að greiða Bílastæða- sjóði Akureyrar, eða færa fé frá einu bæjarfyrirtæki í annað. ÆTLA má að tugir tölvunotenda hér á landi hafi orðið fyrir truflunum eða tjóni af völdum tölvu- veiru, sem upprunn- in er í Ungveijalandi og er þeirrar náttúru að valda skemmdum á ræsigeira tölva, sem sýktar eru af veirunni og ræstar eru 15. nóvember. Aðra daga ársins veldur vírusinn eng- um skaða. Að sögn Friðriks Skúlasonar, tölvu- sérfræðings og höf- undar alþjóðlega útbreidds vírus- varnarforrits, er þessi vírus upp- runninn í Ungveijalandi og lítt útbreiddur annars staðar en þar og hér á landi. Hingað barst hann, að sögn, með fartölvu opinbers starfs- manns, sem fór í viðskiptaferð til Ungveijalands, að sögn Friðriks. Vírusinn náði um tíma nokkurri útbreiðslu hér á landi, m.a. í banka- kerfínu, en flestar stofnanir hafa gert ráðstafanir til að losa sinn tækibúnað við þennan ófögnuð. 1% einkatölva sýkt Friðrik áætlar þó að um það bil 1% einkatölva hér á landi sé sýkt af þessari veiru, sem er ein nokk- urra sem þekktar eru. Gegn þeim þeirra, sem ræstar voru í gær, réðst vírusinn til atlögu með þeim afleiðingum að ræsigeiri þeirra varð óvirkur og hætta skapaðist á að gögn á hörðum diski töpuðust. Friðrik segir að í mörgum tilvikum sé hægt að endurheimta þau gögn sem vírusinn eyðir. Fyrirtæki Friðriks Skúlasonar bárust í gær símhringingar frá talsverðum íjölda sem lent hafði í vandræðum með tölvur vegna veir- unnar. Friðrik lagði áherslu á að fastir viðskiptavinir sínir hefðu þó ekki þurft að hafa áhyggjur af tjóni vegna þessa. Friðrik sagði einfalt fyrir þá tölvueigendur sem sýna fyrirhyggju að veija sig gegn hættu á tjóni vegna þessa víruss og annarra slíkra sem eru í um- ferð. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við tölvufyrir- tækin EJS og Ný- heija. Hjá Nýheija sagði Guðmúndur Öm Jóhannsson í þjónustudeild, að um 50 manns hefðu haft samband við fyrirtækið vegna vírussins. Hjá EJS fengust þær upplýs- ingar að um það bil 20 aðilar hefðu hringt inn vegna einkatölva. Um 3.900 krónur kostar þar að gera við spjöll af völdum veirunnar á ræsigeira í einkatölvu með hörðum diski af algengri stærð. Hvorugu fyrirtækinu var kunnugt um skemmdir á tölvunetum viðskipta- vina sinna. Allt í lagi hjá Alþingi Haukur Amþórsson, deildar- stjóri tölvudeildar Alþingis, bar í samtali við Morgunblaðið til baka fréttir um að tölvukerfi Alþingis hefði sýkst af veirunni enda væri unix-stýrikerfi netsins ónæmt fyrir þessum vírus. Hins vegar sagði hann að upp hefði komið bilun í einni einmenningstölvu í eigu Ai- þingis. Ekki væri farið að kanna þá bilun og því væri ekki ljóst hvort hana mætti rekja til vírussins eða einhvers annars. Morgunblaðið hafði óstaðfestar spurnir af því að gögn á fjórum tölvum hjá þjónustufyrirtæki í borginni hefðu spillst í gær vegna veirunnar og einnig tölvukerfi fiskverkunarfyrirtækis á Vest- Ijörðum. Ekkert samkomulag um stjórnun veiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum Norðmenn gefa einhliða út millj- ón tonna kvóta * Enn slær í brýnu með Is- landi og Noregi vegna fisk- veiða. Olafur Þ. Stephen- sen fjallar um nýjustu at- burði í deilunni um norsk- íslenzku síldina. NORÐMENN tilkynntu í gær að þeir hefðu gefið út milljón tonna heildarkvóta fyrir veið- ar úr norsk-íslenzka síldarstofninum á næsta ári. Norðmenn segja að fyrst ekki sé nein svæðisstofnun fyrir hendi, sem stjórni veiðum úr stofninum, verði þeir að taka á sig ábyrgð- ina. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir hins vegar að Norðmenn hafi staðið í vegi fyrir samkomulagi um svæðisstofnun og að ákvörðun þeirra sé óskiljanlegur dóna- skapur og ögrun. Aðildarriki Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC) sitja nú á fundi í London og ræða meðal annars síldveiðar í Síldarsmugunni. Viðræður milli landanna fjögurra, íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja, sem telja sig eiga tilkall samkvæmt hefð til veiða úr síldar- stofninum, hafa farið fram undanfarna mán- uði, með það að markmiði að ná samkomu- lagi um sameiginlega stjórn veiða úr síldar- stofninum. Þorsteinn Pálsson upplýsti í síð- ustu viku að fram hefði komið af hálfu nor- skra stjómvalda að við skiptingu heildaraf- lans milli landanna fjögurra skyldi einvörð- ungu tekið tillit til dreifingar síldarinnar á allra síðustu árum, en þá hefur hún einkum haldið sig í norskri lögsögu. Norðmenn hafa veitt 88% alls afla úr stofninum síðastliðin níu ár. Ekki samkomulag á óformlegum fundum í gær hófst fundur Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í Lond- on. Embættismenn frá löndunum fjórum áttu með sér óformlega fundi í London í fyrradag, í því skyni að reyna að móta sameiginlega afstöðu fyrir NEAFC-fundinn hvað varðaði stjórn veiða í Síldarsmugunni svokölluðu, en Evrópusambandið krefst þess að fá þar aðild að veiðistjómun og hlut í aflanum. Að sögn Þorsteins Pálssonar kom lítið út úr þessum fundum. í gær lýsti svo Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, því yfir í norskum fjölmiðlum að Norðmenn hefðu einhliða sett milljón tonna heildarkvóta á veið- ar úr síidarstofninum. Ráðherrann sagði að þar sem engin svæðisstofnun væri enn til, sem bæri ábyrgð á stjóm síldveiða, yrðu Norðmenn að axla þá ábyrgð að gefa út kvóta. Olsen sagði að með þessari ákvörðun Norðmanna hefði NEAFC fengið gmnn til að byggja á ákvörðun sína um kvóta í Síldarsmugunni. Samráð við Rússa Sérfræðingar hafa lagt til að kvótinn verði á bilinu 800.000 til 1.000.000 tonn og sagði Olsen að efri mörkin hefðu verið valin. Norsk stjórnvöld teldu að það veitti meira svigrúm í umræðum um stjórn á síldarstofninum. Talið er að Norðmenn hafi haft samráð við rússnesk stjórnvöld um útgáfu kvótans. Á þessu ári nemur kvótinn, sem Norðmenn gáfu út, 650.000 tonnum og þar af fá Rúss- ar 100.000. ísland og Færeyjar tóku sér hins vegar einhliða 250.000 tonna kvóta til viðbót- ar eftir að viðræður um kvótaskiptingu fóru út um þúfur síðastliðið vor. Dónaskapur og ögrun „Það var ekki við því að búast að NEAFC- fundurinn í London leysti síldarmálið. Það lá hins vegar ljóst fyrir að síldin yrði rædd þar og þetta er auðvitað alveg óskiljanlegur dóna- skapur og yfirgengileg ögrun að koma með yfirlýsingu af þessu tagi ofan í þennan fund,“ sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði aftur á móti ljóst að heildark- vótinn, sem leyft yrði að veiða, yrði að vera innan þeirra marka að hámarksafrakstur næðist af stofninum til lengri tíma og um það gerðu íslendingar engan ágreining. „Hins vegar taka Norðmenn ekki einhliða ákvarðan- ir af þessu tagi,“ sagði Þorsteihn. „Við höfum lagt áherzlu á að strandríkin hefðu forgöngu um að mynda svæðisstofn- un, en Norðmenn hafa dregið lappirnar í því. Mér finnst að ummæli norska sjávarút- vegsráðherrans bendi til þess að Norðmenn vilji ekki stjórna veiðum úr stofninum. Þeir báru, eins og kunnugt er, alla ábyrgð á að stofninn hrundi á sínum tíma. Það er að minnsta kosti nærtækt að draga þá ályktun af þessum ummælum og aðgerðum að þeir stefni að stjórnlausum veiðum aftur og taki þá áhættu að stofninn hrynji," sagði Þor- steinn. Útilokar ekki viðræður við ESB Hann sagðist ekki útiloka að ísland og Færeyjar semdu að nýju sín á milli um kvóta. „Ég vil ekki útiloka að við getum rætt við aðrar þjóðir, þar á meðal Evrópusambandið, ef þar er að finna meiri ábyrgð gagnvart veiðum úr þessum stofni og meiri skilning á því að menn verði að ná samkomulagi um stjórnun, en Norðmenn virðast ekki hafa neinn skilning á því,“ sagði Þorsteinn Páls- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.