Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 ''f Skemmtistaðurinn BOHElH G'ensoweg 7 • Simor: 553 3311 '896 3662 ■kopið miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 10—01. §'Wk Föstudaga og ■f* laugardaga kl 10—03. % Nýi dansari i kvöld. m Aðgangseyrir 1000 kr„ i veiði til kl. 12.00. OROBLU KYNNING 9H°/ Z/U / 0 AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn 23. nóvember kl.13.00 - 18.00. VERÐDÆMI: BONJOUR 50 Nýjar frábærar lycra stnðnings- sokkabuxur - 50 den. 308 kr. HAALEITIS APOTEK Háaleitisbraut 68 Ábendingar á mjólkununhúðnm, nr. 30 af 60. Aherslur Ein setning getur haft mismunandi merkingar eftir því hvar áherslan hvílir: „GAF Anna Guðmundi hring?“ (Ég hélt að hún gæfi aldrei neitt.) „Gaf ANNA Guðmundi hring?“ (Ég hélt að það hefði verið Guðrún.) „Gaf Anna GUÐMUNDI hring?“ (Ég hélt að hún væri trúlofuð Jóni.) Áttum okkur á hrynjandi málsins! MJÓLKURSAMSALAN Islenskufrœðsla á mjálkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG SKAK Umsjón Mar£eir Pétursson og vinnur Staðan kom upp í lands- liðskeppninni á Skákþingi íslands sem nú stendur yfir. Ágúst Sindri Karls- son (2.315) hafði hvítt, en Hannes Hlífar Stefáns- son (2.520), stórmeistari, var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 18. f2— f3?? en nauðsynlegt var 18. Rf3, eins og reyndar var leikið í skák búlgarska al- þjóðameistarans Kolev og stórmeistarans Granda frá Perú á móti í Burgas í Búlgaríu árið 1993. Því svaraði svartur með 18. — g5!? og hann vann á sókn- inni. Skákin fékk nú skjót- an endi: 18. — Rc3 19. Dd3 — Rxe2+! (Nú hrynur hvíta staðan, því eftir 20. Hxe2 — Hxe2 21. Dxe2 — Dxd4+ fellur hvíti hrókurinn á al) 20. Kfl - Dxd4 og hvítur gafst upp, því hann verður tveimur peðum undir í von- lausu endatafli. Byrjun skákarinn- ar var athyglisvert afbrigði af drottning- arindverskri vörn: 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 — Ba6 5. b3 - d5 6. Bg2 - Bb4+ 7. Bd2 - Bd6 8. cxd5 — exd5 9. Rc3 — 0-0 10. 0-0 —Rbd7 11. Rh4 — He8 12. Hel - Bb7 13. Rb5 - Bf8 14. Bf4 (Jóhann Hjartarson lék 14. Bg5 gegn Hannesi á Frið- riksmótinu, en eftir 14. — h6 15. Bf4 - Hc8 16. a3 — Re4 lenti hann einnig í erfíðleikum og tapaði um síðir) 14. - c6 15. Rd6 - Bxd6 16. Bxd6 - Re4 17. Ba3 — Df6 18. f3?? og upp er komin staðan á stöðu- myndinni. Frí er á íslandsmótinu í dag. BRIDS Umsjðn Guðmundur Páll Arnarson „ÞETTA var eina spilið, sem makker þinn gat spil- að,“ sagði Zia Mahmood við Bretann David Kendrick, eftir að félagi Kendricks, Tony Sowter, hafði fært Zia sjöunda slaginn í einu grandi á silf- urfati. Spilið er frá Polit- iken-tvímenningnum í Kaupmannahöfn: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ 532 y Á873 ♦ 1072 ♦ Á86 Vestur Austur ♦ D864 ♦ G107 f K109 llllll y G54 ♦ Á95 ♦ KD86 ♦ 743 4 K105 Suður ♦ ÁK9 y D62 ♦ G43 ♦ DG92 Vestur Norður Austur Suður Sowter Weichsel Kendrick Zia - - Pass 1 Iauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass Pass Pass Útspil: Spaðafjarki. Zia dúkkaði fyrsta spað- ann, fékk næsta slag á spaðaás og svínaði síðan laufdrottningu. Kendrick drap á laufkóng og ftíaði spaðann. Zia fór þá inn í borð á laufás og spilaði smáum tígli frá tíunni þriðju! Kendrick lagðist nú undir feld í langan tíma. I/oks ákveð hann að setja lítið í slaginn og Sowter drap gosa Zia með ás. Sowter tók því næst þrettánda spaðann og Kendrick henti hjartafjarka, sem var frávísun. Samt sem áður spilaði Sowter hjarta- tíunni og færði Zia þar með úrslitaslaginn á hjarta- drottningu. Hvers vegna? Sowter gerði sér auðvitað fulla grein fyrir því að hann var að gefa spilið með þess- ari vöm. En umhugsun Kendricks yfír tíglinum batt hendur hans. Það var eng- inn fótur fyrir hikinu nema Kendrick ætti hjónin og slík- ar óheimilar upplýsingar frá umhugsun makkers má ekki nýta sér (þótt allof margir geri það). Vömin er auð- fundin þó svo vestur fái enga óleyfílega hjálp frá makker, en samt hvarflaði ekki að Sowter að spila tígli. Hann sýr.di í verki, það sem Bobby Wolff, fyrrum heims- forseti, kallar „virkt sið- ferði" og er meiri maður fyrir vikið. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hver er höfundur? SIGRÍÐUR hringdi til að biðja um höfund að eft- irfarandi vísu: Blóm nú spretta úti ei í átthögunum sínum. Gef ég þér því gleym- mérei sem greri í huga mín- um. Kunni einhver svar við þessari bón Sigríðar er hann vinsamlega beð- inn að hringja til hennar í síma 476-1156. Tapað/fundið Myndavél tapaðist SVÖRT Canon-mynda- vél í svörtu hulstri tap- aðist laugardaginn 28. október, annaðhvort í Nauthólsvík eða á leið- inni þaðan inn í Kópa- vog. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 566-7530. Hringur fannst FÍNGERÐUR módel- hringur úr gulli fannst í Austurstræti fyrir u.þ.b. þremur vikum. Hringur- inn gæti verið frá Jens. Eigandi má hringja í síma 562-1953 eða 553-5150. Aldís. Taska tapaðist RAUÐ íþróttataska með stórum • hvítum vasa framan á sem á stóð „Triumph" tapaðist í strætisvagni nr. 112 mánudaginn 13. nóvem: ber um tvöleytið. í henni var sundfatnaður. Ef einhver getur veitt upplýsingar um töskuna er hann beðinn að hringja í síma 557-4536. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL tapaðist sl. föstudag á einhveij- um eftirtalinna staða: Á Njálsgötu í Reykjavík, fyrir utan kaupféiagið í Mosfellsbæ eða á Þing- völlum (Kárastaða- landi). Finnandi vin- samlehga hringi í síma 551-1781. Fundarlaun. Gæludýr Persnesk læða tapaðist HVÍT persnesk læða fór að heiman frá sér frá Reykási sl. fimmtudag og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Kannist einhver við að hafa séð kisu er hann beðinn að hringja í síma 587-3112. HOGNIHREKKVÍSI efþessi b<írgerdckinbgustor-fyrirokhirbá&a: Víkveiji skrifar... MIKIL gróska hefur verið í út- gáfu klassískra geisladiska hér á landi á þessu ári. Nýlega kom út hjá Japís diskurinn Ljóðakvöld með Sigurði Bragasyni baritón- söngvara og Vovka Ashkenazy píanóleikara, þar sem þeir félagar flytja lög eftir Chopin, Liszt, Rakh- maninov, Ravel og Rubinstein. Hér í blaðinu í gær var skemmtileg frásögn af samstarfi þeirra Sigurð- ar og Vovka, sem eins og kunnugt er er sonur hins kunna píanóleik- ara og hljómsveitarstjóra Vladim- irs Ashkenanzy. Á unglingsárum þekktust þeir lítillega, en svo lágu leiðir ekki saman í tvo áratugi er þeir hittust í Bonn í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Síðan hefur samstarf þeirra staðið. xxx AÐ er ánægjulegt þegar ungt tónlistarfólk okkar tekur sér fyrir hendur í auknum mæli að gefa út metnaðarfulla geisladiska með sígildri tónlist og miðað við lýsingu Sigurðar Bragasonar hér f blaðinu í gær á slík útgáfa fullt erindi. Skemmtileg var lýsing Sig- urðar á því, þegar hann söng Pers- neskan ástarsöng eftir rússneska tónskáldið Anton Rubinstein með rússneska textanum á tónleikum í Buenos Aires í Argentínu nýverið: „Viðtökurnar voru frábærar. Það var ekki nóg með að fjölmargir áheyrendur kæmu baksviðs eftir tónleikana til að þakka mér fyrir flutninginn, heldur jafnframt gagnrýnendur. Ég hef aldrei áður verið faðmaður af gagnrýnendum!" xxx ENN ein vísbendingin um vaxt- arbroddinn í útgáfu sígildrar tónlistar hér á landi eru útgáfutón- leikar sem haldnir voru í Borgar- leikhúsinu í gærkveldi, þar sem hvorki meira né minna en átta geisladiskar koma út á næstunni á vegum SKREF, sem er ný geisla- diskaútgáfa fyrir klassíska tón- listarmenn. x x x ANÆGJULEGT var að fylgjast með gengi hins unga og bráðskemmtilega liðs Afturelding- ar úr Mosfellsbæ, í viðureign þess við pólska liðið Zaglebie frá Lubin, er Áfturelding tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum í borgarkeppni Evr- ópu. Raunar kom verulega á óvart, hversu miklu sterkari Mosfelling- arnir voru en Pólveijarnir - 12 marka sigur í fyrri leiknum og sex marka sigur í þeim seinni. Vænt- ingarnar varðandi pólska liðið voru augljóslega töluvert umfram getu þess, en eigi að síður stóðu Aftur- eldingarmenn sig með miklum ágætum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.