Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR í HVALAUMRÆÐUNNI að undanfömu er ýjað að nýrri forsendu fyrir hvalveiðum með því að gefa í skyn að veiða verði hvalina vegna þess að þeir rýri langtíma afrakstur þorskstofnsins. Fram til þessa hefur meginforsendan að baki útreikning- um á hvalveiðikvótum hjá vísinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins og ís- ienskum sérfræðingum verið sú að vemda hvalategundimar og stuðla að sjálfbærum veiðiháttum með því að ná upp langtíma afrakstri fyrir hveija tegund. Slíka aflareglu hefur ríkisstjómin samþykkt nýlega fyrir þorskinn og er samþykktin tvímæla- laust í anda boðskaparins um sjálf- bæra þróun lífríkis og atvinnuhátta sem vísindamenn og umhverfís- verndarsinnar hafa haldið á lofti um alllangt skeið. Sú afstaða margra að nýta beri hvali, seli og sjófugla vegna þess að dýrin eru skaðleg fyrir tiltekna atvinnugrein er ekki í anda sjálfbærrar þróunar. Slík af- staða felur í sér að auðvelt verður fyrir hagsmunaaðila að réttlæta nýt- ingu sem ekki fylgir aflaveiðiregl- unni góðu fyrir þorskinn. í versta falli býður slík afstaða þeirri hættu heim að nýting ,meindýranna“ verði meira eða minna haftalaus. „Ofát“ og „offjölgun" hvala Á síðustu ámm hefur hvalaum- ræðan hér á landi verið í skötulíki. Hún hefur öðm fremur einkennst af óbeit í garð hvalanna vegna meints afráns þeirra á nytjafiskum. Þá hafa verið uppi alls kyns klisjur og óvísindalegar staðhæfingar um svo- kallaða „offjölgun", ,jafnvægi“ í hafinu og fleira. Iþn þetta og tengd mál hef ég m.a. fjallað í greinum í Kím- blaðinu, blaði líffræði- nema við Háskóla ís- lands (1992 og 1994). Ofsjónir yfír því magni, sem talið er að hvalir við Island éti, stafa mest af því að vistfræðilegur. þanka- gangur er sniðgenginn. Mikið ber á því að menn jafni saman áti hvala og fískveiðiafla og eigi ekki til orð yfír græðgi hvalanna vegna þess að áætlanir benda til að um svipað magn sé að ræða, um 1 milljón tonna. Mönnum ætti ekki síður að verða orða vant yfir því magni af fiski sem ýmsir hryggleys- ingjar í sjónum, fuglar og fískarnir sjálfír, éta. Þorskurinn einn sér étur minnst 1 millj. tonna af físki á ári. Þá benda áætlanir til að heildarát helstu nytjafíska við landið nemi um 20 milljónum tonna á ári. Það er 4-5 sinnum meira en heildarát allra hvalategunda í N-Atlantshafí. Uppi- staðan í áti nytjafískanna eru krabbadýr, um 10 milljónir tonna, sem er um 5 sinnum meira en krabbaát hvalanna. Vegna skorts á rann- sóknum er ekki gott að meta hve mikið hryggleysingjar, eink- um smokkdýr, holdýr, burstaormar og pílorm- ar, éta af fiski. En út frá orkufræðireglum er öruggt að það er mun meira en t.d. þorskur- inn étur. Jafnframt er víst að hvalimir eru aftarlega á merinni í fiskaáti hinna ólíku líf- veruhópa í hafinu. Mestu skiptir að ekki er hægt með vísinda- legum rökum að full- yrða neitt að hve miklu leyti sá físk- ur sem hvalir éta sé tapaður fískveið- iafli. Skýringin á þessu er í stuttu máli sú að í hafínu eru margir líf- veruhópar auk físka og hvala sem geta keppt sín á milli og innbyrðis um fískana. Einnig geta hópamir keppt um fæðu neðar í fæðukeðj- unni. Vegna tengsla milli fæðuþrepa hafa hópamir víxlverkandi áhrif hverir á aðra. Þorskur getur t.d. étið loðnu frá langreyðum og öfugt, loðna getur étið krabbadýr frá skíð- ishvölum og öfugt og smokkfískar geta étið fisk frá hvölum og öfugt. Dæmið flækist enn frekar þegar haft er í huga að lífríki sjávar er afar sveigjanlegt kerfí þar sem fjöldi, þyngd og aldurs- og stærðarsam- setning einstaklinga í dýrastofnun- um er breytilegur í tíma og rúmi. Stofnar lífvera sveiflast upp og niður vegna breytileika í samspili lífver- anna og vegna breytilegra umhverf- isþátta á borð við hitastig, birtu, seltu og vinda. Að framansögðu á að vera ljóst að hvalir eru hluti af flóknu vist- kerfí. Jafnramt á að vera ljóst að hvalir em ekki ráðandi þáttur í sjáv- arlífríkinu, né eru þeir ráðandi um ástand nytjafiskistofna. Viðkoma hvala er háð svipuðum lögmálum og almennt giida um fjölgun í dýra- stofnum. Það skýtur því skökku við að menn hafí sérstakar áhyggjur af „offjölgun" hvala, en ekki annarra dýra, séu þeir ekki veiddir. Aðstoðar- forstjóri Hafrannsóknastofnunar óttast „offjölgun" hvala svo mikið að hann hefur fært málefnið í tal Hvalveiðar, segir Hilm- ar J. Malmquist, á að stunda í anda sjálfbærr- ar nýtingar. við nefndarmenn ESB í Bmssel. Viðkoma hvala og annarra lífvera ræðst einkum af fæðuframboði. Engar vistfræðikenningar em uppi í dag né styðja rannsóknir það að bara hvölum fjölgi (eða fækki) batni (eða versni) skilyrðin í sjónum. Ahrif hvala í lífríkinu Hafrannsóknastofnun hefur ný- lega stigið fyrstu skrefin í þá átt að meta á vísindalegan hátt áhrif hvala í sjávarlífríkinu. Með grófu fjölstofnalíkani er reynt að spá fyrir um áhrif þorsks, loðnu, rækju, hnúfubaks, hrefnu og langreyðar á langtíma afrakstursgetu þorsks og loðnu. Líkanið er mjög einfalt og í það vantar marga mikilvæga þætti sem hafa bein og óbein áhrif á dýr- in. Þá gefur augaleið að niðurstaðan úr líkaninu verður aldrei áreiðan- legri heldur en gæði gagnanna sem líkanið er matað á. Áreiðanleiki gagnanna hjá dýrategundunum sex er afar mismunandi. Minnstur er hann í hinum ýmsu magntölum fyrir hvalategundirnar. Þar ríkir almennt mikil óvissa um stofnstærð og baga- legar gloppur em um fæðuval, bú- svæðaval og dvalartíma hvala á svæðum. Hvalasérfræðingamir vita að sjálfsögðu um þessa óvissu. Það er heldur ekki við þá að sakast að gagnagmnnurinn er ekki betri en raun ber vitni. Að baki því liggja einkum stjómmálalegar ástæður, t.d. ákvarðanir um rannsóknarfé. En sem dæmi um óvissuna má nefna að 95% öryggismörk um meðalstofn- stærð langreyðar í N-Atlantshafi, sem er um 16 þús. dýr, era frá 10 þús. dýmm og upp í 24 þús. dýr og munar þarna mest um rúm 100%. En hvað leiðir líkanið í ljós? Jú, ef gengið er út frá því að hvölunum fjölgi umtalsvert frá því sem nú er, m.a. að hrefnustofninn tvöfaldist og vaxi 40% umfram áætlaða hámarks- stærð!, og að allir stórir fískar sem hrefnan étur séu íslenskir þorskar, en ekki aðrar tegundir sem búast má við, og að allur fískur sem lan- greyður og hnúfubakur éta sé loðna, sem er ólíklegt, þá em vísbendingar um að eftir um 20 ár muni langtíma afrakstursgeta þorskveiðistofnsins verða 309 þús. tonn, í stað 344 þús. tonn ef hvalimir ætu engan físk. Át hvalanna þýðir í mesta lagi um 10% rýrnun á langtímaafrakstri þorsk- veiðistofnsins. Kjörstærð loðnu- stofnsins breytist nær ekkert við til- vist hvalanna og verður um 645 þús. tonn. í forsendunum felst að flotinn veiði ár hvert 25% af lífþyngd þorsk- veiðistofnsins og skilji eftir 400 þús. tonn af loðnu til að hrygna. Einnig er gert ráð fyrir sjálfbæmm veiðum á rækjunni. Með vísan til þess hve Af hvölum og þorskum Hilmar J. Malmquist FYRIR skömmu var í bresku sjón- varpi viðtal við tvo hagfræðikennara við London School of Economics and Politics. Tilefnið var 100 ára afmæli skólans. Aðspurðir tilgreindu þeir tvö höfuðvandamál í efnahagslífi heimsins, - að við núverandi tækni- stig þyrfti ekki nema helming vinnu- aflsins til að sinna eftirspuminni, - og að hið opinbera hefði ekki efni á starfsemi sinni. Um framtíðarhorfur vildu þeir lítið spá. Þeir sögðu þó ljóst að miklar sviftingar á mark- aðsaðstæðum væru í vændum og að óviturlegt væri að reikna með óbreyttu viðskiptaumhverfí við áætlanagerð, að nánasta framtíð yrði sem sagt ekki vegið meðaltal nánustu fortíðar. Spararinn, frumorsök eftirspumarvandans Hinir virtu menn em þama að ræða um kreppuna, samdráttar- spunann sem fræðilega er nánast stöðugt við þröskuldinn. Forsenda samkeppni er skortur á eftirspurn. Baráttan um viðskiptin þvingar þánnig framleiðendur til framboðs betri og ódýrari afurða. En forsenda hverrar fjárfestingar á markaði og markmið hvers athafnamanns er að kosta minnu til framleiðslunnar en fyrir hana fæst, að skapa hagnað. Svo vill til að kostnaðarverð fram- leiðslunnar, þ.e. aðföngin, aðstaðan, launin, skattamir, hagnaðurinn og vextimir em um leið ráðstöfunar- tekjur samfélagsins, þ.e. kaupmátt- urinn. Meðan allir kaupa fyrir kaup- máttinn sinn þá viðhelst jafnvægi framboðs og eftirspurnar. En spari einhver af sínum hlut teknanna þá rofnar hringrásin og hluti framleiðsl- unnar selst ekki. Gróðinn fer á lag- er. Þá er dregið úr vömframboðinu, störfum fækkar, kaupmáttur minnk- ar, salan minnkar o.s.frv. Margir þættir vinna þó gegn þessu óheillaferli krepp- unnar og það er hlut- verk hagstjómarinnar að virkja þá. Undirrót eftirspurn- arvandans er ætíð sú að hluti hagnaðarins og vaxtateknanna finna ekki ábatasama kosti til fjárfestinga, aurinn er sparaður til betri tíma. Sé hann settur í skúffu þá dregst sala saman sem því nemur og kreppuspuni skapast. Sé sparnaðurinn hins vegar lánaður til eyðslu þá viðhelst hringrásin. Þeir sem eyða meiru en þeir afla halda þannig uppi jafnvægi milli framboðs og eftirspumar með lán- tökum. Ókosturinn er sá að lánsfé (sparifé) verður sífellt stærri hluti heildareigna í hagkerfínu og hlut- deild vaxtatekna og spamaðar í ráð- stöfunartekjum þjóðarinnar (heims- ins) fer sífellt vaxandi. Einhver verð- ur að taka þetta nýja sparifé að láni og versla, annars magnast upp kreppa. Skuldarinn, bjargvættur markaðarins Skuldasöfnun heimsbyggðarinnar er tiltölulega nýit fyrirbæri og fram að síðari heimsstyrjöld skulduðu op- inberir aðilar og launafólk nánast ekki neitt. Síðan hefur skuldsetning neytenda verið helsta hagstjómar- tæki heimsins. Nú skulda langflest ríki, sveitarfélög og almennt launa- fólk í hinum ríka heimi meira en það getur nokkum tíma endurgreitt. Á sama tíma eykst sparifjármyndunin og þar með þörfin fyrir nýja lántak- endur. Eyðsluseggjamarkaðurinn er hins vegar orðinn magur, varanlegar eignir em allar að kom- ast í veðsetningu eða eigu lánaranna. Hætti hið opinbera að taka lán við þessar aðstæður þá hrynur eftirspumin, síðan vinnan, þá tekj- umar og þar með allur skuldasirkusinn. Vandinn er sem sagt sá að lækningarmeðal markaðarins, skulda- söfnunin, er orðinn helsti sjúkdómurinn. Hjá íslendingum eykur það vandann að nú er komið að endimörkum húsnæðisþarfar þjóðar- innar. Lán til fasteigna- kaupa hafa þann ótvíræða kost að neysluvaran (íbúðin) er veðhæf, þ.e.a.s. íbúðareigandinn getur þar veðsett áætlaðan tekjuafgang sinn í framtíðinni. Þegar þetta veð þrýtur er hætt við að veðhæf eign í landinu muni ekki aukast í takt við aukningu sparifjárins. Ofurskuldsetning, nýtt siðferði til framfara Þó svo illa horfí eru engar efnis- legar aðstæður til að örvænta. Fram- leiðslugetan er orðin gríðarleg og heimurinn er fullur af reddumm. Ég held líka að lausnin sé í raun furidin. Ég tel að auknar lántökur hins opinbera séu orðnar svo mikil- vægar fyrir viðvarandi eftirspurn, og þar með viðgang hagkerfisins, að hjá þeim verði ekki komist. Að stefna á hallalaus fjárlög er aðför að innanlandsmarkaðnum og þar með tekjustofnum hins opinbera. Þá eru skuldir opinberra aðila komnar á það stig að með öllu er óraunhæft að tala um endurgreiðslu þeirra. Eigi hið opinbera að borga niður skuldir sínar þá þarf það að draga mjög vemlega úr neyslu sinni, eyða minnu en það aflar! Það sér hver heilvita maður að ef ríkið fer að spara í stað þess að eyða um efni fram, þá hrynur eftirspumin. Mark- aðurinn verður að aðlaga sig þeirri staðreynd að skuldaaukning hins opinbera er nauðsynleg, eðlileg og varanleg staðreynd. Markmið yfírstjórnar ríkisskulda á ekki að vera að minnka skuldirnar heldur að standa í skilum, taka ný lán til að borga eldri lán. Auknar lántökur eiga að taka mið af eftir- spurn á lánamarkaði hverju sinni þannig að framleiðslan búi við viðun- andi vaxtakjör. Þetta þýðir alls ekki að einstök ríki geti farið í neyslu- sukk út á lánsfé. Lánshæfni ein- stakra ríkja og þar með styrkur við- komandi gjaldmiðla ræðst af skulda- stöðu þeirra í samanburði við helstu iðnríkin. Það gildir að rata veg hóf- seminnar. Er hin raunverulega dyggð okkar tíma sú, spyr Sigurður Gunn- arsson, að halda eftir- spum uppi með því að lifa um efni fram? Mjúk lending neyslusamfélagsins Aukning opinberra skulda og þar með aukin hlutdeild opinberra út- gjalda í neyslunni felur í sér að hlut- ur markaðarins í heildarstarfsemi samfélagsins minnkar. Þetta er í fullu samræmi við þarfír markaðar- ins, hann þarf stöðugt minni hluta mannaflans til að annast framleiðsl- una. Allt frá því Adam Smith skrif- aði sitt tímamótaverk Auðlegð þjóð- anna, árið 1778, hefur spurningin um hjöðnun markaðarins við uppfyll- ingu allsnægtanna verið óleyst. Fræðilega Séð hlýtur þetta allt að enda með ósköpum, fræðilega hryn- ur markaðurinn ef hann hættir að stækka! En þökk sé skuldasöfnun hins opinbera virðist lausn í sjónmáli. Heildarávöxtun fjármagnsins er tryggð með því að stöðugt stærri hluti þess ávaxtar sig sem auknar ríkisskuldir en stöðugt minni hluti ávaxtar sig með athafnasemi á markaðnum. Til lengri tíma hlýtur þetta reyndar að hafa í för með sér gjaldmiðlahmn og þar með raun- lækkun skulda. Verðbólga af völdum ofurskulda mun þá aðlaga skulda- massann raunvemlegum verðmæt- um í heiminum, en hún mun örugg- lega ekki valda neinum skaða sem ekki er hægt að bæta með opinberri lántöku! Ég sé því ekki annað en að hin mjúka lending hagvaxtarins sé fund- in. Ekki fyrir tilstilli meðvitaðrar stjórnunar á markaðsaðstæðum heldur sem síendurtekin nauðvörn, framkvæmd í andstöðu við allar kenningar. Nú þegar markaðssam- félagið er laust úr viðjum áróðurs- stríðs austur og vesturs þá hafa fegmn aðstæðna og fræðilegir holl- ustueiðar ekkert gildi lengur. Mark- aðssamfélagið getur horfst í augu við eðli sitt. Það er sögulega sannað að markaðsbúskapur er áhrifarík- asta meðalið til eflingar framleiðslu- kraftanna og til dreifingar afurð- anna. Gagnrýnin snýst ekki lengur um það að skjóta kapítalismann út af kortinu heldur um að ná lendingu inn í neyslusamfélagið. Þar er minna fyrir hlutunum haft og tímanum er í vaxandi mæli varið til annarra hluta en brauðstrits. Hver veit nema að í kennslubók framtíðarinnar um síðasta aldar- fjórðung 20. aldarinnar muni standa að hin raunverulega dyggð þess tíma hafí falist í því að lifa um efni fram. Það hafi haldið uppi eftirspurninni og komið í veg fyrir kreppu sem á þeim tima hefði auðveldiega getað endað með allsheijar tortímingu mannkynsins! Og hver veit nema fóm skuldarans verði tíunduð, ör- væntingin og angistin, uppboðið og niðurlægingin. Já, það er eins og góði dátinn tapi hverri einustu orr- ustu þó svo hann virðist vinna stríð- ið að lokum. Höfundur er fnwikvæmdnstjóri. Það er dyggð að lifa um efni fram... Sigurður Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.