Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 33 llÍllgS kaður ára. Gestur og Gunnlaugur telja þessa gagnrýni réttmæta og leggja til að bæturnar lækki um 1% fyrir hvert ár á aldrinum 50-74 ára og bætur fyrir 100% miska endi þar með í þremur milljónum króna. Þeir leggja einnig til að ákvæði um að engar bætur skuli greiddar ef miski er metinn minni en 5% verði afnum- ið. Þungamiðja gagnrýninnar á skaðabótalögin lýtur að margföldun- arstuðlinum, sem er 7,5. í greinar- gerð Gests og Gunnlaugs er lagt til að í lögin komi samfelldur margfeld- isstuðull fyrir alla starfsævina, lækk- andi með hækkandi aldri. „Með þessu teljum við að náist fram hvort tveggja í senn: Réttlátari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón og jafnframt, að ekki sé fórnað þeirri einföldun bótaákvarðana, sem fólst í setningu laganna." í greinargerðinni er lagt til að í lögin verði sett sérstök tafla með breytilegum margfeldisstuðli. Hún nær til tjónþola á öllum aldri, líka þeirra sem eru eldri en 70 ára, en núgildandi lög gera ráð fyrir að aldr- aðir fái ekki bætur nema í undan- tekningartilvikum. í töflunni er gengið út frá að skerðing vegna skattahagræðis og eingreiðslu verði 33,3%. Tillagan byggir á því að vaxtatekjur verði skattfijálsar hjá bótaþegum til fram- tíðar með sama hætti og verið hef- ur. „Verði tekin ákvörðun um skatt- lagningu vaxtatekna, þannig að vaxtatekjur af höfuðstól bóta fyrir varanlega örorku verði skattlagðar, raskast forsendur sem tillaga okkar miðast við,“ segir í greinargerð tví- menninganna. Lágmarkslaunaviðmiðun Nokkuð hefur verið gagnrýnt að skaðabótalög skuli gera ráð fyrir, að, við útreikning bóta skuli ekki miðað við hærri árstekjur en 4,5 milljónir, en þetta hámark getur leitt til þess að hálaunamenn fái lægri bætur en ella. Gestur og Gunnlaugur telja ekki ástæðu til að breyta þessu ákvæði, en þeir leggja hins vegar til að í lagagreinina verði bætt lág- markslaunaviðmiðun. Viðmiðunin verði 1,4 milljóna árstekjur eða 116.667 krónur á mánuði allt að 67 ára aldri. Námsmenn, húsmæður og aðrir þeir sem litlar eða engar tekjur hafa falla undir þetta lágmark, en þeir, sem gagnrýnt hafa lögin, hafa bent á að þau leiði til óeðliíegrar mismununar milli þeirra sem engar tekjur hafa og þeirra sem hafa tekj- ur. - Jón Erlingur Þorláksson trygg- ingafræðingur bendir t.d. á þetta í riti sínu „Slysabætur og íslensk skaðabótalög“. Hann tekur dæmi af tveimur konum sem verða fyrir slysi og hljóta 100% örorku. Önnur er húsmóðir en hin útivinnandi með eina milljón í árstekjur. Lögin færa hinni fyrrnefndu 20 milljónir í heildar bætur en þeirri síðari 11,5 milljónir. Astæðan er sú að við örorkumat hinnar tekjulausu er miðað við lækn- isfræðilegt mat en í hinu tilvikinu er reiknað út fjárhagslegt örorku- mat. í álitsgerð tvímenninganna eru áhrif tillagnanna á fjárhæð slysabóta í þjóðfélaginu í heild ekki metin. Fram hefur komið hjá talsmönnum tryggingafélaganna að hækkun margföldunarstuðuls laganna hafi í för með sér hækkun iðgjalda, meðal annars vegna skyldutryggingar bíla. Álitsgerð Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessen var kynnt á fundi í allsheijarnefnd í vikunni. Samkvæmt upplýsingum Sólveigar Pétursdóttur, formanns nefndarinn- ar, hefur hún ekki verið tekin til efnislegrar meðferðar í nefndinni en verið er að senda hana út til umsagn- ar ýmissa aðila. Tillaga að skipuriti nýja sveitarfélagsins Framkvæmdastjórn Bæjarstjóri \ Sléttu- ÍXr hreppur Stjórnsýslu- og fjármálasvið Bæjarritari T Suðureyri |* Flateyri | Þinnevri I Stjómsýsla 1 Þjónustuftr. [ Þjónustuftr. [ Þjónustuftr. [ Fjármál Fjármálastj. ^lsafjörður efífí0l Félagsþjónustusvið Fræðslu- og menningarsviði Umhverfissvið Hafnamál Félagsmáiastjóri [ Fræðslufulltrúi Bæjartæknifr. Hafnarstjóri v\ Sléttuhreppur og 'fjaltameppur yra ubdir tsafjörð Sá sex sveitar- félaga vestra 5' Tekjur sveitarsjóðs og fyrirtækja á íbúa 1994 ísafjörður [ ..1139.515 kr. Flateyri í:- ■ i 110.270 kr. Þingeyri \ ] 125.210 kr. Mosvallahr. \ j 79.653 kr. Mýrahreppur I :i-:4 71.866 kr. Suðureyri [IJ 114.034 kr. Heildarskuldir sveitarsjóðs og fyrirtækja á íbúa 1994 Peningaleg staða sveitarsjóðs og fyrirtækja á íbúa 1994 Isafjörður | Flateyri | Þingeyri | Mosvallahr. \ Mýrahreppurl Suðureyri\ 258.795 465.748 444.708 152.170 30.087 509.722 -139.726 Isafjörður \ Flateyri \ Þingeyri | Mosvallahr. \________ Mýrahr. □+22.803 Suðureyri \ -123.949 •300.884 -350.746 -391.875 Samtalsl 132.295 kr. Samtalsí 305.133 Samtals -187.328 Igreinargerðinni segir að byggð á norðanverðum Vestfjörðum hafi átt í vök að veijast á undanförnum árum, umtals- verður kvóti verið fluttur á brott af, svæðinu og atvinnufyrirtæki átt í erfiðleikum. Samhliða minnkandi tekjumöguleikum séu gerðar auknar kröfur um þjónustu af hendi sveitar- félaganna og óbreytt ástand skapi hættu á enn frekari byggðarröskun. Tilgangur sameiningarinnar er að efla byggð á svæðinu, treysta sam- stöðu byggðarlaga og snúa vörn í sókn, eins og segir í greinargerðinni. Tugmilljóna sparnaður í yfirstjórn Samstarfsnefndin leggur áherslu á að sameining sveitarfélaga sé for- senda þess að þau geti tekið við auknum verkefnum, á borð við mál- efni grunnskólans, frá ríkinu. Með sameiginlegri yfirstjórn fæst betri yfirsýn, sem gerir alla stjórnun og uppbyggingu á svæðinu í heild markvissari. Ein bæjarstjórn verði í stað sex sveitarstjórna, og skilvirkni í stjórn svæðisins aukist. Með sam- nýtingu þjónustu, s.s. yfirstjórnar og félagslegrar þjónustu, má ná fram hagræðingu í rekstri. Sam- starfsnefndin áætlar að spamaður vegna minni yfirstjórnar geti numið tugum milljónum króna á kjörtíma- bili. Fjárhagsleg. endurskipulagning sveitarfélaganna verður auðveldari ef af sameiningu verður. Þá telur sameiningarnefndin að ef ekki komi til sameiningar, muni sum sveitarfé- laganna eiga erfitt með að standa undir þeirri þjónustu við íbúa sína, sem lögbundin er, nema __________ með skattahækkunum eða skuldaaukningu. Nýtt sameinað sveitarfélag mun gefa fyrirtækjum á svæðinu betri möguleika til samvinnu eða samruna, og innbyrðis samkeppni sveitarfélaga mun minnka að mati sameiningarnefndarinnar. Þá mun eitt sveitarfélag eiga auðveldara með að tryggja að kvóti haldist inn- an svæðisins, en mörg lítil sveitarfé- lög. Skuldir lækki um 140 milljónir Ibúaljöldi sameinaðs sveitarfé- lags verður tæplega 5.000. Ef tekið er mið af ársreikningum sveitar- félaga og fyrirtækja þeirra, árið 1994, verða heildartekjur sveitar- félagsins 641 milljón króna á ári. Heildarskuldir þess yrðu um 1.490 milljónir króna, eða um 305 þúsund Greinargerð samstarfsnefndar um samein- ingu sveitarfélaga á Vestfiörðum Bent er á margþættan ávinning Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga hefur sent frá sér greinargerð með tillögu sinni um sameiningu sex sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum, sem kosið verður um 2. desember næstkomandi. Siguijón J. Sig- urðsson tók eftirfarandi saman. Gera verður greinarmun á byggðar- lagi og sveitarfélagi krónur á hvern íbúa. Sameiningar- nefndin gerir ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki skuldir nýja sveitarfélagsins um 140 milljónir króna, eða í um 276 þús- und á mann. Miðað við óbreyttar tekjur sveitarfélagsins verður afgangur frá rekstri þess um 24% af tekjum. Hvert byggðarlag heldur sínu nafni enda sé það hlutverk nýrrar sveitar- stjórnar. Nefndin hefur látið vinna yfirlit yfir þá þjónustu á sviði félags- mála, umhverfismála og fræðslu- mála, sem til staðar yrði í hveiju byggðarlagi hins nýja sveitarfélags. Þar er einungis um hug- -------------- myndir að ræða, endanleg ákvörðun um þjónustu bíður nýrrar sveitarstjórn- ar. Drög að bæjarmála- samþykkt liggja fyrir og gerir sam- einingarnefndin tillögu um að í bæj- arstjórn sitji 11 menn, 5 menn verði í bæjarráði og hver nefnd hafi á 7 mönnum að skipa. Stjórn bæjarins verði skipt í 4 svið, stjórnsýslu- og fjármálasvið, félagsþjónustusvið, fræðslu- og menningarsvið, og um- hverfissvið, auk hafnarmála. Skrif- stofur sveitarfélagsins verða á ísafirði, en þjónustufulltrúar verða á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Hvert byggðarlag mun halda sínu nafni innan sveitarfélagsins, og sameiningarnefndin gerir ekki til- lögu um nafn á nýja sveitarfélagið, Ekki bara skuldir, eigriir líka í greinargerðinni er spurt hvort íbúar svæðisins muni missa ein- hverja þá þjónustu, sem þeir hafa nú, við sameininguna. Það er nýrr- ar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um það, en sameiningarnefndin gerir þær tillögur að allir eigi rétt á sömu þjónustu, og því ætti þjón- usta ekki að skerðast við samein- inguna.- íbúar sumra byggðarlaga munu raunar fá aðgang að þjón- ustu sem þeim hefur ekki staðið til boða hingað til. Verða smærri byggðarlögin byrði á ísfirðingum? Skuldir á hvern íbúa á ísafirði munu aukast um 15 þús- und krónur við sameininguna. Erf- iðleikar í einstökum nágranna- byggðarlögum ísafjarðar, eins og fólksfækkun, hafa til dæmis áhrif á atvinnuástand á ísafirði. Upp- bygging á svæðinu í heild er mikið hagsmunamál fyrir ísfirðinga að mati sameiningarnefndarinnar. Tilfinningar ráða ferðinni Tilfinningar margra íbúa í garð heimabyggðarinnar, gera þeim erfitt fyrir að samþykkja sameiningu að mati nefndarinnar en í greinargerð hennar kemur fram að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á byggðar- lagi og sveitarfélagi. Byggðarlagið mun verða til staðar, þótt sveitarfé- lagamörk verði afnumin. Nefndin bendir líka á að landfræðilegar ástæður hafi ráðið sveitarfélaga- mörkum áður fyrr og eðlilegt sé að sveitarfélögin fylgi þeirri þróun. Með betri samgöngum innan svæðisins hafi landfræðilegum hindrunum ver- ið rutt úr vegi. Sameiningarnefndin telur að full- yrðingar um skuldasöfnun einstakra sveitarfélaga í trausti þess að af sameiningu verði, eigi ekki við rök að styðjast. Nefndin telur skulda- aukningu nokkurra sveitarfélaga vera áhyggjuefni, en áréttar að á bak við margar skuldbindinganna séu fjárfestingar sem komi sameig- inlegu sveitarfélagi til góða. Það erfi ekki einungis skuldir heldur eignir líka. Mörgum hefur þótt skammur tími til fyrirhugaðra kosninga, en í grein- argerð sinni setur sameiningar- nefndin fram þau rök að ákvörðun sameiningu verði að liggja — tímanlega fyrir vegna fjár- hagsáætlunar sveitarfé- laga fyrir árið 1996. Einn- ig sé fjárhagsleg staða margra sveitarfélaganna með þeim hætti að til að- gerða þurfi að grípa, sem allra fyrst. Nefndin lýsir einnig þeirri skoðun sinni að ef dráttur verði á kosningunum muni lítið gerast fyrr en næsta haust og þá hafi dýrmætur tími farið fyrir lítið. í tölulegum upplýsingum sem fylgja greinargerðinni kemur m.a. fram að mannfjöldi á norðanverðum Vestfjörðum hefur nánast staðið í stað síðustu 25 árin, eða allt frá árinu 1971. Þá hefur botnfiskafla- mark á svæðinu lækkað úr því að vera 7,44% af heildarúthlutun kvóta á fiskveiðiárinu 1991/1992 í það að vera 6,55% fyrir fiskveiðiárið 1994/1995. um Nafn á nýtt sveitarfélag hlutur nýrr- ar sveitar- stjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.