Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 7 Rafiðnaðarmenn á Keflavíkurflugvelli Verkfall boðað 1. desember RAFIÐNAÐARMENN á Keflavík- urflugvelli hafa ákveðið að boða til aðgerða 1. desember næstkom- andi. Þetta var ákveðið á fundi Raf- iðnaðarsambandsins með rafiðn- aðarmönnum, sem haldinn var í gömlu flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Þór Ottesen starfsmaður Rafiðnaðarsam- bandsins sagði að gripið yrði til allra þeirra aðgerða sem hægt væri. „Samkvæmt lögum er neyðar- rétturinn mjög sterkur þegar laun hafa ekki verið gerð upp. Við munum leggja niður vinnu og óska eftir því að fá aðra með okkur í lið í samúðarverkföll. Þar gæti verið um önnur verkalýðsfélög á Kefla- víkurflugvelli að ræða. Staðreynd- in er sú að rafiðnaðarmenn eru mjög sterkur aðili á vellinum. Það þarf ekki annað en að bilun verði t.d. í flugstjórnartæki til þess að menn sjái að hér er mikið í húfi,“ sagði Þór. Aðgerðir ef greiðslurnar skila sér ekki Rafiðnaðarmenn á Keflavíkur- flugvelli segja að þeir hafi ekki fengið greidd þau laun sem kaup- skrárnefnd hefur úrskurðað að þeir ættu að fá greidd. Utanríkis- ráðuneytið hefur lýst því yfir að staðið verði við úrskurð kaup- skrárnefndar en Þór segir að það dugi ekki til. „Það dugar ekki { launaumslagið. Á fundinum var samþykkt að grípa til aðgerða 1. desember ef greiðslurnar hafa ekki skilað sér til rafiðnaðar- manna.“ Þór segir að rafiðnaðarmenn hafi sýnt mikla biðlund en nú sé málið þannig vaxið að menn geti ekki beðið lengur. Hann segir að yfir heildina tekið sé þarna um töluverða upphæð að ræða en hann hafði ekki handbært hvað úrskurð- ur kaupskrárnefndar þýddi í launahækkun til hvers og eins. -----» ♦ «---- Neyðarnúmerið 112 GSM símtöl geta mis- skilist ÚTKALL sem barst lögreglunni í Reykjavík síðastliðinn sunnudag vegna manns sem væri hætt kom- inn vegna hjartaáfalls í Sundahöfn reyndist vera ætlað lögreglunni á ísafirði, en misskilningurinn var tilkominn vegna þess að hringt var í neyðarnúmerið 112 úr GSM far- síma og fékkst því samband við lögregluna í Reykjavík. Nokkur tilfelli hafa komið upp þar sem lögreglan í Reykjavík hefur verið kölluð út á staði sem eiga nafna sína á stöðum utan höfuðborgarinnar. Hjá Pósti og síma fengust þær upplýsingar að skýringin á þessu væri sú að ef hringt er í neyðarnúmerið 112 þá fæst samband við lögreglustöð í því umdæmi sem hringt er úr. Sé liins vegar hringt úr GSM farsíma fæst samband við lögregi- una í Reykjavík, og ef ekki er tek- ið fram hvaðan er hringt getur komið upp misskilningur líkt og átti sér stað á sunnudaginn. FRÉTTIR Skamm- degisbros HAFT er á orði að veðrið hafi leikið við Sunnlendinga að undan- förnu, a.m.k. er aðgangsharka snævar og frosts ekki óþarflega mikil að mati fullorðinna. Krakk- arnir sem ljósmyndari rakst á fyr- ir fáeinum dögum léku sér vettl- ingalaus þótt jólamánuður sé á næsta leiti, og var ekki annað að sjá en ungviðið væri hæstánægt þrátt fyrir að hnoðsnjórinn láti sig vanta. Enda er full ástæða til að brosa breitt í skammdeginu eins og á öðrum tímum árs. Morgunblaðið/Ásdís Breytt lög um Iðnlánasjóð IFINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra "hefur lagt fram í ríkisstjórn frum- varp til laga um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð. Frumvarpið felur í að tryggingadeild útflutningslána verði heimilað að veita fyrirtækjum lán sem taka þátt í útboði í verk hér á landi sem boðin eru út á EES. Núgildandi lög heimila þessari deild sjóðsins ekki að veita lán nema íslensk fyrirtæki bjóði í verk erlend- is. Meginástæða breytingarinnar er að greiða fyrir því að íslensk fyrir- tæki geti boðið í framkvæmdir við stækkun álversins í Straumsvík sem boðnar verða út á EES. 1. flokkur Eik Nature 14 mm 2. flokkur Eik Nature 14 mm Beyki Nature i4mm Hlynur Country 14 mm Birki Rustical 14 mm wtiumumair Opið laugardag frá kl 10 -16 aðeins kr. 2.890 pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 .- pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.680 .- pr. m2 stgr. aðeins kr. 2.420 .- pr. m2 stgr. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími: 567 1010 Tarkett parket Nú bjóðum við parket frá Tarkett, sem er ekta gæðaparket, á byltingarkenndu verði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.