Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 20
I
20 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Viðbrögðin við BBC-viðtalinu við
Díönu prinsessu með ýmsu móti
Hefur líklega
brennt að baki
sér allar brýr
London. Reuter.
ÐBRÖGÐIN við viðtalinu
við Díönu prinsessu á
BBC hafa verið með
ýmsu móti en flestir eru sam-
mála um, að viðurkenning henn-
ar á framhjáhaldi, lýsing hennar
á þriggja ára baráttu við lystar-
stol og sú vissa hennar, að hún
verði aldrei drottning, sé mikið
áfall fyrir breska konungdæmið.
Talið er, að um 20 milljónir
manna hafi fylgst með viðtalinu
en þar sagði Díana á hreinskilinn
hátt frá misheppnuðu hjónabandi
þeirra Karls prins, lýsti konungs-
fjölskyldunni sem kaldlyndri og
taldi, að ríkisarfinn væri ekki vel
til þess fallinn að verða konung-
ur.
Díana sagði, að í augum
tengdafjölskyldunnar hefði hún
verið taugasjúklingur og andlega
sjúk þegar hún átti í harðri bar-
áttu við þunglyndi og lystarstol
eftir fæðingu annars sonarins og
aðeins tveimur árum eftir „brúð-
kaup aldarinnar" 1981.
„Eg vona, að ég geti verið
drottning í huga fólksins en ég
sé ekki fyrir mér, að ég verði
drottning þessa lands,“ sagði
Díana.
„Á síðari stigum
ofsóknaræðis“
Meðal Breta eru mjög skiptar
skoðanir á því hvort prinsessan
hafi áunnið sér samúð með þvi
að opinbera sjálfa sig með þess-
um hætti. Segja sumir, að þessi
„hreinskilni" hafi svert æru
Karls prins og endanlega útilok-
að, að hún verði nokkurn tíma
boðin velkomin hjá fjölskyldu
hans.
Vinir Karls prins hafa tekið
upp hanskann fyrir hann og einn
þeirra, Sir Nicholas Soames að-
stoðarráðherra, sagði, að viðtalið
hefði leitt í þós, að Díana væri
„á síðari stigum ofsóknaræðis".
Ándrew Morton, sem gaf út bók
1991 og fjallaði fyrstur manna
um óhamingju Díönu í hjóna-
bandinu, sagðist halda, að viðtal-
ið gæti snúist gegn henni.
„Ég held, að hún hafi gengið
of langt í hlutverki fórnarlambs-
Reuter
DÍ ANA tók þátt í góðgerðasamkomu sama kvöld-
ið og viðtalið við hana var sýnt á BBC en talið
er að um 20 milljónir manna hafi fylgst með því.
Reuter
KARL prins af Wales var í gær í heimsókn í
Newlyn í Cornwall og skoðaði sig þá um i
togaranum Daisie Christiane.
ins,“ sagði hann. „Hún sér ekki
Iengur sjálfa sig í anda sem
prinsessu af Wales, heldur prins-
essu fyrir allan heiminn. Hún
vill verða sendiherra en það
gengur varla þegar haft er í
huga, að hún er ekki lengur vel-
komin í konungshöllinni."
Karli „blásið burt“
Dagblaðið The Daily Express
sagði, að Díana hefði ekki aðeins
lítillækkað eiginmann sinn, held-
ur „blásið honum burt“. Hún
hefði lýst sjálfri sér sem konu,
sem „elskaði manninn sinn afar
heitt“ en hefði verið beitt rang-
indum og ekki fengið neina hjálp
Útdráttur úr viðtalinu við Díönu prinsessu
DÍANA prinsessa í viðtalinu við Martin Bashir hjá BBC.
Reuter
Óhamingjusamt líf
í allsnægtimum
M: Hvaða áhrif hafði þetta á
hjónabandið?
D: Já, nú fengu allir eitthvað til
að tala um. Díana er taugasjúkling-
ur og tæp á geði og því miður virð-
ist það alltaf skjóta upp kollinum
öðru hverju.
Reyndi að skaða sig
M: í blöðunum var því fleygt á
þessum tíma, að þér hefði liðið svo
illa, að þú hefðir reynt að skaða þig.
D: Þegar enginn vill við mann
tala þá getur ýmislegt gerst. Þetta
var mitt neyðaróp, mig langaði
bara að ná tökum á lífi mínu sem
eiginkona, móðir, prinsessa af
Wales.
Jú, ég skaðaði mig. Mér líkaði
ekki við sjálfa mig vegna þess, að
ég stóð ekki undir álaginu.
London. Reuter.
HÉR á eftir fer útdráttur úr
viðtalinu við Díönu prins-
essu af Wales en spyrjand-
inn hjá BBC var Martin Bashir.
Verða því spurningamar auð-
kenndar með M en svör hennar
með D.
M: Hvemig bjóstu þig undir það
líf, sem fylgir því að giftast inn í
konungsfjölskylduna?
D: Eg var 19 ára gömul og mér
fannst ég vera við öllu búin og vita
hvað biði mín. Ég var þó dálítið
kvíðin en taldi mig eiga vísan
stuðning mannsins míns.
M: Hvaða vonir barstu í bijósti
um hjónabandið?
D: Ég vonaði, að það gengi vel
og sérstaklega vegna J)ess, að for-
eldrar mínir skildu. Ég vildi ekki
falla í sama farið og þeir, ég elsk-
aði manninn minn út af ljfinu og
hélt við ættum vel saman. Ég leiddi
ekki hugann að því að verða drottn-
ing, það var langt undan, en það,
sem ruglaði mig í ríminu, var fjöl-
miðlaathyglin.
M: Líkaði þér ekki vel allur áhug-
inn?
D: Nei, eiginlega ekki, vegna
þess, að honum fylgdu heilmikil
afbrýðisemi og ýmis leiðinleg atvik.
Þunglynd
eftir barnsburð
M: Hvernig tók konungsfjöl-
skyldan því þegar ljóst var, að
fyrsta barnið þitt yrði drengur?
D: Allir voru yfir sig hrifnir.
Meðgangan var hins vegar erfið,
mér hafði oft liðið illa, en eftir að
William kom í heiminn leið mér vel
um tíma. Síðan sótti á mig þung-
lyndi, sem ekki mátti tala um, og
það var þungbært. Ég vaknaði á
morgnana og vildi helst ekki horf-
ast í augu við daginn, mér fannst
ég vera misskilin og eitthvað svo
lítil með sjálfri mér.
M: Var þetta eitthvað nýtt fyrir
þig eða hafðirðu reynt þetta áður?
D: Ég hafði aldrei fundið fyrir
þunglyndi fyrr.
M: Hvað gerðir þú?
D: Ég meiddi mig á höndum og
fótum. Ég hef starfað inni á stofn-
unum þar sem ég hef séð konur,
sem hafa gert það sama, og ég
veit af hvaða rótum það er runnið.
M: Þú jafnaðir þig á þunglyndinu
en síðan komu fréttir um, að þú
þjáðist af lystarstoli. Var það rétt?
D: Já, það er rétt. Ég var haldin
því í nokkur ár. Það er eins og
ganga með einhvern leynilegan
sjúkdóm.
M: Hver var ástæðan?
D: Ástæðan var sú, að ég og
maðurinn minn urðum að loka allt
inni með okkur til að allt sýndist
slétt og fellt út á við þótt við ættum
oft erfitt.
Mikil umskipti
M: Hvernig var lífið og tilveran
eftir að þið skilduð að borði og
sæng?
D: Þá breyttist allt á einni nóttu.
Nú var ég fyrrverandi eiginkona
Karls, ég var vandamál og byrði
og spumingin var hvernig ætti að
umgangast mig. Það voru mikil
umskipti.
*M: Hver voru viðbrögð þín þegar
fréttir bárust út um að símtöl þín
og James Gilbey hefðu verið hljóð-
rituð?
D: Mér þótti það leitt því að
James var góður vinur minn og það
var út í hött þegar reynt var að
lesa út úr símtölunum, að kynni
okkar hefðu verið mjög náin.
M: Hefurðu einhveija hugmynd
um hvernig stóð á birtingu símtal-
anna?
D: Nei en það var gert til að
skaða mig og í fyrsta sinn reyndi
ég það, að þarna var einhver utan
fjölskyldunnar að verki.
M: Hvernig brástu við þegar eig-
inmaður þinn viðurkenndi við
Jonathan Dimbleby, að hann hefði
haldið framhjá?
D: Ég vissi ekkert um efni bókar-
innar og sá þetta fyrst í fréttum
um kvöldið. Mín fyrsta hugsun var
börnin og ég vildi vernda þau en