Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjálfsmynd - ímynd LISTPANS Borgarleikhúsið ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SEX BALLETTVERK Næsti viðkomustaður: Álfasteinn, Atriði úr Blómahátíðinni í Genzano, Hnotubijótnum, Rauðum rósum, La Sylphide, Rags. Laugardagur 18. nóvember. „SEX ballettverk á einu kvöldi“ er yfirskrift nýjustu sýningar ís- lenska dansflokksins. Sýningin sem ég sá — og var reyndar um eftirmið- dag — var sú síðasta af þremur og því má segja að þessi pistill sé held- ur seint á ferðinni. Ástæðan er, að ég var einfaldlega ekki ráðin til starf- ans fyrr. Þessi sýning minnir um margt á „Lýðveldisdansa", þá sýningu ís- lenska dansflokksins sem ég sá síð- ast fyrir einu og hálfu ári. Nokkur stutt atriði, sitt úr hvorri áttinni sem rúmast illa undir sama þaki á sama kvöldi og gera lítið annað en að und- irstrika veikleika dansflokksins, sem er sá helstur að dansararnir eru jafn sundurleitur hópur innbyrðis og þessi umræddu sex atriði. Yfir hvorugu er stíll — sýningunni eða hópnum. Fyrsta_ atriðið „Næsti viðkomu- staður: Álfasteinn" eftir Ingibjörgu Bjömsdóttur var heldur litlaust verk, sem hafði á sér yfirbragð nemenda- sýningar og hefði sómt sér betur í slíku samhengi. Þama gat að líta efnilega nemendur í bland við dans- ara úr flokknum gera „rútínuæfing- ar“ á borð við þær sem dansarar fara í gegnum á hveijum degi. Þær eru að sönnu hveijum dansara nauð- syn, líkt og skalar eru söngvurum, en eiga jafnlítið erindi á svið og skal- amir, nema þeim sé gefin einhver merking eða samhengi sem réttlætir notkun þeirra. Ég las reyndar í atriðaskránni að sýningu lokinni að þama hefði hópur dansara verið að undirbúa sýningu fyrir ferðamenn — sem ég gat ekki ráðið af sýningunni sjálfri. Það sem ég sá vom nemendur að gera „stöng“ og tvídansæfingar, vélarhljóð heyrð- ist — gat verið rúta, þota eða hugsan- lega vinnuvélar — allir þutu af svið- inu inn í eitthvað sem mátti vel hugsa sér að ætti að tákna steina og ég hugsaði með mér að nú byijuðu hin séríslensku átök milli manna og álfa um lagningu vega, sbr. nafn verks- ins. Það reyndist ekki rétt hjá mér — en ég náði engum þræði öðram. Ekki fyrr en að inn á sviðið skálm- aði ungur íslendingur í lopapeysu með samræmt „íslenskir dugnaðar- forkar til sjávar og sveita sameinist" göngulag og út úr steininum kom álfamær. Nútíma Ólafur Liljurós, hugsaði ég, en nei — aftur vélarhljóð og sá ungi dreif sig í burtu og álfa- mærin hvarf. Búið! Margt var þarna ágætlega dansað, efnilegir nemendur glöddu augað og fiðluleikur Szymon Kurans eyrað, en undirstaðan, þ.e. sjálft verkið, mjög veik. Næst mættu gömlu meistaramir Boumonville, Petipa og Ivanov til leiks. Allir meistarar á sínu sviði, en álíka ólíkir og Mozart og Verdi. Bo- umonville líkt og vel slípaður gim- steinn, sem sendir ljósgeisla í allar áttir, skarpur og glitrandi. Tign, fágun og óijúfanlegt flæði hreyfinga, miklu meira í ætt við silki og flauel, eru helstu einkenni Petipa og Ivanovs. Tvídansinn úr Blómahátíðinni í Genzano, eftir Bournonville, gerir miklar kröfur til dansaranna, þar sem sá stíll sem einkennir þetta verk — líkt og önnur verk Boumonville — er í mörgu frábragðinn hefðbundnum sígildum stíl. Miklu hraðari, smærri og nákvæmari. Sérstaklega á þetta við um það sem að karldönsuranum snýr. Þessi stíll, sem Konunglegi danski ballettinn hefur varðveitt öðr- um betur, enda Boumonville ballett- meistari þar, hefur fætt af sér marga karldansara á heimsmælikvarða, með Erik Brahn í broddi fylkingar og þykja þeir bera af öðrum í tækni- legri fullkomnun og fágun. Margt gerðu dansararnir tveir Christy Lee Dunlap og Jóhann Freyr Björgvinsson mjög vel, þó ekki kæm- ust þau klakklaust í gegnum þessa þolraun — það er ekki á færi nema fáeinna útvaldra — en það sem mér fannst mest ábótavant var að þau næðu tökum á hinni hárfínu og flóknu notkun Boumonvilles á tón- listinni, en í því eru einmitt smáatrið- in falin, sem skilja þennan höfund frá öðrum og gefa honum gimsteina- yfirbragðið. Svipað má segja um næsta atriði, tvídans úr Hnotubijótnum sem þau Lilia Valieva og Eldar Valiev döns- uðu. Þrátt fyrir ágæta tilburði á stundum vantaði herslumuninn á að þau næðu hinu agaða flæði og fágun sem einkennir þá Petipa og Ivanov og likt og hjá BournonVille tengist notkun tónlistarinnar óijúfanlegum böndum. Það var líkt og að allir fjór- ir dansaramir dönsuðu eftir takt- mæli — ekki tónlist. En svo kvað allt í einu við annan tón. La Sylphyde eftir Bournonville og inn kom Sigrún Guðmundsdóttir, Sylphydan holdi klædd og þó ekki meira af holdi en svo, að aldrei heyrð- ist hið minnsta hljóð, svo léttar og mjúkar vora allar hennar hreyfingar. Það var hrein unun að horfa á hana. Þama fór allt saman, tækni, músik- alitet, útlit og síðast en ekki síst rík stíltilfínning. Hvergi örlaði á þeim fimleikastíl, sem oft einkennir ballett í dag, öllu stillt í hárnákvæmt hóf. Brotnar, en þó mjúkar línur olnboga og úlnliða, höfuðhreyfingar og ekki síst notkun augna — allt bar þetta vott um fá- gætt listfengi. Mikið væri gaman að fá að sjá Sigrúnu t.d. í Giselle, að maður tali nú ekki um Júlíu. David Hanratty Greenall stóðst henni ekki snúning, en var þó miklu nær lagi, en hinir tveir' fyrrnefndu kollegar hans af karlkyni hvað stíl varðaði. „Rauðar rósir" eftir Stephen Mills við söngva Edith Piaff vora næstar á dagskrá. Fyrsti tvídansinn átti lítið skylt við þann lífsháska, sem ein- kennir Edith Piaf. Til þess var hann alltof penn og snotur og dansararnir tveir sömuleiðis. Úr rættist þegar tvídansinum sleppti og við tók ein- hvers konar kynjabarátta með kóm- ísku ívafí og dansaramir fjórir nutu sín miklu betur en þeir tveir fyrstu. Lestina rak svo „Rags“ eftir Ro- bert Lafosse við tónlist Scott Joplin. Léttur skemmtilegur ballett með „chaplinsku" yfirbragði. Dansararnir gerðu margt vel, vora miklu afslapp- aðri en í fyrri atriðum og skemmtu sér greinilega vel á sviðinu. Það mátti vel. merkja að áhorfendur skemmtu sér líka, enda fer það nú oftast saman, andrúmsloft salar og sviðs. Aftur bar Sigrún Guðmunds- dóttir af. Ríkuleg kímnigáfa, stíll og tilfinning fyrir tónlistinni einkenndu dans hennar, ásamt smáatriðum í látbragði, handahreyfingum og augnbeitingu. Og nú einskorðast ekki lengur óskir um hlutverk fyrir Sigrúnu við hlutverk í sígildum róm- antískum stíl. Mann langar að hún fái að spreyta sig sem fyrst á sem flestu — hún ergreinilega stjörnuefn- ið í dansflokknum í dag. Þessi sýning er umhugsunarefni. Síðast þegar ég fjallaði um íslenska dansflokkinn kvartaði ég yfír skorti á stefnu og stíl og enn hefur ekkert skýrst í þeim málum. Nú hef ég auðvitað engan rétt til að mínum persónulegu löngunum sé fullnægt, en ég er greinilega ekki ein um þá skoðun að eitthvað sé að. Það er staðreynd sem ekki verður framhjá litið að eftir tuttugu ára starf hefur áhorfendahópurinn lítið sem ekkert stækkað — a.m.k. treystir flokkurinn sér ekki í nema þijár sýningar. Sú athygli og virðing, sem hann naut á tímabili, hefur farið fyrir lítið og ég er ekki frá því að eitthvað vanti uppá sjálfsvirðingu og sjálfsmynd flokksins sjálfs. Eða hvers vegna er boðið upp á svona tilviljanakenndan samtíning, tónlist af diskum, engin leiktjöld og fyrirfram ákveðið að ein- ungis verði þijár sýningar? Hvers vegna er umkvörtunarefnið varðandi dansarana miklu frekar um skort á listfengi en tækni? Hvers vegna þroskast þeir ekki sem lista- menn? (Sigrún er undantekningin, sem sannar regluna — býr enda kannski að fyrstu gerð.) Eg ætla ekki að reyna að svara þessum spurn- ingum, né heldur setja fram fleiri, sem væri þó lafhægt, heldur að beina því aftur til listdansstjórans og stjómar íslenska dansflokksins að sest verði á rökstóla og reynt að fínna úrræði til bóta. Hvernig megi hífa upp sjálfsmynd flokksins o.þ.a.l. ímynd og reynt að smíða honum framtíðarsýn. E.S. Eftir að þessi pistill var skrif- aður var auglýst ein sýning í viðbót. Þórhildur Þorleifsdóttir Dómur um Aidu Eitt stærsta verkefni Leikfélags Selfoss Selfossi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sig. Jóns. LEIKURUM og leikstjóra var vel fagnað í lok sýningar. f NÝJASTA tölublaði breska tón- listartímaritsins BBCMusic Magazine er dómur um óper- una Adiu eftir Verdi, sem Nax- os útgáfan gef- ur út, en eitt aðalhlutverka er í höndum Kristjáns Jó- hannssonar. Skrifari, Char- les Osborne, segir Mariu á „bandalagsdaginn" með því að koma með dagskrá í Hofgarð í Öræfum. Skiptist. dagskráin í tvennt, það er: „Ég er ljóðið sem átti ekki leið um hug þinn“ og „Ör- leikir“. Dagskrá þessi var eftir Dragoni, sem syngi Aidu, hafa frekar aðlaðandi rödd, en ekki fulla stjórn á henni, og sýni líf- legan skapgerðarleik. Hann seg- ir Kristján Jóhannsson ekki hafa yfirmáta fagra rödd, hann sé söngvari sem sennilega sé best að njóta á sviði. Radames hans sé traustur raddlega en grófur tilfinningalega. Aðrir söngvarar fá lof, til að mynda Mark Rucker og Barbara Devers, en einnig fær hljómsveitarstjórinn, Rico Sacc- ani, og hljómsveitin mjög góða dóma. ýmsa höfunda undir leikstjórn Kristínar G. Gestsdóttur í saman- tekt hennar og fleiri félaga leikfé- lagsins. Á eftir lék hljómsveit Hauks Þor- valdssonar fyrir dansi. LAND míns föður eftir Kjartan Ragnarsson var frumsýnt á laugar- dag updir leikstjórn Ingunnar Ás- dísardóttur í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi og framhalds- frumsýning eða hátíðarsýning var síðan á sunnudag. Báðar þessar sýningar vora fyrir boðsgesti og tókust mjög vel. Um er að ræða eina mannfrekustu sýningu sem Leikfélag Selfoss hefur sett upp en alls koma 60 manns að henni. Aðstæðurnar í leikhúsinu við Sigtún bjóða ekki upp á uppsetn- ingu stórra verka en útsjónarsemi leikfélagsfólksins gerir það að verk- um að það er eins og húsið sé snið- ið utan um sýninguna. í leikskrá segir Guðrún Halla Jónsdóttir for- maður að leikstjórinn hafí gert kröf- ur til leikaranna og annarra eins og hún væri með atvinnufólk í hönd- unum, „og svei mér þá ég held hún hafi uppskorið eins og hún sáði“, segir Guðrún Halla. Undir þessi orð hennar tóku sýningargestir á frum- sýningunni hressilega og fögnuðu leikurum og leikstjóra vel og inni- lega í lok sýningar. Sýningin er metnaðarfull og stendur vel undir nafni. Sex manna hljómsveit leikur í verkinu undir stjórn Helga Krist- jánssonar sem er tónlistar- og söng- stjóri verksins. Félagar í Leikfélagi Selfoss hafa lagt á sig mikla vinnu við uppsetningu verksins en æfing- ar stóðu langt fram á nótt síðustu vikuna fyrir framsýningu. Að sögn forsvarsmanna Leikfélagsins er það þeim metnaðarmál að fá sem flesta á sýningar en þær verða á fimmtu- dags-, föstudags- og sunnudags- kvöldum svo lengi sem aðsókn end- ist. Leikfélag Hornafjarðar Dagskrá í Hof- garði í Oræfum Hnappavellir. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Hornafjarðar hélt upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.