Morgunblaðið - 16.11.1995, Blaðsíða 40
,40 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýskipan í
ríkisrekstri á
Nýja-Sjálandi
BSRB hefur boðið
David Thorp, fram-
kvæmdastjóra PSA
'•^Puhlic, Service Assoc-
iation), hingað til lands
til að ræða um nýskip-
an í ríkisrekstri á
Nýja-Sjálandi. PSA er
stærsta verkalýðsfélag
Nýja-Sjálands, með
um 100 þúsund félags-
menn, sem starfa hjá
ríki og sveitarfélögum.
Atvinnurekendur og
talsmenn fijáls mark-
aðar hafa horft til
Nýja-Sjálands á und-
anförnum árum þegar
breytingar á ríkis-
rekstri og vinnulöggjöfinni hafa
verið til umræðu. Skemmst er að
minnast þess að VSÍ fékk á sínum
tíma Steve Marshall, framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands
Nýja-Sjálands hingað til lands til
að flytja fyrirlestur um reynslu
Nýsjálendinga af nýrri vinnulögg-
jöf, sem nefnist ECA (Employment
Contract Act). ECA er afar um-
deild löggjöf sem opnar á beina
samninga atvinnurekanda og
launamanna án milligöngu verka-
lýðsfélaga.
Nú er væntanleg til landsins á
'^egum ijármálaráðherra Ruth
Richardsson, fyrrum fjármálaráð-
herra íhaldsstjórnarinnar (National
Party) á Nýja-Sjálandi, en hún var
hugmyndafræðingurinn á bak við
ECA. Er henni ætlað að ræða ný-
skipan í ríkisrekstri. Það segir sína
sögu að fjármálaráðherra Islands
MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640
skuli bjóða þessum
umdeildasta einstakl-
ingi Nýja-Sjálands
hingað til lands til að
gefa tóninn, en Ruth
Richardsson varð að
hrökklast úr ráðherra-
stólnum vegna óvin-
sælda sem hún hafði
skapað íhaldsstjórn-
inni með aðgerðum
sínum.
Nýsjálenska til-
raunin hefur á sér
margar hliðar. Sú
mynd sem fram til
þessa hefur verið
haldið að íslenskum
almenningi er afar
einhliða; aukið fijálsræði í við-
skiptum, minni halli á ríkissjóði
og aukinn hagvöxtur. En hver
hefur fórnarkostnaðurinn verið, og
hefði ekki verið hægt að ná þessu
takmarki eftir öðrum leiðum?
Samskonar árangur hefur náðst í
öðrum löndum án þess að gripið
hafi verið til svo sambærilegra
aðgerða. Þá efast margir um að
sú uppsveifla sem átt hefur sér
stað sé komin til að vera og nú
þegar má sjá ýmis teikn sem benda
til þess að pendúllinn sé að sveifl-
ast aftur til baka. Dregið hefur
úr hagvexti, verðbólgan hefur auk-
ist og vextir eru enn háir. Lítil
nýsköpun hefur átt sér stað í at-
vinnulífinu og fjármagn streymir
í stórum stíl burt úr landinu vegna
einkavæðingar opinberra fyrir-
tækja og þjónustu á undanförnum
árum, þar sem erlend fjármögnun-
arfyrirtæki hafa náð tangarhaldi
á fyrirtækjum á borð við Símann,
Járnbrautirnar, Flugfélag Nýja-
Sjálands, Landsbankann, Póst-
bankann, Tryggingafélag ríkisins
og á skógarhöggsréttinn.
Umdeildar breytingar
Á Málstofu BSRB mun David
Thorp ræða um nýskipan í ríkis-
rekstri á Nýja-Sjálandi og hvaða
afleiðingar sú nýskipan hefur haft
á velferðarkerfið og launaþróun í
landinu. Fyrir 1984 var Nýja-Sjá-
land í fararbroddi velferðarríkja í
heiminum. í kosningunum 1984
vann Verkamannaflokkurinn stór-
sigur undir forystu David Lange.
Rodger Douglas varð fjármálaráð-
herra í stjórn Lange og hóf hann
strax mjög umdeildar breytingar á
Sigurður Á.
Friðþjófsson
’J íB*5i
í»"i'nf»Siji im *BH
•■'""“IIH., ||t| MUÍ
j*Mrm»»**** m«« Sj
ÞINGHÚSIÐ í Wellington á Nýja-Sjálandi.
skipan ríkisrekstrarins. Meðal þess
sem gripið var til var að gera ríkis-
stofnanir að sjálfstæðum rekstrar-
einingum sem bæru ábyrgð á eigin
fjárhag. Rekstri sjúkrastofnana var
breytt þannig að íbúar þess svæðis
sem stofnunin þjónaði voru gerðir
ábyrgir fyrir rekstrarstjórninni og
þar með fjárhag hennar. Sama
Breytingunum á Nýja-
Sjálandi hefur oft verið
lýst þannig, segir Sig-
urður Á. Friðþjófsson,
að þjóðfélagið hafí horf-
ið af braut velferðar
til ölmusu.
máli gilti um skólana, þar voru
foreldrar gerðir ábyrgir fyrir
rekstri skólanna. Ríkið greiddi
áfram fasta upphæð til stofnan-
anna en þar eins og hér hefur ver-
ið flatur niðurskurður á rekstrarfé
þannig að framlögin hafa vart dug-
að til þess að greiða laun starfs-
fólks, Allt þar umfram, viðhald,
efniskaup, nýr tækjakostur o.fl.
hefur orðið að ijármagna með öðr-
um hætti eða láta það sitja á hakan-
um. Breytingunum á Nýja-Sjálandi
hefur oft verið lýst þannig að þjóð-
félagið hafí horfið af braut velferð-
ar til ölmusu, enda eru stöðugar
safnanir almennings í gangi fyrir
sjúkarhús, skóla og leikskóla. Jafn-
framt voru tekin upp innritunar-
gjöld á sjúkrahúsin, til að örva
kostnaðarvitund almennings, og
skólagjöld. Hvað skólana áhrærir
þá er einnig gert ráð fyrir að for-
eldrar taki virkari þátt í rekstri
skólanna sem hefur kallað á aukið
vinnuframlag þeirra, t.d. við við-
hald.
Jafnframt þessu hófst einkavæð-
ing á opinberum stofnunum í tíð
Verkamannaflokksins. Meðal fyrir-
tækja sem voru einkavædd má
nefna Nýsjálenska stálfélagið,
Olíufélag ríkisins, tölvuþjónustu
heilbrigðiskerfisins, Landsbank-
ann, Póstbankann, Landsbyggða-
bankann og Flugfélag Nýja-Sjá-
lands. Atvinnuleysi, sem áður hafði
verið svo til óþekkt á Nýja-Sjá-
landi, jókst og bætur voru skornar
niður þannig að bótaþegar geta
ekki framfleytt sér og þurfa marg-
ir að leita á náðir matargjafar kirkj-
unnar, sem hefur mótmælt niður-
skurðinum kröftuglega. Jafnframt
hefur öll þjónusta versnað, biðlistar
á sjúkrahús lengst þannig að allt
að fjögurra ára bið er eftir algeng-
um aðgerðum, deildum verið lokað
og fólk er sent heim af sjúkra-
stofnunum miklu fyrr en áður.
Geðsjúkir eru látnir undirrita bréf
um að þeir muni ekki fyrirfara sér
og síðan sendir út í samfélagið og
látnir sjá um sig sjálfir.
Almenn óánægja
Ihaldsflokkurinn náði meirihluta
í kosningunum 1990 og með Ruth
Richardsson í sæti fjármálaráð-
herra var ákveðið að halda enn
lengra á þeirri braut sem Verka-
mannaflokkurinn hafði mótað. Af-
drifaríkasta ákvörðun þeirrar
stjórnar var að innleiða ECA, auk
þess sem haldið var áfram að
einkavæða ríkisfyrirtæki og sett
lög um að verðbólgan mætti ekki
fara yfir 2%. Þá var gengið enn
lengra á þeirri braut að skerða
bótakerfið.
Lögin um ECA voru keyrð í gegn
rétt fyrir jólin 1990. Samkvæmt
þeim var samningsrétturinn tekinn
af verkalýðsfélögunum en í stað
þess ætlast til að atvinnurekandi
og launamaður gerðu hver og einn
með sér sérstakan samning um
laun og réttindi. í orði kveðnu var
látið líta svo út að báðir aðilar
væru jafn réttháir við gerð samn-
ingsins en sú hefur ekki verið raun-
in. í þjóðfélagi þar sem atvinnu-
leysi ríkir er samningsstaða launa-
mannsins mun verri en atvinnurek-
andans við gerð slíks samnings,
enda er í lögum um atvinnuleysis-
bætur gengið út frá því að umsækj-
andi megi ekki afþakka tvö at-
vinnutilboð né segja upp vinnu sinni
ætli hann að fá bætur. Kaupmáttur
launa flestra hefur því minnkað að
miklum mun eftir að ECA var inn-
leitt.
Mikil andstaða skapaðist strax
gegn lagasetningunni og almenn
óánægja með þróunina kraumaði í
samfélaginu. Hinir ríku urðu stöð-
ugt ríkari en almenningur sat eftir
með skertan kaupmátt og dýra
þjónustu, auk þess sem atvinnu-
leysið virtist ætla að verða viðvar-
andi. Þessi óánægja kom berlega í
ljós í kosningunum 1993, þegar
Ihaldsflokkurinn rétt marði kosn-
ingarnar með eins þingmanns
meirihluta. Til að reyna að lægja
óánægjuöldurnar í samfélaginu
ákvað stjórn íhaldsflokksins að losa
sig við Ruth Richardsson úr stól
fjármálaráðherra auk þess sem
samtímis var hægt á breytingum,
fjármagni veitt aftur í heilbrigði-
skerfið, þótt það hrökkvi hvergi
nærri til enda kerfið orðið ónýtt
vegna fjársveltis undanfarins ára-
tugar. Þá var tekin upp samvinna
við Verkamannaflokkinn og All-
iance (Samstöðu), sem er vinstri-
klofningur úr Verkamannaflokkn-
um, um mótun stefnu gegn at-
vinnuleysi.
Málstofan með David Thorp
verður í Félagamiðstöðinni,
Grettisgötu 89, í fyrramálið, föstu-
daginn 17. nóvember, kl. 9.00-
11.00 og eru allir velkomnir.
Höfundur er upplýsinga-
fulltrúi BSRB.
Þekkir þú merkiö?
• Á bifreiöaverkstæðum þar sem félagsmenn okkar starfa eru
þeir klæddir sérstökum vinnufatnaði með merki Bíliðnafélagsins.
• Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka
og hefur aögang aö endurmenntun á sínu sérsviöi.
• Láttu ekki bílinn þinn I hendurnar
á hverjum sem er. Það gætí orðið þér dýrt.