Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 29
fHtrgnniMalíili
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FRIÐUR í BOSNÍU
IGÆRKVOLDI settu leiðtogar hinna stríðandi fylkinga
á Balkanskaga stafi sína undir samninga um frið í
Bosníu, sem unnið hefur verið að undir forystu Bandaríkja-
manna á undanförnum mánuðum. Á engan er hallað, þótt
fullyrt sé, að friðarsamningar þessir eru fyrst og fremst
árangur af störfum sendimanna Bandaríkjastjórnar. Sjald-
an hefur það komið jafnskýrt í ljós og einmitt nú, að
þetta öflugasta stórveldi heims gegnir lykilhlutverki í því
að tryggja frið í heiminum.
Hernaðarátökin á Balkanskaga undanfarin ár hafa leitt
til þess, að 250 þúsund manns hafa misst lífið og tvær
milljónir manna misst heimili sín og orðið landflótta. Nú
er þessum hörmungum vonandi Iokið á þann veg, að þeir
sem eftir lifa geti snúið til síns heima.
Bosnía verður eitt ríki en skipt nokkurn veginn til helm-
inga á milli Serba annars vegar og múslima og Króata
hins vegar. Fijálsar kosningar fara fram í landinu undir
alþjóðlegu eftirliti og stjórnskipan þess byggist á þjóð-
þingi og forsetaembætti. Þeir, sem sekir hafa gerzt um
stríðsglæpi, fá ekki leyfi til að taka þátt í stjórnmálum.
Sarajevo verður sameinuð borg.
Til þess að tryggja, að friður verði haldinn munu Atl-
antshafsbandalagsríkin senda samtals 60 þúsund manna
herlið til Bosníu, þar af Bandaríkjamenn 20 þúsund og
Þjóðveijar 4.000 hermenn. Rússar munu einnig leggja
sinn skerf af mörkum til friðargæzlu í Bosníu með því
að senda herlið þangað. Friðar í Bosníu verður því gætt
sameiginlega af Atlantshafsbandalaginu og Rússlandi en
þessar tvær fylkingar stóðu andspænis hvor annarri gráar
fyrir járnum þar til fyrir nokkrum árum.
Það er endalaust hægt að deila um það, hvort hægt
hefði verið að koma á friði í Bosníu fyrr og þar með koma
í veg fyrir þau ósköp, sem dunið hafa yfir þetta fólk á
undanförnum mánuðum og misserum. Evrópuríkin náðu
ekki miklum árangri í þeirri viðleitni á meðan forystan
fyrir friðarumleitunum var í þeirra höndum. Á margan
hátt má segja, að Evrópuríkin hafi beðið ákveðið skipbrot
í Bosníu.
Á hinn bóginn er það skoðun eins helzta sáttasemjara
Evrópuríkjanna, Sir David Owen, fyrrum utanríkisráð-
herra Breta, að hefðu Bandaríkjamenn tekið af skarið
fyrr en þeir gerðu, hefðu friðarsamningar náðst mun fyrr.
Eftir stendur sú staðreynd, að þá fyrst þegar Banda-
ríkjamenn komu til skjalanna af fullum krafti komst skrið-
ur á friðarviðræður með þeim árangri, sem nú liggur fyr-
ir. Bandaríkin voru í forystu fyrir þeim þjóðum, sem að
lokum knúðu fram lyktir kalda stríðsins. Það er líka ljóst,
að Bandaríkjamenn hafa átt meginþátt í því að tryggja
friðarsamninga í Miðausturlöndum, fyrst á milli Israela
og Egypta, síðan á milli ísraela og Palestínuaraba og
næsta verkefni þeirra er væntanlega að koma á friði á
milli ísraela og Sýrlendinga.
Þetta er stórkostlegur árangur á skömmum tíma og
sennilega hafa Bandaríkin ekki verið jafnsterkt afl í þágu
friðar í heiminum í marga áratugi og þeir eru nú. Það
er ástæða til að vekja athygli á og undirstrika þessa stað-
reynd um leið og það hlýtur að vera Evrópuþjóðum alvar-
legt umhugsunarefni, að þrátt fyrir vaxandi samstarf á
flestum sviðum hefur þeim ekki tekizt að byggja upp
þann sameiginlega pólitíska styrkleika, sem hefði dugað
til að tryggja frið á Balkanskaga.
Ekki fer á milli mála, að hryllilegir glæpir hafa verið
framdir í Bosníu í þessu stríði. Þar eiga allir stríðsaðilar
hlut að máli, þótt menn geti greint á um, hveijir hafi
verið verstir. Hver sem örlög helztu stríðsforingjanna
verða er nauðsynlegt, að upplýst verði um alla þessa
stríðsglæpi og fólk um víða veröld fái skýra mynd af
því, sem þarna hefur gerzt. Hugsanlegt er að það geti
dregið úr slíkum glæpum á cðrum vígstöðvum um skeið
a.m.k., þótt ódæðisverkin, sem unnin voru í valdatíð Adolfs
Hitlers sýnist ekki hafa dregið úr stríðsglæpum á Balkan-
skaga og eru þeir glæpir mönnum þó enn í fersku minni.
Það er mikið verk óunnið í Bosníu og það á eftir að
koma í ljós, hvernig til tekst um framkvæmd friðarsamn- ■
inganna. Það verður mikið átak að koma fótunum undir
fólk í þessu stríðshrjáða landi á nýjan leik. En þegar öll
heimsbyggðin leggst á eitt og gamlir fjendur taka höndum
saman hlýtur það að bera einhvern árangur. Það þarf
áreiðanlega mikla hörku til að halda hinum stríðandi fylk-
ingum við efnið en sá árangur, sem nú hefur náðst gefur
fyrirheit um, að ekkert verði gefið eftir í þeim efnum.
SATT SKAL STANDA
Hjálmar H. Ragnarsson svarar aðfinnslum Jóns
Þórarinssonar við útvarpsþætti um Jón Leifs
ÁT- ^ ~c'Xy-Kir
._______—• ° u í«J> 0
ÚR HANDRITI Jóns Leifs úr verkinu FINEII (Kveðja til jarðlífsins).
LAUGARDAGINN 11. nóvember síðastliðinn
birtist í miðopnu Morgunblaðsins löng og mikil
grein eftir Jón Þórarinsson sem hann nefnir „Páll
Isólfsson - Jón Leifs.“ Undirrtitill greinarinnar
er: „Athugasemdir við útvarpsþætti Hjálmars H.
Ragnarssonar frá Jón Þórarinssyni." í þessari
grein ásakar Jón mig um að hafa hallað réttu
máli i útvarpsþáttum sem ég gerði nýlega um lif
og starf Jóns Leifs og var útvarpað fjóra sunnu:
daga í röð í október á rás 1, Ríkisútvarpinu. í
máli sínu vænir Jón mig ekki aðeins um að hafa
farið með augljósar missagnir í þessum þáttum
og frásagnir sem orka tvímælis heldur er hann
einnig með aðdróttanir um að ég hafi sniðið heim-
ildir að einhveijum ímynduðum þörfum mínum
og beinlínir falsað þær. Þetta eru alvarlegar ásak-
anir og ærumeiðandi og þær eru þeim mun þyngri
þar sem þær eru birtar á viðhafnarstað í stærsta
dagblaði þjóðarinnar.
Það er mér létt verk að hrekja í einu og öllu
þessar ásakanir Jóns Þórarinssonar, en það breyt-
ir ekki því að þær varpa skugga á nafn mitt sem
fræðimanns og á baráttu mína fyrir viðurkenn-
ingu á tónlist Jóns Leifs. Það eitt að ásaka annan
mann um ósæmilegt athæfi dugar nefnilega til
þess að skapa um þann mann tortryggni og efa-
semdir, sem getur orðið býsna erfitt að eyða, þó
svo að sakimar séu með öllu tilhæfulausar, eða
eins og klókindarefurinn Nixon Bandríkjaforseti
orðaði það þegar hann hvatti til lymskubragða:
„Let the bastards deny it!“ („Látum þijótana
neita því!)“.
Það sem að baki býr
Ásakanir Jóns Þórarinssonar beinast að um-
^’öllun minni um skipti þeirra Jóns Leifs og Páls
Isólfssonar. Hann tínir til fjögur atriði úr þriðja
útvarpsþættinum, sem hann segir að ég hafi
ýmist afflutt eða rangtúlkað, en er jafnframt svo
smekklegur að dylgja um það að hann hefði get-
að tínt til langtum fleiri atriði en þessi fjögur.
í þessari löngu grein hefur Jón ekkert gott um
þessa útvarpsþætti mína að segja né heldur um
það margra ára starf mitt að koma tónlist Jóns
Leifs á framfæri við nýjar kynslóðir hlustenda.
Það eina sem virðist komast að í huga Jóns Þórar-
inssonar er ofurviðkvæmni fyrir því, að eitthvað
það sé sagt um viðskipti þeirra Páls ísólfssonar
og Jóns Leifs, sem hugsanlega mætti túlka sem
hallmæli í garð Páls, breytir þá engu hvort ég í
útvarpsþættinum tali í fyrstu persónu eða hafí
eitthvað eftir öðrum. Staðreyndin er hins vegar
sú, að hvorki í þessum þáttum né nokkurn tím-
ann áður í skrifum mínum um tónlist hefi ég
farið niðrandi orðum um Pál ísólfsson eða afrek
hans, enda hefi ég hvorki haft til þess löngun
né ástæðu.
Páll varð strax í lifanda lífi nokkurs konar
goðsögn á meðal þjóðarinnar og hefur ætíð síðan
staðið ljómi um nafn hans. Hann var mikilvægur
brautryðjandi í íslensku tónlistarlífi og framúr-
skarandi músíkant. Mörg sönglaga hans eru fyr-
ir löngu orðið samofin þjóðarsálinni og hinar
stærri tónsmíðar hans nýttust vel til þeirra verka
sem þeim var ætlað. Goðsögnin um Pál ísólfsson
ætti því að standa á styrkari stoðum en svo að
hún hryndi við það eitt, að Jón Leifs fengi það
rými í íslenskri tónlistarsögu sem honum hefur
hingað til verið neitað um.
íslandskantata Jóns Leifs
og Alþingishátíðin 1930
Fyrsta atriðið sem Jón Þórarinsson finnur að
í frásögn minni um Jón Leifs varðar kantötuna
Þjóðhvöt op. 13, sem sá síðamefndi samdi á árun-
um 1929 og 1930. Um smíði þessa verks sagði
ég meðal annars:
Næsta stórvirki Jóns var íslandskantatan Þjóð-
hvöt... op. 13. Jón samdi þessa kantötu í Bad-
en-Baden og Travemiinde á árunum 1929-
1930, líklega með það í huga upphaflega að
senda hana inn í samkeppni um hátíðatónverk
fyrirþjóðhátíðina áÞingvöIlum 1930.... Verkið
er samið við hátíðaljóð Davíðs Stefánssonar
og er í sjö aðskildum þáttum. Jón sýndi forn-
vini sínum, Páli ísólfssyni, tvo þætti úr kantöt-
unni nokkru áður en skilafrestur ísamkeppnina
rann út, en ákvað í kjölfar þess fundar að
hætta við að senda hana til dómnefndarinnar.
Hann taldi sig vita eftir þetta samtal við Pál
að hann ætti enga möguleika á að vinna sam-
keppnina.
Jón Þórarinsson finnur að því, að ég láti í þess-
um texta liggja að því að Páll ísólfsson hafí með
einhveijum hætti orðið þess valdandi að Jón Leifs
sendi ekki verk sitt í samkeppnina um kantötu
fyrir Alþingishátíðina og telur hann að slíkt hafí
verið fjam öllum sanni. Fyrir því færir hann þau
rök, að Jón Leifs hafi löngu síðar sagt að það
hefði á sínum tíma ekki verið ætlun hans að taka
þátt í samkeppninni, og auk þess hafi Jón ekki
notað allt hátíðaljóð Davíðs í þessu verki sínu.
Því miður fyrir Jón Þórarinsson hefí ég betri
sannanir fyrir máli mínu en hann. Þessar sannan-
ir er að fínna í bréfí Jóns Leifs til móður hans.
Bréfið er dagsett 26. nóvember 1930. í því vísar
hann meðal annars til fundar sem hann hafði átt
með Páli ísólfssyni um það bil ári fyrr, þ.e.a.s. í
vetrarbyijun 1929:
Greinilega þóttist eg sjá Páls innra mann, þeg-
ar eg hitti hann í Lubeck um þetta leyti í fyrra.
Eitthvað það fyrsta, sem hann sagði mér, var
að þjóðlagaheftið mitt, sem hann hafði litið í
væri „bara svínarí. “ Svo sýndi eg honum tvo
eða þtjá kafla úr kantötu minni, sem þá var í
smíðum og þá sagði hann strax, án þess að
athuga kaflana til hlítar: „Þetta verk mundi
eg aldei vilja æfa. “ Þá skyldi eg hvernig í öllu
lá og hætti við að ser.da „dómnefndinni“ kafl-
ana, eins og [egj var hálfpartinn að hugsa um.
Annars var Páll þarna þó að minnsta kosti
opinskárri, en ella.
Þetta bréf sýnir með óyggjandi hætti, að Jón
Leifs samdi kantötuna Þjóðhvöt op. 13. „líklega
með það í huga upphaflega að senda hana inn í
samkeppnina,“ og að hann breytti þeim ásetningi
eftir að hafa sýnt Páli nokkra hluta úr því verki.
Orð mín um þetta mál standa því fullkomlega
og breytir engu þótt Jón Leifs hafi löngu síðar á
lífsleiðinni látið svo í veðri vaka, að hann hefði
aldei ætlað þessu verki upp á pall á Alþingishátíð-
inni 1930. Hann hlýtur þá að hafa annaðhvort
gleymt upphaflegum ásetningi sínum eða að þetta
mál hafi verið honum viðkvæmara en svo, að
hann vildi upplýsa það til fulls. Hvort sem er þá
er það Jón Þórarinsson sem situr eftir með sárt
ennið fyrir að hafa farið með fleipur um ályktan-
ir mínar um þetta mál. Hann fær samt nokkra
uppreisn æru fyrir að hafa getað bent á mistök
á vali mínu á orðum þegar ég í þessum útvarps-
þætti sagði frá flutningnurn á hátíðarkantötu
Páls á sjálfri Alþingishátíðinni. Þar sagði ég,"að
kantatan hefði verið flutt með undirleik „danskr-
ar sinfóníuhljómsveitar". Þetta er auðvitað ekki
rétt því að eins og flestir vita þá voru það bæði
Danir og íslendingar sem skipuðu þessa hljóm-
sveit. í handriti mínu að þættinum notaði ég orð-
ið „dansk-íslenskrar“ en af einhveijum orsökum
hefí ég klúðrað þessu orði í upplestrinum og eft-
ir stóð að hljómsveitin væri aldönsk. í grein sinni
gerir Jón sér mikinn mat úr þessum mistökum
mínum og sýnir það best hversu fátækur hann
er af málefnum þegar hann reynir að klekkja á
frásögn minni af Jóni Leifs og tónlist hans.
Þularstarf í útvarpi
Annað atriði sem Jón Þórarinsson skfifar sér-
staklega um í grein sinni varðar boð Ríkisútvarps-
ins til Jóns Leifs um starf þular við stofnunina.
Um þetta mál sagði ég í þætti mínum:
Hugur Jóns stóð ávallt til fósturlandsins og
hann dreymdi um að fá starf á íslandi við sitt
hæfi sem hann gæti framfleytt sér og sinni
fjölskyldu af. Hann reyndi mikið að fá starf
við útvarpið við stofnun þess 1930, en sú til-
raun bar ekki annan árangur en þann, að hon-
um var boðið starf þular við hina nýju stöð,
en það starf þótti honum sér engan veginn
vera samboðið. ... Jón Ieit svo á að Páll ísólfs-
son, hans gamli vinur, hefði staðið á bak við
þetta tilboð um starf hjá Ríkisútvarpinu og
ætlað með því að niðurlægja Jón í augum ís-
lendinga. Hann trúði því, að Páll hefði lagt
dæmið þannig upp: Með því að taka við þular-
starfinu viðurkenndi Jón fyrir þjóð sinni að
hann væri tilbúinn til þess að fórna köllun sinni
fyrir eins veraldlega hagsmuni og fast starf
hjá hinu opinbera. Ef Jón hinsvegar hafnaði
starfinu sýndi hann með því oflæti og hroka
og sannaði í eitt skipti fyrir öll að hann væri
óalandi og óferjandi.
Jón Þórarinsson gerir ekki neinar beinar aðf-
innslur við þennan texta minn, en eyðir þess í
stað miklu plássi í að fjalla um tillögu Jóns Bald-
vinssonar á Alþingi 1929 um að Jóni Leifs verði
veittur sérstakur styrkur til þess að undirbúa
starfsemi við væntanlegt ríkisútvarp. Ég get
ómögulega séð, að sú staðreynd að Jón Baldvins-
son skyldi hafa lagt fram þess tillögu á Alþingi
(hún var síðar felld) breyti neinu um málflutning
minn sem vitnað er til hér á undan. Þvert á móti
þá styrkir tilvist tillögunnar þau orð mín að Jón
hafi mikið reynt „að fá starf við útvarpið við stofn-
un þess 1930“. Hér er því um enn eitt vindhögg-
ið að ræða frá Jóni Þórarinssyni.
í framhaldi af skrifum sínum um tillögu Jóns
Baldvinssonar á Alþingi fjallar Jón Þórarinsson
nokkuð um þær hugrenningar Jóns Leifs, að
Páll hafí með tilboðinu um þularstarfið staðið að
einhvers konar ráðabruggi um að niðurlægja
hann. Jón Þórarinsson telur það fjarstæðu að
Páll hafi bruggað Jóni Leifs einhver slík ráð, og
dettur mér ekki í hug að mótmæla því, enda eru
það ekki mín orð að slík ráð hafí einhvem tímann
verið brugguð. Það breytir þó ekki því, að Jón
Leifs sjálfur taldi að slíkt hefði verið gert, og
sagði ég rétt og skilmerkilega frá þeim hugrenn-
ingum hans í útvarpsþætti mínum. Til þess að
forðast frekari hártoganir af hendi Jóns Þórarins-
sonar um þetta atriði er réttast að vitna til fmm-
heimildar minnar í þessu máli. Hún fínnst í bréfí
Jóns til móður hans, dagsettu 19. nóvember 1930:
Þú veizt, að Páll ísólfsson, sem stendur að ein-
hveiju leyti á bak við þetta, vill mér ekki vel...
Til þess svo að friða samvisku sína og aðra
menn lét hann (eða studdi að því að) gera mér
boð um þessa framsagnarstöðu. Af allri með-
ferð málsins var augljóst að, svo langt sem vit
hans náði, þá hugsaði hann sér það þannig,
að annaðhvort mundi eg nú svara skömmum
í vonsku og þannig eyðileggja allt fyrir mér,
(það hefði eg sennilega gert nokkrum árum
fyrr og hefði það verið eðlilegt) eða að eg
mundi taka við stöðunni til þess að forðast •
hungrið og þannig yrði mér og list minni kom-
ið fyrir kattarnef, því að þá mundu allar leiðir
lokast fyrir list mína og störf hér erlendis og
lslendingar mundu missa allan snefil af trausti
til listamanns, sem segði skilið við list sína og
ynni að ólistrænum störfum langt fyrir neðan
Pál hinn „mikla Iistamann.“ Eg vil hvorugt
gera.
Tónlistarstjóri útvarps
í beinu framhaldi af frásögn minni af tilboðinu
um þularstarfið (sjá á undan) sagði ég frá því í
útvarpsþættinum, að Jóni Leifs hefði nokkmm
ámm síðar verið boðin staða tónlistarstjóra við
Ríkisútvarpið. Sú frásögn mín var með eftirfar-
andi hætti (í upphafínu vísa ég til áðumefndra
hugrenninga Jóns í garð Páls):
Hvort sem Jón hafði rétt fyrir sér í þessu
máli eður ei er hitt víst, að það var hinn sami
Páll sem tæpum fimm árum síðar stóð fyrir
því að Jóni væri boðin staða tónlistarstjóra
Ríkisútvarpsins. Jón þáði þetta boð, enda var
hann byijaður að gera sér það Ijóst að fjöl-
skyldu hans var varla vært til lengdar í hinu
nýja Þýskalandi nazismans.
Það þarf meira en lítið afbrigðilegan lesanda
til þess að lesa eitthvað annað úr þessum texta
mínum en það, að ég telji Pál ekki hafa verið
illgjarnari í garð Jóns Leifs en svo, að hann hafi
beitt sér sérstaklega fyrir því að Jón fengi stöðu
tónlistarstjóra við Ríkisútvarpið. Þetta dugar hins
vegar ekki Jóni Þórarinssyni því að hann fjargviðr-
ast í löngu máli yfír því, að ég skuli ekki í þætti
mínum hafa getið um það hversu fórnfús Páll
hefði verið í þessu sambandi. Páll hafi nefnilega
staðið upp úr hlutastarfi tónlistarráðunauts til
þess að Jón kæmist að við útvarpið, og hafi hann
meira að segja gert það ótilneyddur en að beiðni
Jóns. Jón Þórarinsson segist hafa þessar upplýs-
ingar úr eftirlátnum minnispunktum Páls.
Satt best að segja veit ég ekki hvernig á að
svara málflutningi eins og þessum öðruvísi en
svo, að enn á ný fær maður staðfestingu á því
hversu góður Páll ísólfsson var við annað fólk,
sérstaklega þó við Jón Leifs. Mér verður vonandi
fýrirgefið að hafa ekki í útvarpsþáttum mínum
getið um þessa manngæsku Páls, en hefí það þó
mér til afsökunar að þættirnir áttu að fjalla um
Jón Leifs en ekki um Pál ísólfsson.
íslenskir tónleikar í Kaupmannahöfn 1938
Norrænir tónlistardagar voru haldnir í Kaup-
mannahöfn í september 1938. ísland tók þá í
fyrsta skipti þátt í þessari hátíð og voru eingöngu
leikin verk íslenskra höfunda á opnunartónleikun-
um, m.a. verk Jóns Leifs, Páls ísólfsonar og Sig-
urðar Þórðarsonar.
Frá þessum hljómleikum sagði ég I þriðja út-
varpsþætti mínum um Jón Leifs og við þá frá-
sögn bætti ég við eftirfarandi útleggingu:
Það var skrifað um þessa tónleika í öll helstu
blöðin á Norðurlöndum og var þetta í fyrsta
sinn sem íslensk tónlist fékk slíka athygli.
Samkvæmt þessum skrifum voru gagnrýnend-
ur á eiríu máli um að tónlist Jóns væri bæði
stórbrotin og dramatísk og að í henni væri að
finna sterkan karakter, frumstæðan en heill-
andi. Verk hinna íslensku tónskáldanna fengu
hins vegar afleita dóma, - þóttu gamaldags,
klisjukennd og án minnstu persónulegra sér-
kenna. Fyrir Jón voru þessir tónleikar fágætur
sigur og hafa viðtökurnar eflaust gefið honum
aukinn styrk til þeirra átaka sem biðu hans,
bæði í einkalífinu og í tónsmíðunum sjálfum.
Fyrir þá Sigurð, Pál og hin tónskáldin hljóta
þessir tónleikar hins vegar að hafa verið mikil
auðmýking.
Það er yfir þessum sakleysislega texta sem Jón
Þórarinsson bókstaflega umturnast. í fyrsta lagi
fínnur hann að því við mig, að ég skyldi í útvarps-
þætti mínum ekki hafa getið um þær heimildir,
sem ég hafði fyrir þessari útleggingu minni, og
í öðru lagi fullyrðir hann að ég hafí aldrei séð
þau biaðaummæli sem ég þó dirfíst að vitna í
texta mínum. Til stuðnings síðari ásökun sinni
endursegir Jón eftir eigin höfði ummæli nokkurra
norrænna blaða (og eins þýsks) um þessa tón-
leika í Kaupmannahöfn og fyllir sú endursögn
nærri heilan blaðadálk af breiðari gerðinni.
Um fyrri ásökunina segi ég það eitt, að eins
og allir þeir vita, sem hafa þjálfun í að gera
þætti fyrir hljóðvarp eins og þá sem ég gerði um
Jón Leifs, þá gengur það alls ekki að vera sífellt
að geta um þær heimildir sem frásögnin byggist
á. Slíkt er auðvelt að gera í rituðu máli, en í lesn-
um texta myndu sífelldar tilvísanir í heimildir
ijúfa frásögnina með þeim hætti að hún yrði
nánast óskiljanleg öllum hlustendum, svo ekki sé
nú minnst á skemmtigildi hennar. Þetta ætti nú
hver maður að geta séð í hendi sinni, — líka Jón
Þórarinsson.
Síðari ásökunin, þ.e.a.s. að ég hafi alls ekki
séð þau blaðaummæli, sem frásögn mín um þenn-
an konsert byggist á, á rætur sínar í heilaspuna,
sem ekki er sæmandi nokkrum söguritara sem
vill láta taka sig eitthvað alvarlega. Til fróðleiks
fyrir Jón Þórarinsson og lesendur Morgunblaðsins
get ég upplýst að blaðaummælin, sem ég hafði
til hliðsjónar við frásögn mína, birtust í eftirfar-
andi blöðum: Berlingske Tidende, Svenska Dag-
bladet, Arbejderbladet, Hufvudstadsbladet og
Jyllandsposten. Umsagnirnar í þessum blöðum
sýnast mér hafa verið flestar á sama veg, en ef
marka má endursagnir Jóns Þórarinssonar úr
öðrum blöðun en hér eru talin þá hafa ekki allir
norrænir gagnrýnendurnir verið sama sinnis um
kosti og gæði íslensku tónverkanna.
í þessu sambandi tel ég þó mikilvægt, að menn
geri sér það ljóst að í ýmsum tilfellum getur ein-
um þótt eitthvað hafa verið sagt til hróss sem
öðrum þykir hafa verið til lasts, — og svo öfugt.
Til dæmis þætti mér sjálfum það til lasts ef sagt
væri um tónverk eftir mig að það væri gamal-
dags, en ekki er ólíklegt að t.d. Jóni Þórarinssyni
þættu slík ummæli um eigið verk vera til hróss.
Hins vegar þætti mér það harla gott ef sagt
væri um tónlist mína að hún væri primitíf (frum-
stæð) en hins vegar má ætlað að slíkt þætti Jóni
hið versta mál ef sagt væri um hans eigin tón-
list. Með þetta í huga tel ég því réttast að birta
hér orðrétt nokkrar glefsur úr þessum blaðaum-
mælum og geta þá lesendur sjálfir dæmt um
hvaða ályktanir megi af þeim draga um afstöðu
norrænu gagnrýnendanna og hvort aðdróttanir
Jóns Þórarinssonar um að ég stundi falsanir á
heimildum eigi við rök að styðjast eður ei. Þetta
eru beinar tilvitnanir, en ekki endursagnir, og eru
þýðingamar gerðar af löggiltum skjalaþýðanda:
Berlingske Tidende, 4. september 1938:
[...] Þetta æskuverk Jóns Leifs: hvílík þijóska,
hvílíkur þungi og hvílík einlægni — hann gat
ekki samið öðmvísi. Alvaran vék ekki einu sinni
til hliðar í „Intermezzóinu", þar sem búast hefði
mátt við bjartari, léttari og glaðlegri hljómum. í
tónlist hans við leikrit [Jóhanns] Siguijónssonar
„0nsket“ [Galdra-Loftur], er hið mikla og á stund-
um geysilega hrífandi hugarflug allsráðandi. Þáð
er sem tónskáldið sé „heltekið" af þessu skáld-
verki, túlkun hans á „Særingunni", og einkum
og sér í lagi „Sorgargöngulaginu" og „Finale"
er með svo bráðri stígandi að við liggur að áheyr-
endur verði jafnframt „helteknir". Þessu til viðbót-
ar veit tónskáldið hvemig á að nýta sér mögu-
leika hljómsveitarinnar... Hljómsveitarstjórn hr.
Leifs á verki sínu var í senn innileg og lifandi.
Eftir hlé stjórnaði orgelleikarinn [Páll] ísólfs-
son, sem okkur er ekki alls ókunnur, heldur
ómerkilegum forleik í gamaldags stíl. Hljómsveit-
arstjórn hans var svolítið stirðleg og eftir bók-
inni... Og loks [var leikin] sérstaklega vel sam-
sett (og útfærð) Passacaglía. Þó verður það að
segjast, að þegar innblástur verks í þessu tónlist-
arformi kemur frá tónskáldi, sem ekki telst af-
burðamaður, er hætt við að það verði stirt og
hljómi eins og pappírstónlist. [...]
WILL BEHREND.
Svenska Dagbladet, 4. september 1938:
[...] ísland nútímans lítur á Jón Leifs sem sitt
fremsta tónskáld og það voru líka höfundarmerki
hans sem vora ríkjandi á efnisskrá kvöldsins.
Umfangsmikill skerfur hans til efnisskrárinnar
vakti nokkuð blendnar tilfínningar, en um heildar-
áhrifín má segja í eitt skipti fyrir öll: bragðdauf
er tónlist hans allavega ekki. [...]
[...] Eftir hlé gátu áheyrendur slakað á, því
nú vora þræddar þekktar slóðir. Menn héldu sig
næstum eingöngu við velþekkt tónmál — þó að
nöfn tónskáldanna væru ný. Fulltrúi þessarar
tónlistar var t.d. Sigurður Þórðarson, sem átti
þarna forleik í klassískum stfl, sem var hreinrækt-
uð stæling, mjög laglega gerð en gjörsneydd per-
sónulegum einkennum. Einnig koih þar fram
hljómsveitarstjórinn Páll ísólfsson með verk sitt
Introduktion og Passacaglíu fýrir stóra hljóm-
sveit, sem virtist næstum barmafull af hugmynd-
um sem eiga rætur í sinfónískum stíl Brahms. [...]
K.R-n.
Arbejderbladet, 6. september:
[...] Fyrri hluti tónleikanna var helgaður Jóni
Leifs og tónverkum hans: Lítilli trílógíu fyrir
hljómveit op. 1 og „0nsket“ [Galdra Loftur], sem
er tónlist við samnefnt leikrit Jóhanns Siguijóns-
sonar, [Jón] hefur augljósa dramatíska náðargáfu
og er næmur fyrir lífsþrótti tónlistarinnar. Þess
vegna hæfði tónlist hans svo vel hinu sterka og
hjartnæma leikriti [Jóhanns] Siguijónssonar.
Textinn og tónlistin studdu vel hvort við annað,
svo að úr varð stórbrotin heild, sem sýndi greini-
lega í hveiju hæfíleikar Jóns felast og hvemig
honum ber að nýta þá. Sé tónlistin við Galdra
Loft höfð í huga skilur hlustandinn betur Litlu
trílógíuna fyrir hljómsveit og gerir sér betur grein
fyrir hinum andlega skyldleika verkanna tveggja.
Jón Leifs stjórnaði sjálfur verkum sínum, færari
hljómsveitarstjóri hefði vafalaust fengið meira
út úr tónlistinni en hann náði; en hvað um það.
Það vora verk Jóns Leifs sem mesta athygli vöktu
á tónleikunum. Forleikur Sigurðar Þórðarsonar í
klassískum stíl og Introduktion og Passacaglía
Páls ísólfssonar máttu sín einskis í samanburði
við verk Jóns Leifs... Páll ísólfsson stjórnaði og
leiddi hljómsveitina það sem eftir lifði kvöldsins
og gerði það bærilega og nákvæmt, næstum of
nákvæmt. [...]
K.Bo.
Hufvudstadsbladet, 5. september:
[...] Jón Leifs flutti undir eigin stjórn „Litla
trílógíu fýrir hljómsveit“, en hvað varðar hljóð-
fall er verkið sérstaklega áhugavert. „Prelúdían"
með sínu knappa, smástíga grunnstefí hljómaði
sem sorgartónlist, og bar að nokkra leyti ein-
kenni göngulagsins, en hún varð þegar á leið
vonglaðari og bjartari. Eftir hugmyndaríkt „Int-
ermezzo“ tók við stuttur þriðji kaflinn, glettinn
og ævintýralegur lokakafli. í þessum kafla heyrðu
menn mjög svo persónlegan tón, sem gaf fyrirhe-
it um framtíðina. [Jón] Leifs er hvorki maður
formsins né heldur hins lagræna, en hugmyndir
hans streyma það áreynslulaust fram að ágallar
á uppbyggingunni ættu ekki að þreyta [áheyrand-
ann].
Jyllandsposten, 14. september 1938:
[...] Nú þegar Norrænum tónlistardögum í
Kaupmannahöfn er lokið og við lítum um öxl til
hins gífurlega fjölda tónlistaráhrifa, sem menn
urðu þar fyrir, era nokkrir sérkennilegir tónlistar-
viðburðir sem munu greypast í minninguna.
í samantekt sem þessari er eðlilegt að nefna
ísland fyrst, því þetta var í fyrsta skipti sem ís-
land var þátttakandi og ennfremur var íslensk
tónlist fyrst á dagskrá tónlistardaganna. Auk
þess kvað við alveg nýjan tón í norrænni tónlist
og þó fannst mönnum þeir heyra eitthvað æva-
fornt, líkt og hljóma úr djúpi hinnar samnorrænu
sálar. Þetta á sér samsvörun í því, að íslensk
tunga hefur varðveist mun betur en hin Norður-
landamálin frá tímum „dönsku tungunnar". Sá
maður sem öðram fremur framkallaði þessar
upprunalegu og sérstæðu tilfinningar var Jón
Leifs. Tónlist hans var Sagnaeyjan í tónum, ákaf-
lega drungaleg, án brosvipru, en hafði í sér þá
frumstæðu frjósemi sem framtíð íslenskrar tón-
listar mun vaxa upp úr. [...]
Til framtíðar
Þegar saga listarinnar er skráð era menn ekki
vegnir eftir manngæsku eða eftir því hvernig
þeir hafa komið fram við aðra. Það era verkin
þeirra, listaverkin, sem þá skipta máli og ekkert
annað. I kjölfarið kemur svo áhuginn á persónu-
gerð viðkomandi listamanns, einkalífi hans og
almennum viðhorfum, og menn fínna verkum
hans stað í einhvers konar ferli til aukins þroska.
Skiptir þá engu máli hvort manni finnst viðkom-
andi persóna vera geðfelld eður ei.
Það þarf varla lengur um það að deila, að Jón
Leifs ber höfuð og herðar yfír öll þau íslensk
tónskáld sem voru honum samtíða. Þessir yfír-
burðir Jóns í tónsmíðunum hafa hins vegar ekki
orðið almenningi ljósir fyrr en á síðustu áram,
enda er það fyrst núna sem verk hans eru flutt
með þeim sóma sem þeim ber. Menn hafa nú
fengið brennandi áhuga á persónunni, sem býr
að baki verkunum, og fólk er forvitið um það líf
sem hún lifði. í útvarpsþáttum mínum um Jón
Leifs reyndi ég að nokkru að svala þessum nýju
þörfum og af undirtektum að dæma virðist fólk
almennt hafa kunnað því mjög vel. Það á þó enri
eftir að skrifa ævisögu Jóns Leifs og safna mikli
af þeim gögnum sem til þess verks era nauðsyn
leg. Ekki er þó síður brýnt, að einhver vitræn
umræða skapist um sjálf tónverkin, svo betur sé
hægt að meta þau með tilliti til hugmynda og
listsköpunar okkar eigin samtíðar. Skref í þá átt
gæti verið sérstök ráðstefna, sem helguð væri
tónverkum Jóns Leifs. Þar yrði að finna fyrir-
lestra og umræðufundi auk hljómleika með viðeig-
andi verkum. Til þeirrar stefnu þyrfti að safna
fólki sem þrátt fyrir ólík viðhorf og skoðanii
ætti saman þá yfírsýn að geta séð skóginn fyrii
trjánum sem í honum vaxa. Þetta væri sannar-
lega verðugt verkefni og líklegra til árangurs er
að kasta hnútum að þeim sem verkin vinna.