Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Radíusklerkar
Á
INN var héldu tveir
landsþekktir ræðumenn
uppi nokkuð óvenjulegu
skemmtispjalli á fjöl-
mennum fundi í Há-
skóla íslands. Tilefni
fundarins var sú athygli
sem hvítasunnumenn í
Vestmannaeyjum hafa
notið síðustu misseri
fyrir frumlegar aðferðir
á sviði boðunar og
kristilegs lífernis. At-
hygli vakti að þótt það
væru háskólastúdentar
sem boðuðu til fundar-
ins, þá fengu þeir ekki
neinn háskólamann til að ræða við
safnaðarhirðinn Snorra Óskarsson,
heldur var kallaður til liðs þekktur
skemmtikraftur sem getið hefur sér
orð fyrir flest annað en kristilegan
málflutning, og hann ýmist titlaður
guðfræðingur eða guðfræðinemi,
þótt hann sé hvorugt. Utkoman varð
auðvitað sú, að umræður þessara
manna urðu hvorki kristilegar né
skynsamlegar, heldur voru þær fyrst
og síðast skemmtilegar. Nú er það
vitaskuld gott éf fólk skemmtir sér,
og ekki er það verra að fólk skemmti
sér yfir Bibiíunni og gamni sér við
að ræða trúmál. Og kannski er hér
fundin enn ný leið til boðunar fagnað-
arerindisins, en það er algjörlega
óþolandi að skemmtun af þessu tagi
fari fram undir formerkjum vísinda
og heilbrigðrar skynsemi. •
b.
Eitt af því sem þessir ágætu menn
hentu á lofti í gamni sínu voru mál-
efni samkynhneigðra. Enginn heiðar-
legur guðfræðingur myndi tala um
þann málaflokk á þann ókristilega
og óskynsamlega máta sem þeir
Davíð Þór Jónsson og Snorri Óskars-
son gerðu. Ekki einn. Menn sem
hafa atvinnu af því að ganga fram
af fólki geta leyft sér þetta, en ekki
menn sem vilja láta taka mark á sér
á sviði kristinnar trúarumræðu.
Guðfræðideild Háskóla íslands er
vettvangur yfirvegaðrar umræðu og
rannsókna þar sem grundvöllur trú-
arinnar er rannasakaður með gagn-
rýna skynsemi að leiðarljósi og tengsl
átrúnaðarins og hins lifaða lífs eru
skoðuð. Meðal annars er þar rætt
um afstöðu kristinnar kirkju til sam-
kynhneigðra. En þegar það er gert,
þá er það ekki í flimtingum eða
gamni, heldur í ljósi þess að hér er
um reynslu lifandi fólks að ræða og
okkur fýsir að'heyra Orð Guðs hljóma
inn í aðstæður homma og lesbía,
rétt eins og aðstæður alls annars
fólks. Því var það móðgun við guð-
fræðina sem fag og sem lífsköllun,
að þessi þjóðarskemmtun skyldi fara
fram undir hennar formerkjum. Fátt
er kristninni í landi okkar mikilvæg-
ara en það, að eiga alvöru guðfræð-
inga og kennimenn, fólk sem rann-
sakar ritningarnar með agaðri skyn-
semi og skoðar nútímann í því sann-
leiksljósi sem þar er að finna. Það
ábyrgðarstarf megum við ekki undir
neinum kringumstæðum eftirláta
skemmtikröftum.
©SILFURBÚÐIN
Krinf'lunni 8-12 - Sími 568-9066
-Þarfœrðu gjöfma -
II
Þegar gagnkyn-
hneigður kristinn guð-
fræðingur uppi á íslandi
er spurður um afstöðu
kirkjunnar til samkyn-
hneigðra þá byrjar hann
ekki á því að opna
munninn, heldur hjartað
og hugann. Hann sér og
finnur hve lítið hann
veit um málefni þessa
hóps, og játar um leið
að innra með honum
sjálfum liggja fordóm-
arnir í launsátri, því
hann lifir og hrærist í
samfélagi sem mætir
hommum og lesbíum
með háðið að vopni, en ekki skynsem-
ina.
Hann skoðar þessa þijá eða fjóra
ritningarstaði í allri Biblíunni sem
tala um samkynhneigð og sér að þar
eru þau almennu viðhorf á ferðinni,
að samlíf fólks af sama kyni er á
skjön við sköpunarvilja Guðs, og því
er samkynhneigð talin upp ásamt
fjölmörgum öðrum brestum í hinni
föllnu sköpun, og athygli manna
vakin á því að hold og blóð erfir
ekki Guðs ríki. (3. Mós. 18:22 og
20:13, Róm. 1:18-32. I Kor.
6:7-11.)
Því næst hugar guðfræðingurinn
að sögulegum staðreyndum um sam-
kynhneigð, og sér brátt að þessi til-
hneiging á sér djúpar rætur í sögu
mannkyns. Þó svo aðstæður hafi
verið breytilegar frá einu menning-
arsamfélagi til annars, þá liggur
samkynhneigðin alls staðar við ank-
eri jafnt í fortíð sem nútíð. (Sjá rit-
gerð Hauks Inga Jónassonar, cand.
theol.: „Alnæmi (Aids) - Siðfræðileg
álitamál og sálgæsla", Guðfræði-
deild HÍ ’94.)
Þá loks lítur íslenski guðfræðing-
urinn sér nær og spyr að aðstæðum
samkynhneigðra í samfélagi okkar
í dag og verður fljótlega að játa, að
hann er svo gagnkynhneigður,
snyrtur og straujaður, að hann veit
ekki hvernig þessu fólki líður. Hann
neyðist til að játa að hann, og kirkj-
an sem hann þjónar og tilheyrir,
lætur sér nokkurnveginn á sama
standa um homma og lesbíur. Þetta
er fámennur minnihlutahópur sem
ekki virðist hafa kailað á svör kirkj-
unnar og kirkjan hefur ekki kallað
á svör samkynhneigðra.
III a.
Það er kristileg sannfæring hvers
heiðarlegs guðfræðings að ekki er
tilhlýðilegt að tala um fólk í stað
þess að tala við það. Sú sannfæring
á rætur í Guðspjöllunum, þar sem
aðferð Jesú við að mæta fólki er
lýst allítarlega. Hann var einmitt
gagnrýndur fyrir að tala við fólk sem
bara átti að tala um. En hann Iét
fordóma samfélagsins aldrei aftra
sér heldur sóttist eftir að eiga sálufé-
lag við þá sem samfélagið hæddi.
(Lúk. 5:29-32.) Hann kaus að dvelja
hjá Sakkeusi og setja sig inn í að-
stæður landráðamannsins og þjófs-
ins. (Lúk. 19:1-10)
Er hórkonu einni var stillt upp
frammi fyrir honum og til þess ætl-
ast að hann segði álit sitt á henni,
laut hann niður og að jörðu og tók
sér tíma. í stað þess að opna munn-
inn opnaði hann hjartað og beindi
huga til föðurins á himnum. Og í
stað þess að tala um konuna ávarp-
aði hann ákærendur hennar og
spurði að aðstæðum þeirra. En er
þeir voru horfnir á braut, þá talaði
hann við konuna sjálfa. (Jóh.
8:1-11.)
b.
Af Guðspjöllunum má sjá að hin
kristilega aðferð við að mæta fólki
er sú, að kynnast því fyrst, elska
það svo og reyna loks að skilja það.
Síðan passar að boða því fagnaðarer-
indið um Jesú. í viðræðum sínum
byrjuðu þeir „radíusklerkar“ einmitt
á öfugum enda, með háðslegu tali
og illa grunduðum fullyrðingum um
sárar aðstæður lifandi fólks, og því
fullyrði ég að tal þeirra um málefni
Enginn heiðarlegur
guðfræðingur talar um
þennan málaflokk, segir
Bjarni Karlsson, á svo
ókristilegan og óskyn-
samlegan máta.
samkynhneigðra var ókristilegt, auk
þess sem það var óskynsamlegt.
Menn mega í sjálfu sér tala á hvorn
tveggja mátann, en þeir geta ekki
gert það í nafni kristinnar guðfræði.
IV a.
Biblían ber syndinni vitni og bend-
ir á að þar liggjum við öll jafn flöt.
Syndin er aðskilnaður frá Guði og
aðskilnaður við fólk. Hún er það að
missa marks og verða einn og vera
týndur í þjáningunni. Syndin markar
líf okkar á öllum sviðum þess og því
er kýnhneigð okkar líka syndug,
hvort sem hún beinist að gagnstæðu
kyni eða ekki. Við greinum syndina
í því, að við þjáumst í kynlífi okkar
eins og á öllum öðrum sviðum. Við
öll, jafnt samkynhneigð sem gagn-
kynhneigð, jafnt sambúðarfólk sem
einhleyp, þurfum að þola súrt og
sætt vegna kynhneigðar okkar.
b.
Allt fólk er kynverur. Allt fólk lif-
ir kynlífi af einhveiju tagi. Og á sviði
kynlífsins lifa flest okkar hina dýpstu
sælu og líka hina bitrustu kvöl, vegna
þess að við erum sundraðar mann-
eskjur, syndugt fólk. Hve margt fólk
á meðal okkar ber ekki sín dýpstu
hjartasár einmitt vegna þess að því
hlekktist á í kynferðisefnum eða urðu
fyrir rangindum á því sviði, en þrátt
fyrir það hættir það ekki að vera
kynverur og leita hamingju úr þeirri
átt.
c.
Öll þráum við, leynt og ljóst, að
frelsast. Við þráum að losna undan
þjáningum lífsins og öðlast styrk og
frelsi. Okkur langar að lifa lífi í fullri
gnægð.
Nú er það hluti af hinni kynferð-
islegu reynslu að einangrunarkennd-
in minnkar og einsemdin svíar frá,
iíkt og slæmur verkur, stundarkorn.
Og því virðist það henda margan
manninn að leita freisunar sinnar á
sviði kynlífsins. Já, fólk getur hrein-
lega týnt sér í leit að frelsun af þessu
tagi, en hún kemur aldrei þarna, því
„hold og blóð getur eigi erft Guðs
ríki“. (I Kor. 15:50.) Kynhneigð okk-
ar er gjöf frá Guði sem við eigum
að lifa við, Guði til dýrðar og fóiki
til blessunar. En hún er ekki meira
en það, hún getur ekki frelsað okk-
ur, ekki veitt okkur þær lífsnægtir
sem sálina þyrstir í. Þess vegna var-
ar Biblían margoft við öllu örvænt-
ingarfullu kynlífi og nefnir á þrem
stöðum samkynhneigðina, ásamt
öðru.
V
„Ég er dyrnar," sagði Jesús. „Sá
sem kemur inn um mig mun frels-
ast... Ég er kominn til þess, að þeir
hafi líf, líf í fullri gnægð.“ (Jóh.
10:9-10.) Þetta fagnaðarerindi á
jafnt erindi til okkar allra sem kyn-
vera. Við þurfum öll, hommar, lesb-
íur og gagnkynhneigðir, að frelsast
frá syndinni sem skemmir líf okkar.
Öll erum við særðar kynverur, sem
þurfum á líkn Jesú að halda. Og
Biblían vitnar um það að Guð gerð-
ist maður meðal manna, hann gerð-
ist kynvera. (Jóh. 1:14.) Hann þekk-
ir aðstæður okkar og elskar hvern
einstakling ásamt kynhneigð hans
og hverju öðru sem einkennir hann.
Og hver sá sem ákallar nafn Jesú
og fylgir honum mun frelsast (Post.
2:21), og komast að raun um vilja
Guðs í lífi sínu. Ekki endilega að
hætti radíusklerka en þó samkvæmt
vilja Guðs, og það er nóg.
Höfunclur er sóknarprestur ! Vest-
mannaeyjum.
Atvinnutrygging-
ar í stað atvinnu-
leysistrygginga
ATVINNULEYSI er
böl, sem ekki er búandi
við, um það eru allir
sammála, hvar í flokki
sem þeir standa.
Mjög skiptar skoð-
anir eru þó um lausn
þessara mála og menn
leita mismunandi leiða
til lausnar. Eitt má þó
bókfæra umsvifalaust.
Verkefnið þolir ekki
langa bið, því þrauta-
ganga þeiiTa, sem
misst hafa atvinnuna,
er oft óbærilega þung.
Viðvarandi atvinnu-
leysi hefir verið í ná-
grannalöndum okkar um árabil.
Hér heima er það stigvaxandi
vandamál. Fámennt þjóðríki eins
og ísland þolir ekki slíkt ástand
til langframa. Brýnt er að allar
vinnufúsar hendur fái hlutverk í
þeirri uppbyggingu og verðmæta-
sköpun, sem renna á styrkum
stoðum undir íslenskt þjóðfélag.
Atvinnuleysis-
tryggingar
Þegar fólk missir atvinnuna,
fær það atvinnuleysisbætur, sem
varla duga fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum. En sjóðurinn bætir ekki
það niðurbrot, sem verður við að
missa vinnuna. Óhætt er að full-
yrða að flestum reynast þungbær
fyrstu sporin til að nálgast at-
vinnuleysisbæturnar og þá sér-
staklega þeim, sem alla tíð hafa
unnið hörðum höndum til að sjá
sér og sínum farborða í erfiðri lífs-
baráttu. Þetta fólk hefir alltaf orð-
ið að strita í svita síns -andlits fyr-
ir öllu, sem það hefur eignast og
á því í erfiðleikum með að sætta
sig við slíkt hlutskipti að þiggja
greiðslur fyrir enga vinnu.
Alþingi
Alþingi verður að hafa forgöngu
um lausn þessara mála. Alþingis-
mönnum ber skylda til að kynna
sér allt sem kann að vera til lausn-
ar þessu þjóðfélagsböli. Ef breyta
þarf Iögum eða reglugerðum,
ganga strax í málið og undan-
bragðalaust til farsældar fyrir
þegna þessa Iands, sem kosið hafa
þá til forystu.
Háskóli íslands
Háskóli íslands rekur Upplýs-
ingaþjónustu Háskólans sem öllum
er heimilt að leita tii. Jón Erlends-
son verkfræðingur veitir þeirri
deild forstöðu. Jón hefur sett fram
og vinnur að athyglisverðum hug-
myndur varðandi atvinnumál og
atvinnuleysi.
í stuttu máli leggur Jón til að
Atvinnuleysistryggingarsjóði verði
breytt í „Atvinnutryggingarsjóð“
sem tryggi öllu atvinnulausu fólki
laun fyrir vinnuframlag við hvers-
kyns verkefni en ekki verkleysi,
hvort heldur það skilar því með
námi eða beinu vinnuframlagi.
Verkefnin beinist einkum að
umbreytingum og nýsköpun í þjóð-
félaginu. Þannig sé ekki um að
ræða hefðbundna atvinnubóta-
vinnu, sem nú er kölluð „átaks-
verkefni". Verkefnin sem tekin eru
fyrir verði einkum skilgreind af
fyrirtækjum ellegar fólkinu sjálfu
og það með löngum fyrirvara.
Ekki af örfáum bæjarstarfsmönn-
um sem engan veginn geta annað
því verki svo að gagn sé að.
Með þessu móti heldur fólk reisn
sinni og er ekki slegið doða ör-
væntingar, heldur
verður sjálfkrafa
hluti af þeirri upp-
byggingu, sem héfst
með nýjum hugsunar-
hætti.
Upplýsingaþjón-
usta Háskóla Islands
var stofnuð 1978.
Hún var fyrsta inn-
lenda stofnunin, sem
hagnýtti sambönd við
erlenda gagnabanka.
Á þeim 17 árum, sem
hún hefir starfað,
hefur hún unnið að
yfir 3.000 fjölbreyti-
legum verkefnum
fyrir innlend fyrirtæki, einstakl-
inga og stofnanir. Segja má, að
með þessu frumkvæði hafi Há-
skóli íslands komið mörgum á
beinu brautina til hagsældar fyrir
land og þjóð.
Jón Erlendsson, forstöðumaður
Hvergi eru nýsköpunar-
möguleikar meiri en í
sjávarútvegi, segir
Garðar Pálsson, þar
liggur vaxtarbroddur
komandi ára.
ofangreindrar stofnunar, hefur
lagt sig fram um að finna hagkvæ-
mustu lausnina fyrir hvern og
einn. Hann setur þær fram á auð-
skilinn og skýran hátt og er alltaf
reiðubúinn til að ræða þær við þá
sem þess óska.
Atvinnu-
tryggingar
-í stórum dráttum má lýsa hug-
myndum Jóns á eftirfarandi hátt:
1. Komið verði á „Atvinnu-
tryggingasjóði" sem komi í stað
„Átvinnuleysistryggingarsjóðs.
Sjóður þessi greiði einkum fyrir
verk en ekki verkleysi.
2. Þróað verði skipulag til að
safna upplýsingum um ný atvinnu-
tækifæri og skapa ný. Hluti þessa
kerfis byggist á því að aðstoða
fólk og fyrirtæki á mjög ódýran,
afkastamikinn og einfaldan hátt
við þetta verk.
3. Allt vinnandi fólk verði hvatt
og stutt til ævilangrar símenntun-
ar. Byggt verði upp ódýrt kerfi til
að annast símenntaþjónustu sem
náð geti til allra á mjög viðráðan-
legum kjörum. Símenntun verði
gerð skyldubundin ef þess gerist
þörf til að tryggja virka og hæfi-
lega þátttöku hvers og eins.
Ekki er unnt að greina frá hug-
myndum Jóns í smáatriðum, en
þær má fá hjá Upplýsingaþjónustu
Háskóla íslands.
Ný störf
Enginn atvinnuvegur hefir
meiri möguleika til nýsköpunar en
sjávarútvegur. Þar liggur vaxtar-
broddur komandi ára. í framtíð-
inni getur fullvinnsla allra sjávar-
afurða í neytendapakkningar skil-
að þjóðarbúinu meiri verðmætum
og fleiri nýjum störfum en nokkur
annar atvinnuvegur á íslandi, ef
rétt er á málum háldið. Þá gerð
geta alþingismenn tryggt þjóðinni.
Höfundur er fv. dcildarstjóri
skipatæknisviðs Landhelgisgæsl-
unnar.
Garðar
Pálsson